Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 31. október 2012 Miðvikudagur sonurinn Einangraðist vEgna klámfíknarinnar F yrsta innrás klámsins í líf sonar míns var þegar hann var 12 ára,“ segir móðir átján ára drengs sem er reglulegur klámneytandi. Þar sem kon­ an vill vernda drenginn fyrir óþægi­ legu umtali vill hún ekki láta nafn síns getið en við skulum kalla hana Ragnheiði og son hennar Jón. Ragnheiður féllst þó á að segja sögu sína, söguna af því hvernig son­ ur hennar ánetjaðist smám saman klámefni á netinu og baráttu henn­ ar sem móður gegn þessari þróun. Eftir nokkurra ára ferli þar sem hún hefur reynt allt sem henni hefur hugkvæmst til að hjálpa honum af þessari braut stendur hún nú eftir ein og ráðalaus, hann er orðinn átján ára, sjálfráða og engin úrræði í boði. Vakti hneykslun og forvitni Hér á eftir birtum við brot úr bréfi hennar til blaðamanns. Eins og fyrr segir þá var Jón tólf ára þegar hann sá klám í fyrsta sinn. „Þá sendi bekkjarbróðir hans honum link í vefpósti sem hann fór inn á. Hann lét mig vita strax og við fórum í gegnum upplifunina af því sem hann sá,“ segir hún en drengurinn virtist vera hneykslaður á því sem hann sá en þó kviknaði líka hjá honum forvitni. Ragnheiður hafði samband við foreldra sendandans og ræddi við drenginn um málið. „Kynlíf var ekki feimnismál og var rætt jafnvel við matarborðið og hélst svo þar til hann var kominn á fermingaraldurinn. Auðvitað breyttust áherslurnar og misjafnt hvað hægt er að ræða við 12 ára gamalt barn og svo upp úr, en ég var viss um að heilbrigði hans og sjálfsmynd væru í lagi hvað þetta varðaði. Lítið vissi ég. Hann var ekki á góðum stað í félagslegum samskiptum innan bekkjarins þar sem hann lék það af hræðslu og vanmætti að vera þagnaraðili og áhorfandi að einelti í bekknum. Líkast til vegna upplifunar sjálfur af einelti um nokkurra mánaða skeið á 6 ára aldri af hendi eldri drengs í hverfinu. Léleg sjálfsmynd og ósjálfstæði gæti verið þáttur í því að krakkar leiti frekar á jaðarinn.“ Varnirnar dugðu ekki Eftir fermingu eignaðist Jón tölvu. „Hún var varin og í minni umsjón,“ segir Ragnheiður. „Allt gekk vel og ég taldi mig hafa yfirsýn. Þarna fékk hann fyrst tækifæri til að skoða klám en hann segist ekki hafa gert það fyrr en einu og hálfu ári síðar,“ segir Ragnheiður, en þá var Jón fjórtán að verða fimmtán ára. Enn grunaði móður hans ekki eitt. Þegar hann var sextán ára bil­ aði tölvan hans og hann fékk nýja. „Þá setti hann inn nýtt lykilorð sem ég vissi ekki og var fastur á því að fá mig út úr eftirlitshlutverkinu sem ég samþykkti því miður. En ég fór á bak við hann eins og hann upp­ lifði það og fór að gramsa í tölvunni. Hann hafði eitt sinn gleymt að loka fyrir aðganginn og sá ég þá að þær varnir sem ég hélt í einfeldni minni að dygðu gerðu það ekki. Núna veit ég að bæði var það vanþekking af minni hálfu en einnig að hægt er að komast framhjá þeim. Það hef ég fengið staðfest hjá öðrum mæðrum síðan. Fyrir mig var þetta áfall.“ Ragnheiður segist hafa þurft að glíma við sjálfsásakanir og sektar kennd. „Grunnurinn sem ég hafði byggt á hélt ekki vatni og fannst mér það vera mín mistök og samviskubitið yfir að vera ekki að standa mig sem uppalandi var nagandi og sárt.“ Skapsveiflur og einangrun En það var ekki aðeins hún sem glímdi við erfiðleika vegna þessar­ ar stöðu sem nú var komin upp í fjölskyldunni. Hún sá líka miklar breytingar á Jóni. „Við notkun efnisins varð breytingin á hans karakter ansi mikil. Unglingsskap­ sveiflur voru að mestu yfirgengnar en nokkur einkenni gerðu vart við sig á þessum tíma, eða um sext­ án ára aldurinn, sem ég gat tengt við klámnotkunina og höfðu ekki verið til staðar áður. Hann einangraði sig frá fjöl­ skyldunni, fékk miklar skapsveiflur sem hræddu systur og sveiflurnar voru meiri en þær sem fylgt höfðu hormónabreytingunum hingað til. Ljótur munnsöfnuður og haturs­ orðræða gagnvart fólki og sínum nánustu.“ Allt í boði Á dögunum kom kona að nafni Gail Dines til landsins til að ræða klám og hélt því fram að klámefnið sem nú á dögum er hægt að nálgast mjög auðveldlega á netinu sé alltaf að verða grófara, ofbeldisfyllra og ágengara. Við skoðun blaðamanns kom í ljós að inni á vinsælum klámsíðum eru mjög ofbeldisfull myndbönd, sum hver virðast helst vera af nauðgunum og það mjög grófum, og rata jafnvel inn á lista yfir þau myndbönd sem fá hæstu einkunn og mest er horft á. Enda segir Ragnheiður að það hafi verið mjög sláandi að sjá efnið sem Jón var að horfa á. Það hafi því ekki verið skrýtið að persónuleik­ inn hefði tekið breytingum. „Efnið sem hann var að horfa á var hræði­ legt. Ég gat ekki farið í gegnum all­ ar síður vegna líkamlegra og til­ finningalegra einkenna sem komu upp við viðbjóðinn sem blasti við mér. Niðurlægingin og ofbeldið sem troðið var inn í og upp á ungar konur var átakanlegt. Allt var í boði. Leikið var með barnagirnd, ein síðan var um fjölskyldusex þar sem pabbinn þjösnaðist á dóttur og hennar móður. Barnið mitt var neytandi svo hrikalega ofbeldisfulls efnis að það var engin furða þótt karakter­ breytingar hefðu orðið á persónu hans, persónu sem enn var að mót­ ast og heilinn ekki búinn að taka út sinn þroska.“ Leitaði sér aðstoðar Hún segist ekki hafa hugmynd um það hversu oft hann leitaði í klám­ efnið. Síðast þegar hún komst í tölvuna áður en það var lokað fyrir það liðu mest þrír dagar á milli þess sem hann neytti kláms. Frá því að þetta kom fyrst upp hefur Ragnheiður leitað allra leiða til þess að finna hjálp fyrir drenginn, leiðir til þess að spyrna við þessari klámnotkun. „Það tók mig nokkra daga að taka mig til og tala við hann. Þá var ég búin að liggja í upplýsingasöfnun um fyrstu hjálp fyrir mig og unglinginn en fann einungis forvarnir. Ég brá á það ráð að fá aðstoð frá fagfólki en fékk Jón einungis með mér í eitt skipti. Þar fékk ég þó að­ stoð þannig að ég gat tekið á mig rögg til að fara í prógramm þar sem tölvan var alltaf í opnu rými og nettíminn skammtaður. Eftir ein­ hverja mánuði fórum við að slaka á og leyfa honum að vera aðeins lengur og smátt og smátt fórum við að leyfa honum að fá tölvutíma inni í sínu herbergi. Fíknin var þó enn til staðar og eftir að hann varð 18 ára og kom­ inn með nýjan snjallsíma var hann enn og aftur kominn af stað í klámið. Þá var í raun bara eitt eftir og það var að útiloka hann af nettengingunni heima.“ Fórnarlamb klámfíknar Allt þetta ferli hefur verið erfitt og sárt en Ragnheiður áfellist ekki son sinn. „Hann er fórnarlamb,“ segir hún. „Hann hefur sýnt að hann hefur samvisku, kannski einna helst með því viðurkenna að hann viti af því að þetta sé ekki kynlíf heldur ofbeldi, en á samt erfitt með að hætta að horfa á þetta þar sem hann er greinilega fíkill. Ég segi að hann sé fíkill vegna þess að þrátt fyrir að talað sé um fyrir honum með góðu, í hreinskilni og þar sem hann fær fræðslu, og þrátt fyrir að hart sé tekið á málinu þá getur hann ekki hætt. Sorgin er enn til staðar því góða tengingin og samtölin um allt sem gat hugsast eru fyrir bí. Hann er ekki viljugur að tala um þetta og sjálfsagt er það vegna þess að hann er enn að nota klám. Eftir á að hyggja voru verstu stundirnar það þegar ég upplifði tilfinningakulda gagnvart mínu eigin barni fyrst eftir áfallið. Að af­ tengjast og fyrirlíta sitt eigið barn er nokkuð sem ég veit að kemur oft upp hjá foreldrum, til dæmis þegar við fíkniefnavanda er að etja og sem betur fer er það ekki við­ varandi ástand heldur tengt streitu og sektarkennd eða tilfinningunni um vanhæfi sem uppalandi.“ Vonast eftir úrræðum Að lokum segist Ragnheiður von­ ast eftir úrræðum fyrir fjölskyldur sem lenda í þessari stöðu. „Ég vona að fullorðinsfræðsla og eins klámfræðsla í skólum geti orðið að veruleika því fræðsla er nauðsyn­ leg, ásamt harðari aðgerðum. Mér finnst ekki spurning að loka eigi fyrir leið þessa efnis á netinu inn í landið eins og hægt er. Frelsi full­ orðinna má ekki vera meinsemd fyrir börn. Þeir sem framleiða þvílíkt efni eru auðvitað, líkt og almenningur þekkir betur í dag, gráðugir og sið­ blindir. En af hverju er framleiðsla þvílíkra einstaklinga svona algeng? Það að vera einn í stríði við of­ beldi af þeim toga sem finnst í klámheimum er yfirþyrmandi og ætti ekki að vera staðan sem flestir foreldrar eru í.“ n Klámnotkun ungmenna Á Internet Pornography Statistics má sjá áhugaverðar tölur varðandi börn og klám á netinu. Þar kemur meðal annars fram að: n 11 ára er meðalaldur barna þegar þau sjá klámefni á internetinu í fyrsta sinn. n 80% 15–17 ára barna hafa oft séð gróft klámefni á internetinu. n 90% 11–16 ára barna hafa horft á klám á internetinu – flest á meðan þau voru að læra. n Nöfn 26 þekktra karaktera sem eru ætlaðir börnum eru tengdir þúsundir klámlinka, þeirra á meðal eru Pokemon og Action Man. Hér á landi hafa einnig verið gerðar rannsóknir á klámnotkun ungmenna. Árið 2006 kom út rannsókn um ungmenni á Íslandi og klám. Þar voru ungmennin meðal annars beðin um að skilgreina klám. Flestir töldu myndir af nöktu fólki að snerta sig klámfengnar, auk þess sem flestum þótti myndir af kynfærum klámfengnar. Athygli vakti að ef ekki sáust myndir af kynfærum þótti ungmennunum efnið ekki klámfengið. Bæði kynin horfðu oftast á klám heima hjá sér, en stúlkur voru talsvert líklegri en strákar til að horfa á það heima hjá kærasta eða vini. Í þessari rannsókn kom einnig fram að: n 81% þátttakenda fannst klám mjög aðgengilegt. n 9 af hverjum 10 höfðu séð klám. n 8% drengja horfa á klám daglega og 1,2% stúlkna samkvæmt sömu rannsókn. n 14% drengja horfa á klám nokkrum sinnum í viku og 5,3% stúlkna. n 11,8 % drengja horfa á klám nokkrum sinnum í mánuði og 14% stúlkna. n 28,8% drengja sögðust nota klám einir, en 28,2% stúlkna sögðust nota það með kærasta, vini eða vinkonu. Spurð út í viðhorf sín gagnvart klámi og áhrifum þess sögðu: n 39% ungmenna að klám væri skemmtilegt. n 48% ungmenna að klám væri framleitt fyrir karlmenn. n 23,5% að klám leiddi til nauðgana og sama hlutfall sagði það leiða til vændis. Nýrri samnorræn rannsókn frá árinu 2009 sýnir hins vegar að: n 20% drengja á aldrinum 16–19 ára horfa á klám daglega, eða næstum daglega og 23,3% horfa á klám nokkrum sinnum í viku. Samanlagt er það tæpur helmingur unglingsdrengja. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is n Sonurinn sá fyrst klám 12 ára og var orðinn klámfíkill 18 ára n Fá úrræði í boði „Barnið mitt var neytandi svo hrika- lega ofbeld- isfulls efnis Reyndi allt Konan leitaði allra leiða til þess að hjálpa syni sínum af þessari braut. Hún sá að klámfíknin hafði slæm áhrif á persónuleika hans, hann einangraðist, fékk skapgerðasveiflur og notaði hatursorð gagnvart sínum nánustu og það var mjög sárt. SV ið Se t t M y n d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.