Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 5. nóvember 2012 hefur fækkað um 10 prósent O pinberum störfum fækkaði mikið í hruninu en þeim hafði áður fjölgað talsvert. Opinber störf á Íslandi voru rúmleg sextán þúsund tals­ ins árið 2011 en það er sambærilegt á við fjölda opinberra starfa árið 2005. Tölurnar birtast í svari fjármálaráðu­ neytisins við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæð­ isflokksins, frá því í september. Sé litið á tímabilið frá 2005 til 2011 kem­ ur í ljós ríkið hafði flesta starfsmenn árið 2007 en þá störfuðu tæplega nítján þúsund hjá ríkinu. Tölurnar miðast við launagreiðslur sem Fjár­ sýsla ríkisins sér um. Margvíslegar ástæður liggja að baki breyttum fjölda ríkisstarfs­ manna og má meðal annars nefna að árið 2006 færðu heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni launaafgreiðslu sína yfir til launaafgreiðslukerfis Fjársýslunnar. Þá fækkaði líka störf­ um um 870 árið 2011 þegar mál­ efni fatlaðra voru færð undir sveitar­ félögin. Tölurnar sem koma fram í svarinu gefa þó nokkuð góða mynd af fjölda starfa hjá ríkinu á tímabilinu sem þær ná yfir. Flest störf í Reykjavík Tölurnar í svarinu eru flokkaðar eftir skattaumdæmum eins og þau voru í árslok árið 2009 en þá voru um­ dæmin níu talsins. Samkvæmt því voru langflest ríkisstörf í Reykja­ víkurumdæmi eða 12.183 talsins. Næst á eftir höfuðborginni var Norð­ urlandsumdæmi eystra með 1.106 störf og Reykjanesumdæmi með 1.095. Sveitarfélögin á höfuðborgar­ svæðinu tilheyra flest Reykjanes­ umdæmi. Önnur umdæmi voru með færri en eitt þúsund ríkisstörf. Ein­ hver skekkja er í tölunum þar sem störf eru flokkuð eftir umdæmum þar sem höfuðstöðvar viðkomandi stofnana eru staðsettar. Þannig rað­ ast til að mynda öll störf hjá ÁTVR, Þjóðkirkju og Vegagerð undir Reykja­ víkurumdæmi. Sé dæminu stillt þannig upp að skoðuð séu störf hjá ríkinu á höfuð­ borgarsvæðinu, Reykjanesumdæmi þar með töldu, og síðan utan þess kemur í ljós að tæplega 81 prósent starfa eru í Reykjavík. Rúm 19 pró­ sent er því að finna á landsbyggð­ inni. Það er óhagstæðari skipting gagnvart landsbyggðinni en á ár­ unum 2006 til 2010. Tölur fyrir árið 2005 gefa ónákvæma mynd þar sem störf innan heilbrigðiskerfisins víða úti á landi eru ekki réttar þar sem árið 2006 voru launagreiðslur vegna slíkra færðar undir Fjársýslu ríkisins. Reykjavíkurumdæmið er líka eina landsvæðið þar sem starfsmenn í heilbrigðisgeiranum eru ekki í fjöl­ mennasta flokknum sem þiggur laun frá ríkinu. Í höfuðborginni er það óskilgreindi flokkurinn „önnur störf“ sem er fjölmennastur. Fækkar undir stjórn vinstri flokkanna Óumdeilt er að störfum hjá ríkinu fjölgaði í aðdraganda hrunsins þrátt fyrir að tölur vegna ársins 2005 séu ófullnægjandi. Störf voru hvað flest árin 2007 og 2008 á meðan ríkis­ stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk­ ingar var við völd. Viðsnúningur hef­ ur orðið og hefur ríkisstarfsmönnum fækkað talsvert frá hruni. Frá því að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við árið 2009 hefur starfsmönnum sem þiggja laun frá Fjársýslu ríkisins fækkað um tíu pró­ sent, úr 18.243 í 16.433. Hluti þeirra, eða tæplega þúsund, er nú starfs­ menn sveitarfélaga en fækkunin er þó talsverð. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Langflestir ríkisstarfsmenn á höfuðborgarsvæðinu 100 80 60 40 20 0 20000 15000 10000 5000 0 Fjöldi opinberra starfa – eftir árum Höfuðborg og landsbyggð - hlutfallsleg skipting starfa Ár 2005* 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Störf 16.057 17.728 18.547 18.243 17.701 17.390 16.433 n Höfuðborgarsvæðið** n Landsbyggðin *Störf innan heilbrigðiskerfisins á mörgum stöðum vantar inn í heildar- töluna. Launagreiðslur vegna slíkra starfa voru ekki færðar undir Fjársýslu ríkisins fyrr en árið 2006. ** Inn í tölunum eru Reykjavík og Reykjanesumdæmi en þar á meðal eru Grindavíkurkaupstaður, Keflavíkurkaupstaður, Njarðvíkurkaupstaður og Keflavíkurflugvöllur. Heimild: Alþingi 2005* 2006 2007 2008 2009 2010 2011 88,54% 83,19% 80,46% 79,79% 79,56% 80,33% 80,81% 11,46% 16,81% 19,54% 20,21% 20,44% 19,67% 19,19% Færri starfsmenn en áður Í Reykjavík er það óskilgreindi flokkurinn „önnur störf“ sem er fjölmennastur á meðal ríkisstarfsmanna en annars staðar eru það starfsmenn innan heilbrigðiskerfisins. Mynd SigtRygguR ARi JóHAnnSSon Svona skiptast störf hjá ríkinu n Enginn landshluti er með jafn mörg störf hjá ríkinu og höfuðborgar- svæðið. Fá landsvæði eru með meira en fimm prósent af ríkisstörfum. Þessar tölur miðast við launagreiðslur sem Fjársýsla ríkisins sér um. Austurlandsumdæmi 2% Norðurlandsumdæmi eystra 7% Vesturlandsumdæmi 4% Norðurlandsumdæmi vestra 2% Reykjanesumdæmi 7% Reykjavíkurumdæmi 74% Suðurlandsumdæmi 2% Vestfjarðaumdæmi 1% Vestmannaeyjaumdæmi 1%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.