Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 17
Eins og að hjóla í KöbEn Neytendur 17Miðvikudagur 31. október 2012 N1 má ekki auglýsa afslátt n Ekki um raunverulega fimm króna lækkun að ræða N 1 hefur verið sektað fyrir markaðssetningu á N1- lykli en þetta kemur fram á heimasíðu Neytendastofu. Skeljungur sendi kvörtun til Neyt- endastofu vegna markaðsherferðar N1. Í erindi Skeljungs segir að fyrir- tækinu hafi borist til eyrna að N1 hafi hrundið af stað markaðsherferð sem felist í því að hringt sé til neyt- enda og þeim boðinn fimm króna afsláttur af eldsneytisverði. Raunin sé hins vegar sú að um sé að ræða þriggja króna afslátt af eldsneytis- verði og tveggja króna söfnun á punktum. Í svari N1 segir að ekki sé um markaðsherferð að ræða held- ur kynningu í gegnum síma og að engar auglýsingar tengdar markaðs- setningunni hafi verið birtar í fjölmiðlum. Hringt hafi verið í fólk og því boðinn svokallaður N1 lykill að kostnaðarlausu. Samkvæmt staðl- aðri söluræðu hafi fólki verið boð- inn umræddur lykill og í kjölfarið spurt hvor viðkomandi hefði áhuga á að fá kynningu á þeim fríðindum sem fylgdu. Samkvæmt útlistuninni hafi skýrt verið tekið fram að aðeins væri um þriggja króna beinan afslátt að ræða en tveggja króna söfnun í N1 punktum. Framsetning afsláttar- ins í söluræðu hafi því ekki verið til þess fallin að gefa neytendum tilefni til að ætla að um raunverulega fimm króna lækkun á verði eldsneytislítra væri að ræða. Á heimasíðu Neytendastofu seg- ir að þar sem um hafi verið að ræða brot gegn eldri ákvörðun hafi Neyt- endastofa lagt 500.000 króna stjórn- valdssekt á N1. Neytendastofa telji ekki skipta máli þó einungis hafi ver- ið um að ræða kynningu í síma og neytendum hafi verið greint frá því í hverju 5 króna afslátturinn fælist. Óheimilt sé að jafna söfnun punkta við afslátt í krónum. gunnhildur@dv.is N1 sektað Fyrirtækið fékk stjórnvaldssekt vegna markaðsherferðar. MyNd: RóbERt REyNissoN Neyttu þessara fæðutegunda saman Það eru fjölmargar fæðutegundir sem eru hollar og við ættum að borða meira af. Það má einnig finna fæðutegundir sem passa einkar vel saman og jákvæð áhrif þeirra verða jafnvel enn meiri ef þeirra er neytt saman. Hér má sjá nokkur þessara heilsupara sem má finna á síðu Underground Health Reporter. Paprika og ætiþistlar Með því að blanda saman járn- ríkri fæðu (grænt kál, þurrkaðir ávextir, ætiþistlar og belgjurtir) og fæðu sem er rík af C-vítamíni (tómatar, paprika, sítrusávextir og grænt kál) hjálpar líkamanum við upptöku járns. Grænt te með sítrónu Með því að kreista sítrónusafa í græna teið eykur þú virkni andox- unarefnisins „catehin“. Vísinda- menn við Purdue-háskólann hafa komist að því að með því að setja sítrónusafa í grænt te hægist á upp- leysingu efnanna í meltingarveg- inum og líkaminn því í betur stakk búinn til upptöku næringarefna. Lárperur og tómatar Vísindamenn við Ohio-ríkis- háskólann komust að því að ein- ómettaðar fitusýrur sem finna má í lárperum gefa efni í tómöt- um sem vinna gegn krabbameini, meiri kraft. Við þessa blöndu verða efnin fjórum sinnum öflugri. dökkt súkkulaði og epli Það er mikið af efninu „quercetin“ í eplum en það hefur bólgu- eyðandi áhrif og er nauðsynlegt til að halda hjartanu heilbrigðu. Dökkt súkkulaði inniheldur öfl- ugt andoxunarefni sem kallast „flavonoid“. Þessi blanda er bragð- gott snarl sem vinnur gegn blóð- tappa, bætir blóðrásina og dregur úr möguleika á hjartasjúkdómum, en munið að borða þetta í hófi. bananar og jógúrt Bananar og jógúrt auka upptöku á glúkósa og amínósýrum sem hjálpa til við vöðvauppbyggingu. Eftir erf- iðar lyftingaræfingu þar sem vöðvar hafa verið brotnir niður er gott að fá sér þessa blöndu þar sem fæðu- tegundirnar hjálpa til við endur- myndun vöðva og styrkaukningu. n Jafn fljótur og á bíl n Rafhjól getur borgað sig upp á skömmum tíma n Minni mengun og betri heilsa n Rafhjól eru enn frekar dýr taka þann gula heim úr vinnunni klukkan fimm. Blaðamaður gerði óformlega mælingu á því hve langan tíma tek- ur að aka um Sæbraut í vinnuna að morgni. Það tekur um 20 mín- útur, nema umferðin sé þung, þá tekur ferðin lengri tíma. Þegar blaðamaður fer heim úr vinnunni klukkan fimm tekur ferðin í bíl að lágmarki 25 mínútur, sé farið um Sæbraut upp í Breiðholt. Það er með öðrum orðum álíka fljótlegt að hjóla í vinnuna á rafhjóli og að fara í bíl. Rafhlaðan í hjólinu sem blaða- maður prófaði reyndist vel. Hann gat, með mestu hjálp mótorsins, hæglega hjólað til vinnu og heim aftur, um 21 kílómetra leið án þess að tæma rafhlöðuna, en þrjá til fjóra klukkutíma tekur að fullhlaða tóma rafhlöðu. Með minnstu hjálp kemst hjólreiðamaðurinn um 70 kílómetra á einni hleðslu. Jón Þór Skaftason, verslunar- stjóri í Erninum, segir aðspurður að Bosch – framleiðandi rafbún- aðarins – ábyrgist að rafhlöðurnar endist í 500 skipti. Yfirleitt endist rafhlöðurnar tvöfalt lengur en ábyrgðin segi til um. Hann segir að reynslan sýni að menn sem hjóli mikið skipti um rafhlöður á tveggja til þriggja ára fresti. „Það kostar um 50 þúsund krónur að endurnýja rafhlöðuna á þessum hjólum sem við erum með núna,“ segir hann við DV. Jón Þór segir að mikil vakning hafi orðið undanfarin misseri hvað rafhjól varðar. Sífellt fleiri nýti sér þann kost en hann segir að enn séu hjólin sem framleidd eru sem rafhjól of dýr fyrir flesta. Hjól- in þrjú sem Örninn selur 353.000 til 482.000 krónur. Í dag megi þó í Evrópu fá ágætis rafhjól á um eitt þúsund evrur, eða 165 þús- und krónur. „Við bindum vonir við að við getum innan skamms boð- ið upp á rafhjól sem kosta um 200 þúsund krónur,“ segir Jón Þór og bætir við að kostnaðurinn sé það sem helst stendur í vegi fyrir því að fólk kaupi ný rafhjól. Hann bindur þó vonir við að verðið muni jafnt og þétt lækka enda séu stórir framleiðendur á borð við Yamaha að hefja fram- leiðslu á rafbúnaði fyrir reiðhjól. Með aukinni samkeppni muni verð óhjákvæmilega lækka. Fleiri aðilar á Íslandi selja rafhjól. Fyrirtækið Rafhjól, sem rekur vefsíðuna rafhjol.is, hefur flutt inn nokkurn fjölda hjóla og hefur einnig boðið upp á breytingar á hefðbundnum reiðhjólum. Þá er hægt að kaupa pakka (mótor, gjörð og inngjöf ) sem settur er á hjólið. Sá pakki kostar 145.000 krónur en með þann búnað á hjólinu er ekki nauðsynlegt að snúa pedölunum til að mótorinn sé í gangi. Í raun er hægt að aka slíku hjóli eins og vespu, á meðan rafhlaðan endist. Ef ekkert er hjólað með tæmist raf- hlaðan auðvitað fyrr en ella. sparnaður og bætt heilsa Heildarupplifunin við að hjóla á rafhjóli til og frá vinnu reyndist jákvæðari en blaðamaður hafði þorað að vona. Um er að ræða frá- bæra og jafna hreyfingu í tiltölulega langan tíma (eftir því um hversu langan veg er að fara) tvisvar á dag. Blaðamaður fann greinilega fyrir því að hafa hreyft sig að hjólreiðunum loknum án þess þó að átökin væru slík að hann svitnaði eða þyrfti að skipta um föt eftir hjólreiðatúrinn. Því er eins og áður hefur komið fram hægt að stýra að vild. Á þessari einu vinnuviku sparaði undirritaður um þrjú þúsund krón- ur í bensínkostnað. Ekki ligg- ur nákvæmlega fyrir hversu mik- ið rafmagn þarf til að fullhlaða rafhlöðurnar frá Bosch en miðað við þær rafhlöður sem Rafhjól flytur inn og selur kostar hver kílómetri á bil- inu 0,12 til 0,24 krónur. Þannig, mið- að við efri mörk, kostaði hver dagur á rafhjólinu um fimm krónur. Meng- un er auðvitað í algjöru lágmarki. Um nokkurt skeið hefur Reykja- víkurborg verið í átaki í fjölgun hjól- reiðastíga. Leiðin sem undirritaður hjólaði í vinnuna er næstum eins bein og hugsast getur. Stígarnir eru flestir nýlegir eða nýir, nema í Elliðaárdalnum og meðfram Vestur- berginu, þar sem malbikið er á köfl- um orðið mjög óslétt. Umferðin um stígana er sáralítil og á löng- um köflum hjólar maður án þess að mæta nokkrum, hvorki gangandi né hjólandi. Undirrituðum þótti framkoma akandi ökumanna ágæt í sinn garð. Flestir gáfu hjólandi vegfarenda séns á gatnamótum en þó voru dæmi um að ökumenn stöðvuðu bíla sína allt of framarlega á ljósum. Þeir urðu sumir hálf skömmustuleg- ir þegar þeir sáu að hjólreiðamað- ur með blikkandi ljós og í gulu vesti varð nánast að nauðhemla til að forða árekstri. Rafhjólaborgin Reykjavík Tregi sótti að undirrituðum þegar hann skilaði rafhjólinu að viku reynslutíma loknum eitt síðdegið nú í október. Eftir að hafa reynt slíkan grip í viku og hjólað alls um 100 kíló- metra er í huga undirritaðs ljóst að rafhjól eru ferðamáti framtíðarinnar á Íslandi – náinnar framtíðar. Þegar búið er að slétta brekkurnar, ef svo má að orði komast, og afnema áhrif vindsins verður snjólétt Reykjavík að frábærri hjólaborg fyrir borgar- búa. Rafmagn er hvergi ódýrara en á Íslandi og ör framþróun í heimi raf- hjóla hlýtur að verða til þess að Ís- lendingar muni í síauknum mæli nýta sér þennan ódýra ferðamáta. Með því sparast ekki aðeins dýr- mætur gjaldeyrir (vegna minni eldsneytiskostnaðar) heldur mun heilsan batna til muna. Ekki er spurning hvort heldur hvenær fullbúin rafhjól fást á Íslandi á viðráðanlegu verði. Eins og staðan er núna eru tilbúin rafhjól frekar dýr en ef marka má Jón Þór, verslunar- stjóra Arnarins, er stutt í að þar verði breyting á. n Álíka fljótlegt að hjóla og að keyra Á þessari mynd sést hversu langan tíma það tekur að hjóla, keyra eða taka strætó frá efra Breiðholti niður í Tryggvagötu. Athugið að það tekur oft lengri tíma að keyra ef umferðin er þung; bæði fyrir einkabílinn og strætóinn. Þannig getur tekið hálftíma að aka upp í breiðholt á virkum degi um fmimleytið. Á kortinu má sjá leiðina sem blaðamaður hjólaði. 24 mín 20-26 mín38-44 mín mín 20 mín30 mín40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.