Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 31. október 2012 Ástralir þyngjast Tveir þriðju hlutar áströlsku þjóðarinnar teljast nú of þungir eða of feitir, samkvæmt niðurstöð- um umfangsmikillar rannsóknar þar í landi. Ástralir hafa fitnað um- talsvert á undanförnum þrátt fyrir að aðrar rannsóknir hafi bent til þess að fleiri lifi nú heilbrigðara lífi en áður; drekki minna af áfengi og reyki minna. Samkvæmt niður- stöðunum nú hefur of þungum eða of feitum fjölgað um tvö pró- sentustig í Ástralíu á undanförnum fjórum árum. Árið 1995 voru 56,3 prósent Ástrala of þung eða of feit og ljóst að hlutfallið hefur hækkað verulega á undanförnum árum. Tölfræðingurinn Paul Jelfs hefur haft yfirumsjón með rann- sókn á hlutfalli of þungra Ástrala. Notast var við svokallaðan BMI- þyngdarstuðul, sem hægt er að finna út á einfaldan hátt með því að deila í þyngd þína í kílóum með hæðinni í metrum í öðru veldi. Tekið skal fram að stuðullinn tek- ur ekki tillit til mismunandi lík- amsbyggingar fólks. Þannig geta mjög vöðvamiklir einstaklingar talist of þungir eða feitir sam- kvæmt stuðlinum þó þeir séu það ekki. Samkvæmt tölum OECD eru Ástralir í fimmta sæti yfir feitustu þjóðir heims. Á undan þeim eru Bandaríkin, Mexíkó, Nýja-Sjáland og Chile. Þrátt fyrir að niðurstöður rann- sóknarinnar hafi verið neikvæðar hvað ofþyngd og offitu varðar voru þær góðar að öðru leyti. Til dæmis hefur reykingafólki fækk- að um þrjú prósentustig á fjórum árum og reykja nú 16,3 prósent fullorðinna Ástrala daglega. Hlut- fallið var 18,9 prósent árin 2007 og 2008 og 22,4 prósent árið 2001. Töluvert mannfall Sandy átti upptök sín í Karíbahafinu og gekk meðal annars yfir Jamaíku, Haítí, Bahamaeyjar og Kúbu, þar sem þessi mynd er tekin. Tugir manna létu lífið á eyjum Karíbahafsins vegna ofsaveðursins, flestir á Haítí. Hamstra matvöru Mikil örtröð varð í matvöruverslunum vestanhafs þegar ljóst var hvert stefndi. Fólk hamstraði matvöru eins og sjá má á þessari mynd úr Wal-Mart-verslun í New York. Sandy olli tugmilljarða tjóni n Fellibylurinn Sandy er einn sá versti í sögu Bandaríkjanna n Hátt í hundrað manns hafa týnt lífi í óveðrinu Geipilegt óveður Hér má sjá loftmynd af Sandy þegar óveðrið skall á austurströnd Bandaríkjanna. Stormurinn átti upptök sín í Karíbahafinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.