Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 22
„árás krakkanna fór illa í hann“ 22 Menning 31. október 2012 Miðvikudagur Hobbitinn er nú fáanlegur Hobbitinn eftir J.R.R. Tolkien hefur verið ófáanleg um árabil en er nú komin aftur út. Bók- in, sem er forleikur að Hringa- dróttinssögu, kom fyrst út árið 1937 og hefur síðan selst í millj- ónum eintaka. Sagan er ein af ástsælustu og áhrifamestu bók- menntum tuttugustu aldar en hún segir frá óvæntu ævintýri hins heimakæra Bilbó Bagga. Rólyndislífi hans er raskað einn daginn þegar galdramaðurinn Gandalfur knýr dyra og biður Bilbó að koma með sér í mikinn leiðangur. Um þýðingu sá Þor- steinn Thorarensen en kvikmynd gerð eftir bókinni í leikstjórn Peters Jackson verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 26. des- ember næstkomandi. Rómantískar söngperlur í Háteigskirkju Sigríður Aðalsteinsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson verða gestir kammerhópsins Stillu á hádegistónleikum í Háteigs- kirkju á föstudaginn kemur. Þau eru vel þekkt í sönglífi Ís- lendinga en saman sungu þau síðast á sviði Íslensku óperunn- ar í óperu Stravinski Flagara í framsókn. Nú bjóða þau upp á fjölbreytta dagskrá undir heitinu Rómantískar söngperlur. Tón- listin er eftir tónskáld úr ýmsum áttum, Wagner, Strauss, Saint- Saëns og Donizetti auk Sigvalda Kaldalóns, Sigfúsar Einarssonar og Bjarna Þorsteinssonar. n Ingibjörg Reynisdóttir skrifaði bók um lífshlaup Gísla á Uppsölum É g varð mjög áhugasöm um Gísla þegar ég sá hann á sínum tíma sem barn. Ég sat agndofa yfir þessu, þessari einveru í afdöl- um og þetta sló mig sem krakka, segir Ingibjörg Reynisdóttir og vísar þar til Stiklu-þáttar Ómars Ragnarssonar frá því snemma á níunda áratugnum um þennan merkilega einbúa í Arnar- firðinum. Í kjölfar þáttarins varð Gísli landsþekktur. Ingibjörg hefur nú lokið við gerð bókar um ævi Gísla sem sýnir hann í nýju ljósi. Bókin, sem ber ein- faldlega heitið Gísli á Uppsölum, kom út 29. október, en þá voru nákvæmlega 105 ár liðin frá fæðingardegi Gísla sem lést árið 1986. Gísli varð fyrir alvarlegu einelti í æsku og bókin kemur töluvert inn á það, sem og aðra erfiðleika sem urðu til þess að hann einangraðist. „Ég til- einka bókina þeim sem hafa lent í ein- elti vegna þess að einelti er rosalegt samfélagsmein. Þessi tugga er aldrei of oft kveðin að fólk eigi að vera með- vitað, alveg sama hvort um er að ræða börn eða fullorðna.“ Féllust hendur yfir efnishyggj- unni Ingibjörg réðst í gerð bókarinnar eftir að Gísli kom upp í huga hennar í miðju góðærinu, þegar Íslendingar voru hvað uppteknastir af efnishyggj- unni. „Ég var að ala upp börn í neyslu- þjóðfélagi og fannst nú stundum svo- lítið langt gengið þegar allir voru á fínu jeppunum og fólk fara að fara í fleiri, fleiri golfferðir til útlanda á hverju ári. Þetta var eitthvað svo skrýtið og bil- að. Einhvern tímann á þessu tímabili þá var ég að svæfa son minn og mér féllust hendur yfir öllu draslinu hjá honum sem lá úti um allt og það var engin virðing borin fyrir neinu.“ Eftir þessa vakningu í herbergi sonar síns ákvað Ingibjörg að setjast niður með honum og segja honum frá Gísla. „Upp frá því spratt þetta. Gísli kom til mín þarna og ég hef það á til- finningunni að verkefni leiti þá uppi sem eiga að takast á við þau.“ Einfalt í anda Gísla Þegar Ingibjörg hófst handa kunni hún, að eigin sögn, ekkert að fást við bókarskrif af þessu tagi en hún hafði eingöngu fengist við barna- og ung- lingabækur. „Ég hefði eflaust aldrei lagt af stað í þetta ferðalag hefði ég vitað hvað biði mín,“ segir Ingibjörg hreinskilin en verkefnið var í raun miklu flóknara en hún gerði sér grein fyrir í upphafi. Hún segist þó hafa vit- að mátulega lítið um Gísla til að bók- in yrði ekki of flókin. „Það er einmitt í hans anda að hafa hlutina einfalda.“ Ingibjörg byrjaði að viða að sér heimildum um lífshlaup Gísla með- fram öðrum verkefnum en fyrir um tveimur árum fór hún að leggja meiri þunga í vinnuna. Árið 2007 fór hún í fyrsta skipti að Uppsölum og fór þang- að þrisvar sinnum á meðan hún vann að bókinni. Talar um tilgang lífsins Bók Ingibjargar er að miklu leyti byggð á skrifum Gísla sjálfs sem Ólafur Gísla- son frá Neðribæ tók saman og komu út í bókinni Eintal, bundið mál og laust, árið 1987. Ingibjörg hafði ekki hug- mynd um tilvist bókarinnar þegar hún hóf að skrifa um Gísla, en hún fékk hana upp í hendurnar fyrir einskæra tilviljun. Ingibjörg hitti Ólaf sumar- ið 2010 en hann lést í nóvember sama ár. „Það eru þrír sem voru munnlegar heimildir hjá mér fallnir frá,“ segir Ingi- björg sem er mjög þakklát Ólafi fyrir að hafa komið skrifum Gísla á prent. Að öðrum kosti hefðu þau eflaust glatast. Ljóð og beinar tilvitnanir í bók Ingibjargar eru allt skrif Gísla og hans þankar. „Hann er alltaf að tala um til- gang lífsins og hann spyr sig oft í þess- um skrifum sínum af hverju hann sé þarna. Ég held að öllum þessum árum síðar, þá kannski með þessari sögu sinni sem kemur út núna, sé hann að kenna okkur ansi margt. Kannski var það tilgangur hans í lífinu – hver veit – að kenna okkur hinum aðeins að hægja á og vera þakklát fyrir það sem við höfum í dag.“ n solrun@dv.is Gísli varð fyrir einelti Ingibjörg segir einelti vera mikið samfélagsmein og tileinkar bókina Gísli á Uppsölum fórnarlömbum eineltis. Mynd siGTryGGur ari Önnur sóló- plata Magna Magni Ásgeirsson hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu. Platan heitir Í huganum heim og er öll á íslensku. Tvö lög á plöt- unni hafa þegar verið spiluð á útvarpsstöðvunum en það eru lögin Heim og Augnablik. Lag- ið Hugarró, sem Magni söng í undankeppni Eurovision, er einnig að finna á plötunni. Vignir Snær Vigfússon vann plötuna með Magna. Heimilið á Uppsölum var fá-tækt. Bláfátækt mundi það kallast nú á dögum. Fjöl-skyldan þótti líka sérkenni- leg og þau fundu öll fyrir ákveðn- um fordómum í sinn garð. Það var lítið svigrúm til að vera öðruvísi, þótt í litlu væri. Eftir því sem Gísli þroskaðist og vitkaðist leið hann meira fyrir fá- tæktina. Hann átti lítið af fallegum fötum og það þótti honum miður. Krakkarnir í dalnum áttu það til að stríða honum af þeim sökum. Þegar spjótin beindust að honum að hann væri eins og ruslahaugur til fara leið honum bölvanlega. Hann var viðkvæmur og brothættur að eðlisfari og þessi árás krakkanna fór illa í hann. Hann hafði sjálf- ur ekki lagt í vana sinn að úthúða fólki sem á vegi hans varð og var óvanur svona framkomu. Honum var brugðið yfir þeirri ósanngirni og illsku sem hann mætti og fannst hann ekki eiga hana skilið. Þar fyrir utan talaði Gísli óskýrt og ekki hjálpaði það til. Krakkarnir nutu þess að finna veika bletti sem hægt var að troða á til þess að særa hann og kvelja. Tilfinningar hans til þessara krakka voru oft hatursfullar. Hann kynntist því hvað var að hata og það var vond og neikvæð tilfinning sem gróf sig djúpt í hans innstu hjarta- rætur. Þar sem Gísla var ekki tekið opn- um örmum í samfélagi barnanna í sveitinni ákvað hann að halda sig til hlés. Hann kaus að vera út af fyr- ir sig. Hann væri öruggur í þeim heimi sem hann þekkti. Honum fannst gott að vera innan um fólk- ið sitt en var líka sjálfum sér næg- ur. Hann minntist aldrei á drauma sína við neinn, einfaldlega vegna þess að hann vissi að honum yrði strítt. Að hann Gísla litla á Upp- sölum dreymdi háleita drauma myndi krökkunum þykja stórkost- lega hlægilegt. Og hann ætlaði ekki að gera sig að fífli. En hann gat látið sig dreyma án þess að nokkur yrði þess var. Þá lokaði hann augunum og var á svipstundu kominn lengst út fyrir dalinn sem hann hann hafði aldrei yfirgefið. Í huganum sigldi hann á vit ævintýranna, langt í burtu, til fjarlægra stranda. Og þar var hann maður með mönnum og fólk leit upp til hans. Brot úr 2. kafla bókarinnar Gísli á Uppsölum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.