Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 3
Viltu Vera tíkin mín? Fréttir 32 Fréttir ákærða, það er að honum hafi mátt vera ljóst að hann væri að brjóta gegn einstaklingi á tiltekinn hátt. Til dæmis í aðstæðum þar sem brota­ þolinn hefur við yfirþyrmandi að­ stæður ekki sýnt neina mótspyrnu.“ Stelpur í þóknunarhlutverkinu Ef aftur er vitnað í Gail þá benti hún á að strákar fæddust ekki sem nauðg­ arar. Sigríður er því sammála. „Við sem eigum unga drengi vitum að þeir fæðast ekki slæmir. Reyndar verðum við foreldrarnir hálf örvæntingar­ fullir yfir þessum birtingarmynd­ um því þeir fá ákveðna mynd af kynlífi á unglingsárunum. Eðli máls­ ins samkvæmt eru þeir spenntir og sanka að sér efni til að fræðast, sér­ staklega á netinu og þá er þetta það fyrsta sem margir sjá og halda þess vegna að þetta sé eðlilegt. Þannig að við þurfum að beina fræðslu og forvörnum að ungmennum og ekki síst að drengjunum okkar, því þeir eru bara öðruvísi en stelpurnar og sækja meira í klám samkvæmt rann­ sóknum. Stelpurnar horfa meira til ímynd­ anna, þær horfa á leikarana, söngv­ arana og skoða tískublöðin. Þar er þetta ljósbláa klám núna og það sem er svo merkilegt er að þar eru kyn­ in sett í sömu hlutverk og í kláminu. Þær eru alls staðar fáklæddar að gera sig kynæsandi og ögrandi fyrir karl­ mennina og eru oft í niðurlægjandi hlutverkum. Þótt við séum orðin svo samdauna þessu að okkur þyki það ekkert tiltökumál því okkur finnst þetta svo saklaust þá er það ekkert endilega skárra,“ segir Sigríður. Þótt stelpur séu sterkar á öðrum sviðum virðist oft vanta upp á sjálfs­ traustið þegar það kemur að þessu. „Þetta gengur allt út á útlitsdýrkun og viðurkenningu, að fá sem flest „læk“ og allt þetta. Þær fara í það að þóknast strákunum, láta sig hafa það og sýna lítið mótstöðuafl þegar þeir ganga fram af þeim. Nákvæm­ lega eins og þær eiga að vera í klám­ myndunum. Þetta er banvæn blanda og við þurfum að styrkja bæði kynin en þurfum kannski mismunandi að­ ferðir til þess.“ Ljósbláa klámið í almannarýminu Að sögn hennar standa foreldr­ ar margir ráðalausir gagnvart þess­ um vanda og þurfa á meiri aðstoð að halda. Víða hefur verið brugðið á það ráð að styrkja forvarnarstarf innan skólanna, í Noregi var það til dæmis sett inn í aðgerðaráætl­ un gegn nauðg unum 2012–2014 að styrkja sjálfsmynd ungmenna og kenna þeim að setja sjálfum sér og öðrum mörk. „Þetta er eitthvað sem allur heimurinn er að hugleiða,“ seg­ ir Sigríður. Það er þó ekkert einfalt við þetta. Eins og Sigríður segir er klámið allt í kringum okkur. Auðveldast er að nálgast það á netinu en hér á landi er líka hægt að fá klám í klámbúðum, bókabúðum og í sjónvarpinu. Svo er spurning hvað skal skilgreina sem klám, líkt og Sigríður segir er þetta ljósabláa klám líka í tískutímarit­ um, tónlistarmyndböndum og bók­ menntum. „Allt þetta ljósbláa klám er úti í almannarýminu. Þú getur alveg eins flett tímaritum á borð við Sports Illustrated til að sjá þessar myndir. Þannig að ef við ætlum að loka á allt klámfengið efni þá þurfum við að loka á ansi mikið,“ segir Sigríður og bæt­ ir því við að nú sé sérstök nefnd að skoða skilgreiningar á klámi í hegn­ ingarlögunum og þar sé kannski hægt að vinna betur með ákveðna þætti. Barnaklámið forgangsmál „Við höfum þurft að forgangsraða og höfum fyrst og fremst reynt að vinna gegn barnakláminu. Miðað við þann mannskap og fjármagn sem við höf­ um þá hafa kraftarnir farið í það. Annað hefur verið á hliðarlínunni. Það er ekki þar með sagt að við telj­ um ekki að það þurfi að skoða það betur. En það er alveg ljóst að allir sem eru að pukrast með þetta fara á netið. Við þurfum að vopnast gegn því. Eins og staðan er í dag þá er ekki refsivert að horfa á klám eða eiga það, nema náttúrulega barnaklám, það er refsivert að eiga og horfa á það. Þannig að við erum að skoða það hvort það séu leiðir til að tak­ marka aðgengið. Þetta er náttúru­ lega alþjóðlegt vandamál og vinna sem þarf að fara þvert á landamæri. Það er auðvitað þannig að ef það er hægt að finna eitthvað upp þá er hægt að loka á það líka, en það segja sumir að þetta sé eins og illgresi sem skýtur alls staðar upp rótum. Ef þú plokkar á einum stað þá rýkur það upp á öðrum. Svo segja aðrir að það sé ekki rétta leiðin að banna klám því það myndi bara gera það enn meira spennandi í hugum ungmenna. Það eru góð rök fyrir því. Þannig að ég veit ekki alveg hvað er til ráða.“ n n Sumir sem teknir eru fyrir kynferðisbrot sjá ekkert athugavert við verknaðinn n Greinilegar stælingar á klámmyndböndum Mánudagur 5. nóvember 2012 Algengar birtingarmyndir Allt í kringum ok kur er verið að senda skilaboð um kynhlut- verkin og Sigríður segir að þótt okkur kunni að þykja það saklaust þá hafi það samt se m áður skaðleg áhrif. Af vinsælli klámsíðu Á meðal vinsælustu myndbandanna á vinsælli klámsíðu voru misjöfn myndbönd. Á meðal þess sem mátti sjá var myndband af manni sem gengur inn í herbergi sofandi stúlku og kemur fram vilja sínum, barnalegar stúlkur og í enn öðrum líkam- legu ofbeldi var beitt. Í einu slíku myndbandi sem fékk hvað mest áhorf og fjórar og hálfa stjörnu af fimm var konu misþyrmt hrottalega með öllum mögulegum ráðum þannig að hún var nánast fallin í yfirlið og farin að hágráta. Ögmundur í framboð Ögmundur Jónasson gefur kost á sér í 1. sæti Vinstrihreyfingar­ innar – græns framboðs í Suð­ vesturkjördæmi að því er kem­ ur fram í yfirlýsingu frá honum sem hann sendi frá sér á sunnu­ dag. Ögmundur, sem hefur setið á þingi frá árinu 1995, leggur í yfirlýsingu sinni meðal annars áherslu á jöfnuð – fyrir honum hafi hann alla tíð barist og í jöfnuði felist réttlæti. Jafnaðar­ samfélag sé kröftugra en sam­ félag ójöfnuðar og betur til þess fallið að skapa verðmæti. Ögmundur nefnir einnig að í ráðherratíð sinni hafi verið sett í forgang rannsókn á meintum efnahagsbrotum. Þá leggi hann ríka áherslu á að standa vörð um auðlindir lands og sjávar. „Ég vinn nú að endurskoðun á lögum um eignarhald erlendra aðila á landi en ásælni peninga­ manna í jarðnæði minnir okkur á mikilvægi varðstöðu í þessu efni,“ segir hann í yfirlýsingunni. Steingrímur vill leiða Steingrímur J. Sigfússon hefur tilkynnt um að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjör­ dæmi. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í dag kem­ ur fram að hann hafi tilkynnt formanni kjörstjórnar VG um þátttöku sína í forvali flokksins vegna komandi alþingiskosn­ inga. Steingrímur segir 30 ára reynslu sína af setu á Alþingi geta verið áframhaldandi lóð á vogarskálar baráttunnar fyr­ ir samfélagi jöfnuðar og sjálf­ bærrar þróunar. „Hugur minn stendur til þess að viðhalda í fyrsta lagi þeirri sterku stöðu sem Vinstrihreyf­ ingin – grænt framboð hefur byggt upp, bæði í Norðaustur­ kjördæmi sem og á landsvísu.“ Steingrímur segist vilja leggja árangur ríkisstjórnarinnar í dóm kjósenda. Ölvun og ólæti Mikil ölvun var í miðborg Reykja­ víkur aðfaranótt sunnudags. Töluvert var um áflog og ólæti að sögn lögreglu, en engin alvarleg meiðsl eða líkamsárásir, að því er lögregla taldi. Tíu manns gistu fangageymslur. Einnig þurfti lög­ regla að hafa afskipti af tveimur veitingastöðum þar sem dyra­ verðir höfðu ekki réttindi, að því er fram kemur í tilkynningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.