Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 3
Afskrifa tæplega 90 milljarða Kröfuhafar eignarhaldsfélaga sem tengjast fyrrverandi eigendum N1 hafa nú þegar afskrifað í kringum 90 millj- arða af skuldum þeirra en heildarskuld- ir nema í kringum 150 milljarða króna. Bjarni Benediktsson var stjórnarfor- maður N1 og BNT. mynd RóbeRt Reynisson Fréttir 3miðvikudagur 31. október 2012 Veðurstofan varar við vonskuveðri n búast má við tólf metra ölduhæð, frosti og stormi V eðurstofan hefur varað við vonskuveðri á norðanverðu landinu næstu daga. Miklar hamfarir hafa orðið vestanhafs vegna stormsins Sandy sem fer nú yfir Bandaríkin. Ekki er von á slíku veðri hér á landi en búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu þrettán til tuttugu metra á sekúndu. Þá segir Veðurstofan í tilkynningu sinni að búast megi við stormi, sem er vindhraði upp á meira en tuttugu metra á sekúndu, norðvestanlands í dag, miðvikudag, og víða um land í kvöld, miðvikudag. Veðurstofan gerir þá einnig ráð fyr- ir að búast megi við áframhaldandi stormi á fimmtudag og föstudag með ofankomu á norðanverðu landinu. Á Suðurlandi verður hvasst og víða mjög hvassar vindhviður við fjöll. Þó er reiknað með því að það hald- ist þurrt lengst af og að úrkoma verði minniháttar. Búast má við allt að sex gráða frosti. Í tilkynningunni, sem einnig er birt á vef Almannavarna, segir að mjög slæmt ferðaveður verði næstu daga og að ekki sé búist við að veður gangi nið- ur fyrr en seint um helgina. Veðurstof- an hvetur húsdýraeigendur til að koma skepnum sínum í skjól ef kostur er. Búast má við að ölduhæð geti náð tólf metrum norður og austur af landinu. Samfara hárri sjávarstöðu gæti það valdi vandræðum á hafnar- svæðum en þó sérstaklega fyrir norð- an land. Veður stofan hvetur fólk til að huga að bátum í höfnum og að hafa í huga að ísing geti myndast og hlaðist á báta á skömmum tíma. adalsteinn@dv.is Afskrifuðu 20 milljarða hjá dótturfélagi N1 n Fasteignafélag N1 stefnir í gjaldþrot n Tæplega 90 milljarða afskriftir K röfuhafar Umtaks, fast- eignafélags olíufélagsins N1, afskrifuðu tæplega 20 milljarða króna af skuldum félagsins á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félags- ins fyrir árið 2011 sem skilað var til ríkis skattstjóra þann 12. október síðastliðinn. Umtak var hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu N1 sem var yfirtekið af kröfuhöfum olíufélagsins í fyrra en félagið hélt utan um eignarhald á öllum fast- eignum olíufélagsins. Eigandi Um- taks er Arion banki í dag. Stefnt er að skráningu N1 á hlutabréfamark- að á næsta ári. N1 var búið til á grunni eigna Esso og er stærsta olíufélag lands- ins í dag með meira en hundrað bensínstöðvar. Félagið rekur einnig starfstöðvar eins og bifreiða- og hjólbarðaverkstæði og annars kon- ar þjónustu við bifreiðaeigendur. Stærstu eigendur N1 fyrir hrun voru bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir. Stjórnarformaður fé- lagsins var Bjarni Benediktsson, þingmaður og formaður Sjálfstæð- isflokksins, sem er sonur Bene- dikts. Bjarni var einnig stjórnar- formaður móðurfélags N1, BNT. Forstjóri N1 var Hermann Guð- mundsson sem hætti í kjölfar fjár- hagslegrar endurskipulagningar N1. eignirnar seldar til n1 Í ársreikningi Umtaks kemur fram að eignir þess hafi verið seldar til N1 fyrir 9,5 milljarða króna í fyrra og langtímaskuldir þess afskrifað- ar. „Félagið var hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu N1 hf. og tengdra félaga. Á árinu voru eignir félagsins seldar til N1 hf. á kr. 9.500 millj. og langtímaskuldir félags- ins afskrifaðar.“ Eignir félagsins eru bókfærðar á aðeins tæplega 27 milljónir króna í ársreikningnum. Á milli áranna 2010 og 2011 fóru skuldir félagsins úr því að vera rúmir 25 milljarðar króna og nið- ur í að vera rúmur milljarður eftir fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Sú skuld er vegna tekju- skattsskuldbindingar. Í yfirliti yfir rekstrarhreyfingar Umtaks í fyrra kemur svo fram eftirgjöf skulda upp á tæplega 20 milljarða króna. Félagið ekki rekstrarhæft Í skýringum í lok ársreikningsins kemur fram að Umtak sé ekki rekstrarhæft eftir þessa fjárhags- legu endurskipulagningu félagsins. Af skýringunni að dæma stefnir fé- lagið í gjaldþrot. „Ljóst er að hrun viðskipta- bankanna og óvissa í efnahags- lífinu hefur haft mikil áhrif á fjár- hagsstöðu félagsins. Eigið fé í lok ársins er neikvætt um kr. 1.286,7 millj. Stjórn félagsins hefur skoðað áhrif breytinga í rekstrarumhverfi félagsins á rekstrarhæfi þess. Það er mat stjórnar félagsins að félagið er ekki rekstrarhæft og er framsetn- ing reikningsskilanna í samræmi við það. Allar eignir félagsins hafa verið færðar á upplausnarvirði.“ Miðað við eignastöðu félagsins munu þessar tæplega 1.300 millj- ónir króna sem félagið skuldar í tekjuskatt bætast við þá tæplega 20 milljarða króna sem nú þegar hafa verið afskrifaðir. 87 milljarða afskriftir Afskriftirnar á skuldum Umtaks gera það að verkum að afskriftir vegna félaga sem tengjast þessum fyrrverandi eigendum N1 nema nú um 87 milljörðum króna. Heildar- skuldir þessara félaga nema um 150 milljörðum króna. Meðal þessara félaga er móðurfélag N1, BNT, sem hefur fengið afskrifaða um 18 millj- arða króna, Fjárfestingarfélagið Máttur sem fékk ríflega 21 milljarð afskrifaðan og Þáttur International sem fékk 24 milljarða afskrifaða eftir gjaldþrot. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ljóst er að hrun viðskiptabank- anna og óvissa í efna- hagslífinu hefur haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu félagsins. óveður í aðsigi Veðurstofan og Almannavarnir vara við vonskuveðri á landinu á miðviku- dag, fimmtudag, föstudag og jafnvel um helgina. mynd sigtRygguR ARi HAGNAÐUR GYLFA HEFÐI ORÐIÐ UM 350 MILLJÓNIR n Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, var með 70 milljónir í tekjur 2011 Í lok júní árið 2009 óskaði Eimskip eftir nauðasamningum og var félagið þá jafnframt tekið af markaði í Kauphöll Íslands. Um miðjan ágúst árið 2009 sam- þykktu síðan allir kröfuhafar Eim- skips nauðasamning félagsins. Heimildarmaður sem DV ræddi við segir að það hafi komið Gylfa vel að Eimskip fékk samþykktan nauðasamning við kröfuhafa. Með því sé nánast ógerningur að fara fram á riftun samninga, líkt og kaup Eimskips á IceExpress, eða að láta óháðan aðila kanna hvort eitthvað misjafnt hafi verið um að vera í rekstri félagsins. Nauðasamningar séu ákjósanleg leið til að hindra gagnrýna og ítarlega skoðun á tilfæringum innan fyrirtækja sem mögulega geti talist vafasamar. óljós staða gylfa Heimildarmaður sem DV ræddi við telur að staða Gylfa í forstjóra- stóli Eimskips hafi veikst tölu- vert vegna klúðurs við útboð fé- lagsins. Líklegt verður að teljast að skipt verði um forstjóra þegar hluthafahópur Eimskips stækkar eftir að félagið fer á markað. Líf- eyrissjóðir á Íslandi eru í dag stærstu kaupendur hlutabréfa á markaði og því fylgir lítil lukka því að fá þá upp á móti sér líkt og gerðist í tilfelli Eimskips vegna útboðs félagsins síðasta fimmtu- dag. Frumkvæði að kaupréttar- áætlun félagsins hafi skilanefnd Landsbankans hins vegar átt. Þar sé Ársæll Hafsteinsson, fyrr- verandi yfirlögfræðingur gamla bankans, lykilmaður. Einnig sé ljóst að stjórnendum Eim- skips verði á einhvern hátt bætt upp fyrir þá ákvörðun stjórnar að afnema kauprétti stjórnenda – hvernig liggur hins vegar ekki ljóst fyrir. Erfitt getur reynst að fela slíkt samkomulag án þess að birta upplýsingar um það í árs- reikningi félagsins. Ráðningu gylfa bar brátt að Ráðning Gylfa í forstjórastól Eimskips í maí árið 2008 átti sér mjög stuttan fyrirvara. Bald- ur Guðnason lét af störfum sem forstjóri félagsins í febrúar 2008 eftir að hafa verið við stjórn þegar Eimskip fór í margar skuld- settar yfirtökur erlendis í góð- ærinu sem flestar hverjar teljast hafa misheppnast. Stefán Ágúst Magnús son tók þá við sem for- stjóri í nokkra mánuði en hann hafði áður starfað sem aðstoðar- forstjóri og framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Samkvæmt heimildum DV var talað við Gylfa á sunnudegi og hann beðinn að koma daginn eftir til Íslands til að taka við for- stjórastöðunni. Heimildarmaður DV segir að Gylfi sé langt því frá að vera afburðarekstrarmaður. Þrátt fyrir að fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins sé nú að mestu lokið eftir mikinn barning allt frá vorinu 2008 hefur Gylfi aldrei þurft að reka félagið í eðli- legum rekstri. Því þykir óvissa ríkja um það hversu langan tíma Gylfi fái enn að verma forstjóra- stólinn – klúðrið við útboð fé- lagsins síðasta fimmtudag geti stytt þann tíma til muna. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.