Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 15
Mér leið
ágætlega
Við erum enn
mjög góðir vinir
Vilborg Arna Gissurardóttir suðurpólfari æfði sig í að vera ein. – DVÁsdís Olsen og Karl Ágúst eru ennþá góðir vinir. – DV
Ekki alveg ein í heiminum
Spurningin
„Já, það er ég svo sannarlega og
búinn að vera það í sjö ár núna.“
Kári Hafsteinsson
22 ára starfsmaður í Herralagernum
„Ég er það svo sannarlega, af
skúbakafara á Balí.“
Hanna Jones
20 ára nemi
„Nei, bara af tónlist.“
Franz Friedrich
27 ára leikari
„Nei, það er ég ekki.“
Pernilla Loftberg
27 ára tískublaðamaður frá London
„Já, ég er ástfangin.“
Effie Reeve
26 ára tískublaðamaður
Ert þú
ástfangin/n?
1 „Graðar stelpur eru ekki samþykktar“ Signý Sigurðardóttir
hefur þungar áhyggjur af viðhorfum
ungs fólks til kynjanna.
2 „Þetta var bara gjaldeyris-brask“ Bóas Ragnar Bóasson segist
ekki hafa stundað fasteignaviðskipti
með Guðmundi Erni Jóhannssyni,
fyrrverandi framkvæmdastjóra Lands-
bjargar, heldur gjaldeyrisbrask.
3 Öldurnar brotnuðu á togar-anum Sigurjón Veigar Þórðarson,
vélstjóri á Hrafni GK, sendi DV magnað
myndband úr fárviðrinu sem gekk yfir
landið á dögunum.
4 Houellebecq þótti typpin ljót Franski rithöfundurinn Michel
Houellebecq kom til Íslands á dögunum
til að kynna nýja bók sína og heimsótti
Hið íslenzka reðrasafn á meðan hann
dvöl hans stóð.
5 Gert upp á milli vildarvina Lastið fær Stöð 2 fyrir að bjóða svoköll-
uðum „vildarvinum“ sem búsettir eru
í dreifbýli ekki sömu þjónustu og þeim
sem búa í þéttbýli.
6 Ungur maður slasaðist alvar-lega Ungur maður slasaðist alvarlega
í bílveltu milli Hellu og Hvolsvallar.
7 Íslenska útrásin til Grænlands hafin Grænlensk-íslenska viðskipta-
ráðið var stofnað í Nuuk á mánudaginn
í síðustu viku.
Mest lesið á DV.is
Endurtekið ofbeldi LÍÚ
E
inn ganginn enn ætlar LÍÚ að
beita ofbeldi til að ná fram sínum
skoðunum. Nú vilja þeir að sjó-
menn borgi veiðileyfagjaldið sem
lagt hefur verið á útgerðir. Það er hótað
að setja verkbann á þá verði þeir ekki
við kröfunni.
Íslenska þjóðin er almennt búin að
fá nóg af þessari hrokafullu framkomu
útgerðarmanna og ótrúlegt hvað
stjórnvöld láta þessa menn komast
upp með. Flestir þingmenn hopa um
leið og þessir kappar byrsta sig.
Eðlilegt væri núna að þingið gerði
útgerðarmönnum grein fyrir því að ef
þeir fara í einhverjar ofbeldisaðgerðir
verði reglum og lögum breytt þannig
að sjómenn geti bara fengið sér eigin
skip og sótt fiskinn án núverandi út-
gerðarmanna.
En ólíklegt er að þingmenn ámálgi
slíkar aðgerðir vegna þrælsótta við
samtök útgerðarmanna. Kjarkleysi er
svo almennt á þingi að enginn mun
hreyfa fingur til að andæfa.
Þingmenn átta sig ekki lengur á að
fólk kýs kjark, í prófkjörum sem öðrum
kosningum. Vandinn nú er hve lítið
framboð er af fólki með kjark.
V
ið Íslendingar erum ekki einir
um að huga að stjórnlagaum-
bótum í kjölfar fjármálakrís-
unnar, til að mynda hafa Írar
og Lúxemborgarar hafið slíkt starf
auk vaxandi viðleitni í Belgíu svo
dæmi sé tekið.
Írska ríkisstjórnin sem tók við
valdataumunum í fyrra ákvað að
kalla saman sérstakt stjórnlaga-
þing, sem Írar nefna Constitutional
Convention. Stjórnlagaþingið sam-
anstendur af hundrað meðlimum;
þriðjungur er þingmenn á Írska
þinginu en tveir þriðju eru slembi val
úr hópi almennra borgara. Þeim til
aðstoðar er svo her sérfræðinga.
Hópurinn mun hittast yfir átta
helgar og ræða fyrirfram gefin af-
mörkuð málefni sem heitast brenna
á þjóðinni hvað varðar breytingar
á stjórnarskránni frá 1937, meðal
annars æði furðuleg ákvæði eins og
bann við guðlasti og þar sem fjallað
er um stöðu kvenna á heimilinu auk
viðameiri mála á borð við kosninga-
kerfið.
Skipulag írska stjórnlagaþingsins
er töluvert frábrugðið því íslenska og
verkefnið mun þrengra en Írar hafa
eigi að síður mikinn áhuga á að læra
af íslenska stjórnlagaráðinu.
Ég er í þeim tilgangi staddur í
Dyflinni á ráðstefnu sem helstu há-
skólar landsins halda í aðdraganda
starfsins á Írlandi. Hér eru staddir
margir helstu fræðimenn veraldar-
innar á sviði lýðræðisumbóta.
Óhætt er að fullyrða að áhuginn á
starfi okkar heima sé mikill. Margir
hér telja íslenska ferilinn í stjórnlaga-
vinnunni vera merkilegan og í raun
frumlegt framlag til lýðræðisumbóta
sem að hluta til mætti yfirfæra og
aðlaga víðar. Lærdómurinn er nú
þegar farinn að liðast um fáeina af-
kima veraldarinnar. Þetta er ákaflega
áhugaverð umræða sem afar gaman
er að taka þátt í. Mér hefur þó reynst
svolítið örðugt að gera nægjanlega
glögga grein fyrir þeim persónu- og
skotgrafarpólitísku undirmálum sem
viðgangast á Íslandi, í þessu máli líkt
og öðrum.
Allir á vakt Útköllin sem björgunarsveitar-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sinntu um helgina hlaupa á hundruðum, í það minnsta. Þessi mynd var tekin í miðborginni á
föstudaginn og eins og sjá má var nóg um að vera í ofsaveðrinu. Mynd Sigtryggur AriMyndin
Umræða 15Mánudagur 5. nóvember 2012
Þetta var ekkert
vandræðalegt
Helena Björk Þrastardóttir hitti kærastann sinn í fyrsta skiptið um helgina. – DV
„Óhætt er að
fullyrða að
áhuginn á starfi okk-
ar heima sé mikill.
Af blogginu
Eiríkur
Bergmann
Af blogginu
Guðmundur
Sigurðsson
„Kjarkleysi er svo al-
mennt á þingi að
enginn mun hreyfa fingur
til að andæfa.