Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn
F
réttir um slæma stöðu hjúkr
unarheimilisins Eirar eru að
eins enn eitt dæmið af mörg
um um ótrúlega óráðsíu og
misbrest í rekstri grunnþjón
ustu á vegum einkaaðila á Íslandi á
síðustu árum. Efnahagshrunið spil
ar vissulega nokkra rullu í harm
sögu Eirar, frekar en misnotkun eða
græðgi stjórnendanna líkt og í mörg
um öðrum málum. Eins og er virðast
æðstu stjórnendur Eirar ekki hafa
stýrt félaginu í vondri trú eða skarað
eld að eigin köku. Það breytir því
þó ekki að vel kann að vera að til fé
lagsins hafi ráðist æðstu stjórnend
ur sem voru óhæfir til að stýra fyrir
tæki sem á eignir upp á milljarða
króna og skuldar annað eins. Stjórn
andi er ekki nauðsynlega skúrkur þó
hann sé ekki starfi sínu vaxinn eða
breyskur.
Framtíð Eirar er í óvissu vegna
þessara stjórnarhátta og ákvarðana
sem leitt hafa til tæknilegs gjald
þrots félagsins. Eir getur ekki staðið
við skuldbindingar sínar gagnvart
þeim eldri borgurum sem fjárfest
hafa í búseturétti í íbúðum á vegum
fyrirtækisins. Peningar þessa fólks
voru notaðir í fjármögnun Eirar og
liggja nú í steinsteypu sem er veð
sett fyrir lánum fyrirtækisins. Þetta
fólk á tvo milljarða króna útistand
andi hjá Eir sem félagið á ekki fyrir
eins og er vegna þess að erfiðlega
hefur gengið að selja allar íbúðir fé
lagsins. Eftir situr fjöldi eldri borgara
sem hefur í einhverjum tilfellum lagt
ævisparnað sinn í þennan búsetu
rétt og ekki liggur fyrir hvort og þá
hvernig þessir einstaklingar fá þessa
peninga til baka. Segja má að þess
ir eldri borgarar séu nú veðsettir
fyrir skuldum Eirar því peningarnir
þeirra voru notaðir til að byggja hús
sem standa til tryggingar skuldum
þessa einkafyrirtækis. Fari Eir í þrot
getur þetta fólk tapað öllu sínu því
það fékk engin veð sem tryggingu
þegar það keypti sér búseturétt hjá
Eir. Fjárhagsleg framtíð þessara eldri
borgara veltur því að einhverju leyti
á því hversu vel gengur að koma
eignum Eirar í verð og endurgreiða
þeim; fjárhagsleg framtíð þeirra
eru með öðrum orðum bundin við
steypu.
Á endanum mun íslenska ríkið
hugsanlega þurfa að veita Eir fjár
hagsaðstoð til að hægt sé að verja
hagsmuni þessa fólks sem á fjár
muni inni hjá fyrirtækinu. Persónu
lega tel ég, eins og er, að aðrar lausn
ir á vandamálinu séu langsóttar. Það
væri þá ekki í fyrsta skipti sem ríkið
þarf að gera slíkt eftir hrun.
Nú vantar eiginlega bara fréttir
um tæknilegt gjaldþrot eða aðstöðu
brask í leikskóla á Íslandi til að full
komna þá óráðsíu og spillingarsögu
í íslenskum fyrirtækjum sem smám
saman hefur orðið til eftir efnahags
hrunið 2008. Við erum komin með
púslið sem lýsir óráðsíu á elliheim
ili með eignir eldri borgara; þann
samfélagshóp sem er næstur á eft
ir börnunum í samfélaginu hvað
varðar ósnertanleika. Frá blautu
barnsbeini er innprentað í okkur
að vera alltaf góð við litlu börnin og
gamal mennin; litlu frænkur okkar
og frændur og ömmur og afa. Þegar
brotið er á réttindum eða svínað
er á einstaklingum í þessum hóp
um veldur það alltaf réttlátri reiði
því flest lítum við svo á að æskan og
ellin eigi helst – í hinum fullkomna
heimi að vera æviskeið öryggis
og friðar. Eirarmálið er hins vegar
dæmi um það þegar misfarið er með
fjármuni eldri borgara og þessu ör
yggi þeirra á ævikvöldinu stefnt í
hættu.
Fyrst, en auðvitað ekki síst, verð
ur að nefna viðskiptabankana þrjá
í upptalningu á dæmum úr þessari
sorgarsögu. Óþarft er að tiltaka allt
það sem gekk á inni í þeim á ár
unum fyrir hrun. Næst má nefna
meðferð Milestone á tryggingar
félaginu Sjóvá. En Karl Wernersson
og félagar hans bröskuðu svo með
bótasjóð viðskiptavina félagsins
að ríkið þurfti að leggja því til tólf
milljarða króna til að verja hags
muni þess fólks sem hafði greitt
tryggingagjöld til Sjóvár. Tilraunin
með Eignarhaldsfélagið Fasteign er
svo annað dæmi um rekstrarrugl þar
sem sveitarfélög seldu frá sér fast
eignir inn í sérstakt félag, sem fjár
magnað var með lánum í erlendum
myntum, í skiptum fyrir háar pen
ingaupphæðir og leigði þær svo aft
ur af félaginu. Sú tilraun endaði með
ósköpum þegar Fasteign gat ekki
staðið í skilum og verður lendingin
líklega sú að sveitarfélögin fá fast
eignirnar aftur í fangið með tilheyr
andi afskriftum hjá kröfuhöfum
Fasteignar. Þá notaði Ólafur John
son, eigandi og skólastjóri Mennta
skólans Hraðbrautar, fjármuni skól
ans til einkanota með tugmilljóna
arðgreiðslum og lánum út úr skól
anum sem lentu í hans eigin vasa og
félaga hans; fjármuni sem að 80 pró
senta leyti komu frá hinu opinbera.
Ein fréttin, sem hvorki tengdist
opinberum aðilum og snérist vissu
lega ekki um grunnþjónustu eða
nauðþurftir, fjallaði svo um það
hvernig heil fjölskylda veðsetti börn
in sín svo hægt væri að nota nöfn
þeirra til að kaupa stofnfjárbréf í
sparisjóði árið 2007. Þegar lánin
gjaldféllu hjá Íslandsbanka og veðin
í stofnfjárbréfunum voru töpuð í
hruninu stóðu börnin sjálf ein að
veði.
Ég veit ekki hvað almennu lær
dóma er hægt að draga af öllum
þessum dæmum. Sennilega ekki
neina sem skynsamlega mætti telja.
En sögurnar eru orðnar svo margar
að það hlýtur að fara að verða í lagi
að segja að visst siðrof hafi átt sér
stað í samfélaginu á árunum 2002
til 2008; útbreitt siðrof sem var oft
og tíðum afleiðing af gegndarlausri
peningahyggju. Rétt varð rangt og
rangt varð rétt; veröldinni var snúið
á haus. Samfélag þar sem gamal
menni, börn og bótasjóðir eru veð
settir hlýtur að teljast vera nærri því
gengið af göflunum.
BB-framboð
n Allt bendir til þess að þó
Höskuldur Þórhallsson eigi
miklu meira fylgi meðal
grasrótar Framsóknarflokks
ins í Norðausturkjördæmi
muni Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson valta yfir hann á
kjördæmisþingi, þar sem
fyrst og fremst flokksbroddar
mæta. Höskuldi virðist hins
vegar ganga vel að safna liði
á Akur eyri þar sem nýskrán
ingar hrúgast inn. Þar eru
hörðustu stuðningsmenn
svo illir yfir að flokksforystan
þorði ekki í póstkosningu
að menn eru þegar farnir að
leggja drög að BBframboði,
sem þeir telja að gæti fleytt
tveimur mönnum á þing.
Sigmundur glöggur
n Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson virðist hafa lesið
stöðuna hárrétt þegar hann
ákvað að flýja úr Reykjavík.
Ný skoðanakönnun sýnir
verstu stöðu Framsóknar á
kjörtímabilinu, eða rétt 12
prósent. Sigmundur virð
ist hafa séð þróunina fyrir
því miðað við þetta fylgi og
hefðbundna dreifingu at
kvæða flokksins yfir landið
þá héldi Sigmundur ekki
þingsæti sínu í Reykjavík.
Það á svo eftir að koma í ljós
hvort hann nær efsta sætinu
af Höskuldi Þórhallssyni.
Magnús formaður
n Magnús Orri Schram er á
miklu flugi í Kraganum.
Mikil barátta stendur um
toppsæti
Samfylk
ingar milli
Árna Páls
Árnasonar
og Katrínar
Júlíusdóttur
fjármála
ráðherra, en langflestir telja
öruggt að Magnús Orri muni
ná þriðja sætinu sem hann
stefnir að. Missi Árni Páll af
efsta sætinu, og Lúðvík
Geirsson nái öðru með
stuðningi Hafnfirðinga þá
gæti Árni Páll oltið á
kynjakvóta niður í 5. sæti.
Formannsdraumar hans
væru þar með úti. Gengi
Magnúsar Orra hefur hins
vegar vaxið svo að margir
telja hann vera formann
framtíðarinnar.
Sótt að Ögmundi
n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
hefur stutt Ögmund Jónasson,
frænda sinn, í öllum átökum
við formann VG. Á flokks
skrifstofunni var því sigur
stemming þegar hún gaf
út að hún væri hætt. Einn
af bestu stuðningsmönn
um Steingríms, Ólafur Þór
Gunnarsson, ætlar að fara
gegn Ögmundi í fyrsta sætið
í Kraganum. Ólafur er vel lát
inn bæjarfulltrúi í Kópavogi
og mun hafa setið með sínu
fólki vikum saman við sím
ann. Margir telja að tangar
sókn Steingrímsliðsins gegn
Ögmundi gangi upp.
Ég er bara
tilfinningarík
Spennan
er öðruvísi
Lára Rúnarsdóttir segist engin dramadrottning. – DV Olga Unnarsdóttir ætlar sér langt í Dans dans dans. – DV
Veðsettir eldri borgarar„ Samfélag þar sem
gamalmenni, börn
og bótasjóðir eru veðsettir
hlýtur að teljast vera nærri
því gengið af göflunum.
S
íðustu daga hefur mér blöskrað
mjög, blöskrað að sjá hvernig
fullorðið fólk getur rakkað nið
ur ungt fólk á hinum ýmsu
kommentakerfum fréttamiðla.
Talsmátinn sem er ráðandi hjá báðum
hópum er hreint út sagt til háborinnar
skammar og ólíðandi.
Menntaskólinn við Sund hefur ver
ið talsvert í sviðsljósinu undanfarið
vegna kynningarmyndbands sem birt
var í tengslum við hina árlegu 85 viku.
Myndbandið var fjarlægt hið snarasta
og sendi skólastjórnin út tilkynningu
þess efnis að hún harmaði mjög þenn
an atburð og að hann væri þvert á
stefnu skólans. Stjórn skólans vissi
ekki af birtingu myndbandsins.
Ég velti fyrir mér, hver ber ábyrgð
ina á því að miðla jafnréttisfræðslu til
unga fólksins? Eru það foreldrarnir,
fjölmiðlar eða skólakerfið? Sjálf hef ég
lokið námi við grunnskóla og fram
haldsskóla og ekki varð ég vör við jafn
réttisfræðslu af nokkru tagi frá skóla
kerfinu, þar sem unga fólkið eyðir
hvað mestum tíma.
Í stað þess að tala niður til ákveðins
skóla eða hóps, væri ekki betra að
velta því fyrir sér hvernig við þurfum
að bregðast við? Hvers vegna eru jafn
réttisfræði ekki skyldufag í grunn
skólum og menntaskólum landsins?
Hvernig er hægt að leiðbeina í átt að
auknu jafnrétti í hugsun og gjörðum?
Kvenfyrirlitningin er mikil, hana
finnum við víða. Unga fólkið eyðir í
dag miklum tíma á hinum ýmsu sam
félagsmiðlum. Það hlustar einnig mik
ið á tónlist þar sem kvenfyrirlitning
er mjög áberandi og ekki getum við
bannað tónlist, né samfélagsmiðla.
Það sem að ég tel okkur geta gert er
að leiðbeina í stað þessa að tala niður
hvert til annars með níði og hroka.
Einnig gætum við haft umræðuna
opnari og almennari svo allir eigi jafna
þátttökumöguleika. Allra helst vildi ég
sjá róttækar aðgerðir stjórnvalda og
þá helst mennta og menningarmála
ráðuneytisins um að innleiða jafn
réttisfræðslu í aðalnámskrá, ég furða
mig á því hvers vegna það er ekki
komið nú þegar.
Við þurfum örfáar mínútur í
heiðarlegar samræður við unga
fólkið okkar til að sjá að þær að
ferðir sem er beitt í áttina til auk
ins jafnréttis eru ekki að skila sér til
ákveðins hóps, hóps sem samfélag
okkar á eftir að byggjast á í náinni
framtíð.
Því hef ég áhyggjur af.
Hildur Dís Jónsdóttir Scheving
Félagsliði og háskólanemi í uppeldis-
og menntunarfræðum
Þörf á hugarfarsbreytingu
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 7. nóvember 2012 Miðvikudagur
Kjallari
Hildur Dís Jónsdóttir
Scheving
„Kvenfyrir-
litningin er
mikil, hana finn-
um við víða.
Á meira en 20 milljónir
útistandandi Þorbjörg
Rafnar er einn af íbúunum á
Eir sem á peninga inni hjá fyr-
irtækinu, meira en 20 milljónir,
sem hún greiddi í búseturétt
fyrir meira en tíu árum.
Hún hefur enga tryggingu
fyrir endurgreiðslu á þessum
peningum.