Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 5. nóvember 2012 n Bandaríkjamenn ganga til kosninga á þriðjudaginn n Dregið hefur úr sóknarþunga Mitt Romney Obama með yfirhöndina Óljóst: Ohio, Flórída, Colorado, Iowa, Virginía, New Hampshire. Líklega Obama: Nevada, Wisconsin, Michigan og Pennsylvaníu. Líklega Romney: Norður-Karólína og Arizona. Ríkin sem ráða úrslitum n Einbeita sér að þeim ríkjum þar sem minnstu munar n Sigur í Ohio er afar þýðingarmikill Í flestum ríkjum Bandaríkjanna er niðurstaða kosninganna á þriðju- daginn þegar ljós. Til að mynda er nær öruggt að Barack Obama fari með sigur af hólmi í ríkjum á borð við Kaliforníu og New York á meðan Mitt Romney getur reitt sig á Texas og Georgíu. Á síðustu mánuðum hefur kosningabaráttan því nær eingöngu snúið að þeim ríkjum þar sem mjótt er á mununum. Þar keppast fram- boðin nú við að verja síðustu dollur- unum sem allra best auk þess sem frambjóðendurnir tveir og makar þeirra fljúga nær viðstöðulaust á milli ríkjanna þar sem minnstu mun- ar. Af þessum ríkjum eru flestir kjör- menn í Flórída (29) og Ohio (18). Eins og sakir standa er líklegt að Romney vinni í Flórída en Obama taki Ohio. Flestir sérfræðingar eru á sama máli um að sigri Obama í Ohio muni hann búa áfram í Hvíta húsinu næstu fjög- ur árin. Því er baráttan einstaklega hörð þar á bæ en þess má geta að í síðustu tólf forsetakosningum hefur sigurvegarinn í Ohio alltaf unnið á landsvísu. Önnur ríki þar sem staðan er óljós eru Colorado (9), Iowa (6), Virginía (13), New Hampshire (4) og Norður-Karólína (15). Í því síð- astnefnda má segja með nokkurri vissu að Romney hafi yfirhöndina en í hinum ríkjunum er líklegt að Obama standi ögn betur. Um helgina heimsótti Obama heil sjö ríki. Varði hann mestum tíma í Ohio, Flórída og Colorado á meðan Romney beindi spjótum sínum helst að Ohio og Iowa. Í Bandaríkjunum er forseti kosinn í óbeinum kosningum. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum heldur kýs hvert ríki kjörmenn sem koma saman og velja nýjan forseta en fjöldi kjörmanna frá hverju ríki ræðst af íbúafjölda. Kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur hlýtur sá frambjóðandi sem fær þar flest atkvæði alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Fjöldi kjörmanna í hinum ýmsu ríkjum er nokkurn veginn í samræmi við kjósenda- fjöldann en þó svolítið skekktur minni ríkjum í hag. Kjörmennirnir eru samtals 538 og því þarf frambjóðandi að fá að minnsta kosti 270 kjörmenn til að sigra. Fái báðir frambjóð- endur 269 kjörmenn velur fulltrúadeild Bandaríkjaþings forseta og öldunga- deildin varaforseta. Þar sem útlit er fyrir að repúblikanar verði með meirihluta í fulltrúadeildinni og demókratar í öldungadeildinni þýðir það að öllum líkindum að Mitt Romney yrði valinn forseti og Joe Biden varaforseti. Sú staða hefur þó aldrei komið upp. Kjörmannakerfið er og hefur alltaf verið afar umdeilt í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur öldum hafa verið lagðar fram mörg hundruð lagabreytingartillögur er varða breytingar á kjörmannakerfinu og samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti landsmanna láta afnema kerfið. Hvor verður til vara? Joe Biden, sitjandi varaforseti Banda- ríkjanna, og Paul Ryan, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, áttust við í snörpum kappræðum í október. Ryan er tæplega 27 árum yngri en Biden. Þurfa 270 kjörmenn 201 52 79 26 180 Öruggir Líklegir Óákveðnir Líklegir Öruggir Í góðri stöðu Barack Obama er talinn líklegur til að bera sigurorð af Mitt Romney í kosningunum á þriðjudaginn. Þó hef- ur verið á brattann að sækja fyrir forsetann og ljóst er að hinn glæsilegi sigur haustið 2008 verður ekki leikinn eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.