Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 23
Fólk 23Mánudagur 5. nóvember 2012 Engin dramadrottning n Lára Rúnarsdóttir spilar með fjölskyldunni É g viðurkenni alveg að ég var svolítið stressuð. Það er alltaf spennandi að sjá hvernig fólk tekur nýju efni og hvernig hljómsveitinni geng­ ur að koma því frá sér. En sem betur fer er þetta rosalega gott band þar sem all­ ir eru með sitt á hreinu, segir tónlistar­ konan Lára Rúnarsdóttir sem tók virkan þátt á Airwaves­tónlistarhátíðinni þar sem hún frumflutti efni nýju plötunnar sinnar, Moment, sem kom út á dögun­ um. Á plötunni sýnir Lára á sér myrkari og jafnvel djarfari hliðar. „Platan er melódísk en dekkri en hinar og hljóð­ heimurinn sömuleiðis. Ég hef alltaf ver­ ið svolítið myrk en síðan ég gaf út síð­ ustu plötu hef ég verið að vinna í sjálfri mér og kryfja þessa dökku hlið og leyfa henni að vera til. Ég er hætt að forðast að vera svona dramatísk eins og ég er,“ segir hún en bætir við að hún sé samt engin dramadrottning. „Alls ekki. Ég er bara tilfinningarík. Ég er ekkert að skella hurðum og öskra á manninn minn. Dramatíkin brýst eingöngu fram í tón­ listinni. Mér finnst ég vera búin að finna mig í tónlistinni. Ég er að gera þetta frá hjartanu og meina hvert orð. Ég er ekk­ ert að kasta til hendinni, þetta er allt út­ hugsað.“ Í hljómsveitinni sem spilar með Láru er bæði að finna manninn henn­ ar, Arnar Þór, og systur hennar, Margréti sem og kærasta systur hennar, Birki Rafn. Margrét og Birkir mynda auk þess saman sveitina Foreign Mona. „Systir mín syngur bakraddir hjá mér og mað­ urinn hennar spilar á gítar. Þau kynnt­ ust í gegnum bandið og eru nú að gera plötu saman. Maðurinn minn spilar svo á trommur og gamall fjölskylduvinur á bassa. Mér finnst ótrúlega gott að hafa þetta svona innan fjölskyldunnar. Þetta er endalaus virðing, ást og vinátta sem er svo ótrúlega mikils virði. Sumir halda að svona tengsl séu ávísun á drama en það er alls ekki þannig. Þetta verður bara allt miklu þægilegra,“ segir Lára en viðurkennir aðspurð að samband þeirra systra hafi ekki alltaf verið svo gott. „Hún er fimm árum yngri en ég en við höfum samt aldrei rifist og sambandið verð­ ur alltaf betra og betra á milli okkar. Við erum líka svo hrikalega líkar og eigum sömu áhugamál. Við skiljum hvor aðra; erum líkir karakterar.“ n n Danshópurinn Rebel ætlar sér að ná enn lengra í Dans dans dans en í fyrra Á kveðni okkar og vilji varð til þess að við settum okkur í samband við rétta fólkið. Við erum mjög dugleg að koma okkur á framfæri og hafa sam­ band við réttu aðilana. Þetta var alveg hrikalega gaman. Höllin var troðfull og sveitt og skemmtileg stemming, segir Olga Unnars dóttir dansari um þá lífsreynslu að hafa hitað upp fyrir rapparann Busta Rhymes. Olga og danshópurinn hennar, Rebel, taka þátt í dansþættinum Dans dans dans. Hópurinn keppti líka í fyrra og komst í úrslit. „Við erum staðráðin í að gera betur í ár,“ segir Olga en Rebel samanstendur af sex dönsurum á aldrinum 21 til 25 ára. Olga segir nýja atriðið meira í ætt við nútímadans. „Andrúms­ loftið er líka dularfyllra. Spennan er öðruvísi. Við viljum hafa skýrari sögu sem hittir betur í hjartastað hjá því fólki sem horfir á RÚV. Við erum náttúrulega reynslunni ríkari frá því í fyrra og notum þá reynslu til að komast enn lengra. Helga Ásta semur aðallega fyrir hópinn í ár en það er líka mikil samvinna í hópnum við að fá mynd á endan­ lega útkomu.“ Hún segir samkeppnina í ár mjög harða. „Hópurinn er rosalega sterkur í ár og ennþá sterkari en í fyrra. Það er fjöldi flottra einstak­ linga en við höfum smá sérstöðu því við erum blandaður hópur af stelpum og strákum. En þetta verð­ ur hörð samkeppni.“ Olga segir samstarf innan Rebel ganga vel enda séu meðlimir hóps­ ins vinir utan dansins. „Við erum öll bestu vinir og eigum vel saman þótt við komum úr ólíkum áttum. Við erum bara eins og fjölskylda enda saman upp á hvern einasta dag. Við skemmtum okkur saman og pössum að halda léttleikanum innan hópsins. Þetta er ekki bara vinna.“ Aðspurð segir hún sigur í keppn­ inni myndi breyta miklu fyrir hóp­ inn. „Það er ekkert grín að vera dansflokkur á Íslandi. Verðlauna­ féð myndi styrkja okkur. Þá gætum við sett fjármagn í að gera enn flottari atriði. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að skemmta og koma fram. Við erum með háleit markmið og langar að fara utan og sýna þar. Ef okkur gengur vel í Dans dans dans ætlar hópurinn til Los Angeles og taka þátt í dansfesti­ vali þar sem bestu danshöfundar og dansarar taka þátt. Það er okkar markmið, að fara út og sýna okkar sérstöðu. Dansheimurinn er svo stór í Los Angeles.“ n indiana@dv.is Samkeppnin enn harðari Tilfinningarík Lára segist búa til tónlist frá hjartanu og meina hvert orð. Rebel Hópurinn hitaði upp fyrir rapparann Busta Rhymes þegar hann heimsótti landið. Olga Olgu og félaga í Rebel langar að reyna fyrir sér í Los Angeles. Mynd PRessPHOtOz Stormur kom í stormi Orri Páll Dýrason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sigur Rósar og Lukka Sigurðardóttir eiginkona hans eignuðust sitt annað barn saman á föstudaginn en fyrir á Orri eitt barn. Drengurinn hafði látið bíða eftir sér en settur komudagur hans í heim­ inn var síðastliðinn mánudag. Lík­ lega hefur drengurinn sem hafði þremur mánuðum fyrir fæðingu sína hlotið nafnið Jón Stormur, verið að bíða eftir storminum sem geisaði um allt land á fæðingardegi hans. Orri gerði sér svo lítið fyrir og spil­ aði fyrir troðfullri Laugardalshöll á sunnudaginn en það var endapunkt­ ur vel heppnaðrar Iceland Airwaves­ hátíðar. Hljómsveitin hefur ekki spil­ að á hátíðinni í ellefu ár og því var mikil spenna fyrir tónleikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.