Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 5. nóvember 2012 Mánudagur n Skinney-Þinganes eignaðist 5,6 milljarða eignir í sumar n Halldór á lítinn hlut Ú tgerðarfélagið Skinney-Þinga- nes á Höfn í Hornafirði, sem í september keypti þúsund tonna þorskkvóta af Brimi, eignaðist 5,6 milljarða króna eignir í sumar þegar dótturfélag þess, Fjör- ur ehf., rann inn í Skinney. Fjörur hagnaðist um 2,6 milljarða króna á viðskiptum með hlutabréf í Vá- tryggingafélagi Íslands (VÍS) á árun- um 2002 til 2006. Þau hlutabréf höfðu áður verið í eigu ríkisbankans Landsbanka Ís- lands. Þau voru seld til Skinneyjar, Kaupfélags Skagfirðinga og tengdra félaga, áður en eignarhaldsfélagið Samson keypti Landsbankann í árslok 2002. Samruni Skinneyjar og Fjara gekk í gegn í sumar sam- kvæmt samrunaáætlunum félag- anna tveggja. Við samrunann átti Fjörur 5,6 milljarða eignir en skuld- aði einungis 60 milljónir. Skinney-Þinganes er í eigu ná- inna ættingja Halldórs Ásgrímsson- ar, fyrrverandi utanríkis- og forsætis- ráðherra, og á hann sjálfur lítinn hlut í því. Halldór beitti sér fyrir því sem ráðherra árið 2002 að ríkisbank- inn Landsbankinn seldi 50 prósenta hlut sinn í VÍS áður en gengið var frá sölunni á bankanum til Samson. Skinney-Þinganes var einn af þeim aðilum sem keypti þessi hlutabréf í gegnum dótturfélag sitt Hesteyri, sem það átti með Kaupfélagi Skag- firðinga, og hagnaðist ævintýralega á þeim. Tóku loks við hagnaðinum Samruninn þýðir í reynd að Skinney- Þinganes hefur nú loksins tekið við þeim milljörðum sem félagið græddi í dótturfélagi sínu á viðskiptunum með hlutabréfin í VÍS. Orðrétt segir um samrunann í greinargerð stjórna Skinneyjar-Þinganess og Fjara sem fylgir samrunaáætlun félaganna: „Þá telja stjórnir félaganna að rétt sé að sameina rekstur dótturfélaganna Fjara ehf. og Skarðsfjara ehf. þar sem þeim verkefnum sem þau voru stofn- uð til að sinna er nú lokið.“ Fjörur var stofnað síðla árs 2006 utan um hlutabréfaeign Skinneyjar- Þinganess í Exista – félagið hafði fyrr á árinu selt hlutabréf sín í VÍS í skipt- um fyrir hlutabréf í Exista. Bókfærður hagnaður Fjara á árinu 2006 var 2,6 milljarðar króna. Orðrétt segir í árs- reikningi félagsins fyrir 2006: „Félag- ið seldi á árinu allan eignarhlut sinn í Exista, í árslok voru um tveir þriðju hlutar söluandvirðisins ógreiddir og hafa því ekki áhrif á sjóðstreymi.“ Þáttur Halldórs Í minnisblaði sem Ríkisendur- skoðun vann árið 2005 um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til að fjalla um söluna á hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum kemur fram að Skinney- Þinganes hafi eignast hlutabréf í VÍS í nóvember árið 2002. Í ágúst það ár keypti Skinney-Þinganes 50 prósenta hlut í Hesteyri hf. af Kaupfélagi Skag- firðinga. Á sama tíma eignaðist Hesteyri hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Keri og nam hlutabréfaeignin um 22 pró- sentum. Ker átti síðar eftir að verða einn af kaupendum Búnaðarbank- ans og var Ólafur Ólafsson stærsti hluthafi þess. Hesteyri skipti svo á þessum hlutabréfum í Keri og 25 prósenta hlut í VÍS. Tæplega tveim- ur vikum síðar, þann 29. ágúst, var gengið frá því að að Landsbankinn seldi S-hópnum helmingshlut sinn í VÍS. Þá var S-hópurinn orðinn ein- ráður í vátryggingafélaginu og eig- andi alls hlutafjár í því. Skinney- Þinganes eignaðist því bréfin í VÍS eftir að búið var að ganga frá sölu á hlut Landsbankans í VÍS. Í viðtali við DV í fyrra sagði Hall- dór aðspurður að hann hefði aldrei heyrt minnst á félagið Fjörur: „Ég erfði lítinn hlut hlutabréfa í félaginu [Skinney-Þinganesi, innskot blaða- manns] eftir foreldra mína. Faðir minn lést 1996 og móðir mín sat í óskiptu búi þar til hún lést 2004. Þá kom í minn hlut 1/5 hluti af þeirra hlutafé, sem gefur mér hvorki möguleika né áhuga til afskipta eða áhrifa í félaginu. Félagið Fjör- ur ehf. hef ég aldrei heyrt nefnt og hef engar upplýsingar um. Félagið Hest eyri ehf. hef ég heyrt getið um, en hef engar upplýsingar um starf- semi þess.“ Halldór vildi hins vegar ekki svara spurningum blaðsins um félagið. Selt til að grynnka á skuldum Líkt og áður segir var kaupverð kvót- ans sem Skinney keypti af Brimi ríf- lega 2 milljarðar króna, nokkru lægri upphæð en bókfærður hagnaður Skinneyjar af sölunni á bréfunum í Exista, sem félagið fékk sem kaup- verð fyrir VÍS bréfin. Guðmundur Kristjánsson, eig- andi Brims, staðfestir að salan á kvótanum hafi átt sér stað nú í sept- ember. Líkt og komið hefur fram í fréttum var kaupverðið rúmir 2 milljarðar króna. Guðmundur seg- ir að Brim hafi selt kvótann til að grynnka á skuldum og til að ná sér í peninga til að fjármagna kaup á nýju skipi sem félagið hefur fjár- fest í. Hann segir jafnframt að Brim eigi eftir viðskiptin um 1.200 tonna þorskkvóta. Slík kvótakaup eiga sér yfirleitt ekki stað með eingreiðslu út í hönd, um er að ræða svo háar fjárhæðir. En ljóst er að eignir Fjara, sem stofn- að var utan um viðskipti með hluta- bréf sem áður voru í eigu ríkisins, hefðu dugað fyrir fjárfestingunni. Liður í einkavæðingunni Samkvæmt skrifum um einkavæð- ingu bankanna var þessi sala á VÍS-bréfum Landsbankans liður í einkavæðingu bankanna: S-hópur- inn vildi eignast Landsbankann, líkt og Samson, en til að hópurinn sætti sig við að fá einungis Bún- aðarbankann þurfti hópurinn að fá eitthvað í staðinn. VÍS-hlutur- inn gegndi þessu hlutverki og sætti Framsókn og S-hópinn við sinn hlut í einkavæðingunni vegna þessar- ar sölu. Óánægja S-hópsins með þá staðreynd að Samson fékk að kaupa Búnaðarbankann birtist meðal annars í því að Ólafur Ólafsson, einn af stjórnendum S-hópsins, hringdi í Halldór Ásgrímsson og skammaði hann eftir að þessi niðurstaða lá fyr- ir. Halldór Ásgrímsson hafði svo aft- ur bein afskipti af þessu einkavæð- ingarferli. Líkt og kom fram í út- tekt um einkavæðingu bankanna í Fréttablaðinu árið 2005 hafði Hall- dór Ásgrímsson áður hótað því að hætta við einkavæðingarferli bank- anna ef hlutur Landsbankans í VÍS yrði ekki seldur. Skipt á VÍS-bréfum og Exista Hesteyri hélt utan um hlutabréfin í Vátryggingafélagi Íslands næstu árin þar á eftir. Um mitt ár 2006, keypti eignarhaldsfélagið Exista allt hlutafé í Vátryggingafélagi Íslands og greiddi fyrir með hlutabréfum í Exista. Þar á meðal var fjórðungshlutur Hesteyrar í tryggingafélaginu. Hesteyri fékk í staðinn 5,7 prósenta hlut í Exista. Í lok desember 2006 var tilkynnt um það í Kauphöll Íslands að Hest- eyri hefði selt 1,91 prósents hlut í Ex- ista fyrir 4,9 milljarða króna. Geng- ið á bréfunum var þá 23. Bókfærður hagnaður Fjara af viðskiptunum með bréfin í Exista var rúmlega 2,6 milljarðar króna, líkt og áður segir. Hagnaðurinn af starfsemi félags- ins þetta ár var einnig 2,6 milljarðar króna og námu eignir þess rúmlega 6,2 milljörðum króna. Stjórnarmenn í Fjörum á þessum tíma voru Ing- ólfur Ásgrímsson, bróðir Halldórs, Aðalsteinn Ingólfsson, bróðursonur Halldórs, og Gunnar Ásgeirsson. Nú, sex árum eftir söluna á Exista bréfunum og tíu árum eftir kaupin á VÍS bréfunum, hefur þessi hagn- aður af hlutabréfunum í VÍS loks- ins runnið inn í Skinney-Þinganes og mun eignarhaldsfélagið Fjörur ehf. verða afskráð í kjölfarið á þessari sameiningu. Skinney getur hins vegar notað eignir Fjara ehf. til að fjárfesta í verðmætum líkt og þorsk- kvóta. Telja rétt að styrkja félagið Í samrunaáætlun Fjara og Skinn- eyjar-Þinganess kemur fram að stjórn útgerðarfélagsins telji rétt að styrkja félagið, stækka það og auka hagkvæmni í rekstrinum. Er á það bent að breytingar á stjórn fiskveiða gætu haft slæm áhrif á rekstur Skinn- eyjar og að mikilvægt sé að styrkja innviði félagsins. „Það hefur verið mat stjórnenda SÞ að æskilegt sé að stækka félagið, til að styrkja rekstur þess og auka hagkvæmni í veiðum og vinnslu […] Það þykir því til ein- földunar að sameina þessi þrjú félög, sem bæði hafa sama tilgang og sam- eiginlegan rekstur, auk þess sem fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða, vinna á móti þeirri skyn- samlegu stjórnun veiðanna sem í þessu hefur falist, gangi frumvarpið fram í þeirri mynd sem nú er.“ Kaup á þúsund tonna þorsk- kvóta verða að teljast liður í slíkri styrkingu. n VÍS-peningarnir fóru í kvótakaup Spurningar DV til Halldórs Ásgrímssonar sem hann neitaði að svara í fyrra: „Um miðjan ágúst 2002, rétt áður en ákveðið var að selja helmingshlut Landsbank- ans (íslenska ríkisins) í VÍS, eignaðist Skinney-Þinganes helming hlutafjár í félaginu Hesteyri. Í lok ágúst var hlutur ríkisins í VÍS seldur til hins svokallaða S-hóps eftir tímabil sem kallað var „Sex daga stríðið um VÍS“. S-hópurinn var þá orðinn allsráðandi í VÍS. Samkvæmt grein um einkavæðingu bankanna sem birtist í Fréttablaðinu 2005 áttir þú að hafa hótað því innan ríkisstjórnarinnar að ekkert yrði af einkavæðingu bankanna ef Landsbankinn myndi ekki selja hlut sinn í VÍS. Hluturinn í VÍS var því á endanum seldur út úr bankanum. Nokkrum mánuðum síðar, í nóvember 2002, tryggði Hesteyri sé fjórðung hlutafjár í VÍS. Þessi atburðarás er meðal annars rakin í minnisblaði sem Ríkisendur- skoðun vann árið 2005 um hæfi þitt til að fjalla um söluna á ríkisbönkunum. Hesteyri hélt utan um hlutinn í VÍS þar til 2006 þegar tryggingafélagið sameinaðist Exista. Þá eignaðist Hesteyri hlutabréf í Exista. Hesteyri var í kjölfarið skipt upp í fjögur félög. Félagið Fjörur er eitt af þeim og er það í eigu Skinneyjar-Þinganess. Bróðir þinn, Ingólfur, og sonur hans, Aðalsteinn, sitja í stjórn félagsins og hafa gert frá upphafi. Árið 2006 seldi Fjörur bréf sín í Exista með 2,6 milljarða hagnaði samkvæmt ársreikningi. Félagið á eignir í dag sem verðmetnar eru á meira en 5,5 milljarða króna. n 1. Er þetta saga sem þú þekkir ekki? n 2. Áttu sér ekki stað nein samskipti á milli þín og stjórnenda Skinneyjar-Þinganess um einkavæðingu VÍS áður en Skinney keypti hlut í Hesteyri um miðjan ágúst 2002? Mér finnst dálítið sérstakt að Skinney hafi fjárfest í Hesteyri rétt áður en hlutur ríkisins í VÍS var seld- ur, meðal annars með þinni aðkomu. Var fjárfestingin í Hesteyri og VÍS því ekki borin undir þig af stjórnendum Skinneyjar – bróðursyni þínum og bróður – áður en lagt var út í hana? n 3. Þekkir þú þá heldur ekki ástæðurnar fyrir því af hverju Skinney fjárfesti í Hesteyri og VÍS? n 4. Vissir þú ekki af hagnaði Skinneyjar á VÍS-bréfunum fyrr en ég sagði þér frá honum hér að ofan?“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skinney fékk VÍS-gróðann Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði tók við eignum Fjara í sumar þegar félagið sameinaðist útgerðinni. Halldór Ásgrímsson beitti sér fyrir því árið 2002 að hlutabréf ríkisins í VÍS yrðu seld. Einn af kaupendunum var fjölskyldufyrirtæki hans Skinney.„Ég erfði lítinn hlut hlutabréfa í fé- laginu eftir for- eldra mína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.