Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 17
Neytendur 17Mánudagur 5. nóvember 2012 Algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr. Algengt verð 251,4 kr. 260,5 kr. Höfuðborgarsv. 251,3 kr. 260,4 kr. Algengt verð 251,6 kr. 262,7 kr. Algengt verð 253,9 kr. 260,7 kr. Melabraut 251,4 kr. 260,5 kr. Eldsneytisverð 4. nóvember Bensín Dísilolía Hjálplegir starfsmenn n Hrósið fær Fontana gufubaðið á Laugarvatni og Hótel Geysir fyrir góða þjónustu. „Lítill sonarsonur minn var á ferðalagi um Suður­ landi ásamt afa sínum og tveim­ ur útlendingum. Þeir borðuðu á Hótel Geysi og fóru í gufubaðið á Laugarvatni. Ég var nýbúin að prjóna fyrir litla manninn svokallaða Doddahúfu sem hann týndi. Starfs­ menn á báðum stöðunum voru mjög hjálplegir og leituðu að húf­ unni. Hún fannst í gufubaðinu Font­ ana á Laugarvatni, merkt með dagsetn­ ingunni daginn sem hún varð þar eftir og viðskila við eiganda sinn. Starfs­ maðurinn ætlaði að senda mér húfuna í pósti en hringdi svo á leið sinni til Reykjavíkur. Hann lét mig vita að húfan væri með í för og hvar ég gæti nálgast hana. Þetta finnst mér einstök þjónusta og alveg til fyrirmyndar,“ segir konan. Erfitt að fá varahluti n Lastið að þessu sinni fær Poulsen, en viðskiptavinur sendi eftirfar­ andi: „ Ég hef fimm sinnum versl­ að varahluti hjá þeim. Í öll þessi skipti hef ég fengið ranga varahluti. Þeir taka niður númer bílsins, finna varahlut­ inn og sann­ færa mig um að sá sé sá rétti, en allt kemur fyr­ ir ekki. Síðast þegar þetta gerðist ætlaði ég að kaupa bremsudiska og bremsuklossa fyrir bílinn minn. Þeir sögðu að þeir hefðu fundið bremsukloss­ ana, en það kæmu tvö diskapör til greina. Ég keypti því bæði diska­ pörin og bremsuklossana til að vera viss. Ég átti því þá að fá að skila þeim bremsudiskum sem voru ekki réttir. Hvorugt diskasettið var rétt og ekki klossarnir heldur. Í þriðju til­ raun fékk ég loks varahlutina sem ég þurfti.“ Almennt séð gengur mjög vel að afgreiða réttu varahlutina án vand­ ræða en það koma undantekningar þar sem sumir bílar eru erfiðir hvað þetta varðar. Það kemur ekki fram hvort þetta tengist allt sama bíln­ um en hljómar samt þannig og því spurning hvaða bíll þetta er. Við vinnum með upplýsingar frá fram­ leiðendum vörunnar og teljum okk­ ur því alltaf vera með þær eins ná­ kvæmar og hægt er á hverjum tíma og því finnst okkur mjög leitt að heyra þetta,“ segir Ragnar Matthías­ son, framkvæmdastjóri Poulsen. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Dýrustu Dekkin best n Continental, Goodyear og Nokian skara fram úr þetta árið C ontinental, Goodyear og Nokian eiga bestu negldu dekkin í ár með einkunnina 8,5 en dekk frá Dunlop og Michelin koma þar á eftir með 8,2 í einkunn. Í flokki ónegldra dekkja er það Nokian Hakka­ peliitta R sem hefur vinninginn. Þetta eru niðurstöður árlegrar vetr­ ardekkjakönnunar Félags íslenskra bifreiðaeigenda og systurfélaga þess á Norðurlöndunum sem má sjá á heimasíðu félagsins. Góð dekk auka öryggi Mikilvægt er að vanda valið þegar vetrar dekk eru keypt en góð vetrar­ dekk eiga að veita hámarksöryggi í snjó og á ís en auk þess eiga þau að vera góð í bleytu. Þau eiga að ryðja vel frá sér vatni og vera ólíkleg á að fljóta upp þegar hraðinn er hóflegur. Þeir framleiðendur sem láta þessa eigin­ leika dekkjanna sig litlu skipta hafa lít­ inn áhuga á aðstæðum og velferð okk­ ar sem búum á norðlægum slóðum. Um þetta er fjallað á heimasíðu FÍB en þar má sjá fyrrnefnda vetrardekkja­ könnun. Fylgni á milli verðs og gæða Þar segir að val á vetrardekkjum sé fyrst og fremst öryggismál og vænt­ anlegir kaupendur þurfi að spyrja sig hvort dekkin dugi til að stöðva bíl­ inn fljótt og örugglega við verstu að­ stæður. Hvort hliðargrip þeirra sé nógu gott til að halda honum stöðug­ um á veginum eða hvort hann verði stjórnlaus og gjarn á að renna inn inn á rangan vegarhelming. Hvort dekkin hafi nógu gott grip til að koma bílnum upp brekkuna að húsinu og hvort þau séu hljóðlát eða hávaðasöm á auðum vegi. Að lokum skuli spyrja hvert slit­ þol þeirra sé. Bíleigendur fá svör við þessum spurningum skoði þeir könnunina og töflur sem henni fylgja og þeim er því ráðlagt að skoða hana áður en farið er í að kaupa dekkin. Þá er einnig bent á að oftast sé veruleg fylgni á milli verðs og gæða. Könnun systurfélaga FíB á norðurlöndum Hér má sjá dekkin sem lentu í efstu sætum könnunarinnar auk umsagna um hvert og eitt. Negld dekk 1.– 3. sæti einkunn: 8,5 Continental Conti ice Contact Afar gott neglt vetrardekk sem bæði hefur gott grip í snjó og á ís. Er jafn­ framt gott á bæði blautum og þurr­ um vegum. Stöðugt og rásfast í hálku og stýrissvörun er nákvæm og traust. Hemlar með ágætum í bleytu. Rásar lítils háttar í akstri í hjólförum. Nún­ ingsmótstaða í hærra lagi. 1.– 3. sæti einkunn: 8,5 Goodyear Ultra Grip ice arctic Nýjasta vetrardekk Goodyear er ágætt bæði í snjó og á ís. Ekki síst vegna þess hve bæði hemlun þess og hröð­ un við þær aðstæður er með miklum ágætum. Virkar mjög öruggt í akstri og svarar vel og örugglega stýrinu í hættuástandi. Á auðu malbiki virðist það vera mjúkt og þá getur vottað fyrir ónákvæmni í stýri. Ágætlega rásfast í hjólförum. 1.– 3. sæti einkunn: 8,5 nokian Hakkapeliitta 7 Nokian er besta dekkið á ísilögðum og snjóþöktum vegum. Þar hefur það frá­ bært veggrip, er rásfast og stöðugt og í neyðartilvikum eru öll viðbrögð þess fyrirsjáanleg. Reynsluökumennirnir meta dekkið mikils við slíkar aðstæður. Þegar beygt er hjá hindrun bregst það vel og eðlilega við. Hemlun í bleytu er hins vegar ekki sú besta eins og algengt er reyndar um þau dekk sem best eru á ísnum. Þá er þetta dekk fremur hávært í akstri. 4.– 5. sæti einkunn: 8,2 Dunlop ice Touch Hefur traust og gott veggrip í snjó og á ís, ekki síst við hemlun og hröðun. Dekkið þótti hins vegar ekki svara stýr­ ingu nægilega vel. Þá er veggrip fram­ hjólanna tiltölulega fljótt að tapast með auknum hraða. Bæði stöðugleiki og stýrissvörun er hins vegar betri í snjónum. Dekkið er meðal bestu dekkja á bæði blautu og þurru mal­ biki. Dálítið rásgjarnt í hjólförum en afar hljóðlátt af nagladekki að vera. 4.– 5. sæti einkunn: 8,2 Michelin X-ice north Xin2 Engir sérstakir veikleikar þótt það nái ekki hæstu einkunn í neinum próf­ unarþátta. Gott í akstri við allar að­ stæður og er ekki með neinar óþægi­ legar uppákomur sem svo sannarlega er mikilvægur og góður eiginleiki. Stýr­ ingin virkar mjúk og svörunin eðlileg við allar aðstæður sem prófaðar voru. Rásfast í hjólförum og lágvært í akstri. 6. sæti einkunn: 8,1 Bridgestone noranza 2 evo 7. sæti einkunn: 8,0 Pirelli Winter Carving edge 8. sæti einkunn: 7,8 Gislaved nord Frost 5 9.–10. sæti einkunn: 7,7 sava eskimo stud 9.–10. sæti einkunn: 7,7 Vredestein arctrac 11. sæti einkunn: 7,0 aqi sarek 12. sæti einkunn: 6,9 nankang, nK snow sW-7 Ónegld dekk 1. sæti einkunn: 7,5 nokian Hakkapeliitta R Hefur gott grip í snjó og á ís. Það skil­ ar öruggri aksturstilfinningu og leiðir ökumann hafi hann gert mistök við stýrið. En í hjólförum vill það rása og heldur ekki vel beinni stefnu og heml­ ar ekki vel á auðu malbiki. Hljóðlátt og með lága núningsmótstöðu. 2.– 4. sæti einkunn: 7,4 Continental Viking Contact 5 Continental er gert fyrir ís og snjó og er eitt hið besta á hálkunni. Það gef­ ur bílnum stöðugleika og örugga aksturseiginleika og svarar vel stýrinu í neyðartilvikum. Virkar þó full mjúkt á auðu malbiki og veggrip í bleytu mætti vera betra og er síðra en hjá sumum keppinautunum. Er rásfast í hjólförum, hljóðlátt og með lága nún­ ingsmótstöðu sem eru góðir kostir á langkeyrslu. 2.–4. sæti einkunn: 7,4 Dunlop sP ice sport Svarar afar vel hverri hreyfingu stýris­ hjólsins sem er á sinn hátt ágætt en gef­ ur um leið ökumanni snert af óöryggi. Þá tapar það veggripinu tiltölulega auð­ veldlega. Hin næma stýrissvörun auð­ veldar að ná aftur valdi á bílnum og réttri stefnu. Besta dekkið á votu malbiki, hemlar vel í bleytunni og sömuleiðis á þurru auðu malbiki. Hljóðlátt en rásar lítils háttar í hjólförum. 2.–4. sæti einkunn: 7,4 Goodyear Ultra Grip ice+ Grípur vel í snjó og á ís. Við þær að­ stæður er það stöðugt og öruggt í akstri og gerir ekkert óvænt. Helst mætti finna að því að það missir hliðargripið (í beygjum) fremur fljótt. Það er líka ágætt á votu auðu malbiki og missir aldrei algerlega veggripið þar þótt talsvert gangi á í erfiðum beygjum frá hindrun. Mjög jafngott dekk. Engir sérstakir veikleikar. 5.–6. sæti einkunn: 7,3 Michelin X-ice X13 Þrátt fyrir að Michelin sé svokallað H­dekk eða háhraðadekk, er það ágætt sem vetrardekk á norður­ slóðum. Það er sérlega létt og þægi­ legt við akstur og með eðlilega aksturseigin leika hvernig sem færið er. Það er kannski ekki hárnákvæmt í stýri en með örugga stýrissvörun, jafnvel í erfiðustu akstursæfingum. Hemlunarvegalengd er stutt á ís og í snjó en í meðallagi á votu malbiki. Hljóðlátt, með lága núningsmót­ stöðu. 5.–6. sæti einkunn: 7,3 Vredestein nord-trac-2 Eiginleikar eru í ágætu jafnvægi og dekkið sýnir enga sérstaka veik­ leika. Veggrip þess er gott á ís og í snjó en það á til að missa hliðar­ gripið full fljótt í beygjum. En þar sem það svarar vel stýrinu næst fljótt vald yfir bílnum á ný. Hemlun er í meðallagi á votu malbiki. Rásar dálítið í hjólförum. 7. sæti einkunn: 7,1 Pirelli ice-control Winter 8. sæti einkunn: 6,9 Bridgestone Blizzak Ws70 9. sæti einkunn: 6,4 Codiant Winter Drive Öryggi í vetrarakstri Það er mikilvægt að vera á góðum dekkjum í vetrarfærðinni. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Enginn áfellisdómur Á heimasíðu FÍB segir að félagið hafi fengið fyrirspurnir um hvers vegna Toyo-harð- skeljadekk sem eru notuð hér á landi séu ekki með í könnuninni. Svar FÍB er á þá leið að könnunin sé mjög umfangsmikil og flókin í framkvæmd og krefjist sérþekkingar og að- stöðu sem ekki sé til staðar hér á landi. Hún sé framkvæmd í Finnlandi og að FÍB-blaðið hafi valið að birta þessa tilteknu könnun því hún megi teljast marktæk fyrir vetrarað- stæður á Íslandi. Þá segir að einhverra hluta vegna virðist Toyo-vetrardekk ekki hafa náð sömu fótfestu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og hér á landi og séu af þeim sökum ekki tekin með í þessari könnun. Það sé þó alls ekki áfellisdómur yfir þeim og vitað sé að þeir sem hafi notað Toyo-dekkin hér á landi séu flestir ánægðir með þau og svo eigi líka við um ýmsar fleiri tegundir sem hér eru á markaði en birtast ekki í könnunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.