Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 16
Eins og að hjóla í KöbEn 16 Neytendur 31. október 2012 Miðvikudagur Air Berlin flýgur til Íslands næsta sumar n Verður áfram umsvifamesta erlenda flugfélagið á sumrin Á ttunda árið í röð ætlar Air Berlin að fljúga hingað til lands yfir sumartímann. Næsta sumar mun áfanga­ stöðum flugfélagsins þó fækka þegar hætt verður að fljúga héð­ an til Stuttgart. Þetta kemur fram á turisti.is en þar segir að flug­ félagið muni fljúga til Berlínar fjórum sinnum í viku, þrisvar til Dusseldorf og München og tvisvar til Hamborgar. Samtals verði ferð­ irnar því tólf á viku sem sé meira en önnur erlend félög bjóða upp á hér á landi yfir sumarmánuðina. Það verði því aðeins German Wings og WOW air sem bjóði upp á ferðir til Stuttgart sem er sjötta stærsta borg Þýskalands. Túristi ræddi við Jönu Andresen, talskonu Air Berlin, sem segir forsvarsmenn félags­ ins ánægða með undirtektirnar sem flugið til Íslands hefur feng­ ið. Hún segir þó mikinn meirihluta farþeganna vera Þjóðverja. Að­ spurð hvort Air Berlin íhugi flug til Íslands yfir veturinn segir hún að leiðakerfi félagsins sé sífellt til endurskoðunar en á næsta ári verði aðeins í boði flug yfir aðal­ ferðamannatímann. gunnhildur@dv.is Algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr. Algengt verð 251,4 kr. 260,5 kr. Höfuðborgarsv. 251,3 kr. 260,4 kr. Algengt verð 251,6 kr. 262,7 kr. Algengt verð 253,9 kr. 260,7 kr. Melabraut 251,4 kr. 260,5 kr. Eldsneytisverð 30. október Bensín Dísilolía Vel útilátið á góðu verði n Lofið fær söluturninn Stopp á Selfossi. „Fórum þangað nokkur eitt kvöldið og keyptum fjölskyldu­ tilboð. Tilboðið var vel útilátið á góðu verði. Þjónustan var alveg frá­ bær og afgreiðslustúlkan gaf okkur öllum súkkulaði með tilboðinu þrátt fyrir að það væri ekki auglýst með því og bætti meira segja einu auka við fyrir barnið sem var með okkur. Við fengum ham­ borgarana mjög fljótt og allir voru mjög ánægðir,“ segir ánægður viðskiptavinur. Gert upp á milli vildarvina n Lastið fær Stöð 2 en áskrifandi sendi eftirfarandi: „Við höfum lengi verið áskrifendur og erum svokall­ aðir vildarvinir. Nú fylgir frítt Popp TV með og hellingur af dagskrár­ liðum sem áður voru á Stöð 2 hafa nú verið færðir þangað. Málið er að við sem erum ekki tengd ljós­ leiðara náum ekkert Popp TV né þeim 50 til 60 rásum sem fjölvarpið býður upp á, þar sem við búum úti á landi. Mér finnst því verið að gera upp á milli vildarvina. Ég hef haft samband við Stöð 2 og þeir segjast ekkert geta gert því Vodafone eigi dreifikerfið. Ég skil það en finnst að við sem náum ekki rásunum ættum að fá afslátt eða aðrar stöðvar í stað­ inn sem við náum. Eins og er erum við að borga jafn mikið og aðrir fyrir minni þjónustu.“ Pálmi Guð­ mundsson, fram­ kvæmdastjóri sjónvarpssviðs hjá 365 miðlum, segir að símafyrirtækin séu með ólíka dreifingu um landið. „Það er því mismunandi hve margar stöðvar nást á hverjum stað, því miður. Fólk sér uppáhaldsþættina sína alls staðar þar sem er netsamband með netfrelsinu. Það er viðbót sem á að mæta þessu. Við bættum svo inn þessum nýju stöðvum til að bæta þjónustuna og jafnframt er það markmið okkar að ná sem víðast,“ segir Pálmi. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is air Berlin Flug- félagið fækkar áfangastöðum næsta sumar. Þ að kostar hjólreiðamann sem býr 10 kílómetra frá vinnu um fimm krónur á dag að notast við rafhjól til að komast til og frá vinnu. Mengunin er lítil sem engin og hjól­ reiðarnar verða leikur einn, jafnvel fyrir einstakling sem er ekki í góðu formi. Þetta er niðurstaða blaða­ manns eftir að hafa prófað að hjóla á rafhjóli, til og frá vinnu, í eina viku. „Það er eins og einhver sé að ýta manni áfram,“ sagði vinur blaða­ manns sem prófaði hjá honum raf­ hjól sem hjólreiðaverslunin Örninn lánaði honum. Rafhjól eru hjól með rafmótor sem auðvelda hjólreiðarn­ ar til muna, sérstaklega þegar á móti blæs eða í brekkum. Enn sem kom­ ið er eru þessi hjól fremur dýr í inn­ kaupum. Hjólið sem blaðamað­ ur fékk að láni hjá Erninum kostar 353.000 kr. Og vinurinn hefur rétt fyrir sér. Að hjóla á rafhjóli, eins og því sem blaðamaður prófaði, er eins og hjóla alltaf á jafnsléttu eða jafnvel niður brekku. Hjálpin er stillanleg Undirritaður er rúm 100 kíló að þyngd og í sannleika sagt ekki í góðu líkamlegu formi. Hann hefur, þvert á ýmis og misháleit áform þar um, ekki stundað reglulega hreyf­ ingu um skeið. Því var viðbúið að sú ákvörðun að hjóla úr Efra­ Breiðholti niður í miðbæ, hvað þá úr miðbænum og heim að vinnu­ degi loknum, myndi draga dilk á eftir sér í formi heiftarlega harð­ sperra og örmögnunar. Rafhjólið sem blaðamaður fékk að láni er með innbyggðan rafmótor sem er á milli pedalanna. Með lítilli tölvu sem fest er við stýrið má stilla hversu mikil hjálp fæst við hjólreiðarnar. Velja má um margar mismunandi stillingar. Eftir því sem hjálpin er meiri þeim mun skemur endist hleðslan á rafhlöðunni. Hjól­ ið er nokkru þyngra en venjulegt reiðhjól, aðallega vegna þess að rafhlaðan er nokkur kíló að þyngd. Að öðru leyti er erfitt að sjá mun á venjulegu reiðhjóli og rafhjóli. Blaðamaður, í formleysi sínu, stillti á þá stillingu sem mest hjálp­ ar til og hjólaði í vinnuna á mánu­ dagsmorgni. Ferðin vonum framar. Blaðamaður hjólaði niður Elliðaár­ dalinn, undir Reykjanesbrautina, yfir Miklubrautina og á nýja hjól­ reiðastíginn sem liggur meðfram Suðurlandsbraut langleiðina nið­ ur á Hlemm. Við Fíladelfíukirkj­ una beygði hann niður Höfðatúnið og yfir Sæbraut. Með Sæbrautinni hjólaði hann fram hjá Hörpu og Reykjavíkurhöfn þar til komið var að enda Tryggvagötu þar sem DV er til húsa. 110 kílómetrar á viku Ef blaðamaður sparaði sér akstur í vinnu og heim, fljótlegustu leiðina í vinnuna, á bíl sem eyddi 10 lítrum á hundraðið í innanbæj­ arakstri, tæki tvö ár og tvo mánuði að borga upp hjólið. Undirritaður býr upp í Efra­Breiðholti og ef hann fer um Sæbraut, sem er fljótförn­ ust á þeim tíma sem blaðamaður mætir til vinnu, ekur hann 22 kíló­ metra báðar leiðir á hverjum degi. Í fimm daga vinnuviku keyrir hann 110 kílómetra á viku til og frá vinnu og borgar fyrir það 2.761 krónu í bensín á núverandi verðlagi. En það er fleira en bensín­ kostnaðurinn sem telur. Rekstr­ arkostnaður nýs bíls, sem ekið er 15 þúsund kílómetra á ári, nem­ ur um 1,3 milljónum króna sam­ kvæmt útreikningum Félags ís­ lenskra bifreiðaeigenda og nálgast má á heimasíðu félagsins. Þá er gert ráð fyrir bensíni, hjólbörðum, tryggingum, skoðun, verðrýrnun, viðgerðum og fleiru. Ef sá sem fengi sér rafhjól gæti losað sig við bílinn, og þar af leiðandi rekstrarkostnað, myndi hjólið borga sig upp á rúm­ um þremur mánuðum. svipaður tími og á bíl Á mánudeginum, fyrsta daginn, tók hjólreiðaferð blaðamanns um 30 mínútur en tekið skal fram að hálka var í Elliðaárdalnum og blaðamað­ ur var ekki alveg viss um hvaða leið væri fljótlegust. Að vinnudegi lokn­ um lagði hann af stað heim á leið, með svolítinn kvíðahnút í magan­ um. Hann bað konuna um að vera á bakvakt og óttaðist þá skömm sem myndi fylgja því að þurfa að láta sækja sig á fyrsta degi, og segja frá því í DV, að 29 ára karlmaður gæti ekki hjólað heim til sín. En raunin varð önnur. Heim­ ferðin upp eftir tók skemmri tíma en um morguninn og sú varð reynd­ ar líka raunin daginn eftir. Án þess að svitna gat undirritaður hjólað til og frá vinnu, rétt ríflega 10 kíló­ metra leið, á mun skemmri tíma en það tekur að taka strætó. Á síðasta deginum, þegar besta leiðin hafði verið fundin út, tók það blaðamann 24 mínútur að hjóla úr Vesturbergi í Breiðholti niður í Tryggvagötu, að höfuðstöðvum DV. Það tók litlu lengri tíma að hjóla heim síðdegis og meðalhraðinn báðar leiðir var um 26 km/klst. Raf­ magnsmótorinn, sem fer í gang þegar pedölunum er snúið, hjálpar hjólreiðamanninum að komast upp í 25 kílómetra hraða á klukkustund, óháð því hvort hjólað er á jafnsléttu eða upp í móti. Erfitt er að fara hraðar því mótorinn slær út þegar hjólið nær 25 km/klst. af öryggis­ ástæðum. Ekki er leyfilegt að hjóla mikið hraðar á stígum sem ætlaðir eru gangandi vegfarendum. Með því að hjóla á rafhjóli fæst því fín hreyfing og útivera án þess að mótvindur eða brekkur geri það að verkum að hjólreiðatúrinn verði að erfiðri líkamsrækt. Þetta er svo­ lítið eins og að hjóla í Köben. Jafn fljótlegt og á bíl Eins og áður segir tók það blaða­ mann 24 mínútur að hjóla tíu kíló­ metra leið til eða frá vinnu. Til sam­ anburðar má nefna að samkvæmt heimasíðu Strætó tekur minnst 38 mínútur á morgnana að kom­ ast niður í bæ en 44 mínútur að n Jafn fljótur og á bíl n Rafhjól getur borgað sig upp á skömmum tíma n Minni mengun og betri heilsa n Rafhjól eru enn frekar dýr Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Á fleygiferð Ökumenn voru oftast vel á varðbergi gagnvart hjólandi vegfarenda þessa viku sem blaðamaður var hjólandi. lJósMynDari: sigtryggur ari „Ef sá sem fengi sér raf- hjól gæti losað sig við bílinn myndi hjólið borga sig upp á rúmum þremur mánuðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.