Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 5. nóvember 2012 Mánudagur Mikill stuðningur við Betra líf n Um 22.500 landsmanna skrifað undir kröfuna um Betra líf S amkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup eru 78,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku hlynnt því að 10 pró- sent af áfengisgjaldi renni til nýrra úrræða fyrir áfengis- og vímuefna- sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Gunnar Smári Egilsson, formað- ur SÁÁ, segir á heimasíðu samtak- anna að það sé í takt við það sem einstaklingar innan samtakanna verði varir við. Á heimasíðunni segir hann enn fremur: „Það er mik- ill og útbreiddur vilji meðal fólks að ráðist verði í þjóðarátak til að færa þolendum áfengis- og vímuefna- vandans betra líf. Stjórnvöld hljóta að bregðast við með viðeigandi hætti. Það er ekki oft sem þau fá jafn skýr skilaboð frá kjósendum.“ Samkvæmt könnuninni segjast 26,2 prósent landsmanna vera að öllu leyti hlynnt kröfunni, 20,0 pró- sent mjög hlynnt og 19,8 prósent frekar hlynnt. Hins vegar segjast 7,7 prósent vera að öllu leyti andvíg kröfunni, 4,6 prósent mjög andvíg og 5,9 prósent frekar andvíg. Sam- tals sögðust því 66,0 prósent vera fylgjandi kröfunni, 18,2 prósent voru andvíg henni en 15,9 prósent tóku ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 78,4 prósent fylgj- andi kröfunni en 21,6 prósent and- víg henni. Nokkur munur er á afstöðu kynj- anna. Þannig segjast 68 prósent karla vera hlynntir því að 10 prósent áfengisgjaldsins verði notað með þessum hætti en 89 prósent kvenna. Könnunin var gerð 25. október til 1. nóvember síðastliðinn. Þetta var netkönnun. Úrtakið var 1.450 manns, 613 svöruðu ekki en 837 svöruðu. Svarhlutfallið var því 57,7 prósent. Könnun var gerð fyrir SÁÁ en greidd af velunnurum samtak- anna. Þorsteinn fékk 335 milljónir í arð 2011 n Þorsteinn Már á 2,8 milljarða króna n 1.450 milljóna arður á fjórum árum F orstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, fékk 335 milljóna króna arð inn í einka- hlutafélag sitt í fyrra. Félag Þorsteins heitir Eignarhaldsfélagið Steinn. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi Steins sem skilað var inn til rík- isskattstjóra þann 27. september síðastliðinn. Samherji er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og eitt stærsta útgerðarfyrirtæki Evrópu. Félagið er með starfsemi hér á landi, í Bretlandi, á megin- landi Evrópu, í Afríku og víðar. Besta rekstrarár Samherja Steinn á tæp fjörtíu prósent í Sam- herja en næststærsti hluthafinn er Kristján Vilhelmsson, útgerðar- stjóri fyrirtækisins. Steinn skilaði hagnaði upp á rúmlega 373 millj- ónir króna í fyrra. Félagið átti í lok síðasta árs eignir upp á meira en 2,8 milljarða króna. Á móti þess- um eignum voru litlar sem engar skuldir. Afkoma Samherja í fyrra var með besta móti: 8,8 milljarða hagnaður var á rekstrinum. Um er að ræða besta rekstrarárið í sögu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá fé- laginu þar sem ársuppgjörið var kynnt kom fram að um 60 prósent af starfseminni í fyrra hafi farið fram erlendis. Í tilkynningu var haft eftir Þor- steini Má að hann væri ánægður með síðasta rekstrarár: „Ég get ekki annað en verið mjög ánægður með afkomu Samherja og erlendra dótturfélaga á árinu 2011. Félögin hafa sótt fram á mörgum sviðum og hefur starfsmönnum tekist afar vel að leysa þau krefjandi verkefni sem fylgdu auknum umsvifum á árinu 2011, með tilkomu ÚA og yf- irtöku reksturs félaga í Frakklandi og á Spáni. Rekstur dótturfélaga Samherja erlendis gekk vel á árinu en um 60% af veltu samstæðunnar koma frá þessum félögum.” Meira en milljarður í arð Á tímabilinu 2007 til ársins 2010 námu arðgreiðslur Samherja til hluthafa sinna tæplega 3 milljörð- um króna. Með arðgreiðslunni í fyrra hækkar þessi upphæð í nærri 4 milljarða króna. Eignarhaldsfélag Þorsteins tók við arði upp á meira en 1.100 millj- ónir króna á árunum 2007 til 2010. Með arðgreiðslunni sem Steinn fékk frá Samherja í fyrra hækkar þessi upphæð í nærri 1.450 millj- ónir króna. Eignarhaldsfélag- ið situr því á gríðarlegum eignum enda hefur starfsemi Samherja gengið einkar vel síðustu ár. Nærri hálfur milljarður tekinn út Í ársreikningi Steins kemur fram að Þorsteinn tók ekki persónulega út arð úr félaginu í fyrra. Engar arð- greiðslur eru út úr félaginu heldur verður hagnaðurinn af starfsemi Samherja eftir inni í félaginu. Hins vegar greiddi Steinn út hlutafé úr félaginu til hluthafa sinna, sam- tals meira en 435 milljónir króna. Þá seldi Steinn 50 milljóna króna eignarhlut í Samherja í fyrra. Eftir stendur að eigið fé Steins er rúmlega 2,8 milljarðar króna. Um er að ræða hlutafé, lögbundinn varasjóð og óráðstafað eigið fé. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Besta rekstrarárið Besta rekstrarár Sam- herja var í fyrra. Þor- steinn Már Baldvinsson fékk 335 miljóna arð til einkahlutafélags síns.„Ég get ekki ann- að en verið mjög ánægður með afkomu Sam- herja og erlendra dótturfélaga á árinu 2011. Arðgreiðslur til hluthafa Samherja 2011: 969 milljónir 2010: 769 milljónir 2009: 657 milljónir 2008: 922 milljónir 2007: 613 milljónir Arðgreiðslur 2007 til 2011: 3.930 milljónir króna Líkamsárás á Bifröst Slagsmál brutust út á milli nemenda við Háskólann á Bif- röst aðfaranótt laugardags eftir skemmtanahald í skólan- um. Samkvæmt heimildum DV var einn nemandi sleginn með flösku í höfuðið með þeim af- leiðingum að hann hlaut skurð á höfði. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en meiðsl hans munu ekki vera talin alvarleg. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Borg- arnesi er vitað hver gerandinn er og mun málið vera í rann- sókn. Ekki er vitað á þessari stundu hvort kæra hafi verið lögð fram í málinu. Sækist eftir 2.–3. sæti Þorsteinn Magnússon lögmað- ur sækist eftir 2.–3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík. „Meðal þeirra málefna sem ég vil leggja áherslu á er að bæta skilyrði fyrir atvinnu- uppbyggingu og nýfjárfestingu ásamt því að skapa fyrirtækjum hagstæðara rekstrarumhverfi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Þorsteini. Í yfirlýsingunni segist hann vera frjálslynd- ur miðjumaður og stjórnmála- áherslur hans falli vel að grunngildum og stefnu Fram- sóknarflokksins. Þorsteinn er nýráðinn framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar en hann hefur líkað starfað sem héraðsdóms- lögmaður á Lex og í fjármála- ráðuneytinu. Vill betra líf Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, seginn mikinn og útbreiddan vilja meðal fólks til að ráðist verði í þjóðar- átak til að færa þolendum áfengis- og vímuefnavandans betra líf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.