Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 12
12 Erlent 5. nóvember 2012 Mánudagur 20. janúar 2009 Barack Obama tekur við sem forseti Banda- ríkjanna, fyrstur manna af afrískum upp- runa, eftir að hafa borið sigurorð af John McCain, ríkisstjóra Arizona. Obama var áður þingmaður Illin- ois, í fulltrúadeildinni árin 1997–2004 og í öldunga- deildinni 2005–2008. 9. október 2009 Barack Obama hlýtur frið- arverðlaun Nóbels vegna yfirlýstrar utanríkisstefnu sinnar. Útnefningin var strax afar umdeild. 2. nóvember 2010 Repúblikanar vinna sögu- legan sigur í fulltrúa- og öldungadeildum Banda- ríkjaþings og kosningum til ríkisstjóra í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Ár- angurinn gefur repúblikön- um byr undir báða vængi og glæðir vonir þeirra um að velta Obama úr sessi að tveimur árum liðnum. 2. maí 2011 Osama bin Laden drepinn án dóms og laga af sér- sveitarmönnum Bandaríkjahers í Abbottabad í Pakistan eftir margra mánaða undirbúning. Það er talið nýtast Obama að það hafi verið á hans vakt sem Osama var drepinn. 2. júní 2011 Mitt Romney tilkynnir formlega um framboð sitt. Hann sóttist einnig eftir útnefningu Repúblikana- flokksins fyrir kosningarnar árið 2008. Romney var ríkisstjóri í Massachusetts árin 2003–2007. 3. janúar 2012 Fyrsta prófkjör repúblikana fer fram í Iowa. Í fyrstu er Mitt Romney talinn hafa unnið en við nánari athugun kemur í ljós að réttur sigurvegari var hinn íhaldssami Rick Santorum. 9. maí 2012 Barack Obama tilkynnir að hann sé fylgjandi því að giftingar samkynhneigðra séu lögleiddar. 14. maí 2012 Síðasti keppinautur Mitt Romney um útnefningu Repúblikanaflokksins, þingmaðurinn Ron Paul, hættir baráttu sinni. Romney hefur því í raun tryggt sér útnefninguna eftir langa og harða bar- áttu þar sem mikið var um sviptingar. 28. júní 2012 Hæstiréttur Bandaríkj- anna úrskurðar með fimm atkvæðum gegn fjórum að breytingar Barack Obama á heilbrigðiskerfinu standist lög. Þetta er talið afar þýðingarmikið fyrir Obama í kosningunum. 17. september 2012 Myndband af Mitt Romney á fjáröflunarfundi með forríkum stuðningsmönn- um sínum fer eins og eldur í sinu um internetið. Þar talar Romney um að 47 prósent Bandaríkjamanna líti á sig sem fórnarlömb og lifi á spena ríkisins. Um- mælin vekja hörð viðbrögð og Romney þarf að verjast. 3. október 2012 Fyrstu kappræður fram- bjóðendanna af þremur. Romney kemur Obama í opna skjöldu og flestir sérfræðingar eru á einu máli um að sá fyrrnefndi sé sigurvegari kvöldsins. Baráttan er afar tvísýn. 6. nóvember 2012 Kjördagur. 20. janúar 2013 Nýtt kjörtímabil hefst. Hver tannburstar sig í Hvíta húsinu að kveldi dags þann 20. janúar? n Bandaríkjamenn ganga til kosninga á þriðjudaginn n Dregið hefur úr sóknarþunga Mitt Romney Obama með yfirhöndina Á þriðjudaginn kjósa Banda­ ríkjamenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Fram­ bjóðandi Repúblikanaflokks­ ins, Mitt Romney, hefur sótt hart að sitjandi forseta, Barack Obama, en á síðustu dögum virðist hafa dregið úr sóknarþunga hans. Ef marka má skoðanakannanir í þeim ríkjum þar sem baráttan er hvað hörðust má segja að Obama hafi yfir­ höndina. Þó getur enn allt gerst og ljóst er að fylgi forsetans dregst veru­ lega saman frá síðustu kosningum. Hugsast getur að Obama fái færri atkvæði en Romney á landsvísu en tryggi sér samt forsetastólinn með því að landa fleiri kjörmönnum. Auk forsetakosninganna er víða kosið til fulltrúa­ og öldungadeilda Banda­ ríkjaþings. Allt bendir til þess að repúblikanar haldi meirihluta sín­ um í fulltrúadeildinni og demókratar í öldungadeildinni. Umfjöllun DV byggir að mestu á líkani Nate Silver, stjórnmálaspá­ manns New York Times, sem grund­ vallast á ótal skoðanakönnunum og sögulegum þáttum. Í forsetakosn­ ingunum árið 2008 spáði Silver rétt fyrir um niðurstöðuna í 49 ríkjum Bandaríkjanna af 50. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Viðburðaríkt kjörtímabil að baki Tapaði en sigraði samt n Vegna kjörmannakerfisins dugar forsetaframbjóðanda í Bandaríkj- unum ekki að ná fleiri atkvæðum en keppinautur hans. Í kosningunum árið 2000 var George W. Bush, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, til að mynda kjör- inn forseti landsins þrátt fyrir að hafa ekki hlotið flest atkvæði í kosningunum. Það sama var uppi á teningnum árin 1824, 1876 og 1888. Árið 2000 fékk fram- bjóðandi demókrata, Al Gore, ríflega hálfri milljón fleiri atkvæði en Bush eða 48,4 prósent gegn 47,9 prósentum. Bush náði aftur á móti fleiri kjörmönnum en Al Gore og stóð því uppi sem sigurvegari kosninganna. Þar munaði ekki miklu því Bush náði 271 kjörmanni en frambjóð- andi þarf að minnsta kosti 270 kjörmenn til að sigra. n Ríkið sem réð úrslitum í kosningunum árið 2000 var Flórída. Eftir kosningarn- ar var um nokkra hríð óljóst hver yrði forseti Bandaríkjanna vegna þess hve mjótt var á mununum þar. Að lokinni endurtalningu var ljóst að Bush hafði sigrað í Flórída með innan við þúsund atkvæðum eða um 0,0092 prósentum. Í kjölfarið óskaði Al Gore eftir endur- talningu þar sem atkvæði úr ríkinu yrðu handtalin en Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í veg fyrir að það yrði gert. Á þess- um tíma var Jeb Bush ríkisstjóri Flórída en hann er bróðir George W. Bush. n Svipuð staða gæti vel komið upp í kjölfar kosninganna á þriðjudaginn. Ef marka má stærðfræðilíkön Nate Silver, stjórnmálaspámanns New York Times, eru til dæmis ágætis líkur á að Romney hljóti meirihluta atkvæða á landsvísu en Obama nái samt fleiri kjörmönnum. Þá þyrftu repúblikanar að bíta í sama súra epli og Al Gore bragðaði á árið 2000. Stálin stinn Þó Barack Obama og Mitt Romney brosi hlýlega hvor til annars hefur gengið á ýmsu í kosningabaráttunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.