Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 4
É g kom til Íslands vegna þess að ég var hræddur við það sem stjórnmálamenn og voldugir kaupsýslumenn gætu gert mér líkamlega,“ segir Cristian Sima, rúm- enski auðjöfurinn sem flúði til Ís- lands á dögunum. DV greindi frá máli hans fyrir skemmstu en hann lét sig hverfa frá Rúmeníu í byrjun október og hafði með sér gífurlegar ¬fjárhæðir í eigu viðskiptavina sinna. Ekkert spurðist til Sima í tæpar tvær vikur þar til rúmenskir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefðist við í leiguíbúð í Reykjavík. Sima seg- ist vera á flótta undan rúmenskum aðilum, ekki ítölsku mafíunni. Sima er einn þekktasti viðskipta- mógúll Rúmeníu auk þess að vera forseti næststærstu kauphallar landsins, Sibex, sem sérhæfir sig í afleiðuviðskiptum. Hann er með al annars sagður hafa haft milljónir evra af viðskiptavinum sínum í gegn- um félagið WBS Holding sem skrá- sett er á Bresku Jómfrúaeyjum. Í viðtali í Kastljósi á þriðjudags- kvöld segir Sima að ástandið hafi ver- ið orðið eldfimt í Rúmeníu og því hafi það verið það besta í stöðunni að láta sig hverfa. Hann valdi Ísland minn- ugur þess hvernig meðferð Bobby Fischer fékk hér á landi og segir: „Mér leist svo á að Íslendingar færu mjög varlega í málum sem þessum.“ Þá segist hann ekki vera hræddur hér á landi. Hann hefur aðgang að húsi í Reykjavík. Hann segir að tveir rúmenskir menn hafi reynt að leigja íbúð af leigusala hans, en þegar í ljós kom að þeir voru með fölsk kreditkort létu þeir sig hverfa. Sima segir líklegt að mennirnir hafi verið að leita að sér. Sima segir að í raun hafi enginn af þeim sem hann átti viðskipti við hót- að sér beint. Hann hafi þó fengið slík- ar hótanir í gegnum milligönguaðila sem hringdu og sendu honum skila- boð. Það sé ekki ólíklegt að fólk sé hrætt, enda hafi hann gríðarlega vit- neskju um reikninga og viðskipti og viti hvar peningar þeirra eru niður- komnir. Þá hafi hann ekki tekið þátt í ólöglegum viðskiptum, þó þau hafi ef til vill verið siðlaus. n astasigrun@dv.is 4 Fréttir 31. október 2012 Miðvikudagur Sima óttaðist ofbeldi n Fjármunirnir á vísum stað að sögn rúmenska auðjöfursins Fimm dæmdir fyrir Íbúðalána- sjóðssvik Fimm karlmenn sem ákærð- ir voru fyrir þátttöku í tugmilljóna svikum út úr Íbúðalánasjóði voru dæmdir fyrir verknaðinn í Héraðs- dómi Reykjaness á þriðjudag. Helgi Ragnar Guðmundsson fékk þyngsta dóminn en honum er gert að sæta fangelsi í þrjú og hálft ár. Brot mannanna áttu sér stað árið 2009 en talið er að það hafi tengst inn- göngu Fáfnis í alþjóðlegu samtökin Hells Angels. Aðrir sem ákærðir voru í málinu fengu misþunga dóma. Jens Tryggvi Jensson var dæmdur í þriggja ára fangelsi, Vilhjálmur Símon Hjartar- son var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, Hans Aðalsteinn Helga- son fékk níu mánaða fangelsis- dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, og Jón Ólafur fékk sjö mánaða skilorðs bundinn dóm. Gæsluvarð- hald yfir þeim kemur til frádráttar refsingunni. Mennirnir áttu misjafnan þátt í svikunum og þótti ekki sannað að þeir hefðu allir haft ávinning af brotunum. Svikin námu á fimmta tug millj- óna og er ekki enn búið að finna peningana. Umfangsmiklar lög- regluaðgerðir og rannsóknir voru framkvæmdar í tilraunum yfirvalda til að upplýsa svikin en það liðu tæp þrjú ár frá því að brotin voru framin þangað til málið var tekið fyrir í hér- aðsdómi. Setið fyrir þjófunum Þrettán hjólbarðar, sem stolið var frá N1, hjólbarðaþjónustu í Reykjanesbæ, fundust við leit lögreglu á Krýsuvíkurvegi, skammt frá Hafnarfirði. Um var að ræða svokallaða „Low Profile“-hjólbarða, sem hurfu eftir að brotist hafði verið inn í fyrirtækið. Öryggiskerfi fór í gang og öryggisvörður tilkynnti lögreglu að þar hefði verið brot- ist inn. Fylgst var náið með um- ferð í nágrenni fyrirtækisins, svo og leiðum frá Reykjanesbæ, ef þjófarnir skyldu ætla að koma þýfinu úr umdæminu. Tveimur dögum síðar fundust dekkin svo þar sem þau höfðu verið skilin eftir á Krýsuvíkurvegi. Hænsnabóndi á götunni L andnámshænsnabóndinn Júlí- us Már Baldursson þarf að yfir- gefa bæinn Tjörn á Vatnsnesi við Hvammstanga. Þar er Júlíus með um 300 landnámshænsn sem hafa gert býlið að afar vinsælum áningarstað hjá ferðamönnum. Í mars árið 2010 missti hann landnámshænsnastofninn, um tvö hundruð hænsn, í bruna en hef- ur nú ræktað stofninn upp að nýju. Bróðir hans hafði verið með leigu- samninginn að landinu en sagði hon- um upp eftir brunann. Júlíus sóttist þá eftir að fá að taka yfir leigusamn- ing bróður síns en landbúnaðarráðu- neytið hafnaði því á sínum tíma og tilkynnti Júlíusi að auglýsa ætti leigu- samninginn og honum væri frjálst að sækja um. Tveimur árum eftir að leigusamningi bróður Júlíusar var rift auglýsti ráðuneytið jörðina og sóttu nokkrir aðilar um. Júlíus varð þó ekki fyrir valinu heldur ungt par sem stefnir á sauðfjárrækt. Hélt í vonina „Ég hélt í þá von að vera hérna áfram með landnámshænuna og halda áfram að rækta hana upp. Þeir gáfu mér alltaf þá von að vera hérna áfram. Þeir hvöttu mig til að sækja um ábúð og vera eftirlits- maður með þeim eignum sem eft- ir voru hérna. Ég hélt alltaf í þá von að ég fengi að vera hérna áfram. Svo auglýsa þeir jörðina og ákveða að úthluta henni til annarra,“ segir Júlíus. Júlíus segist ekki hafa feng- ið nein svör frá jarðadeild fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins um ástæður þess að hann fékk ekki jörðina en í svari fjármála- og efna- hagsráðuneytisins við fyrirspurn DV kemur fram að enginn umsækj- enda hafi óskað eftir rökstuðningi fyrir valinu. „Of mikið af kjöti“ „Þetta er eina landnámshænsnabú landsins þar sem fer fram mikil rækt- un og mikil kynning. Það er mikill ferðamannastraumur hérna út af bú- inu á sumrin. Þetta er eina bú lands- ins og það á að henda því út á götuna fyrir eitt sauðfjárbúið enn. Ég er ekki á móti bændum og sauðfjárbændum en mér finnst ekki vanta meira af niðurgreiddu lambakjöti fyrir ís- lenska skattgreiðendur til að flytja út. Það er of mikið af kjöti í landinu nú fyrir, það er mín skoðun,“ segir Júlí- us sem segist þurfa að finna sér nýjan stað fyrir landnámshænurnar. „Það er annaðhvort að finna sér eitthvað til að fara þar sem ég get haft fuglana eða bara fara til Reykjavíkur og ekki get ég verið með 300 fugla þar.“ Ævistarfið fór í bruna Júlíus segist hafa misst nærri því allt ævistarf sitt í brunanum árið 2010 en þar urðu 230 hænur, 35 hanar, yfir 900 egg og 150 tveggja mánaða ungar eldi að bráð. Hann hafði unnið að því hörðum höndum að fjölga í land- námshænsnastofninum um þriggja áratuga skeið og var því ekki aðeins um umtalsvert fjárhagslegt tjón að ræða, heldur einnig tilfinningalegt. Síðan þá hefur Júlíus haft umsjón með jörðinni fyrir hönd ráðuneyt- isins og í staðinn fengið að búa þar tímabundið leigulaust en þurft að greiða fyrir rafmagn og annan rekstr- arkostnað. Fimmtán sóttu um Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn DV kemur fram að fimmtán manns hafi sótt um leigu á Tjörn á Vatns- nesi. Val á leigjendum sé vandasamt verk en ráðuneytið hafi stuðst við al- mennar reglur sem finna má á vef- síðu ráðuneytisins. Þar hafi landbún- aðarmenntun og reynsla mikið vægi. Fram kemur að að ráðuneytið geri sér grein fyrir vanda Júlíus- ar. „Ráðuneytið gerir sér grein fyrir að mikil vinna bíður Júlíusar við að flytja burt lausafé og bústofn (land- námshænur) og taka til, þannig að viðskilnaður verði fullnægjandi. Vegna þessa hefur honum verið sent bréf og þar er spurt hvort hann hafi sérstakar óskir varðandi væntanlega brottför og skil á húsakosti jarðar- innar.“ n „Ég hélt í þá von að vera hérna áfram með landnámshænuna og halda áfram að rækta hana upp. n Ríkið leyfir honum ekki að vera á bænum n Missti allt í bruna Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Á götunni Júlíus sér fram á að flytja til Reykjavíkur ef hann finnur ekki nýjan stað undir hæn- urnar og segist ekki geta haldið þeim ef hann flytur suður. Rannsókn á dauðsfalli Heilbrigðisnefnd Suðurlands sam- þykkti á síðasta fundi sínum að kæra mál til lögreglunnar sem snertir sundlaugina í Þjórsárdal en dauðsfall var þar í sumar. Á fundi nefndarinnar var lagt fram minnisblað, sem er samantekt yfir upplýsingar og samskipti milli forsvarsmanna Þjórsárdalslaugar og nefndarinnar í ljósi upplýsinga um rekstur laugarinnar í sumar. „Í ljósi þess að fyrir lá ítrekuð afstaða HES um starfsleyfisskyldu og úttekt áður en starfsemi hæfist og villandi upplýsingar frá forsvarsmönn- um laugarinnar er lagt til að málið verði kært til lögreglu vegna brota á starfsleyfisskyldu,“ segir orðrétt í bókun. DFS greinir frá. Veit hvar peningarnir eru Sima segist búa yfir mikilli vitneskju um volduga kaupsýslu- menn og stjórnmálamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.