Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn L andssamband íslenskra út- gerðarmanna hefur lýst yfir sterkum vilja sínum til að fara í verkbann til að lækka laun ís- lenskra sjómanna. Ástæðan er að sögn sú að gjaldið sem þjóðin tekur fyrir aðganginn að auðlindinni er svo sligandi. Útgerðarmenn á Íslandi þurfa hjálp frá sjómönnum til að komast í gegnum þrengingar. Ekki leikur vafi á því að veiðigjaldið felur í sér útgjöld fyrir útgerðir. Þar er þó fyrst og fremst um að ræða hluta af hagnaði. Þá ber til þess að líta að gríðarlegur hagnaður hefur verið af stórútgerðinni og þar á bæ eru menn vel aflögufærir. Í DV í dag er gríðarlegum hagnaði Samherja lýst. Þorsteinn Már Baldvins- son er með næstum milljón krónur á dag í hagnað út úr einkahlutafélagi sínu. Þorsteinn Már er kraftaverka- maður á sviði rekstrar og vel að því kominn að uppskera vel. Hann er einn þriggja lykilmanna að baki far- sælasta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands og til fyrir myndar í mörgu. En hon- um fer ekki að berja sjómenn sína með betlistaf. Til þess er hann of vel haldinn. Landssamband íslenskra útgerðar- manna er ein harðsvíruðustu samtök landsins. Þeir hafa um áratugi gert út á fantaskap gagnvart viðsemjendum. Ímyndin er í samræmi við það. Þegar sjómannaafslátturinn var af numinn neituðu þeir að bæta launþegum sín- um tjónið. Samt hefur alla tíð verið viðurkennt að um var að ræða ríkisstyrk til útgerðarinnar. Íslenskir skattgreið- endur léttu undir með útgerðarmönn- um með því umbuna hetjum hafsins með þessum hætti. Árum saman hafa samtök útgerðarmanna ekki lufsast til að gera samninga við sitt fólk. Þegar launþegarnir hafa boðað verkfall hefur lausnin gjarnan verið sú að skipa þeim á haf út með lögum sem stjórnvöld hafa í niðurlægingu sinni sett. Og nú er svo komið að þeir hóta að sigla fiskiskipun- um til hafnar og svipta sjómennina lifi- brauði sínu til að ekki verði gengið um of á gróða þeirra af þjóðarauðlindinni. Almenningur verður að standa með sjómönnum og sjálfum sér ef áformin ganga eftir. Nauðsynlegt er að sett verði lög á útgerðarmenn til að halda þeim við efnið. Eðlilegt væri að sú lagasetn- ing tæki mið af kjaraskerðingum sjó- manna og þeim yrði bættur sjómanna- afslátturinn. Það er tími til kominn að þjóðin kjöldragi þá sem ekki geta farið að settum reglum og hegðað sér eins og siðaðir menn. Þetta er sú hjálp sem þeir þurfa. Umfangsmikill í Herbalife n Ýmislegt í fortíð Guðmundar Arnar Jóhannssonar hefur ver- ið rifjað upp eftir að fréttaum- fjöllun um mál hans hófst. Á meðal þess er að hann starfaði á Stöð 2, var með Fiat-um- boðið á Íslandi og var einn af forvígismönnum Herbalife á Íslandi. Þar var Guðmundur í hópi með Óttari Ragnarssyni, stofnanda Stöðvar 2, og Ósk- ari Finnssyni, veitingamanni á Argentínu. Þá hefur einnig verið nefnt að Guðmundur Örn hafi verið kosningastjóri Jóns Gunnarssonar þingmanns. Þögn um Afríkuveiðarnar n Útgerðartröllið Samherji tilkynnti methagnað í síð- ustu viku upp á 8,8 milljarða króna. Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri félagsins, tjáði sig um hagnaðinn á heima- síðu félagsins og greindi meðal annars frá því að sex- tíu prósent hagnaðarins væru tilkomin erlendis. Athygli vakti hins vegar að Þorsteinn lét ógert að nefna Afríkuveið- ar útgerðarfélagsins á heima- síðunni en síðastliðin ár hef- ur félagið malað gull á þeim. Samherji fer því með Afríku- veiðarnar eins og manns- morð og virðist skammast sín fyrir að hagnast ævintýralega á auðlindum þriðja heimsins. Eftirvænting n Áhugafólk um stjórnmál bíður nú nýrrar bókar Styrmis Gunnarssonar um Sjálfstæðis- flokkinn með eftirvæntingu. Veröld gefur út bókina sem er í prentsmiðju. Heiti hennar er „Sjálfstæðisflokkurinn: Átök og uppgjör“. Þar fjallar Styrm- ir um sögu Sjálfstæðis- flokksins og spyr krítískra spurninga eins og þeirr- ar hvort flokkurinn sé stjórntækur eftir hrunið. Frá- sögn Styrmis af reykmettuð- um bakherbergjum flokksins verður án efa forvitnileg og vonandi heiðarleg. ,,Réttvísir borða SS“ n Ein af fréttamyndum ársins náðist við Bæjarins bestu á fimmtudaginn þegar sakborn- ingar og verjendur fengu sér SS-pylsur og kók eftir flutning á Al Thani-málinu. Myndin kallaði á samanburð við hóp- myndir af innmúruðum og valdamiklum mafíósum frá fyrri hluta síðustu aldar. Vörn sakborninganna í málinu snérist að mestu um það að embætti sérstaks saksóknara hefði farið illa með þá og ver- ið „andstyggilegt“ en ekki um sakarefnin sjálf. Eftir slíka frammistöðu væri ekki úr vegi fyrir SS að kaupa myndina til birtingar í auglýsingum und- ir slagorðinu: „Réttvísir borða SS.“ Við erum gott teymi Maður skríður eiginlega bara Systurnar Lilja og Ingibjörg Birgisdætur vinna saman og búa í sama húsi. – DV Þorkell Símonarson í Staðarsveit á Snæfellsnesinu sagði veðrið vitlaust. – DV Þeir þurfa hjálp„Nauðsynlegt er að sett verði lög á út- gerðarmenn. H amfarir mæla styrk þjóðfélag- anna. Þá reynir á samvinnu og samstöðu. Og þá reynir á inn- viðina. Ef Vegagerðin hefði ekki á sínum snærum sérfræðinga í brúar- smíði á jökulvatnasvæðum og ef ekki væru á hennar vegum þrautþjálfaðir brúarflokkar einsog raun er – staðsettir á Hvammstanga og í Vík, þá hefði það aldrei getað gerst að ný brú væri komin á Múlakvísl sjö dögum eftir að ólgandi jökulvatn hreif gömlu brúna á brott í hlaupi. Einmitt það gerðist síðastliðið sumar. Og margt fleira. Almannavarnir voru í viðbragðs- stöðu nánast um leið og hamfarirnar hófust. Almannavarnir samhæfðu við- brögð lögreglu, hjálparsveita, samfé- lagsþjónustu og einkaaðila. Því miður hefur það gerst tíðara í seinni tíð að tilefni er til að ræsa Almannavarnir en það jákvæða er að maskínan er að verða býsna vel smurð. Fleira gefur sig þar en hér En hvernig reynir á innviði samfé- lagsins? Vegagerðina hef ég nefnt og Almannavarnir og ýmsar stofnanir. Í hamförum reynir á nánast alla verk- þætti samfélagsins. Hvernig við byggj- um húsin og samgöngumannvirkin, hverjar eru öryggiskröfurnar, hvernig er þeim framfylgt? Eru til staðar þjónustu- aðilar sem sinna kalli dag og nótt, óháð því hvort fyrir það fæst greitt eður ei? Margoft hefur verið fullyrt í mín eyru að sambærilegar hamfarir og víða erlendis leggja borgir í rúst og lama samfélögin, skilji eftir sig tiltölulega minni eyðileggingu hér á landi. Það sé að þakka ströngum öryggisstöðlum við mannvirkjagerð og fyrirhyggju gagn- vart náttúruvá. Í hugum margra eru Bandaríki Norður-Ameríku ímynd hins tækni- vædda heims og vissulega er það svo að á ýmsum sviðum stendur enginn Bandaríkjamönnum á sporði hvað tækni og öryggi varðar. Gamaldags rafmagnskerfi á gamaldags rafmagns- staurum veldur því hins vegar að raf- magnið fer fyrr af í borgum Bandaríkj- anna en gerist í íslenskum bæjum og borgum og húsin okkar standast meiri veðurofsa en gerist víða vestanhafs. Fyrirhyggju er þörf Þetta segi ég ekki til að blása okkur út í ofmetnaði heldur til að vekja athygli á hve mikilvægt er að við séum meðvit- uð um þýðingu fyrirhyggjunnar. Auð- vitað er það svo þannig að náttúruöfl- in geta orðið svo illskeytt að við fáum ekkert við ráðið. En þá er að hafa kerfi heilbrigðis- og félagsþjónustu sem er í stakk búið að taka afleiðingum til skamms og langs tíma. En hvað með hjálparsveitirnar, hvað með Slysavarnafélagið Landsbjörg? Er þessi starfsemi hluti af innviðum samfélagsins, hluti samfélagsþjón- ustunnar? Svar mitt er að svo sé alveg tvímælalaust. Hjálparsveitirnar byggja á sjálfboðaliðastarfi og þótt þær finni fyrir stuðningi hins opinbera með ýms- um beinum og óbeinum hætti þá erum það fyrst og fremst við sem einstak- lingar, hvert og eitt, sem þær verða að reiða sig á. Það gerum við meðal annars þegar við kaupum flugeldana um áramótin eða tökum þátt í söfnun- um á borð við þá sem nú fer fram. Þurfum á hjálpandi hönd að halda Ef við á annað borð viljum hafa í landinu öflugar hjálparsveitir sem alltaf, öllum stundum, eru í viðbragðs- stöðu að koma okkur til hjálpar í nauð, þá verðum við að sýna þeim stuðning með fjárframlögum. Það þýðir ekki að tala fallega til þeirra, við verðum að sýna þeim stuðning í verki. Sjálfum finnst mér hjálparsveitirnar og sá grunnur sem þær starfa á – sjálf- boðastarfið – vera eitthvert mesta að- alsmerki Íslands. Ávallt reiðubúnar, aldrei spurt hvort þú getur borgað – alltaf með útrétta hjálparhönd. Ég hvet alla til að leggja nú seðil í þessa hönd. Við eigum oft eftir að þurfa á henni að halda. Höfundur er innanríkisráðherra. Styðjum hjálparsveitirnar Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 5. nóvember 2012 Mánudagur Kjallari Ögumundur Jónasson „Það þýðir ekki að tala fallega til þeirra, við verðum að sýna þeim stuðning í verki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.