Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 31. október 2012 Hættir í skugga grófra ásakana „Ég sver af mér að hafa misnotað aðstöðu mína hjá Landsbjörg G uðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri slysa­ varnarfélagsins Landsbjargar, hefur ákveðið að hætta tímabundið sem æðsti stjórn­ andi félagsins vegna Youtube­mynd­ bands þar sem fullyrt er að hann hafi misnotað stöðu sína hjá félaginu til að stunda peningaþvætti og gjald­ eyrisbrask. Framkvæmdastjórinn tók þessa ákvörðun í samráði við stjórn félagsins á þriðjudagskvöldið. Myndbandið var látið á You tube á mánudaginn en var ekki lengur á síðunni daginn eftir, að því er virðist vegna þrýstings frá lögmanni Guð­ mundar Arnar, samkvæmt honum. Í myndbandinu er meðal annars spil­ uð hljóðupptaka þar sem Guðmund­ ur Örn ræðir um fjármagnsflutninga upp á tugi milljóna króna við annan mann og talað um persónulegan hagnað þeirra af flutningunum. Ekk­ ert í þessu samtali tengist þó Lands­ björg þó myndbandið sé gert þannig að áhorfandinn dragi þá ályktun að slysavarnarfélagið tengist málinu, meðal annars viðskipti þess með flug­ elda frá Kína. „Ég sver af mér að hafa misnotað stöðu mína hjá Landsbjörg. Hvernig ætti ég að geta þvegið pen­ inga í gegnum Landsbjörg? Þetta er absúrd. Þetta mál tengist Landsbjörg ekki neitt en samt er búið að draga félagið inn í þetta. Ég er valinn sem skotmark af því að ég er í viðkvæmu starfi hjá þessum félagasamtökum,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn sendi tilkynn­ ingu um málið til sjálfboðaliða Landsbjargar á þriðjudagskvöld eft­ ir að hafa rætt um málið við stjórn félagsins síðdegis sama dag. Þar er sjálfboðaliðum Landsbjargar greint frá tímabundnum starfslokum Guð­ mundar Arnar. Guðmundur Örn segir að fast­ eignasalinn Bóas Ragnar Bóasson, sem er fyrrverandi viðskiptafélagi hans, hafi birt myndbandið á internetinu til að fá hann til að falla frá kæru um skjalafals sem hann og nokkrir aðilar, meðal annars maður að nafni Sigurður Kolbeinsson, hafi lagt fram á hendur honum til lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem Guðmundur Örn heyrist ræða við í myndbandinu er Bóas Ragnar, að sögn þess fyrrnefnda. Guðmundur Örn segir að Bóas Ragn­ ar hafi tekið upp samtal þeirra án hans vitneskju. Ótengt Landsbjörg Ýmislegt í myndbandinu bendir til að frjálslega sé farið með stað­ reyndir en í því er meðal annars spil­ uð upptaka frá samtali við Guðmund Örn frá árinu 2010 þar sem látið er í veðri vaka að hann lýsi aðstöðubraski sínu í gegnum Landsbjörg. Sann­ leikurinn er hins vegar sá að Guð­ mundur Örn hóf störf hjá félaginu í maí á þessu ári og hefði því ekki get­ að misnotað aðstöðu sína sem fram­ kvæmdastjóri Landsbjargar árið 2010. Samt er myndbandinu stillt þannig upp. Ekkert í myndbandinu sannar því að nokkur misnotkun hjá Guð­ mundi Erni hafi átt sér stað með fjár­ muni Landsbjargar eða annarra aðila í gegnum slysavarnarfélagið. Ræðir ekki viðskiptin ítarlega Aðspurður um viðskiptin sjálf sem greint er frá í myndbandinu vill Guð­ mundur Örn ekki fara ítarlega út í eðli þeirra. Hann segist aldrei hafa verið dæmdur fyrir lögbrot og sé með hreint sakavottorð. „Það sem ég er reiðastur út af eru ásakanirnar gagnvart Lands­ björg. Það er fölsunin í dæminu. Hitt er bara bisness sem menn geta litið á hvernig sem er en þetta tengist Landsbjörg ekki neitt. Þá var ég ekki í starfi hjá slysavarnarfélaginu Lands­ björg. Ég er ekki dæmdur maður og hef ekki gert neitt ósiðlegt. Þetta eru bara viðskipti sem voru á sínum tíma, árið 2010,“ segir Guðmundur Örn. Þráspurður um eðli viðskiptanna segir Guðmundur Örn að hann vilji ekki ræða það að svo stöddu. Blaða­ maður segir þá að ásakanirnar í myndbandinu séu grófar; hann sé sakaður um peningaþvætti og gjald­ eyrisbrask. „Það er eitthvað sem ég held að ég vilji ekki fara inn á núna […] En þetta eru fasteignaviðskipti sem er um ræða; menn voru í fasteignabraski á þessum tíma, bæði hér heima og er­ lendis. Þannig að þetta á rætur sínar að rekja þangað. Það ætluðu allir að græða mjög mikið.“ Spurður hvort um sé að ræða samtal um fjármagnsflutn­ inga til og frá Íslandi segir Guðmund­ ur að svo sé ekki í „þessu tilfelli“. „Ég var bara minn eigin herra á þessum tíma og stundaði viðskipti.“ Hvað svo sem líður persónulegum viðskiptum Guðmundar Arnar virðist ekkert á þessari stundu benda til þess að þau tengist Landsbjörg með nein­ um hætti. 170 milljóna viðskipti Guðmundur Örn segir jafnframt að þessi viðskipti sem þeir Bóas Ragnar heyrast ræða um í myndbandinu tengist þó ekki þeim viðskiptum sem kæran til lögreglunnar snérist um. „Þetta er ekki þessi díll sem við rædd­ um um. Þetta eru allt önnur viðskipti. Þetta eru óskyld mál.“ Að sögn Guðmundar Arnar var Bóas Ragnar kærður vegna þess að hann og nokkrir aðrir aðilar hefðu látið hann fá samtals 170 milljónir króna í formi lána til að stunda fasteigna­ viðskipti í Los Angeles. Sjálfur lagði Guðmundur sex milljónir króna í við­ skiptin sem hann tapaði á endanum. Fjárfestarnir áttu að fá ávöxtun upp á 40 prósent á ári, segir Guðmundur Örn. „Þetta voru lánasamningar sem við skrifuðum upp, þar sem okkur var boðin mjög góð ávöxtun. Hann var með ákveðna díla sem hann kynnti fyrir okkur og sagðist vanta fjármagn í þá. Við lítum svo á að þetta hafi verið Ponzi­svikamylla.“ Peningarnir hafa hins vegar ekki skilað sér aftur til þeirra sem lögðu fé í fjárfestingarnar að sögn Guðmundar Arnar. „Þetta virkaði hjá honum af því að hann byrjaði á því að greiða okkur vexti af lánunum í eitt skipti. Þetta er bara „the oldest trick in the book“. Þetta átti svo að greiðast til okkar allt saman, ásamt vöxtum, í febrúar á þessu ári en við fengum ekkert til baka.“ Eftir þetta fóru þeir að grennslast fyrir um viðskipti Bóasar Ragnars, að sögn Guðmundar Arnar, og komust þeir þá að því að ýmislegt í fasteigna­ viðskiptunum virðist hafa verið fals­ að, meðal annars bankayfirlit og skjáskot með myndum af tölvugögn­ um sem sýna áttu góða stöðu við­ skiptanna. „Við kærðum hann til lög­ reglunnar og svo býr hann til þetta myndband. Ég stend frammi fyrir því núna að þurfa að hætta störfum vegna hagsmuna Landsbjargar. Það er mikilvæg fjármögnun framund­ an hjá félaginu (sala á Neyðarkarlin­ um, innskot blaðamanns) sem ég hef séð um að skipuleggja. Félagið þarf að halda haus í gegnum hana.“ Guðmundur Örn segir að lög­ reglurannsóknin á hendur Bóasi Ragnari vegna kærunnar muni halda áfram og að hann muni í kjölfarið skoða stöðu sína gagnvart honum. Segir málið „harmleik“ Formaður stjórnar Landsbjargar, Hörður Már Harðarson, segir sam­ tökin ekki hafa neina aðild að málinu og að það sé „harmleikur“. ,,Við eig­ um enga aðild að þessu máli; þetta er bara einhver harmleikur sem við erum dregnir inn í á versta tíma. Þetta er persónuleg deila á milli manna sem kemur okkur ekkert við. Hann Guð­ mundur Örn er búinn að vera hérna í skamman tíma og þetta samtal átti sér stað löngu áður en hann byrjaði hérna.“ Hörður segir að starf þúsunda sjálfboðaliða sé undir í málinu: „Ég ætla ekki að taka afstöðu með einstaklingunum í þessu deilumáli en ég ætla að taka afstöðu með félaginu. Það eru þúsundir sjálfboðaliða sem liggja á bak við starfsemi félagsins og við þurfum á öllum okkar peningum að halda nú þegar við erum að byrja að selja Neyðarkarlinn. Við berjumst í bökkum til að ná endum saman því við vörðum svo miklu í óveðrið á Norðurlandi. Okkar einingar þurfa á peningum að halda, meðal annars til að geta brugðist við hugsanlegum jarðskjálfta á Norðurlandi.“ Hörður Már segir að allir reikningar félagsins séu opinberir og að það hafi ekkert að fela. „Allir okkar reikningar liggja opnir fyrir öllum; við erum með löggiltan endurskoðanda og einnig fé­ lagslega endurskoðendur. Viðskipti okkar við aðila í Kína ná langt aftur í tí­ mann. Þau fara í gegnum bankastofn­ anir og þola alla þá skoðun sem til er. Ég trúi því að hið sanna muni koma í ljós í þessu máli. Ég veit að þjóðin mun standa með okkur,“ segir Hörður en ásamt flugeldasölu samtakanna í lok hvers árs er salan á Neyðarkarlinum einnig mikilvæg fjáröflunarleið fyrir þau. n n Framkvæmdastjóri Landsbjargar vændur um aðstöðubrask á Youtube Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Stígur til hliðar Guðmundur Örn Jóhannsson hefur stigið til hliðar sem framkvæmdastjóri Landsbjargar vegna ásakana gegn honum í myndbandi sem birt var á Youtube á mánudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.