Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 20
Þrír þokkalegir Dwayne Wade, LeBron James og Chris Bosh unnu titilinn með Heat í fyrra. Þeir eru líklegir til að verja titilinn. Myndir reuters 20 Sport Miðvikudagur „MiaMi Heat er liðið seM allir vilja vinna“ n NBA-deildin rúllar af stað n Svali Björgvins spáir í spilin n Miami Heat líklegt M iami Heat er klárlega liðið til að vinna. Þeir eru búnir að ná þessum sigri sem þeir þurftu og þar af leiðandi verður álagið á þá minna í vetur. Þeir eru liðið sem allir vilja vinna,“ segir körfubolta- sérfræðingurinn Svali Björgvins- son. NBA-deildin hófst í gærkvöldi með þremur leikjum og fékk DV Svala til að spá í spilin fyrir komandi leiktíð. Óhætt er að segja að margir hafi beðið deildarinnar með eftir- væntingu enda var tímabilið í fyrra litað af verkfalli leikmanna sem stóð fram eftir vetri. Ekkert slíkt er uppi á teningnum að þessu sinni og ekkert sem bendir til annars en að tímabil- ið verði jafnt og spennandi. Svali seg- ir að ríkjandi meistarar, Miami Heat, séu líklegir til afreka í vetur, önnur lið muni hins vegar veita Miami-liðinu harða keppni. Afleitt undirbúningstímabil Fyrir utan Miami Heat munu augu margra eflaust beinast að Kobe Bryant og félögum hjá Los Angeles Lakers. Liðið hefur styrkt sig ágæt- lega í sumar og fékk til að mynda hinn stóra og stæðilega Dwight Howard frá Orlando Magic. Þá gekk hinn gamal- reyndi Steve Nash í raðir Lakers frá Phoenix. Þrátt fyrir stjörnum prýtt lið gekk Lakers afleitlega á undirbún- ingstímabilinu og tapaði öllum átta leikjum sínum. Það segir ekki alla söguna um liðið enda voru lykilmenn fjarri góðu gamni. „Þeir eru með svakalegan hóp og ef Howard verður heill í bakinu og Kobe sömuleiðis verður þetta suddalegt lið,“ segir Svali. Aðspurður hvort samvinna Steve Nash og Kobe Bryant verði eftirtekt- arverð segir hann að þeir séu leik- menn sem geti vel bætt hvorn annan upp. „Nash er náttúrulega ekki ein- hver skrautfjöður með athyglisþörf. Ef hann helst heill á hann að geta hjálpað Kobe verulega og öfugt,“ segir Svali og bætir við að mest spennandi verði þó að fylgjast með Paul Gasol og Dwight Howard inni í teignum og hvernig samvinna þeirra gengur. „Ég á ekki von á að Lakers geri miklar rós- ir á tímabilinu. Þeir munu stíla inn á það að vera heilir í úrslitakeppninni,“ segir Svali um Lakers-liðið. Munu sakna Harden Annað lið sem gæti blandað sér í bar- áttuna er Oklahoma City Thunder. Liðið fór alla leið í úrslit í fyrra en átti ekki roð í Miami Heat sem vann auð- veldan 4–1 sigur í úrslitaeinvíginu. Liðið mun sakna verulega James Harden sem fór til Houston Rockets á dögunum. Hann var valinn besti sjötti maður deildarinnar í fyrra og skilaði tæpum 17 stigum í leik að meðaltali. Chicago Bulls var með besta vinningshlutfallið í deildinni í fyrra ásamt San Antonio Spurs. Derrick Rose, einn besti leikmaður deildar- innar, sleit krossbönd á ögurstundu í fyrra og átti Chicago í miklum erfið- leikum í kjölfarið og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Philadelphia. „Það er spurning með Chicago og hvernig og hvenær Rose kemur til baka. Hann varð fyrir slæmum meiðslum og þarf að koma mjög sterkur til baka,“ segir Svali um möguleika Bulls í vetur. Lið sem gætu komið á óvart Aðspurður hvaða lið gætu komið á óvart segir Svali að vissulega sé alltaf erfitt að spá einhverju óvæntu. „En ég geri ráð fyrir að San Antonio Spurs verði áhuga- verðir. Ég held að Philadelphia komi á óvart og að mínir menn í New York Knicks komi enn og aftur á óvart fyrir að vera lélegir. Clipp- ers er líka með betra lið en í fyrra,“ segir hann. Aðspurður hvort tími Dallas Mavericks sé liðinn seg- ir Svali að erfitt sé að spá um það. Dirk Nowitzki sé meiddur og hann hafi hvort sem er verið slakur í fyrra og virkað saddur eftir titilinn sem liðið vann vorið 2011. „Tími Boston átti að vera liðinn í fyrra en þeir spiluðu vel,“ segir hann en Boston komst alla leið í úrslit Austur deildarinnar þar sem liðið tapaði 4–3 fyrir Miami sem fór í úr- slit deildarinnar. n Hvað segja veðbankarnir? Samkvæmt Betsson er Miami Heat líklegasta liðið til að landa NBA-titlinum í vetur. Hér að neðan má sjá hvaða lið eru líkleg til afreka í ár og þau lið sem eiga litla von, eins og til dæmis Charlotte Bobcats sem á nánast enga möguleika í vetur. Líkurnar eru innan sviga fyrir neðan. 1 Miami Heat (21/10) 2 Los Angeles Lakers (5/2) 3 Oklahoma City Thunder (18/5) 4 San Antonio Spurs (10/1) 5 Chicago Bulls (33/2) 6 Boston Celtics (37/2) 7 Los Angeles Clippers (24/1) 8 Brooklyn Nets (29/1) 9 Dallas Mavericks (29/1) 10 New York Knicks (34/1) 11 Indiana Pacers (34/1) 12 Memphis Grizzlies (34/1) 13 Philadelphia 76ers (54/1) 14 Denver Nuggets (54/1) 15 Houston Rockets (89/1) 16 Atlanta Hawks (89/1) 17 Utah Jazz (89/1) 18 Minnesota Timberwolves (99/1) 19 Portland Trail Blazers (124/1) 20 Orlando Magic (149/1) 21 Milwaukee Bucks (149/1) 22 New Orleans Hornets (149/1) 23 Golden State Warriors (174/1) 24 Phoenix Suns (174/1) 25 Washington Wizards (249/1) 26 Detroit Pistons (249/1) 27 Cleveland Cavaliers (249/1) 28 Toronto Raptors (249/1) 29 Sacramento Kings (249/1) 30 Charlotte Bobcats (749/1) Fylgstu með Fullt nafn: Anthony Davis Jr. Fæddur: 11. mars 1993 Háskóli: Kentucky staða: Kraftframherji Það kom fáum á óvart að New Orleans Hornets skyldi nýta sér fyrsta valrétt til að krækja í Anthony Davis í nýliðavalinu í júní síðastliðnum. Davis er 208 sentí- metra hár kraftframherji frá Kentucky- háskólanum. Á síðasta tímabili skoraði hann 14,2 stig að meðaltali í leik og blokkeraði tæplega fimm skot í leik að meðaltali. Hann fékk eldskírn sína með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleik- unum í sumar. Svali Björgvinsson segir að hann sé leikmaður sem vert sé að fylgjast með í vetur. „Hann fékk lítið að spila á Ólympíuleikunum en hann er auðvitað frábær leikmaður. Hann er stærsta nafnið af þessari unglinga- kynslóð í NBA-deildinni.“ Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Alltaf líklegur Þegar lið er með mann eins og Kobe Bryant innanborðs getur allt gerst. Lakers er spáð velgengni í vetur. Ísland mætir Hvíta-rússlandi: Fyrsti leikur Arons Íslenska karlalandsliðið í hand- bolta mætir Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni í kvöld, mið- vikudag, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Um er að ræða fyrsta leik landsliðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar sem tók við keflinu af Guðmundi Guðmunds- syni í lok sumars. Auk Hvíta-Rúss- lands er Ísland í riðli með Rúm- eníu og Slóveníu. Ísland mætir Rúmeníu á útivelli á sunnudag. Ísland verður án Arnórs Atla- sonar í leikjunum tveimur og þá er Björgvin Páll Gústavsson enn frá vegna veikinda. Ólafur Stefánsson lagði sem kunnugt er landsliðs- skóna á hilluna eftir Ólympíuleik- ana í London og verður forvitni- legt að sjá hvernig liðinu reiðir af án hans. Leikurinn gegn Hvít- Rússum hefst klukkan 19.30. Richards frá í langan tíma Micah Richards, leikmaður Manchester City, verður frá í allt að sextán vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 1–0 sigurleiknum gegn Swansea um liðna helgi. Richards var borinn af velli eftir að hafa meiðst á hné þegar skammt var eftir af leiknum. Óhætt er að segja að útlitið hafi verið svart enda fékk Richards súrefni og virtist sárþjáður. Leikmaðurinn gekkst undir aðgerð í Manchester á mánudag og mun hann missa af mikilvægum leikjum í Meistara- deild Evrópu og sömuleiðis í deildinni þar sem City er í harðri toppbaráttu við Chelsea og Manchester United. Messi hefur ekki áhuga á PSG Besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, hefur lítinn áhuga á að yfirgefa herbúðir Barcelona til að ganga til liðs við hið moldríka franska félag Paris St. Germain. „Ég spila með bestu leikmönnum í heimi. Við berjumst um titil á hverri einustu leiktíð. Í hrein- skilni sagt sé ég ekki fyrir mér að ég muni yfirgefa Barcelona,“ segir Messi sem náði þeim merka áfanga um helgina að skora þrjú hundraðasta mark sitt á ferlinum. Um Parísarliðið hefur Messi þetta að segja: „Ég veit ekki hvort þeir geti barist við bestu liðin í Meist- aradeild Evrópu. Ég held að þeir geti unnið frönsku deildina en það tekur tíma að búa til lið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.