Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 2
Viltu Vera tíkin mín? 2 Fréttir S igríður Hjaltested aðstoðar- saksóknari segir að lögreglan verði vör við áhrif klámnotk- unar í kynferðisbrotamálum. Sigríður var með erindi á klámráðstefnu fyrr í þessum mánuði þar sem hún greindi frá þessu en í samtali við blaðamann sagði hún: „Hingað koma ungir menn sem eru teknir fyrir kynferðisbrot en þeir segjast ekki hafa gert nokkurn skap- aðan hlut af sér. Við horfum í augun á þeim og það virðist engin lygi, þeim finnst það ekki því þeir telja að þetta eigi bara að vera svona, það sé eðli- legt að taka einhvern með valdi, sýna ógnandi framkomu og ráða ferðinni. Það er það sem þeir hafa séð og sum- ir alast upp við í kláminu.“ Það er því óhætt að segja að hún hafi áhyggjur af því hvaða áhrif auk- ið aðgengi að klámi hefur á kynferð- isvitund ungmenna. „Á sama hátt er talað um að það sé samhengi á milli þess að ungir drengir sem spila of- beldisleiki verði agressífari, sumir vilja meina að það liggi ekki fyrir klárar niðurstöður um það en það virkar samt svolítið „kommon sens“. Þá velti ég því fyrir mér hvort við stöndum frammi fyrir sama vanda varðandi drengi sem byrja ungir að horfa á klámefni og eru fastir í því án þess að fá nokkurn tímann að kynn- ast því að kynlíf sé eitthvað þar sem tveir einstaklingar njótast. Þá verður klámið eðlilegt fyrir þeim. Stundum fara þeir í sálfræðimat og með einhverri vinnu tekst kannski að leiðrétta þessi viðhorf en þegar þeir brjóta af sér þá eru þeir fullir af ranghugmyndum. Við sjáum menn sem eru bara svona og hafa verið svona síðan þeir voru tólf ára. Þannig að strákar sem eru komnir í þennan pakka þurfa að fá aðstoð,“ segir Sig- ríður en í DV á miðvikudag var bréf frá ráðþrota móður 18 ára drengs sem vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við klámfíkn sonarins og sagðist vonast eftir frekari úrræðum. Sigríður tekur undir það og segir að það séu ekki næg úrræði í boði, það sé ekki næg eftirfylgni og kostnaður- inn falli gjarna á foreldrana sem séu ekki allir með burði til þess að bera hann. „Það er ekki oft sem við fáum játningu en þegar það gerist þá reyn- um við að grípa það strax og senda strákana til sálfræðings.“ Ginna þá sem eru auðveldastir Hér á landi er einnig algengt að menn sem teknir eru fyrir vörslu á barnaklámi komist aftur í kast við lögin síðar á ævinni þegar þeir hafa brotið á barni eða gert tilraun til þess. Þetta segir Sigríður sem hef- ur áhyggjur af þessari þróun. Ný- lega var ungur piltur dæmdur fyrir að brjóta gegn systurdóttur sinni en sá hafði sankað að sér barnaklámi frá ellefu ára aldri. „Hvað þetta varð- ar þá virðist sem menn stígi út fyrir rammann og sækist eftir einhverju meira þegar þeir hafa verið að horfa á barnaklám.“ Sigríður hefur hins vegar ekki séð þá þróun sem prófessor að nafni Gail Dines talaði um á klámráðstefnu fyrr í þessum mánuði. Þar sagði Gail að klámbransinn væri í auknum mæli að gera út á klám sem er barngert, sem myndi þýða að menn sem ánetj- ast klámi myndu í auknum mæli sækjast eftir klámefni þar sem börn koma við sögu og þar af leiðandi myndi þeim fjölga sem brjóta á börn- um. Máli sínu til stuðnings sagði hún frá viðtölum sínum við fanga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum án þess að sýna nokkur merki þess að vera haldn- ir barnagirnd. Þessir menn lýstu því fyrir henni hvernig þeir misstu tökin þegar klámfíknin tók yfir og stjórn- leysið varð algert og þeir sem í fyrstu hefðu ekki viljað sjá barnaklám hefðu smám saman farið að fikra sig í átt til þess konar myndbanda. Í kjöl- farið hefðu þeir farið að fantasera um börn og það endað með því að þeir brutu á börnum. Sigríður segist ekki hafa séð þessa þróun hér á landi. „Hins vegar má segja að menn sem ætla sér að tæla stelpur leiti frekar í fórnarlömb sem er auðvelt að ginna, vanalega ein- hvern sem er mun yngri en þeir. Það er kannski vegna þess að þeir þurfa að geta platað viðkomandi og full- orðnir, sem hafa meiri reynslu, eru frekar á varðbergi.“ Greinilegar stælingar Sigríður hefur starfað sem aðstoðar- saksóknari hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu í fjögur ár, en það er það embætti sem fær flest kyn- ferðisbrotamál inn á borð til sín. „Við sjáum greinilegar stælingar á klámmyndböndum, þar sem sömu aðferðir og orðbragð er notað. Þær eru kallaðar tíkur, typpasugur og annað álíka. Það eru þessir frasar sem eru notaðir úti. Til þess að sækja sönnunargögn keyrum við oft út úr tölvunum samtöl sem eiga sér stað í aðdragandanum. Þá eru þau bara að tala saman sem jafningar og jafnvel að ræða hvaða hugmyndir þau hafi um það sem þau ætli að gera. Þá spyr hann kannski hvort hún vilji vera tík- in hans og hún segir já. Þá spyr hann hvort hún vilji vera tík vina hans líka og hún gengst inn á það. Þau tala svona saman. Ef eitthvað þessu líkt hefur átt sér stað í aðdragandanum þá eru minni líkur á að þær kæri strax því þær hafa sektarkennd yfir því að hafa tekið þátt í þessu þótt það réttlæti ekki það sem á eftir kemur. En það er mjög mikilvægt að þær fái aðstoð við að byggja sig upp aftur svo þetta endur- taki sig ekki, að þær viti hvaða leið- ir eru í boði því við erum ekki alltaf að fá alveg fersk mál til okkar og þá verður strax erfiðara að sanna það. Eins sjáum við að stúlkur eru mun gjarnari á að senda myndir af sér inn á netið af fúsum og frjálsum vilja en áður. Það fer oft úr böndunum, fyrir utan það að eldri einstaklingar eru oft að þrýsta á yngri börn.“ Kvalalostakynlífið þykir spennandi Sigríður segir að svona hafi þró- unin verið allt frá því að hún byrj- aði í þessu starfi fyrir fjórum árum. Hins vegar sé það nýtt „trend“ að stunda kynlíf með mörgum og einnig þetta kvalalostakynlíf, BDSM. „Ef fólk gengur viljugt og samstíga inn í svona kynlífsleik þá er ekkert við það að athuga. En við sjáum að fólk er að samþykkja þetta með einhverj- um sem það þekkir ekki í raun. Það fer inn í agressíft og ofbeldisfullt kynlíf án þess að þekkja mörk hvors annars. Einhvers staðar liggja mörk- in og viðkomandi segir stopp þegar hlutirnir fara úr böndunum en þegar tilgangur kynlífsins er að niðurlægja og meiða þá lendum við ósjálfrátt í vanda þegar kemur að því að sanna brotið. Það er ávísun á vandamál. Í þeim skilningi held ég að þetta sé hættulegt „trend“ en ungmennun- um okkar þykir þetta greinilega mjög spennandi, þetta er í tísku og þetta er í bókunum og svona.“ Lögreglan er líka farin að fá meira af málum þar sem hópkynlíf hefur farið úr böndunum. „Oftast er ein stelpa með tveimur eða fleirum strákum. Þá þarf svo lítið til þess að valdahlutföllin og jafnvægið breytist. Þegar þú ert komin þessar í aðstæð- ur þá er erfitt að ráða við það þegar aðstæðurnar verða agressífari en þú kærir þig um. Þá eiga stelpurnar oft erfitt með að bregðast við, þær frjósa og verða hræddar.“ Ráðalausar í aðstæðunum Reyndar á það við um mörg kyn- ferðisbrotamál að brotaþoli segist ekki hafa vitað hvernig hann ætti að bregðast við. Sigríður segir það sér- staklega erfitt þegar nauðgarinn er einhver sem viðkomandi þekkir og hefur alltaf getað átt eðlileg sam- skipti við. „Þær segja gjarna, þessar ungu stelpur, að þær hafi ekki viljað þetta og reynt að sýna honum það en þegar hann virtist ekki átta sig á því vissu þær ekkert hvað þær ættu til bragðs að taka, þannig að þær létu þetta bara ganga yfir sig gegn vilja sínum. Enda á enginn að þurfa að öskra og berjast um. Flestum þætti sjálfsagt að karlmaður áttaði sig á því ef stúlka er ekki ástleitin við hann,“ segir Sigríður og bætir því við að áfengi komi gjarna við sögu. „Það afsakar auðvitað ekki neitt en það deyfir dómgreindina. En eins og ég segi þá eru líka sumir sem halda að þetta sé bara eðlilegt því þetta er það sem þeir sjá. Þeir ætla bara að ríða, þrykkja og fá það, þú heyrir engan tala um að elskast leng- ur. Þegar hann er að þrykkja stelpu þá lítur karlmaðurinn kannski svo á að það hljóti bara að vera eðlilegt að hún sé ekki ástleitin. Hún er bara að láta sig hafa það, er tekin eins og dýr.“ Hún bendir á að ákæruvaldið þurfi að sanna að sá kærði hafi haft ásetning til að brjóta gegn við- komandi. „Engu að síður hafa fall- ið dómar þar sem kynferðisbrot er sannað og svokallað lægra stig n Sumir sem teknir eru fyrir kynferðisbrot sjá ekkert athugavert við verknaðinn n Greinilegar stælingar á klámmyndböndum 5. nóvember 2012 Mánudagur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Segir áhrifin greinileg Sigríður Hjalte- sted segir að til lögreglunnar komi menn sem hafa framið kynferðisbrot en þyki ekkert athugavert við verknaðinn því hann samræmist hugmyndum þeirra um kynlíf eftir langvarandi notkun á klámi. „Þær fara í það að þóknast strákun- um, láta sig hafa það. Sex manns í bílnum Sex manns voru í bíl sem valt á Akureyjarvegi í Landeyjunum um þrjúleytið aðfararnótt sunnudags, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Hvolsvelli. Maðurinn, sem var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild, er á þrítugs- aldri en auk hans var annar far- þegi í bílnum fluttur á slysadeild Landspítalans. Hinir sem í bíln- um voru fóru til skoðunar á Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi. Fólkið í bílnum hafði áður en slysið varð verið á dansleik í Njálsbúð. Ekki var hálka á veg- inum en lausamöl og bíllinn valt með áðurgreindum afleiðingum. Lögregla segir ekki grun um ölv- un við akstur en vildi ekki veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Skotið á álftir Högl fundist í nærri því fjórtán prósentum þeirra álfta sem komu til Bretlands frá Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rann- sóknar breska Veiðifugla- og votlendissjóðsins. Notast var við röntgentæki til þess að skoða álftir á Bretlandi og niðurstöðurnar sýndu fram á að á meðal þeirra sem flugu til lands- ins frá Íslandi hafa margar verið skotnar en lifað af. Tvær tegund- ir álfta lifa á Bretlandi, annars vegar íslenska álftin, og hins vegar dvergsvanur sem kemur frá Síber- íu. 14 prósent íslensku álftarinnar voru, sem fyrr segir, með högl í lík- amanum, en hlutfallið í síberíska dverg svaninum var hærra, um 33 prósent. Olli skemmdum innandyra Stuttu eftir klukkan sjö á laugar- dagsmorgun var maður hand- tekinn í húsnæði fyrirtækis í vesturborginni. Sá hafði brot- ið rúðu og farið inn í húsið þar sem hann var búinn að valda einhverjum skemmdum innan- dyra. Hann var vistaður í fanga- geymslu í kjölfarið. Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvunarakstur að- faranótt laugardags. Þar af hafði einn ekið á vegrið á Suðurlands- vegi við Sandskeið. Hann var ómeiddur en grunaður um ölvun og verður vistaður í fanga- geymslu þar til runnið hefur af honum. Hinir tveir voru látnir lausir eftir skýrslutöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.