Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 8
Áfall að greinast með hvítblæði 8 Fréttir 31. október 2012 Miðvikudagur Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Þ að var áfall að fá þessa grein- ingu en ég ætla mér að kom- ast í gegnum þetta og labba frískur út héðan í mars,“ segir Ingólfur Júlíusson ljós- myndari sem greindist með bráða- hvítblæði fyrir um tveimur vikum. Hann liggur nú á krabbameins- deild Landspítalans þar sem hann gengur undir lyfjameðferð. Ingólfur hefur starfað víða sem ljósmyndari og unnið til ýmissa verðlauna fyrir störf sín. Hann er stór og sterkbyggð- ur og áður en hann missti hárið vegna veikindanna skartaði hann miklum rauðum hármakka og síðu skeggi. Hann líktist helst ógurlegum berserk, enda stoltur meðlimur í Víkingafélagi Íslands. En þeir sem þekkja Ingó, eins og hann er kallaður, vita að hann er maður með gullhjarta sem vill helst ekki heilsa fólki án þess að knúsa það fast og kyssa á kinn. Var strax lagður inn Ingólfur fór að finna fyrir slappleika í ágúst, en kenndi um hefðbundinni síðsumarsflensu. Lífið hélt áfram sinn vanagang þar sem hann sinnti börnum og búi ásamt ljósmynda- verkefnum og víkingastörfum. Það var ekki fyrr en hann áttaði sig á að hann hafði lést um 17 kíló og að fyll- ingar fóru að detta úr tönnunum að hann ákvað að fara á læknavaktina eitt kvöldið, grunlaus að sama kvöld myndi hann leggjast inn á krabba- meinsdeild. „Í ágúst þá fannst mér ég vera eitthvað slappur og hélt að ég væri með flensu. Svo fór ég að grennast, það duttu úr mér fyllingar og sár gréru ekki. Svo bara fannst mér þetta orðið svo óþægilegt að ég skellti mér á læknavaktina. Það var á mánudagskvöldi. Þaðan var ég send- ur niður á slysó þar sem var tekið úr mér blóð og svo var bara farið með mig hingað.“ Ætlar að semja tónlist Hann segir það hafa verið mikið áfall að greinast með bráðahvítblæði. „Ég var að vonast til að þetta væri eitthvað annað. En það er eiginlega erfiðast að vera kippt út úr öllu og mega ekkert gera. Þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf á hlaupum og vinn brjálæðis- lega mikið. Alltaf rosa gaman hjá mér,“ segir hann og brosir. „En nú er ég bara kyrrsettur hérna á spítalanum.“ Ingó er í einangrun á deildinni og fær takmarkaðar heimsóknir þar sem ónæmiskerfið liggur niðri meðan á lyfjameðferðinni stendur. Þrátt fyrir veikindi og einangrunarvist lætur Ingó sér ekki leiðast en hann er um- kringdum bókum, tölvum og græjum á sjúkrabeðinum. Meðan á heimsókn blaðamanns stendur kemur frændi hans og lætur hann fá lítið hljómborð. Það lifnar yfir honum að sjá frænda sinn og hljómborðið og hann rífur það úr umbúðunum eins og spenntur krakki á jólunum. „Jess,“ segir hann og bætir við að hann ætli að tengja hljómborðið við tölvuna og semja tónlist. Hann segir líðan sína vera misjafna. Sumir dagar eru verri en aðrir. „Stundum ligg ég bara eins og skata en aðra daga er ég bara hress.“ Álag á konunni Hann segir aðspurður að líðan fjöl- skyldunnar sé svona upp og niður. „Það er mikið álag á frúnni en hún stendur sig vel sú gamla. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og hann er okkur ómetanlegur. Það er líka alveg ótrúlega gott starfsfólk hérna á spítalanum og maður fær alveg ótrúlega góða þjónustu,“ segir Ingó og vill koma á framfæri þakklæti til lækna, hjúkrunarfólks og annarra sem hafa styrkt fjölskylduna á einn eða annan hátt.“ Þrátt fyrir að hann beri sig vel er greinilegt að veikindin reyna mikið á hann. Heima eru stelpurnar hans tvær ásamt eiginkonu og hundinum Betu. Hann hefur áhyggjur af fram- tíðinni. „En ég ætla að komast í gegnum þetta og ég ætla að labba heilbrigður héðan út í mars, fitt og flottur. Þetta er ekki versta tegundin af hvítblæði, það á að vera hægt að lækna þetta.“ n Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n „Ætla að komast í gegnum þetta n Þakklátur fyrir allan stuðninginn Víkingur Ingólfur er í víkingasamtökum. Hér er hann í fullum skrúða en myndin er tekin daginn áður en hann var lagður inn á spítala. „Svo fór ég að grennast, það duttu úr mér fyllingar og sár gréru ekki Berst við krabbamein Ingólfur Júlíusson ljósmyndari greindist með bráðahvítblæði í lok ágúst síðastliðinn. Hann er staðráðinn í því að sigrast á meininu og ganga heilbrigður út af spítalanum í mars. Mynd sigtryggur ari Umdeild skýrsla lítur dagsins ljós Ríkisendurskoðun birti á þriðju- dag skýrslu sína um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins. Skýrslan hefur þegar valdið miklu fjaðrafoki að undanförnu þrátt fyrir að hafa verið birt fyrst á þriðjudag. Hún var unnin frá grunni á þremur vikum samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar en áður hafði skýrslan verið í vinnslu hjá emb- ættinu síðan árið 2004. Kastljós fjallaði fyrir skemmstu um drög Ríkisendurskoðunar að skýrslunni sem hafði verið í vinnslu um margra ára skeið án þess að vinnu væri lokið. Í niður- stöðum Ríkisendurskoðunar kemur fram að stofnunin telji að áætlanagerð vegna kaupa og innleiðingar á nýju fjárhags- og mannauðskerfi fyrir ríkið hafi verið ábótavant. Stofnunin telur að bæði hafi innleiðingartími verið vanáætlað- ur og stofnkostnaður kerfisins. Þá er sérstaklega bent á að heildar- kostnaður kerfisins hafi ekki ver- ið metinn. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður ríkis- ins vegna kerfisins hafi numið 5,9 milljörðum króna á tímabilinu 2001 til 2011. Þá kemur einnig fram að rekstrarkostnaður kerf- isins hafi numið samtals um 4,3 milljörðum króna á tímabilinu. Of drukknir til að fljúga För tveggja flugfarþega í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar var stöðv- uð nýverið, því þeir voru svo ölvaðir að þeir voru ekki tald- ir ferðafærir, og þeir færðir á lögreglustöð. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að sá fyrri hefði haft í hótunum við annan flug- farþega í verslun í Leifsstöð, auk þess að sýna af sér aðra slæma hegðun. Þegar lögreglumenn á Suðurnesjum komu á vettvang og vildu ræða við manninn brást hann illa við. Í lögreglu- bifreið á leiðinni á lögreglustöð varð hann svo verulega æstur og illviðráðanlegur svo kalla varð til liðsauka. Hinn maðurinn var einnig færður á lögreglustöð vegna ölvunarástands síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.