Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Side 11
„Við sáum til lands“ Fréttir 11Miðvikudagur 7. nóvember 2012 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað n Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar fríar sig ábyrgð n Vilhjálmur Þ. sver af sér aðgerðarleysi ekki sök eins manns; það er bara ekki þannig. Það eru svo margir þættir sem spila inn í. Ef menn hefðu til dæmis í upphafi aðgreint rekstur íbúðanna frá h júkrunarheimilinu þá hefði það skipt miklu máli í rekstrinum. Það er fullt af fortíðarvandamálum þarna inni; ekki er hægt að skella skuldinni á einn mann.“ Vilhjálmur tekur undir það í svari sínu við spurningum DV að að­ skilja hefði átt rekstur hjúkrunarheim­ ilisins og húsrekstrarsjóðsins. Sigurður Rúnar segir aðspurður að fjármálalæsi manna kunni að vera ólíkt, sem skýri kannski mismunandi viðbrögð hans og Vilhjálms við stöð­ unni. „Ég held að menn hafi kannski bara mismunandi fjármálalæsi og sjái hlutina á ólíkan hátt. Vilhjálmur er búinn að gera fullt af góðum hlut­ um hérna,“ segir Sigurður Rúnar. Mið­ að við orð Vilhjálms um fjárhagsstöðu Eirar, sem vitnað er til hér að ofan, má til sanns vegar færa að sýn hans og Sigurðar Rúnars á stöðu félagsins var mjög ólík. Í viðtali við DV vill Vilhjálmur hins vegar ekki meina að hann hafi sýnt af sér aðgerðarleysi þó svo að viðbrögð hans hafi ekki verið þau sömu og Sig­ urðar Rúnars: „Ég vísa því algjörlega á bug að ég og stjórn Eirar hafi sýnt af sér aðgerðarleysi.“ Aðkoma ríkisins hugsanleg Aðspurður hvernig hægt sé að tryggja rekstur Eirar til framtíðar, sem og hagsmuni þeirra einstaklinga sem eiga peninga inni hjá félaginu segir Sigurður Rúnar: „Það er þetta sem við erum að ræða við kröfuhafana. Við erum með ráðgjafa frá KPMG og Lex. Við erum að skoða hugmyndir að lausnum á þessum vandamálum Eirar. Ég held að það dýrasta fyrir samfélagið sé að Eir fari í þrot. Þannig að við verð­ um bara að finna lausn á þessu.“ Sigurður Rúnar segir aðspurður að þær leiðir sem eru til skoðunar gangi út á að tryggja rekstrargrundvöll Eir­ ar án aðkomu ríkisvaldsins. Í slíkum tilfellum þar sem óbreyttir borgarar eiga mikla fjármuni undir í rekstri einkafyrirtækja, jafnvel ævisparnað sinn, hefur það gerst í gegnum tíðina að ríkisvaldið hefur tryggt hagsmuni þessara einstaklinga með fjárútlátum. Dæmi um þetta er til dæmis björgun tryggingafélagsins Sjóvár frá gjaldþroti árið 2009 með tólf milljarða króna láni. „Við erum að reyna að finna lausnir án aðkomu ríkisvaldsins. Það er fyrsta skrefið og meginmarkmiðið til að byrja með. En við þurfum að sjá hversu langt við komumst með það. Kannski verð­ um við, í lokin, ef aðrar leiðir ganga ekki að fá ríkisvaldið að borðinu til að bjarga þessu frá þroti eða ekki.“ Hann segir þessar lausnir ganga út á það að kröfuhafar félagsins, aðallega Íbúða­ lánasjóður, þurfi ekki að afskrifa krónu hjá félaginu. Sigurður Rúnar segir að eignir Eir­ ar séu 8 til 9 milljarða króna virði: 211 íbúðir og hjúkrunarheimili. „ Eignirnar eru 8 til 9 milljarða virði. Við þurf­ um nokkrar vikur til að reyna að finna lausnir á þessu.“ n Brást við Sigurður Rúnar Sigurjóns- son, núverandi framkvæmdastjóri Eirar, brást snögglega við þegar hann tók við húsrekstrar sjóðnum af Vilhjálmi í ágúst. Hann leitaði strax til kröfuhafa og hóf viðræður um fjárhagslega endurskipulagn- ingu Eirar. Segist hafa séð til lands Sigurður Helgi Guðmundsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Eirar, segist hafa séð „til lands“ þegar hann lét af störfum í ársbyrjun í fyrra. Eir hafði þá tapað mörg hundruð milljónum á ári frá 2008. ,,Var ekki að leyna neinu“ Getur þú lýst hvernig mat þitt á fjárhagsstöðu Eirar var þegar þú tókst tímabundið við sem fram- kvæmdastjóri félagsins á síðasta ári? Var staða félagsins slæm eftir framkvæmdastjóratíð Sigurðar Helga? VÞV: „Rekstur Eirar er skipt upp í tvo hluta, annars vegar rekstrar­ sjóð, sem er rekstur á hjúkrunar­ heimilinu og hins vegar hús­ rekstarsjóður, sem er rekstur á öryggisíbúðum. Ég tók við rekstri beggja þessara sjóða í maí 2011. Afkoma rekstrarsjóðs á árinu 2010 var neikvæð um 57,5 milljónir króna. Afkoman var hins vegar jákvæð um 5,9 milljónir króna á árinu 2011 en á því ári var farið í verulegar hagræðingaraðgerðir í rekstri. Afkoma húsrekstrarsjóðs á ár­ inu 2010 var neikvæð um 278 millj­ ónir króna og um 620 milljónir króna á árinu 2011. Hafa ber í huga að tap ársins 2011 er að verulegum hluta reiknaðar stærðir, eins og afskriftir og fleira. Frestun fram­ kvæmda borgarinnar í nokkur ár við Fróðengi og afleiðingar efna­ hagshrunsins leiddu til þess að erf­ iðara reyndist að ráðstafa íbúðum, en á síðasta ári voru rúmlega 50 íbúðir lausar.“ Hófust einhverjar aðgerðir til að reyna að rétta reksturinn við? Þá á ég við endurfjármögnun lána, viðræður við lánardrottna um lægri vexti, endurskoðun á samn- ingnum við birgja og aðra þjón- ustuaðila Eirar og svo framvegis? VÞV: „Á miðju ári 2011 var strax farið í endurskoðun á samningum við birgja. Viðræður við Virðingu ehf. vegna lána hjá nokkrum líf­ eyrissjóðum fóru fram á seinni hluta ársins 2011. Í febrúar 2012 var skipuð undirnefnd í stjórn til að rýna í húsrekstrarsjóðinn og var fundað með kröfuhöfum þar sem leitað var eftir lægri vöxtum og af­ skriftum.“ Hvert er mat þitt á því af hverju fjárhagsstaða Eirar er eins og hún er í dag? Hver er ábyrgð þín á þessari stöðu? VÞV: „Mitt mat er það að það var óheppilegt í upphafi að skilja ekki húsrekstur frá hjúkrunarheimili. Ef hrunið hefði ekki komið til, ekki seinkun á byggingu þjónustumið­ stöðvar í tengslum við Eirborgir hefði staðan verið öðruvísi. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lenti í miklum vandræðum vegna hruns­ ins þar sem skuldir ruku upp, eignaverð lækkaði og fasteigna­ markaðurinn fraus. Við lentum í því sama.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var því haldið fram að þú hefðir leynt slæmri fjárhagsstöðu Eirar fyrir stjórn félagsins. Hvernig svarar þú þeirri ásökun? Hversu ítarlega greindir þú stjórn Eirar frá fjár- hagsstöðu félagsins og alvarleika hennar? VÞV: „Ég hef ekki vísvitandi leynt upplýsingum, þvert á móti lagði ég áherslu á það þá mánuði sem ég var framkvæmdastjóri að upp­ lýsa stjórnina um rekstur félags­ ins, meðal annars viðamiklar hag­ ræðingaraðgerðir og ráðstöfun íbúða. En ég var ekki að leyna neinu. Auk þess geta einstakir stjórnar­ menn fengið allar þær upplýs­ ingar sem þeir óska eftir varðandi rekstur Eirar. Allir stjórnarmenn skrifuðu upp á ársreikning vegna ársins 2011 sem er endurskoðaður af Ríkisendurskoðun.“ Núverandi framkvæmdastjóri félagsins sagði mér að ástæðan fyrir því af hverju þú greipst ekki inn í rekstur Eirar með þeim hætti sem hann gerði í ágúst kunni að vera sú að þú hafir ekki áttað þig almennilega á því hversu slæm staða félagsins var í reynd. Nefndi hann að hugsanlegt væri að „fjár- málalæsi“ þitt og hans væri ólíkt. Hvað segir þú við þessu? Stöð 2 reyndi að stilla aðgerðarleysi þínu upp sem vísvitandi og vítaverðu en orð framkvæmdastjórans má skilja sem svo að hugsanlega hafir þú bara ekki áttað þig á því hversu illa statt félagið væri. VÞV: „Framkvæmdastjórinn svar­ aði þessu á þann veg að fjármála­ læsi manna, stjórna væri mismun­ andi. Í þá mánuði sem ég gegndi starfi framkvæmdastjóra lagði ég mikla áherslu á hagræðingar­ og sparnaðargerðir auk þess að ráð­ stafa íbúðum. Ársreikningurinn 2010 endurspeglaði þá stöðu að það þyrfti að fara í verulegar hag­ ræðingaraðgerðir og gera átak í ráðstafa íbúðum í Fróðengi. Ég vísa því algjörlega á bug að ég og stjórn Eirar hafi sýnt af sér að­ gerðarleysi.“ Hvað er hægt að gera til að tryggja rekstrargrundvöll Eirar til framtíðar? Gæti ríkið þurft að leggja Eir til fjármuni til að tryggja framtíð félagsins? Sýn þín á þetta atriði. VÞV: „Starfshópur vinnur nú mjög ötullega að lausn málsins og verða tillögur kynntar fljótlega. Meira er ekki hægt að segja um þetta á þessari stundu.“ Annað sem þú vilt að komi fram? VÞV: „Stjórn Eirar tók ákvörðun, áður en fjölmiðlaumræða um málið fór af stað, um að óska eftir því við Ríkisendurskoðun að staða húsrekstrarsjóðs yrði skoðuð. Ríkisendurskoðun hafn­ aði í gær að verða við óskum Eirar, þrátt fyrir að endurskoð­ endur í umboði Ríkisendur­ skoðunar hafi endurskoðað rekstur húsrekstrarsjóðs um árabil og einnig veitt samþykki sitt fyrir veðsetningu í hjúkr­ unarheimilinu vegna láns sem tekið vegna húsrekstrarsjóðs.“ Spurningar DV til Vilhjálms:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.