Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 23
Fólk 23Miðvikudagur 31. október 2012 Öðruvísi kikk en í rokkinu n Snyrtur Smári tarfur spilar þjóðlagapopp með Ylju É g leit alltaf svo hræðilega út, og barði reyndar gítarinn eins og óður væri – þess vegna fékk fólk sjálfsagt fremur tryllingslega til- finningu fyrir mér. Ég hef samt alltaf spilað hitt og þetta, þótt það hafi lengi vel farið mest fyrir rokkinu, segir tón- listarmaðurinn Smári tarfur Jósepsson úr hljómsveitinni Ylju. Smári tarfur er líklega þekktastur sem rokkari en með Ylju spilar hann fallegt þjóðlagapopp. Sveitina skipa þær Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, auk Smára sem gekk til liðs við stelpurnar fyrir ári. Smári hefur verið þekktur fyrir sítt og mikið skegg og rokkað útlit en hefur nú látið skeggið fjúka. Hann viður- kennir að fyrir vikið séu margir sem þekki hann ekki úti á götu. „Ég var bú- inn að vera með svona mikið skegg frá því að ég var 18 ára. Á Patró var ég líka alltaf síðhærður en svo rakaði ég allt af og þurfti ekki að kaupa mér sjampó- brúsa í áratug. Helvíti næs. Núna fannst mér aftur upplagt að breyta til. Ég þarf ekkert að bera rokkið utan á mér. Það er nógu mikið af því þarna inni.“ Plata Ylju kemur út um miðjan nóvember en sveitin tekur virkar þátt í Airwaves-tónlistarhátíðinni. „Við spil- um í Kaldalóni í kvöld og spilum alls sjö eða átta sinnum. Sjálfur ætla ég að reyna að sjá eins mikið og ég mögu- lega get fyrir utan það. Helst vil ég sjá eitthvað gott þungarokk – eins og Momentum, Angist eða Gone Postal til dæmis. Það væri gaman. Annars læt ég bara kylfu ráða kasti og dett vonandi inn á eitthvað skemmtilegt.“ indiana@dv.is n Sameiginleg ákvörðun að hennar sögn F jölmiðlakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, bet- ur þekkt sem Rikka, og Stefán Hilmar Hilmars- son, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs 365, hafa slitið samvistir. Það var Smartland sem greindi frá þessu. Í sam- tali við vefinn sagði Rikka að ákvörðunin hefði verið sam- eiginleg og tekin í vinsemd. Saman eiga Rikka og Stefán tvo drengi, sex og fjögurra ára. Rikka er einn dómara í þátt- unum Master Chef sem fara í loftið á Stöð 2 í nóvember, en tökum á þeim er nýlokið. Hún vildi lítið tjá sig um hvað væri framundan hjá sér í samtali við Smartland, en sagðist nú vera að einbeita sér að því að taka upp úr kössum og finna fallegum hlutum sín- um stað á nýju heimili. Töluvert hefur gengið á hjá Stefáni síðustu misserin en hann hefur staðið í ströngu fyrir dómstólum vegna ým- issa mála. Hann var úrskurð- aður gjaldþrota sumarið 2010 vegna skulda sinna við Arion banka, áður Kaupþingi. Eign- ir hans gengu upp í skuldir við kröfuhafa en þau hjónin fengu þó að halda eftir persónuleg- um munum sem þurfti til að „halda látlaust heimili“, eins og það er orðað í gjaldþrota- lögum. Þau bjuggu í glæsi- legu húsi við Laufásveg 68 sem Stefán seldi eignarhaldsfélagi í eigu móður sinnar haustið 2008, eða rétt fyrir efnahags- hrunið. Fjölskyldan bjó þó áfram í húsinu. Sá gjörningur var eitt þeirra mála sem sem skiptastjóri þrotabús Stefáns vildi láta rifta fyrir dómstólum, en sjálfur flutti Stefán lög- heimili sitt til Lúxemborgar í byrjun síðasta árs. Ýmsar kjaftasögur hafa á síðustu árum gengið um Rikku og samskipti hennar við aðra karlmenn en Stef- án. Svaraði hún fyrir ein- hverjar þeirra í viðtali við Lífið, fylgirit Fréttablaðsins, í febrúar síðastliðnum. „Sú lífseigasta núna held ég að sé um það að ég sé ólétt eft- ir alla aðra mögulega karl- menn en manninn minn, í það minnsta hafa vinir mínir sagt mér að þeir heyri það oftast þessa dagana. Ég hef líka átt að vera skilin við Stefán af ótal ástæðum og guð má vita hvað,“ sagði Rikka meðal annars. Í dag er skilnaðurinn þó stað- reynd. indiana@dv.is Þessa dagana er í gangi gjörningur á Facebook þar sem fólk birtir mynd- ir af sér með spjald sem ritað er á af hverju viðkomandi þarfnist femín- isma. Atli Geir Grétarsson, bróðir Jak- obs Bjarnars Grétarssonar blaða- manns, er einn þeirra sem tekur þátt í gjörningnum og birtir mynd af sér á Facebook-síðu sinni þar sem hann heldur á spjaldi sem á stend- ur: „Ég þarfnast femínista vegna þess að þá er bróðir minn að bögg- ast í einhverjum öðrum en mér.“ En Jakob Bjarnar er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og á það stundum til að vera ansi óvæginn í garð annarra. „Helvítis melurinn þinn!“ ritaði Jakob Bjarnar undir mynd bróður síns. Í samtali við DV segir Atli þó að það sé allt í góðu á milli þeirra bræðra. Þetta hafi eingöngu verið létt grín. „Þetta var skot í margar áttir og svo bara ræður fólk hvernig það tekur því.“ „Helvítis melurinn þinn!“ n Bróðir Jakobs Bjarnars skýtur á hann á Facebook Sigurður Blöndal á vinninginn n Dagur B. Eggertsson tók mynd af félögum sínum í Ráðhúsinu Dagur B. Eggertsson tók mynd af félögum sínum stuttu fyr- ir blaðamannafund þar sem kynnt var frumvarp til fjárhags- áætlunar 2013 og fimm ára áætlun 2013–2017. Myndin þótti honum svo kostuleg að hann setti hana inn á Facebook-síðu sína þar sem hún hefur vak- ið mikla athygli. „Það er svo margt að gerast á þessari mynd,“ segir Dagur og skellir upp úr. „Ef að vel er gáð, sést Auður á myndinni, svo er Óttar Proppé á henni líka, hann er í hvarfi á bak við borgarstjórann. Flestir eru með á sér alveg hreint óborgan- legan svip og það er hann Sig- urður Blöndal sem á held ég vinninginn.“ Fleira vakti athygli gárunga þennan daginn en Hanna Birna Kristjánsdóttir hóf mál sitt í umræðum um fjárhagsáætl- un borgarinnar á því greina frá þeirri skoðun sinni að Lady Gaga hefði ekki lýst sömu hrifningu á borgarstjóranum í Reykjavík ef hún þyrfti að borga útsvar í Reykjavík. Rikka og Ylja Sveitina skipa Smári tarfur, Bjartey og Guðný Gígja. Sjónvarpskokkur Rikka er einn dómara í þáttunum Master Chef en sýningar á þeim hefjast nú í nóvember. Skilin! Rikka og Stefán hafa slitið samvistir en hún er nú að koma sér fyrir á nýju heimili. Stefán Skilin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.