Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 15
Okkar baráttu er vonandi lokið Mér líður ógeðslega illa Sigurður Hreinn hafði betur en bankinn. – DVBirtu Sól var hótað hrottafenginni nauðgun. – DV Húsnæði – fyrir okkur öll 1 Rikka skilin við Stefán Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Stefán Hilmarsson eru skilin. 2 Umferðarstofa notar tálbeitur Aðalskoðun ósátt við verklagið og leitar réttar síns. 3 Erfið frekjuköst dótturinnar Dóttir Christinu Applegate er á „terrible twos“-skeiðinu. 4 WOW við brottrekna: Getið sótt um í vor Fjöldauppsagnir eftir að WOW keypti Iceland Express. 5 Lifandi dauð Lína Langsokkur Íslendingar tóku Hrekkjavökunni fagnandi og sendu myndir til DV. 6 Husky-hundur drap þrjár kindur Enginn eigandi skráður og hundurinn ótryggður. 7 „Mér sýnist stefna í sama farveg og fyrir hrun“ Jónína Ben sækist eftir fyrsta sæti hjá Framsókn í Reykjavík. Mest lesið á DV.is A f hverju er svona dýrt og erfitt að leigja eða kaupa húsnæði á Íslandi? spurði ung kona mig nýlega. Hún og sambýlismaður hennar bjuggu þá í bílskúr á höfuð­ borgarsvæðinu. „Þetta er góð spurning,“ sagði ég. „Það er nefnilega ekkert sjálf­ sagt að þetta sé svona dýrt.“ Stór hluti hins svokallaða góðæris var tekinn að láni og þær þrengingar sem við göngum nú í gegnum hafa kennt okkur hversu varasamt það get­ ur verið að skulda of mikið – hvort sem það er ríkið, bankarnir, fyrirtækin eða heimilin. Þetta er hvað sýnilegast á hús­ næðismarkaðnum, þar sem lóðaverð, byggingarkostnaður og söluverð fast­ eigna hefur verið slíkt, að almenning­ ur hefur illa ráðið við að koma sér þaki yfir höfuðið án mikillar skuldsetningar. Þetta háa fasteignaverð og samspil vaxtakjara og verðtryggingar hefur svo spennt upp leiguverð íbúða, svo það er varla valkostur á mörgum svæðum að leigja, fremur en kaupa. Of flott? Stjórnvöld hafa svo sannarlega átt sinn þátt í þessari þróun, meðal annars með miklum kröfum til íbúðarhúsnæðis sem settar eru í byggingarreglugerð. Kröfur um lágmarksstærð húsnæðis, suðurglugga, fjölda salerna, geymslur, þvottahús og fleira hafa orðið til þess að hækka fasteignaverð og draga úr fram­ boði ódýrs húsnæðis, hvort heldur er til kaups eða leigu. Nýlegar fréttir af aukn­ um kostnaði við byggingu námsmanna­ íbúða, sem þó eru aðeins ætlaðar til skammtímaafnota fyrir námsmenn, undirstrika þennan vanda. Í byggingarreglugerð eru settar fram kröfur vegna aðgengis fatlaðra, sem löngu voru orðnar tímabærar. Það er hins vegar umhugsunarefni að stjórn­ völd skuli gera svo stífar kröfur til ný­ bygginga, að margir tekjulægri einstakl­ ingar eigi ekki annan kost en að leigja sér bílskúra eða iðnaðarhúsnæði til að koma sér og fjölskyldum sínum í húsa­ skjól. Raunverulegt val um húsnæði Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2011 var samþykkt ályktun þess efnis að allir landsmenn skuli búa við öryggi í húsnæðismálum og hafa raunveru­ legt val um búsetuform. Jafnframt var lögð áhersla á að auka þurfi fjölbreytni búsetuforma, meðal annars með því að endurskoða og styrkja lög um sam­ vinnufélög á sviði húsnæðismála. Þá hafa vinstri flokkarnir, sem mynda hina svokölluðu norrænu velferðarstjórn, einnig talað mikið fyrir nauðsyn þess að fjölga leiguíbúðum. Samt virðist lítið gerast í þeim efnum. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöld var mikill húsnæðisskortur á öllum Norðurlöndunum. Stjórnvöld í Dan­ mörku, Svíþjóð og Noregi byggðu þúsundir íbúða og í Svíþjóð var meira að segja talað um milljónaprógrammið. Hugmyndafræðin var að byggja staðlað og vel skipulagt íbúðarhúsnæði og ná þannig niður kostnaði. Þannig var fólki gert kleift að kaupa eða leigja húsnæði á viðráðanlegu verði. Efla blandaða byggð Ekkert segir að staðlað húsnæði þurfi að vera einhverjir steinsteypu­ kumbaldar eða að því þurfi öllu að hrúga niður í nýjum úthverfum. Við skipulag á eldri hverfum mætti auð­ veldlega taka frá hluta lóða undir slíkt húsnæði og efla þannig blandaða íbúðabyggð á grónum svæðum. Óþarfi er að einblína á rándýrar lúxusíbúðir, sem standa svo margar auðar, líkt og við sjáum dæmi um í Skuggahverfinu í Reykjavík. Lykilatriðið er að staðla, byggja í einingum og jafnvel nýta tæki­ færið til að þétta byggð. Þá mætti nýta sér aðferðafræði Ikea, sem er að ákveða verð í samræmi við markhóp og hanna svo húsnæðið í sam­ ræmi við það. Hvað varðar námsmenn og aðra tekjulága sem þurfa á tímabundnu hús­ næði að halda, má hugsa sér að veita undanþágur frá byggingarreglugerð vegna byggingar húsnæðis fyrir slíka hópa. Þannig hefur AF Bostäder í Sví­ þjóð fengið undanþágu til að reisa í til­ raunaskyni á þriðja tug smáhýsa á bilinu 10 til 37 ferm. fyrir allt að þrjá leigjendur. Í þeirri byggingarreglugerð sem sett var hér á landi snemma á þessu ári eru sér­ ákvæði fyrir stúdentagarða, en þar er kveðið á um að lágmarksstærð íbúðar skuli vera 37 ferm., einstaklingsíbúðar 28 ferm. og stærð einstaklingsherbergis á heimavist skuli vera að lágmarki 18 ferm. Með þessum kröfum er bæði verið að draga úr framboði húsnæðis fyrir náms­ menn, auk þess sem leiguverð kann að verða mörgum ofviða. Dýrt húsnæði ekki náttúrulögmál Það er brýnt að grípa til aðgerða til að draga úr skuldasöfnun landsmanna vegna húsnæðiskaupa. Það má gera bæði með því að leggja áherslu á annað búsetuform en séreignir, en ekki síður með því að endurskoða þær kröfur sem stjórnvöld gera til íbúðarhúsnæðis með byggingarreglugerð og lagasetningu. Það er nefnilega ekkert náttúrulög­ mál að húsnæði eigi að vera dýrt á Ís­ landi. Höfundur er þingmaður Vetur Nú hefur veturinn formlega tekið við stjórnartaumum. Landsmenn koma sér til deglegra verka í myrkri og innan skamms verður liíka dimmt á leið heim úr vinnu. MynD SIGTRyGGUR ARIMyndin Umræða 15Miðvikudagur 31. október 2012 Þeir eiga að vera þröngir Guðmundur Jörundsson segir rúllukragabolinn heitan í vetur. – DV „Ég vissi ekki að þeir væru farnir að nota brjóstahaldara undir vinnugallana á íslenskum verkstæðum.“ Sif Traustadóttir gerði grín að sömu frétt um vinnufatasýningu Würth. „1. Rangt: Sjálfstæðis- flokkurinn vill lækka skatta á alla og hækka skattatekjurnar með aukinni kaupgetu og með vexti fyrirtækja. 2. Rangt: Sjálfstæð- isflokkurinn vill setja á veiðigjald sem er sanngjarnt og kollsteypir ekki útgerðunum. Styrkir til flokksins hafa ekkert með þetta að gera ekki frekar en styrkir útgerða til Samfylkingarinnar. 3. Rangt: Heilbrigðiskerfið er í rúst eftir núverandi ríkisstjórn og verður að byggjast upp aftur...“ Sveinn Egill Úlfarsson svaraði bloggfærslu Jóhanns Páls Jóhanns- sonar um Sjálfstæðisflokkinn, fullum hálsi í athugasemdakerfinu. „Mín skoðun er sú að skattar ættu að vera lægri á landsbyggðinni. Hvað felst í því, jú, hvatn- ing fyrir atvinnulausa til að fara út á land til að vinna þar sem næg atvinna er fyrir hendi sem erlendir starfsmenn sinna í dag. Einnig góð leið til að jafna lífskjör þeirra sem búa úti á landi og greiða hærri flutn- ingskostnað og fá minni þjónustu hins opinbera.“ Andrés Guðjónsson við frétt um konu sem skrifaði pistil um rómantíkina við litlu landsbyggðarþorpin. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 80 27 26 „Það er nefnilega ekkert náttúru- lögmál að húsnæði eigi að vera dýrt á Íslandi Aðsent Eygló Harðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.