Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 20
N ýr þjálfari íslenska karla- landsliðsins í handknattleik, Aron Kristjánsson, byrjar ald- eilis vel í starfi. Íslenska liðið lagði á sunnudag landslið Rúmeníu á útivelli 37–30. Liðið hefur því sigrað í báðum sínum fyrstu leikjum í sjötta riðli undankeppni Evrópumótsins í handknattleik og er efst í þeim riðli. Rúmenar reyndu sitt besta til að setja íslensku strákana út af laginu og fór leikurinn fram í fjallaþorpi langt frá næstu borg. Þurfti lands- liðið íslenska þess vegna að kúldrast í rútu í einar fimm klukkustundir til að komast á áfangastað og það vita þeir sem það hafa prófað að getur sannarlega tekið á. Þess varð þó ekki vart í leiknum sem var lengstum jafn og nokkuð spennandi og hvorugt liðanna líklegt til að ná undirtökunum. Rúmenar leiddu þó lengst af í fyrri hálfleik en í þegar liðin gengu til búningsher- bergja var staðan 19–18 Íslandi í vil. Jafnvægi hélst í leiknum langt fram eftir síðari hálfleik þegar íslensku strákarnir kveiktu loks á rakettun- um. Síðustu tíu mínúturnar var að- eins eitt lið á vellinum að heita og það var Ísland. Á þeim kafla náði liðið sjö marka forskoti á Rúmena og hélst sá munur fram í leikslok. Eftir tvo leiki er Ísland efst með fullt hús stiga en Slóvenía er í öðru sæti með þrjú stig en Slóvenar gerðu 32–32 jafntefli við landslið Hvít-Rússa á sama tíma. Rúmenar verma svo neðsta sætið og eru án stiga. Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði 11 mörk, annan leikinn í röð, en Ásgeir Örn Hallgrímsson fór einnig á kostum og skoraði átta mörk úr níu skotum. Aron Rafn Eðvaldsson stóð allan tímann vaktina í markinu og varði 19 skot. albert@dv.is 20 Sport 5. nóvember 2012 Mánudagur Tæpar 250 milljónir í vasa Poulter n Bretinn Ian Poulter sigraði á HSBC-World Golf-meistaramótinu í golfi U m tíma þegar langt var liðið á fjórða og síðasta hringinn á HSBC-World Golf-meist- aramótinu í golfi áttu ein- ir sex til átta kylfingar raunhæfa möguleika á að sigra á mótinu. En sá sem hélt sinni mestu still- ingu, maður sem aldrei hefur ver- ið þekktur fyrir sérstaka stillingu, Bretinn Ian Poulter stóð uppi sem sigurvegari að lokum. Þar með vann Poulter sitt fyrsta mót á árinu ef frá er talinn Ryder- bikarinn og í annað skiptið sem hann hefur sigur á þessu ákveðna móti. Mótið verður einmitt hluti af PGA-mótaröðinni frá og með næsta ári. Sigurinn var þó aldrei örugg- ur því fast á hæla Poulter voru þeir Ernie Els, Lee Westwood, Phil Mickelson, Louis Oosthuizen, Adam Scott, Jason Dufner og Scott Piercy. Sérstaklega reyndist Mickelson heitur á lokametrun- um en það dugði ekki til og Poult- er sigraði með tveggja högga mun. Sigurinn færði Poulter 250 milljónir króna í vasann en hann hefur nú sigrað á einu eða fleiri mótum öll árin sem hann hefur leikið sem atvinnumaður ef frá er skilið eitt einasta ár. albert@dv.is Rúmenar engin fyrirstaða n Ísland í efsta sæti riðilsins að loknum tveimur leikjum Fer vel af stað Aron Kristjánsson byrjar sérdeilis vel með íslenska lands- liðið í handknattleik. n Fyrstu liðin geta tryggt sig áfram úr riðlakeppninni n Síðasti möguleiki margra F jórða umferðin í Meistaradeild Evrópu hefst á morgun, þriðju- dag, en það er þá sem fer að greina milli þeirra sem raun- verulega möguleika eiga og hinna sem eru með upp á gamanið, ef svo má segja. Aðeins fjögur félagslið eru með hundrað prósent vinningshlutfall eft- ir þrjá leiki en það eru Barcelona og Malaga frá Spáni, Manchester United frá Englandi og Porto frá Portúgal. Þau eru öll trygg áfram í sextán liða úrslit bæti þau einum sigri við töl- fræðina. Nú eða aldrei Öllu fleiri félagslið eru þó að missa af lestinni og munu sannarlega gera það náist ekki sigur í leikjum fjórðu umferðar. Það gildir til dæmis um þau tvö félagslið sem enn eru al- veg án stiga í riðlakeppninni á þessu stigi en það eru Dinamo Zagreb í A- riðli og franska liðið Lille í F-riðli. Hið fyrrnefnda er vart talið líklegt til af- reka gegn PSG í París. Þau eru þó alls ekki ein um að vera í vondum málum. Ensku meistararnir í Manchester City eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni nái liðið ekki þremur stigum í heimaleik sínum gegn Ajax á morgun. Englendingarn- ir hafa aðeins eitt einasta stig eftir þrjá leiki og töpuðu einmitt síðasta leik sínum gegn Ajax 3–1. Er reyndar frá- leitt víst að sigur dugi Manchester úr því sem komið er því á toppi þeirra riðils eru Dortmund og Real Madrid sem ekki gefa stig neitt að gamni sínu. Annað franskt lið sem þarf sigur er Montpellier sem valdið hefur tölu- verðum vonbrigðum í vetur. Frakk- arnir sitja neðstir í B-riðli með eitt stig eins og Anderlecht gerir í C-riðli og hið danska Nordsjælland í E-riðli. Sömu sögu er að segja um Benfica og Galatasaray. Lumar Wenger á ás í ermi? Þrír leikir gætu sérstaklega orðið æði skemmtilegir á miðvikudagskvöldið. Það er auðvitað viðureign City og Ajax, og átök verða klárlega milli stór- liðanna Dortmund og Real Madrid. En stóra spurningin er hvort Arsene Wenger, stjóri Arsenal, geti brýnt sína menn til dáða á útivelli gegn Schalke. Gengi Arsenal heima fyrir er í lakari kantinum miðað við fyrri ár og liðið tapaði 0–2 á heimavelli gegn Schalke í síðasta leik sínum í Meistaradeildinni. Úrslit þess leiks munu líklega ráða því hvort þessara liða fer upp úr B-riðli sem sigurvegari og mætir því lakari andstæðingi í sextán liða úrslitum. Heldur Malaga út gegn AC Milan? Að öðrum ólöstuðum er spútniklið Meistaradeildarinnar hingað til vafa- lítið hið spænska Malaga sem hefur unnið alla sína leiki hingað til og það án þess að fá á sig eitt einasta mark. Töluverð hætta er á að þessi fíni gangur hjá liðinu sé úti en framundan er úti- leikur gegn AC Milan sem er sterkasti andstæðingur liðsins í C-riðli. Malaga dugir eitt stig til að tryggja sig áfram en AC Milan er í baráttu um annað sætið við Zenit Pétursborg og það yrði óvænt ef Ítalarnir klára það ekki. n Úrslitastund í Meistaradeildinni Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Ríkur Ian Poulter skortir ekki fé. Leikir þriðjudag: Dinamo Kiev - Porto PSG - Dinamo Zagreb Schalke - Arsenal Olympiakos - Montpellier Anderlecht - Zenit AC Milano - Malaga Manchester City - Ajax Real Madrid - Borussia Dortmund Nagar neglurnar Arsene Wenger og liðsmenn hans eru komnir upp að vegg. Úrslit Enski boltinn Liverpool - Newcastle 1–1 0–1 Y. Cabaye (44.), 1–1 L. Suarez (67.) QPR - Reading 1–1 0–1 Gorkss (16.), 1–1 Cisse (66.) Man Utd - Arsenal 2–1 1–0 Persie (4.) , 2–0 Evra (67.), 2–1 Cazorla (90.) Chelsea - Man Utd 2–3 0–1 Luiz sjm. (4.), 0–2 Persie (12.), 1–2 Mata (44.), 2–2 Ramirez (53.), 2–3 Hernandez (75.) Fulham - Everton 2–2 1–0 Howard sjm. (7.), 1–1 Fellaini (55.), 1–2 Fellaini (72.), 2–2 Sidwell (90.) Norwich - Stoke 1–0 1–0 Johnson (44.) Sunderland - Aston Villa 0–1 0–1 Agbonlahor (57.) Swansea - Chelsea 1–1 0–1 Moses (61.), 1–1 Pablo (88.) Tottenham - Wigan 0–1 0–1 Watson (56.) West Ham - Man City 0–0 Staðan 1 Man.Utd. 10 8 0 2 26:14 24 2 Chelsea 10 7 2 1 22:10 23 3 Man.City 10 6 4 0 18:9 22 4 Everton 10 4 5 1 19:13 17 5 Tottenham 10 5 2 3 17:14 17 6 Arsenal 10 4 3 3 15:8 15 7 Fulham 10 4 3 3 21:16 15 8 West Ham 10 4 3 3 13:11 15 9 WBA 9 4 2 3 13:11 14 10 Newcastle 10 3 5 2 12:14 14 11 Swansea 10 3 3 4 15:14 12 12 Liverpool 10 2 5 3 13:15 11 13 Wigan 10 3 2 5 11:16 11 14 Norwich 10 2 4 4 8:18 10 15 Stoke 10 1 6 3 8:10 9 16 Sunderland 9 1 6 2 6:9 9 17 Aston Villa 10 2 3 5 8:14 9 18 Reading 9 0 5 4 12:18 5 19 QPR 10 0 4 6 8:19 4 20 Southampton 9 1 1 7 14:26 4 Spænski boltinn Real Sociedad - Espanyol 0–1 0–1 Colotto (77.) Malaga - Rayo 1–2 0–1 Piti (11.), 1–1 Demichelis (49.), 1–2 Piti (60.) Barcelona - Celta 3–1 1–0 Adriano (21.), 1–1 Bermejo (24.), 2–1 Villa (26.), 3–1 Alba (60.) Real Madrid - Zaragoza 4–0 1–0 Higuain (22.), 2–0 Di Maria (24.), 3–0 Essien (88.), 4–0 Modric (90.) Valencia - Atlético 2–0 1–0 Soldado (20.), 2–0 Valdez (95.) Deportivo - Mallorca 1–0 1–0 Gama (30.) Staðan 1 Barcelona 10 9 1 0 32:12 28 2 Atl.Madrid 9 8 1 0 22:9 25 3 Real Madrid 10 6 2 2 25:7 20 4 Málaga 10 5 3 2 14:7 18 5 Real Betis 9 5 1 3 13:13 16 6 Levante 9 5 1 3 12:14 16 7 R.Valladolid 10 4 2 4 15:11 14 8 Sevilla 9 4 2 3 12:11 14 9 Getafe 9 4 1 4 10:12 13 10 Rayo Vallecano 10 4 1 5 13:23 13 11 R.Zaragoza 10 4 0 6 9:15 12 12 Valencia 9 3 2 4 11:12 11 13 Mallorca 10 3 2 5 10:15 11 14 Celta 10 3 1 6 11:14 10 15 R.Sociedad 10 3 1 6 10:15 10 16 Dep. La Coruna 10 2 4 4 15:20 10 17 Espanyol 10 2 3 5 12:15 9 18 Ath.Bilbao 9 2 2 5 12:19 8 19 Granada 9 2 2 5 8:15 8 20 Osasuna 10 1 2 7 8:15 5 Nýtt met hjá Barcelona Hann byrjar vel nýi þjálf- arinn hjá Barcelona. Tito Vilanova setti um helgina sitt fyrsta met en með sigri í leik gegn Celta er Barcelona með 28 stig í deildinni eftir tíu umferðir. Aldrei hefur lið Barcelona hafið leiktíðina með svo góðum árangri áður og þarf reyndar að leita aftur til ársins 1998 þegar van Gaal stjórnaði liðinu til að finna viðlíka árangur. Munurinn á leik liðsins nú og fyrir ári er líka áberandi enda liðið nú með breiðari hóp og ekki síst annan markahrók í David Villa ef Leo Messi skyldi nú eiga slæman dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.