Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 12
12 Erlent 31. október 2012 Miðvikudagur Tónlistarmenn fangelsaðir Tveir tónlistarmenn í Víetnam hafa verið dæmdir í sex og fjögurra ára fangelsi fyrir að dreifa áróðri með tónlist sinni. Mennirnir, Tran Vu Anh Binh og Von Minh Tri, voru sakfelld- ir fyrir dómi í Ho Chi Minh- borg fyrir að gagnrýna yfirvöld í Víetnam. Mannréttindasam- tökin Amnesty International hafa gagnrýnt dóminn harðlega og benda á að réttarhöld yfir mönnunum hafi einungis tekið fimm klukkustundir. „Þeir eru samviskufangar sem eru fang- elsaðir fyrir að nýta sér óskor- aðan rétt til tjáningarfrelsis. Það ætti að sleppa þeim úr haldi,“ sögðu mannréttindasamtökin í yfirlýsingu. Mótmæli bönnuð Yfirvöld í Barein hafa bannað öll mótmæli og allar fjölda- samkomur í landinu í kjölfar pústra á milli lögreglu og mót- mælenda gegn stjórnvöldum. Innanríkisráðherra Barein, Ras- hid Al Khalifah, segir að „endur- tekin misnotkun“ á tjáningar- frelsinu verði ekki liðin lengur. Ráðherrann segir að mótmæli verði leyfð um leið og jafn- vægi kemst á í landinu en óvíst hvenær það verður. Mótmæli voru bönnuð í landinu síðast árið 2011 og stóð bannið þá yfir í þrjá mánuði í kjölfar þess að 35 létu lífið, þar á meðal 5 lögreglu- þjónar, í mótmælum. Gullgrýti sökk í sæ Flutningaskip með um 700 tonn af gullgrýti innanborðs er talið hafa sokkið í sæ undan Kyrrahafsströnd Rússlands á mánudag. Níu manns voru í áhöfn skipsins sem hafði sent frá sér neyðarkall áður en það hvarf. Það var á leið frá hafnar- bænum Neran til Feklistov- eyjar í Okhotsk-hafi þar sem til stóð að vinna gullgrýtið. Veður á þessum slóðum var slæmt þegar neyðarkallið barst frá skip- inu. Gull er, eins og nafnið gef- ur til kynna, unnið úr gullgrýti. Talsmenn námufyrirtækisins Polymetal, sem höfðu leigt skip- ið, sögðust á þriðjudag ekki geta áætlað heildarverðmæti farms- ins sem sökk. Leit að skipinu hefur engan árangur borið. F ellibylurinn Sandy hefur valdið stórkostlegu tjóni á stóru svæði vestan Atlants- hafs. Sandy átti upptök sín í Karíbahafinu fyrir um það bil viku og olli þar mannfalli og mikilli eyðileggingu. Fellibylurinn náði hámarki sínu er hann skall á austurströnd Bandaríkjanna en nú hefur ofviðrinu slotað og flokk- ast Sandy ekki lengur sem fellibyl- ur heldur sem leifar af hitabeltis- stormi. Ljóst er að Sandy hefur þegar valdið mun meira tjóni en felli- bylurinn Irene sem gekk yfir sama svæði í fyrra en nú er talið hugsan- legt að Sandy verði fimmti versti fellibylur Bandaríkjanna frá upp- hafi. Samkvæmt BBC er Sandy mesti fellibylur sem gengið hefur yfir Atlantshafið á okkar tímum. Gríðarleg eyðilegging Tugir manna létu lífið á eyjum Karíba- hafsins vegna óveðursins og hátt í þrjátíu manns hafi farist í Bandaríkj- unum þegar þetta er skrifað. Þá hafa mörg hundruð þúsund manns neyðst til að flýja heimili sín og talið er að raf- magnsleysi hafi haft áhrif á sautján milljónir manna í þrettán ríkjum Bandaríkjanna. Í Queens í New York urðu að minnsta kosti áttatíu hús eldi að bráð í kjölfar þess að rafmagni sló út. Tjónið af völdum Sandy hleypur á milljörðum Bandaríkjadala. Tryggingafyrirtæki meta tryggingatjón á bilinu fimm til tíu milljarða Banda- ríkjadala og áhrif ofsaveðursins á bandarískt efnahagslíf á bilinu tíu til tuttugu milljarða dala eða 1.300 til 2.500 milljarða íslenskra króna. Þó er ekkert útséð í þeim efnum. Ástandið verst í New York Nær öll ríki austurstrandar Banda- ríkjanna hafa orðið fyrir barðinu á ofviðrinu en einna verst var ástandið í New York. Bílar flutu um fjármálahverfi Manhattaneyju og göng neðanjarðarlestarkerfisins fylltust af vatni. Þar var rafmagns- laust um nokkra hríð auk þess sem allar almenningssamgöngur borg- arinnar hafa legið niðri og búist er við að neðanjarðarlestarkerfið verði í lamasessi í fjóra daga hið minnsta. Öllu flugi til og frá New York var aflýst um óákveðinn tíma. Þá var að minnsta kosti tveimur kjarnorkuverum lokað í New York og New Jersey en engin hætta er talin stafa af þeim. Kosningar í næstu viku Forsetakosningar fara fram í Banda- ríkjunum þann 6. nóvember og hefur Sandy þegar sett mark sitt á þær. Barack Obama Bandaríkjafor- seti hefur sett kosningabaráttu sína á ís og stjórnar neyðaraðgerðum frá Washingtonborg. Keppinautur forsetans, Mitt Romney, hefur að sama skapi aflýst fyrirhuguðum viðburðum á vegum framboðs síns í samúðarskyni með þeim sem eiga um sárt að binda vegna óveðursins. „Kosningarnar munu sjá um sig sjálfar í næstu viku,“ sagði Obama við fréttamenn á þriðjudaginn. „Núna setjum við það í forgang að bjarga mannslífum og við munum bregð- ast eins hratt við og við getum til að koma efnahag ríkjanna aftur í samt lag.“ n Algjör eyðilegging Tugir íbúðahúsa í Queens í New York urðu eldi að bráð í kjölfar rafmagnsleysis vegna ofsaveðursins. Brimrót Mikil flóð hafa fylgt fellibylnum Sandy. Sandy olli tugmilljarða tjóni n Fellibylurinn Sandy er einn sá versti í sögu Bandaríkjanna n Hátt í hundrað manns hafa týnt lífi í óveðrinu Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Borgin sem aldrei sefur Myrkrið grúfir sig yfir Manhattan- eyju. Þegar Sandy lét hvað verst varð víða rafmagnslaust á austurströnd Bandaríkjanna. Talið er að rafmagnsleysið hafi haft áhrif á sautján milljónir manna í þrettán ríkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.