Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2012, Blaðsíða 16
Björgvin Gunnarsson Sæll Páll. Sérðu fyrir þér fleiri breytingar hjá RÚV hvað varðar að verða alveg sjálfstæð stofnun, þá meina ég að það verði komið í einkaeign einhvern daginn?  Páll Magnússon Nei, ég sé ekki fyrir mér að RÚV verði í einkaeign. Það virðist vera sams konar stefna alls staðar í Vestur-Evrópu að reka almannaþjónustuútvarp af þessu tagi. Ég sé ekki breytingar verða á því í nánustu framtíð. Ólöf Skaftadóttir Hvernig skilgreinir þú samkeppnina sem er á milli RÚV og Stöðvar 2?  Páll Magnússon Sæl Ólöf. Hún er takmörkuð en þó nokkur. Við keppum að nokkru leyti um fólk og efni og síðan um auglýsingatekjur. Árni Þorsteinsson Sæll Páll. Það er staðreynd að áhugi Íslendinga á dulrænum málum er mikill. Mikið hefur verið framleitt af þess háttar efni erlendis sem hægt væri að sýna hér ef áhugi væri fyrir hendi. Er slíkur áhugi hjá stofnuninni fyrir hendi?  Páll Magnússon Já, það kemur vel til greina að vera með efni af þessu tagi. Og það hefur reyndar verið í útvarpi. En það er dálítið vandasamt að finna því almennilegt form í sjónvarpi. Guðjón Jónsson 1. Er það ekki skekkja að reka útvarp, og skylda almenning til að greiða nefskatt, gegn vilja? 2. Er ekki rétt ef það þarf að sýna alla leiki í sjónvarpi að það sé gert á sér rás, eða að senda þá út á sér rás sem er eingöngu notuð í dag fyrir útvarp Rásar 2.  Páll Magnússon Jú, við stefnum að því að koma dreifingu á sjónvarpi í stafrænt form og þar með opnast möguleikinn á að vera með það sem við köllum viðburðarás – þannig að það þurfi ekki að raska hefðbundinni dagskrá fyrir efni af þessu tagi. En nei, það er ekki tímaskekkja að reka almannaþjónustuútvarp og það er gert alls staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Fundarstjóri Þessi spurning barst í tölvupósti til ritstjórnar: Tugir sóttu nýverið um tvær stöður dagskrárstjóra hjá RÚV. Merkir ohf-un RÚV að útvarpsstjóri geti ráðið í stöðurnar að eigin geðþótta eða er hann bundinn af hæfnismati og viðmiðum um menntun og reynslu o.fl.?  Páll Magnússon Samkvæmt lögum ræður útvarpsstjóri endanlega ráðn- ingum af þessu tagi. En ég leita að sjálfsögðu eftir mati og umsögnum miklu fleiri aðila. Í þessu tilviki er það þriggja manna nefnd sem ræðir við þá umsækjendur sem helst þóttu koma til greina. Sú nefnd leggur sínar tillögur fyrir mig. Stefán Stefánsson Hvernig mun Gettu betur fara fram í vetur? Ætlið þið að halda ykkur við persónusnauða settið sem var í notkun á síðasta tímabili?  Páll Magnússon Það er verið að endurskoða framsetningu og umgjörð þessa þáttar. Fundarstjóri Spurning sem barst í tölvupósti til ritstjórnar: Meðal umsækjenda er dagskrárstjóri af Stöð 2, Skarphéðinn Guðmundsson. Sem reyndur stjórnandi í fjölmiðlum: Mundir þú ætla – fái Skarphéðinn ekki stöðuna – að hann ætti erfitt með að halda stöðu sinni á Stöð 2 hafandi sótt um sambærilega stöðu hjá RÚV? Glata einstaklingar ekki trúnaði við slíkar aðstæður?  Páll Magnússon Jú, miðað við stöð- una á íslenskum fjölmiðlamarkaði þá gæti mönnum reynst erfitt að vinna hjá einum fjölmiðli eftir að hafa sótt um starf hjá öðrum. Sigurbjörg Erlendsdóttir 1. Hvað greiddi RÚV fyrir myndina Fjallkonan kallar á vægð? 2. Af hverju má ekki gefa upp það verð sem greitt er fyrir það efni sem RÚV kaupir til sýninga? 3. Eru engar reglur um það hvað má kalla heimildamyndir? 4. Getur maður kallað áróðursmynd heimildamynd, þá er ég að tala almennt?  Páll Magnússon Veit ekki nákvæm- lega hvað greitt var fyrir þessa mynd. Algengt verð fyrir heimildamyndir er ein til ein og hálf milljón. Sumar heim- ildamyndir eru á mörkum þess sem einhverjir myndu kalla áróðursmyndir – aðalatriðið er að jafnræðis milli sjónarmiða sé gætt þegar á heildina er litið. Ástasigrún Magnúsdóttir Ef þú værir ekki útvarpsstjóri, hvað værir þú þá að gera?  Páll Magnússon Trillukarl í Vest- mannaeyjum. Róbert Þórhallsson Finnst þér réttlætanlegt að ég borgi fyrir þjónustu sem ég nýti mér ekki?  Páll Magnússon Samkvæmt könnunum eru ákaflega fáir fullorðnir Íslendingar, ef nokkur, sem aldrei nýta sér þjónustu RÚV. En auðvitað gætir þú verið undantekningin sem sannar regluna. Sigurjón Hafsteinsson Sæll Páll. Hvað telur þú að RÚV verði af miklum tekjum ef þið missið auglýsingatekjurnar sem fyrir eru? Annað, finnst þér að það eigi að einkavæða RÚV?  Páll Magnússon Nei, mér finnst að það eigi ekki að einkavæða RÚV. Heildartekjur RÚV af auglýsingum eru um tveir milljarðar á ári. Jón Karlsson Já eða nei – var Hringekjan peninganna virði?  Páll Magnússon Það er spurningin. Olga Clausen Fékk fyrrverandi dagskrárstjóri ekki tækifæri til að velja um að ganga út, ella vera sagt upp? Mörgum hefur verið sagt upp á RÚV fyrir litlar eða engar sakir eins og þú veist Páll. Páll Magnússon Nei, hún hafði líka val um að vera áfram. Birna Sigurðar Nú þegar stór hluti Íslendinga horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar daglega, þá kemur Sjónvarpið illa út úr samanburði hvað varðar fréttatíma og fréttaumfjöll- un. Hafið þið skoðað að stytta fréttatímana og auka fréttaskýringar- þætti og umræður um helstu dægurmál?  Páll Magnússon Hvað áhorf og traust snertir gerir aðalfréttatími sjónvarps meira en að halda hlut sínum, en í breyttu fjölmiðlaumhverfi er hins vegar líklegt að vægi frétta- skýringa aukist. Anna María Karlsdóttir RÚV hefur farið halloka í samkeppn- inni við Stöð 2 hvað varðar framleiðslu á leiknu íslensku efni. Hvernig stendur á því og hvernig hyggst RÚV takast á við það?  Páll Magnússon Það er rétt að hlutur RÚV í frumgerðu leiknu sjónvarpsefni hefur verið rýr síðustu árin. Núna er hins vegar metnaðarfull áætlun í gangi um verulega aukningu á þessu efni – á næstu misserum. Valur Bjarnason Smugan.is, visir.is, dv.is og eyjan.is leyfa lesendum að setja athugsemdir við fréttir hjá sér. Hvers vegna ekki ruv.is?  Páll Magnússon Þetta hefur stund- um komið til tals en niðurstaðan samt alltaf verið sú að gera þetta ekki. Það er þó ekki óhugsandi að þetta verði gert undir einhverjum formerkjum í framtíðinni. Fundarstjóri Þessi spurning barst í pósti til ritstjórnar: Var rétt að málum staðið þegar íþróttafréttamanni var umsvifalaust vikið úr starfi eftir að dóttir þín – einnig starfandi á RÚV – sakaði hann um ofbeldi gegn sér? Var málið rannsakað á réttan hátt og gætt fyllstu hlutlægni af hálfu RÚV?  Páll Magnússon Já, ég held að það hafi verið rétt að þessu máli staðið hjá mannauðsstjóra og viðkomandi yfirmanni. Guðmundur Jónsson Því heldur Leoncie því fram að þú sért persónulega á móti henni? Er eitthvað í gangi á milli ykkar? Eitthvað óuppgert ?  Páll Magnússon Nei, ég síður en svo neitt á móti Leoncie en það er samt ekkert í gangi á milli okkar. Úlfhildur Þórarinsdóttir Í þættinum Nei hættu nú alveg á Rás 2 bendir Villi naglbítur fólki iðulega á að hafa samband við þig beint ef það hefur yfir einhverju að kvarta. Hefur einhver tekið hann á orðinu? :D (btw. þetta er frábær þáttur hjá honum).  Páll Magnússon Já, nokkrir. Jón Karlsson Ætti ferlið í kringum ráðningar hjá RÚV ekki að vera faglegra, t.d. að öll störf séu auglýst og að sérstök hæfisnefnd fjalli um umsækjendur. Menn virðast t.d. getað hoppað á milli sjónvarpsstöðva eins og ekkert sé. Hér á ég einnig við tímabundin störf.  Páll Magnússon Ráðningarferlið ræðst af því sem við teljum þjóna best hagsmunum RÚV hverju sinni. Pálmi Óskarsson Er ekki kominn tími fyrir Rás 3, þar sem hlustendur Rásar 2 eru flestir komnir yfir 30 ára aldurinn?  Páll Magnússon Það gæti verið og hefur stundum komið til umræðu hjá RÚV. Birna Sigurðar Er það ekki svolítið gamla Ísland að einn maður stýri RÚV og sé einráður um ráðningar og dagskrárhugmynda- fræði? Og hvernig endaði þetta annars með jeppann dýra?  Páll Magnússon Nei, það er ekki gamla Ísland að á endanum sé einn maður ábyrgur fyrir daglegum rekstri. Þannig er það alls staðar sem ég þekki til. Ég ek á mínum eigin bíl. Þuríður Sveinsdóttir Hvernig stendur á því að RÚV sér ekki til þess að allir nái útsendingum án þess kannski að þurfa að kaupa sér þjónustu annars staðar frá?  Páll Magnússon Viðmið okkar er að 99,9% landsmanna geti náð RÚV án þess að kaupa sér þjónustu annars staðar frá. Fundarstjóri Þessi spurning barst í pósti til ritstjórnar: Er það rétt að RÚV hafi neyðst til að gera nokkurra ára starfslokasamning við einn af starfsmönnum sínum þegar yfirvofandi voru málaferli m.a. um einelti á vinnustað og ofsóknir vegna starfa viðkomandi sem trúnaðarmaður.  Páll Magnússon Nei. Jón KarlssonHvernig er sambandi ykkar Davíðs Oddssonar háttað?  Páll Magnússon Það er ekkert samband. GyðaogSkúli Arsenal Hver var ástæðan fyrir brotthvarfi Sigrún- ar Stefánsdóttur, hreinskilið svar takk fyrir?  Páll Magnússon Hún kaus að segja upp störfum fremur en að taka breytingu á starfsviði. Sigrún Jóna Frá Grísará Hvers vegna er dagskrá sjónvarpsins svona léleg?  Páll Magnússon Dagskrá sjón- varpsins er mjög góð enda kemur það ítrekað fram í mælingum á áhorfi. Pétur Jónsson Norrænar stöðvar endursýna oft gamlar þáttaseríur. Af hverju endursýnið þið ekki eitthvað gamalt og gott? Það er til fullt af lögregluþáttum sem eru lausir við ofbeldi, ganga meira út á söguþráðinn.  Páll Magnússon Við endursýnum talsvert en það hefur auðvitað sýnt sig að sjónvarpsþættir eldast misjafnlega vel. Fundarstjóri Spurning sem barst í tölvupósti til ritstjórnar: Margir halda því fram að þú hafir innleitt stefnu á RÚV sem fylgi fremur einföldum markaðslögmálum um framboð á afþreyingu en geri menningarhlutverki RÚV og öðru slíku ekki hátt undir höfði. Hverju svarar þú þessu? Páll Magnússon Þetta er rangt. Dagskrársetning RÚV ræðst ekki af einföldum markaðslög- málum. Ragnar Tómasson Var það eðlilegur þáttur í að gæta hagsmuna Ríkisútvarpsins að senda Davíð Oddssyni og 365 miðlum þessar „sérstöku“ kveðjur á dögunum?  Páll Magnússon Svar mitt til Davíðs var óþarflega kersknifullt. Pistill minn um stuðning ríkisins við fjölmiðla- rekstur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar var hins vegar fullkomlega eðlilegt innlegg í umræður um starfsaðstæð- ur fjölmiðla á Íslandi. Guðmundur Sveinsson Verður nýtt jóladagatal sýnt í ár? Páll Magnússon Man ekki alveg hvernig þetta verður. Pétur Jónsson Af hverju er ekki hægt að hafa skárra sjónvarpsefni á laugardags- kvöldum? Eitthvað meira fjölskyldu- tengd. Varla poppar þú heima þegar þátturinn um Merlin byrjar?  Páll Magnússon Ég poppa þegar Dans dans dans byrjar. Fundarstjóri Þessi spurning barst í tölvupósti til ritstjórnar: Hættir þú að lesa sjónvarpsfrétt- ir að eigin frumkvæði eða hafði stjórn RÚV einhverjar skoðanir á fréttalestri þínum? Setti hún þér stólinn fyrir dyrnar?  Páll Magnússon Það hafa verið ýmsar skoðanir á þessum fréttalestri – líka innan stjórnar RÚV. Ákvörðun- ina um að hætta þessu í bili tók ég hins vegar sjálfur. Sölvi Tryggvason Sæll og blessaður Páll. Þú hefur töluvert tjáð þig um 365 miðla. Tvær spurningar tengdar því. 1. Telur þú að annarleg sjónarmið ráði för í viðskiptum 365 við Landsbankann og ef svo, hverjir hafa hagsmuni af því sem tengjast Landsbankanum? 2. Reyndu eigendur að skipta sér með óeðlilegum hætti af fréttastofu Stöðvar 2 þegar þú varst þar fréttastjóri?  Páll Magnússon 1. Ég hef varpað fram spurningum varðandi þetta mál og læt það duga að sinni. 2. Já, því verður ekki neitað en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Fundarstjóri Þessi spurning barst í tölvupósti til ritstjórnar: Mig langar til að spyrja hvort einhver von sé á að endursýna hina frábæru Hemma Gunn-þætti Á tali?  Páll Magnússon Það form sem við notum núna til að endursýna það besta úr þessum þáttum finnst mér vera það rétta. Það væri vafasamt að endursýna þættina í heilu lagi. Eyþór Jóvinsson Af hverju eru þið ekki með fréttamann á Vestfjörðum?  Páll Magnússon Í aðhaldsaðgerðum undanfarinna ára höfum við því miður þurft að fækka föstum fréttamönn- um úti á landi en munum bæta úr því þegar hagur okkar vænkast. Fundarstjóri Þessi spurning barst í tölvupósti til ritstjórnar: Þú hefur ýjað að því að stjórnvöld skuldi Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni (eiganda 365) eitthvað – eða svo megi ætla þar sem ríkisstjórnin hyggist ívilna 365 (fyrirtæki hans og Ingibjargar eiginkonu hans) ef RÚV verði reistar frekari skorður varðandi öflun auglýsingatekna. Finnst þér eðlilegt að stjórnandi almannamiðils (Public service) hefji stríð til þess að efla og auka auglýsingatekjur miðils sem rekinn er að miklu leyti fyrir almannafé?  Páll Magnússon Ég er ekki að hefja neitt stríð heldur einfaldlega að varpa fram spurningum sem varða starfsskilyrði fjölmiðla á Íslandi. Sighvatur Jónsson Finnst þér eðlilegt að ríkiskirkjan, eitt trúfélaga, geti á kostnað almennings verið með vikulegar predikanir þar sem m.a. er vegið stórlega að stórum þjóðfélagshópum?  Páll Magnússon Það er hluti af mjög langri sögu og hefð að útvarpa guðsþjónustum á sunnudögum og ég sé enga sérstaka ástæðu til að hætta því. Sigurður Ragnar Guðmunds- son Gerðu RÚV og starfsfólk þar engin mistök í og fyrir hrun? Hvaða breytingar hafa orðið hjá ykkur síðan þá? Finnst þér að fjölmiðlar hafi staðið sig vel fyrir hrun?  Páll Magnússon Jú, RÚV gerði mis- tök eins og aðrir fjölmiðlar á þessum tíma. Og við höfum lært af þeim. Kristján Sigurbjörnsson Hvernig er það, þurfið þið að kaupa sýningarrétt á hverri einustu mynd sem þið sýnið? Og ef svo er megið þið sýna hana eins oft og þið viljið?  Páll Magnússon Já, við þurfum auðvitað alltaf að borga fyrir sýn- ingarréttinn og venjulega eigum við einn til þrjá endursýningarrétti. Jón Karlsson Finnst þér að takmörk eigi að vera á því hvað útvarpsstjóri er lengi í embætti? Hvað hefur þú hugsað þér að vera lengi við stjórnvölinn?  Páll Magnússon 1. Já, mér finnst það vel koma til greina og í frumvarpi til nýrra laga um RÚV er gert ráð fyrir því. 2. Ég hef ekkert hugsað út í það. Sigurður Ragnar Guðmunds- son Varðandi mistök sem RÚV gerði í og fyrir hrun, hvernig hafið þið lært af þeim?  Páll Magnússon Vöndum okkur bet- ur og erum tortryggnari í samskiptum okkar við til dæmis fjármálastofnanir. Gunnar Gunnarsson Hvað þarf til svo RÚV hefji aftur sýningar á leikjum úr þýsku Bundesligunni?  Páll Magnússon Nægan áhuga og viðunandi verð. Hafsteinn Árnason Hvaða pólitísku hugsjónir aðhyllist þú?  Páll Magnússon Engar. Hef ímugust á þeim mörgum. 16 Umræða 5. nóvember 2012 Mánudagur M y n d iR P R ES SP H O TO .B iz nafn: Páll Magnússon Staða: Útvarpsstjóri Menntun: BA í guðfræði Aldur: 59 ára Páll Magnússon útvarpsstjóri sat fyrir svörum á Beinni línu á sunnudag og var spurður spjörunum úr Ákvað sjálfur að hætta að lesa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.