Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 22
Vinnur í nettó og skrifar fantasíur 22 Menning 5. nóvember 2012 Mánudagur Þuríður Rós í Hafnarborg n Kannar mörk listar og hönnunar L augardaginn 3. nóvember kl. 15 var opnuð sýning Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur, Hinumegin, í Sverrissal Hafnarborgar. Á sýn- ingunni eru verk sem bera með sér ljóðræna nálgun við hversdagslegan efnivið og sýnir hún vel þann gald- ur sem falist getur í vel hugsuðum innsetningum. Þuríður sýnir meðal annars skúlptúra úr plastefnum sem minna á gasblöðrur auk verka sem hún vinnur meðal annars úr fundn- um hlutum og gleri. Efniskennd og ná- kvæmar staðsetningar mynda heild þar sem speglanir og endurtekningar eru áberandi um leið og listakonan veltir fyrir sér mörkunum á milli listar og hönnunar. Þuríður Rós stundaði nám við textíldeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands 1995–97. Hún hélt síðan til Bretlands og lauk BA-prófi í fata- hönnun frá Central Saint Martins- listaháskólanum í London. Hún hefur starfað sem fatahönnuður bæði á alþjóðavettvangi og hér heima og er meðal annars hluti hönnunarteymis- ins Víkur Prjónsdóttur. Árið 2008 lauk Þuríður MFA-gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York þar sem hún býr og starfar að myndlist og hönnun. Á undanförnum árum hefur hún sýnt verk sín á sýningum þar í borg við góðar undirtektir. Þetta er fyrsta einkasýning Þuríðar hér á landi. Fyrsta einkasýning Þuríðar Þuríður (f. miðju) starfaði sem fatahönnuður lengi vel og er hluti hönnunarteymisins Víkur Prjónsdóttur. Hún hefur helgað sig myndlist hin síðari ár. Mynd: norræni tísKutvíæringurinn Nýr fram- kvæmdastjóri Listahátíðar Auður Rán Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Hún hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá Höfuðborgar- stofu þar sem hún stýrði viðburð- um á borð við Menningarnótt og Vetrarhátíð. Hún var hvatamaður að umsókn borgarinnar um tit- ilinn Bókmenntaborg UNESCO og var annar tveggja stjórnenda verkefnisins hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur. Auður Rán tekur við starfi fram- kvæmdastjóra Listahátíðar af Guðrúnu Norðfjörð. Friður Tolla Í Smiðjunni Listhúsi stendur nú yfir sýning á verkum Tolla Morthens sem ber yfirskriftina Friður. Í tilkynningu segir að verk- in á sýningunni séu ný olíumál- verk sem bera með sér óð til friðar og fegurðar þar sem landslagið og birtan leikur aðalhlutverkið. Tolli, sem er mörgum kunnugur og hef- ur sýnt verk sín víða um heim, fagnar um þessar mundir 30 ára sýningarafmæli sínu. Í lok nóvem- ber mun hann svo opna sýningu í sendiráði Íslands í London. Magni með nýja plötu Magni sendir um þessar mundir frá sér sína aðra sólóplötu: Í hug- anum heim. Tvö laga plötunnar, Heim og Augnablik, hafa notið velgengni á útvarpsstöðvum síð- ustu mánuði en platan inniheld- ur tíu ný lög auk þess sem lagið Hugarró sem Magni söng í unda- keppni Eurovision síðasta vor fær að fljóta með. Magni vann og samdi plötuna að mestu í samstarfi við Vigni Snæ Vigfús- son upptökustjóra en auk þeirra lögðu Ásgrímur Ingi Arngríms- son, Rúnar Þór Þórarinsson og Sævar Sigurgeirsson sín höf- undarverk á vogarskálarnar. n Elí Freysson er með Asperger-heilkenni og heillast af bókum E lí Freysson er þrítugur Akur- eyringur sem hefur klárað handrit að fjórum skáldsög- um og er byrjaður á sinni fimmtu. Í fyrra gaf hann út bók- ina Meistari hinna blindu og í ár gefur hann út sjálfstætt framhald, Ógnarmána. Með Asperger-heilkenni Elí vinnur í Nettó við vöruáfyll- ingar. Hann er með Asperger-heil- kenni og hefur síðan í barnæsku haft áhuga á bókmenntum. „Ég las mikið sem barn og unglingur, þegar ég átti fremur erfitt, þá las ég enn meira, ætli ég hafi ekki leitað á náðir bókarinnar,“ segir Elí. „Ég vinn í Nettó, vinn þar við að fylla á vörur. Þegar ég er heima, þá les ég og skrifa. Ég er ekki félags- lyndur og ætli ég hafi ekki meiri tíma til þess að sinna áhugamál- um mínum en margir aðrir.“ skrifaði bókina fyrst á ensku Elí skrifaði bók sína fyrst á ensku og reyndi að koma henni á markað erlendis. „Það var miklu erfiðara en ég hélt, svo ég snaraði henni yfir á íslensku. Ég hef svo endurskrifað hana mjög oft.“ Spurður hvort hann haldi að heilkennið gefi honum kraft í skriftirnar, segist hann ekki vita það. „Mér er stundum sagt það, en ég veit það ekki sjálfur. Ég þekki það ekki að vera öðruvísi. Ég þekki það bara að vera ég.“ n „Ég þekki það ekki að vera öðruvísi. Ógnarmáni Sjálfstætt framhald Meistara hinna blindu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.