Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 8
Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað n Heilsuræktarstöðin Hress safnar fyrir móður sem á syni sem eiga erfið verkefni framundan H ann fæddist með sjúkdóm og svo hefur hann farið versn- andi með árunum. Bæði nýrun eru nú hætt að starfa og hann þarf að notast við kviðskilunar- vél, segir Katrín Lilja Gunnarsdótt- ir um son sinn Sævar Inga, 17 ára, en nýru hans eru óstarfhæf og bíð- ur hann eftir gjafanýra. Yngri sonur Katrínar, Adam Ingi 8 ára, er dverg- vaxinn og þarf að gangast undir stóra aðgerð í mánuðinum. Kviðskilun 5 sinnum á sólarhring Heilsuræktarstöðin Hress á Dalsvegi í Hafnarfirði hélt á laugardaginn svokallaða Hressleika 2012 til styrkt- ar fjölskyldu Katrínar Lilju, en þetta er í fjórða skiptið sem heilsuræktar- stöðin heldur slíka leika til styrktar góðu málefni í Hafnarfirði. Hressleikarnir að þessu sinni voru til styrktar Katrínu Lilju Gunnarsdóttur og drengjunum hennar tveimur sem báðir munu glíma við erfið verkefni í framtíðinni. Katrín býr ein með sonum sínum tveimur í Hafnarfirði en Sævar Ingi þarf að fara í kviðskilun fimm sinn- um á sólarhring. Hann hefur verið í kviðskilun í rúmt ár og mun þurfa á henni að halda þar til að hann fær nýtt nýra. „Hann útskrifaðist núna á föstudaginn af spítalanum en þá hafði hann legið þar inni í um átta vikur samfellt. Við vorum búin að reyna úrskrift tvisvar áður, annað skiptið tókst okkur að vera heima í fjóra daga, en í hitt skiptið náðum við bara sex klukkutímum. Hann útskrifaðist um daginn en var lagð- ur aftur inn um kvöldið. Þannig að við krossum bara putta núna í von um að hann geti verið lengur heima. Við gátum valið hvort að hann færi í kviðskilun eða blóðskilun en okkur var ráðlagt að velja kviðskilun því að þá erum við svolítið frjálsari og get- um verið meira heima, en blóðskil- un fer alveg fram á sjúkrahúsi.“ Þrír boðist til að gefa nýra Katrín Lilja segir misjafnt hversu lengi einstaklingar þurfi að bíða eft- ir að fá nýra. Slík aðgerð krefjist mik- ils undirbúnings og það fylgi henni mikil ábyrgð. „Það er mikilvægt að hann sé sjálfur alveg tilbúinn því það er svo mikið í húfi. Það þarf að sýna mikla ábyrgð því það er svo auðvelt að skemma þetta.“ Þrír einstaklingar hafa boðist til að gefa Sævari Inga nýra, en þeir eiga eftir að gangast undir læknis- rannsóknir til þess að meta hvort þeir sjálfir séu nógu heilsuhraust- ir til þess að lifa með eitt nýra. „Það eru þrjú sem hafa boðið sig fram til þess að gefa honum og það er búið að staðfesta að þau nýru passa. En það á eftir að rannsaka fólkið sjálft, hvort það sé nógu hraust til að gefa nýra þannig að þetta er bara í ferli. Hann er búinn að vera það mikið veikur að við höfum ekkert verið að ræða þetta mikið við hann, en við erum svona að vonast til að þetta geti orðið á næsta ári.“ Erfið aðgerð Katrín Lilja segir yngri son sinn, Adam Inga, vera hressan og sprækan dreng þrátt fyrir fötlun sína. Frank Höybye er faðir Adams Inga en hann er einnig dvergvaxinn. Adam Ingi þarf að gangast undir stóra og erf- iða aðgerð á næstunni sem verður til þess að hann mun þurfa að not- ast við hjólastól í nokkra mánuði í kjölfarið. „Hann fer 19. nóvember í stóra aðgerð þar sem brotið verður upp stórt bein og lögun þess lagfærð. Það er gert því það er hætta á að mjaðmakúlurnar fari út úr mjaðma- skálunum og því þarf að breyta um lögun á þeim til þess að koma í veg fyrir það. Hann má ekki stíga í fæt- urna í sex vikur eftir aðgerðina og þarf því að vera í hjólastól í um þrjá mánuði. Síðan tekur við sjúkraþjálf- un og æfingar.“ Katrín Lilja er einstæð og vegna aðstæðna fjölskyldunnar hefur hún ekki tök á að vinna úti. „Ég get ekk- ert unnið þar sem þetta er alveg full vinna. Pabbi Adams er okkur þó mik- ill stuðningur þannig að ég er ekkert alveg ein í þessu. Þegar ég hef verið mikið með Sævari Inga á spítalanum hefur Frank verið mikið með Adam og eins tekur hann fullan þátt í öllu sem viðkemur aðgerðinni og slíku.“ Hún segist afar þakklát Hress fyrir stuðninginn sem hún segir að muni koma fjölskyldunni mjög vel. Færri komust að en vildu Linda Björk Hilmarsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Hress, segir að stöðin hafi óskað eftir ábendingum á Face- book-síðu sinni um verðugt mál- efni til að styrkja og þar hafi borist ábending um aðstæður Katrínar Lilju. „Við fengum ábendingu frá konu sem er vinkona Katrínar Lilju á Facebook og hafði tekið eftir og dáðst að jákvæðni hennar í öllum erfiðleikunum. Ég skoðaði þetta betur og komst þá fljótt að því að hún Katrín er alveg ofboðslega heil- steypt og frábær manneskja og á svo sannarlega skilið að fá þennan pen- ingastyrk frá okkur.“ Hressleikarnir fara þannig fram að átta sex manna lið skrá sig til leiks þar sem æft er í 15 mínútur í senn á mismunandi stöðvum. Hver og einn borgar 2.000 krónur til að fá að taka þátt en allir starfsmenn heilsuræktarinnar gefa sína vinnu þann daginn. Það seldist upp á við- burðinn í ár og færri komust að en vildu. „Við gefum öll vinnuna okk- ar þennan dag og það mega allir mæta í vinnuna sem vilja. Öll laun sem koma inn þennan dag renna í söfnunina. Þetta er mjög skemmti- legt og yndislegt sjá hvað allir eru jákvæðir og tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Linda Björk segist ekki vita hversu mikið hefði safnast þar sem ennþá væri verið að telja og taka á móti frjálsum framlögum. Takmark- ið hefði verið að safna um 600.000 þúsund krónum og hún vonast til að takmarkið hafi náðst. Hress hefur stofnað söfnunar- reikning fyrir Katrínu Lilju og syni hennar, Adam og Sævar. Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 135-05- 71304, kt. 540497-2149. n Synirnir þurfa hjálp Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Hann út- skrifaðist núna á föstu- daginn var af spítalanum en þá hafði hann legið þar inni í um átta vikur samfellt. Mæðgin Katrín Lilja Gunnars dóttir ásamt yngri syni sínum, Adam Inga. Kemur sér vel Linda Björk Hilmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Heilsuræktarstöðvarinnar Hress, afhendir Katrínu Lilju árskort í stöðina, en Katrín var leyst út með gjöfum ásamt því að fá peningastyrk sem safnaðist á viðburðinum. 8 Fréttir 5. nóvember 2012 Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.