Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 5. nóvember 2012 Mánudagur Hafðu þvottinn í sér herbergi Það er ekki skynsamlegt að láta blautan þvott hanga til þerris inni í íbúðarrými. Það getur skaðað heilsuna, ef marka má nýlega rannsókn. Vísindamenn benda á að með hækkandi orkukostnaði þá freistist fólk þess að hengja blaut föt til þerris inni hjá sér í stað þess að setja þau í þurrkarann. Það er hins vegar ekki nógu sniðugt og getur valdið myglu og óþarfa rykmyndun í híbýlum sem síðan getur ýtt undir astma, bæði hjá börnum og fullorðnum. Vísindamenn mæla með því að blautur þvottur sé ávallt hengdur upp í sérstöku rými en ekki settur á ofna eða látin hanga til þerris inni í íbúðum. Dáleiðsla gegn þung- lynDi og ástarsorg n Dáleiðsluskóli opnaður n Halla himintungl ætlar að verða kennari É g fór á fyrsta námskeiðið sem var haldið hér á landi í maí árið 2011 og kláraði það með pompi og prakt og hefur geng­ ið mjög vel allar götur síðan,“ segir Halla himintungl, dáleiðslutækn­ ir og heilari. Hún lauk á síðasta ári diplómanámi í dáleiðslu­ tækni á vegum dáleiðslukennar­ ans John Sellars. Hann rekur The International School of Clinical Hypnosis sem hefur höfuðstöðv­ ar í Bretlandi en býður upp á nám­ skeið um víða veröld. Skólinn opnaði útibú hér á landi þann 1. nóvember síðastliðinn á Hótel Sögu, en nemendur víðs vegar að úr heiminum munu sækja nám­ skeiðin. Fjölmargir nemendur við skól­ ann verða þó íslenskir og stefnt er að því að fyrsti árgangurinn af dáleiðslukennurum útskrifist árið 2014. Halla vonast til að verða í þeim hópi. Dáleiðslan nýtist á margan hátt Það er John Sellars sem stýrir skól­ anum ásamt Alexis Main. Þau hafa sérhæft sig í ólíkum sviðum dáleiðslutækninnar og eru líka með einkastofur þar sem þau sinna sínum skjólstæðingum í Skotlandi og Englandi. Halla segir John hafa áratuga reynslu af dáleiðslu. Hann er verkfræðingur að mennt en heillaðist af dáleiðslutækni fyr­ ir um þrjátíu árum. Fór hann í kjölfarið í þjálfun og hefur starf­ að sem dáleiðslukennari síðan og rekið eigin dáleiðsluskóla frá 2002. „Hann hefur náð stórkost­ legum árangri í sjálfsdáleiðslu. Til dæmis þegar hann fer til tann­ læknis þá deyfir hann sig sjálfur með dáleiðslutækni og sleppir al­ veg tanndeyfilyfi,“ segir Halla. Þá hefur hann þróað með sér tækni til að aðstoða fólk sem glímir við þunglyndi. Alexis hefur hins vegar sérhæft sig í að vinna með kvíða, áföll og fælni. Halla segir að hægt sé að nýta dáleiðsluna á óteljandi vegu. Hún geti til að mynda nýst konum við fæðingu í staðinn fyrir mænu­ deyfingu. Þá geti dáleiðsla einnig kom­ ið í staðinn fyrir magaminnkunar­ aðgerðir á borð við þær sem notað­ ar eru sem neyðarúrræði fyrir fólk sem glímir við alvarlegan offitu­ vanda. „Með aðstoð dáleiðslu get­ ur þú lært að strekkja magabandið í hæfilega mikla og örugga teygju sem hjálpar líkamanum til að að­ laga sig að minni fæðuinntöku ásamt því að gera meðvitaðar og hollar neyslubreytingar. Þú ákveð­ ur að taka við stjórn á lystaukanum í þessari meðferð,“ útskýrir Halla Hjálpar fólki í ástarsorg Halla segir að allir geti lært dáleiðslutækni. Fólk þurfi hvorki að vera neitt sérstaklega næmt né hafa bakgrunn í geðlækningum eða sálfræði, þó að það sé vissu­ lega jákvæður kostur. „Það geta allir gert þetta en auðvitað er lykillinn að árangurs­ ríkri dáleiðslutækni góð mann­ leg samskipti, að fylgja siðfræði­ reglum í hvívetna og gæta þess að sýna fullan trúnað við skjól­ stæðinga. Þetta er ákveðin tækni og þú lærir mismunandi aðferðir. Þetta er svipað og að læra á bíl, þú þarft að læra akstursreglur fyrst og kynnast því hvernig bíllinn gengur og þá getur þú farið að keyra inn í þína „lífsleið“, prófað að breyta út af vananum og aka ótroðnar slóðir sem geta mögulega fært þér meiri almenna vellíðan og upphaf að nýjum og betri lífsgangi.“ Sjálf hefur Halla nú stundað tæknina í rúmt eitt og hálft ár, en hún er með stofu á Andlega setr­ inu á Suðurlandsbraut. Hún vinn­ ur mikið með fólki sem þjáist af prófkvíða og fælni, og fólk sem vill léttast og að komast yfir höfn­ un. „Það er ekki gaman að vera í ástarsorg og fólk vill trúa því að það verði ástfangið aftur. Það er afar mikilvægt að vinna með það. Vinna með hjartað sitt.“ Halla segist alltaf gæta þess að vera heiðarleg með tilliti til þess hvað hún treysti sér í og hvað ekki. „Það á til dæmis ekki vel við mig að eiga við fólk sem er að glíma við fíkniefnavanda. Ég er bara ekki þar. Svo kom til mín einstaklingur um daginn sem hafði stamað dag­ lega frá barnæsku og ég viður­ kenndi það góðfúslega fyrir hon­ um að ég hefði aldrei unnið með það áður en væri til í að gera til­ raun með honum.“ Halla segir það hafa gengið framar vonum. Nú þegar tveir mánuðir eru liðnir síðan hún tók umræddan einstak­ ling í 90 mínútna tíma hefur hann einungis stamað tvisvar og við­ komandi er í skýjunum yfir ár­ angrinum. Má líkja við djúpslökun En hvað er það sem gerist með dáleiðslunni? „Þú blandar ákveðn­ um aðferðum saman. Sumar af þeim snúa að því að fara aftur í tímann til ákveðins tímabils þar sem viss upplifun átti sér stað. Mögulega hefur orðið áfall hjá við­ komandi í fortíðinni sem kallar fram, vanlíðan, fælni, kvíða, stam eða eitthvað annað, það er allur gangur á því,“ útskýrir Halla. Hún segir að viðkomandi verði að líða vel í dáleiðslunni til að meðferðin skili árangri. „Þessu má líkja við að vera í djúpslökun. Hugur þinn er glaðvakandi. Þetta er ekki sama upplifun og þegar þú sefur. Þú munt ekki vakna úr dáleiðslu minnislaus eftir meðferðina en halda að þú hafir fengið lækningu. Þetta er ekki þannig. Þú ert með fulla meðvit­ und en ert að vinna djúpa og vand­ aða sjálfsvinnu í undirmeðvitund þinni.“ Halla segir viðkomandi alltaf stjórna vinnunni í tímanum sjálfur, hún, sem dáleiðslutæknir, sé einungis til aðstoðar. solrun@dv.is „Það er ekki gaman að vera í ástarsorg og fólk vill trúa því að það verði ástfangið aftur. Það er afar mik- ilvægt að vinna með það. Vinna með hjartað sitt. Dáleiðir Halla lauk diplómanámi í dáleiðslu- tækni í fyrra og stefnir á ljúka kennaranámi í sömu fræðum árið 2014. Heimasíða The International School of Clinical Hypnosis: tisoch.com Snyrtivörur geta valdið tíðahvörfum Ný rannsókn vísindamanna við Washington University í St. Luis hefur leitt í ljós að ákveðin efni sem finnast í snyrtivörum, plasti og húsbúnaðarhreinsi, geta valdið tíðahvörfum hjá konum fyrir aldur fram. Fylgst var með tíðahring yfir 5.000 kvenna og leiddu niður­ stöður rannsóknarinnar glögg­ lega í ljós að áhrif efna sem kon­ urnar komust í snertingu við voru mikil. Linda Giudice, sem fór fyrir rannsókninni, sagði að mörg efni sem rugluðu innkirtlastarf­ semina væri að finna í okkar nánasta umhverfi og að við viss­ um í raun enn ekki hvaða áhrif þau hefðu á heilsu fólks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.