Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2012, Side 16
Tíu fjármálamistök sem geta eyðilagt hjónaband 16 Neytendur 7. nóvember 2012 Miðvikudagur n Hafðu þessi atriði í huga til að eiga langt og gæfuríkt samband Ö ll hjón og pör rífast annað slagið og ágreiningsefnin eru misjöfn. Það ættu þó allir að reyna að komast hjá því að ríf- ast um fjármálin. Um þetta er fjall- að á Money Talk News þar sem talin eru upp 10 mistök í fjármálum sem geta eyðilagt hjónabandið. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem fram- kvæmd var í háskóla í Utah þá séu þau pör sem rífast um peninga að meðaltali einu sinni í viku 30 pró- sentum líklegri til að skilja en þau pör sem rífast um sama efni einu sinni í mánuði. Rannsókn sem birt var í Forum for Family and Consum- er Issues sýnir einnig að fjármál eru helsta ástæða ágreinings í 39 pró- sentum hjónabanda og annað helsta í 54 prósentum. Það er því ráð að reyna að forðast að rífast um pen- inga í lengstu lög en hér eru tíu al- gengustu mistökin sem hjón og pör gera. 1 Tala ekki nógu mikið um fjármál Allt hefur sinn tíma en það getur verið erfitt að finna tíma til að tala um fjár- mál. Sum pör hafa ákveðinn tíma sem þau nota í þetta. Önnur setja sér viðmið í eyðslu sem segir til um hvenær þarf að ræða málin, til dæmis ef annar aðilinn vill kaupa hlut sem kostar undir 20.000 krón- um þarf hann ekki að ráðfæra sig við maka sinn. Ef kostnaðurinn fer hins vegar yfir 20.000 krónur þá þurfi að ræða málin. Finnið út hvað hent- ar ykkur best og haldið ykkur við planið. Þetta er kannski ekki það skemmtilegasta sem pör gera saman en þið verðið þakklát seinna því það er mikilvægt að hafa allt á hreinu þegar kemur að fjármálum. 2 Að halda að maður geti keypt ást Ef þú heldur að nýr demantshring- ur eða glæsijeppi muni bæta hjóna- bandið þá þarftu að hugsa þig um. Rannsókn sem gerð var við Brigham Young-háskóla sýnir að efn- ishyggjufólki farnast verr í hjónabandi og sér í lagi er það slæmt ef þetta á við um báða aðila. Þeim pörum, sem sögðu að peningar skiptu ekki máli, vegnaði betur í sam- bandi sínu og skoruðu 10 til 15 pró- sentum hærra á mælingum þegar kom að stöðug leika hjónabandsins og öðrum gæðum sambandsins. Athyglisvert er að fjárhagsleg staða fólksins skipti ekki máli held- ur frekar hvernig þeir litu á peninga og hvers virði peningar eru í þeirra lífi. Hjá þeim pörum sem voru fjár- hagslega vel stæð og viðurkenndu að peningar skiptu þau miklu máli voru það einmitt peningar sem voru al- gengasta ágreiningsefnið. 3 Að hundsa mismunandi sýn á eyðslu Rannsóknir sýna að fólk laðast að öðrum sem líta eins út, hljóma og haga sér svipað og það sjálft, nema þegar kemur að pening- um og eyðslu. Könnun sem gerð var við háskólann í Penn- sylvaníu, háskólann í Michigan og Northwestern-háskólann sýnir að nískupúkar hafi frekar tilhneigingu til að giftast eyðsluseggjum og að slík pör séu óhamingjusamari en pör þar sem báðir aðilar eru annað hvort sparsamir eða eyðslusamir. Það er hægt að ráða við og vinna úr ágreiningi sem tilkemur vegna ólíks eyðslumynsturs para en ef þessi mál eru ekki rædd aukast líkurnar á skilnaði. Rannsókn háskólans í Utah sýnir að einstaklingar sem eru ósáttir við eyðslumynstur makans er óham- ingjusamari í hjónabandi sínu og hættan á að það endi með skilnaði hækkar upp í 45 prósent. 4 Að vera ósammála um eyðslumynstur Hvort pör ákveða að hafa sameigin- legan fjárhag eða ekki, skiptir ekki höfuðmáli. Það er sem er mikilvægt er að fjárhagsáætlun þín sé rétt fyrir þig og þitt samband. Þetta ræðst af eyðslumynstri þínu og maka þíns og hvern- ig þið metið peningana ykk- ar. Ef minni dagleg útgjöld orsaka ágreining hjá ykkur er jafnvel betri hugmynd að hafa fjárhaginn aðskilinn að einhverju leyti. Með þessu komist þið hjá því að setja spurningarmerki við hverja einustu krónu sem makinn eyðir. Ef báðir aðilar eru sáttir við að vita hvar peningarnir eru og í hvað þeir fara þá er gott ráð að hafa sam- eiginlegan fjárhag. 5 Að steypa sér í skuldirSamkvæmt skýrslu Amer- ican Psychological Associ- ation viðurkenna um það bil 76 prósent Bandaríkjamanna að peningar og fjármál séu einn af helstu streituvöldun- um í þeirra lífi. Það er fátt meira stressandi við peninga en skuldir, sér í lagi þær sem bera háa vexti og er erfitt að greiða af. Ef skuldir og fjárhagsáhyggjur eru farnar að hafa áhrif á sambandið fáið þá ráðgjöf og einblínið á að greiða þær niður og að gera það í sameiningu. 6 Að fela kaup eða skuldirBandarísk könnun sýnir að 80 prósent hjóna fela kaup fyrir maka sínum og menn eru líklegri til að gera það reglulega. Könnunin sýndi einnig að 30 prósent aðspurðra litu á slíkan feluleik jafn alvarlegum aug- um og framhjáhald og 79 prósent þeirra mundu frekar segja vinum sínum frá slíkum felukaupum en maka sínum. 7 Að fá lán hjá ættingjaAð fá lán hjá fjölskyldumeðlimi er mjög áhættusamt og getur eyði- lagt samband þitt við ættingjann ef illa fer. Slík lán geta verið afar varasöm þegar þú átt maka. Hvort sem þú tekur við láni eða sért sá sem lánar, þá skal hafa í huga að tengdafólk og lán fara sjaldan vel saman. Þó skal tekið fram að slíkt fyrir- komulag getur virkað en þá þarf að fara rétt að öllu. Þá mætti setja upp skjal með lögfræðingi til að vera viss um að allt sé gert. Einnig er afar varhugavert að eyða peningi í óþarfa lúxus á meðan þú skuldar fjöl- skyldumeðlimi pening. 8 Að fara eftir hefðbundnum hlutverkaskiptum Hefðbundna hugmyndin er sú að konur sjái um daglega bók- haldið, eins og greiða reikninga en mennirnir sjá um fjárfestingar og að gera fjárhagsáætlanir. Þetta virkar hins vegar ekki alltaf best svona. Komist frekar að því hverjir styrkleikar ykkar eru og hvar þeir eru best nýttir, burt séð frá því hvað önnur pör gera. 9 Að peningar geti haft áhrif á andlega líðan Rannsóknir sýna að samanborið við önnur ágreiningsefni þá standa rifr- ildi um peninga lengur yfir, eru verri fyrir sambandið og enda oftar með hávaða og látum. Þegar rifist er um peninga hefur það oftar meiri áhrif á karlmenn en rannsóknir sýna að þeim finnst þeir eigi að vera sá aðili sem skaffar peninga fyrir heimilið. Það hefur því meiri áhrif á þá þegar ágreiningurinn snýst um peninga. 10 Að gleyma því að njóta peninganna saman Peningar þurfa ekki alltaf að vera ástæða rifrilda og átaka. Þeir geta líka verið uppspretta gleði og ánægju. Rannsóknir sýna að það að eyða peningum í nýja upplifun, eins og miða á tónleika eða vínsmökkun, er ánægjulegra og veitir meiri og lengri hamingju en að eyða þeim í efnislega hluti. Slík upplifun veitir okkur ham- ingju, ekki einungis á meðan á henni stendur heldur einnig í minningunni. Góðar minningar eru, þegar öllu er á botninn hvolft, oftast það dýr- mætasta í hjónabandi. Algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr. Algengt verð 251,4 kr. 260,5 kr. Höfuðborgarsv. 251,3 kr. 260,4 kr. Algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr. Algengt verð 253,9 kr. 260,7 kr. Melabraut 251,4 kr. 260,5 kr. Eldsneytisverð 6. nóvember Bensín Dísilolía Vinalegt viðmót n Lofið fær Skalli í Ögurhvarfi í Kópavogi. „Þar fær maður alltaf góða þjónustu og starfs- fólkið leggur sig alltaf sérstaklega fram gagn- vart viðskiptavinunum. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað það er vina- legt viðmót sem mætir manni þegar maður kem- ur þarna inn,“ segir ánægður viðskiptavinur. Of fáir starfsmenn n Lastið fær Subway á N1 en við- skiptavinur sendi eftirfarandi: „Alltaf þegar ég fer þangað eru bara tveir starfsmenn sem eru að sinna öllu og röðin þar af leiðandi endalaus. Svo er framkom- an ekki upp á sitt besta.“ Leitað var við- bragða hjá Subway. „Við tökum auð- vitað á því ef framkoma starfsfólks er ekki lagi en við erum með ákveðna staðla um það hvernig á að afgreiða viðskiptavini og kurteisi. Hvað varðar staðinn þá er Hring- brautin frekar lítill staður en það eru yfirleitt tveir starfsmenn. Við búum til báta fyrir hvern og einn kúnna sem tekur smá tíma og við getum lent í því að það komi margir í einu. Þó reynum við að afgreiða eins hratt og hægt er og með bros á vör,“ segir Gunnar hjá Subway. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Leiðrétting Í tilefni greinar sem birtist fyr- ir skömmu í DV og fjallaði um skaðsemi örbylgjupopps vilja forsvarsmenn Inness árétta að það sem fram kom í þeirri grein eigi ekki við um Orville- örbylgju popp. „Það hefur verið selt á Íslandi í áraraðir og inni- heldur ekki PFC né diacetyl, inniheldur ekki erfðabreytt innihaldsefni og enga trans- fitu. Framleiðandi Orville hefur lagt sig fram um að gera vöruna sem heilsusamlegasta úr garði og ég get sannarlega fullyrt að hvað varðar Orville á þessi um- fjöllun engan veginn rétt á sér,“ segir Sigurður Þór Björgvinsson, markaðsstjóri Innness. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hamingjusamt hjónaband Pör skulu reyna að forðast það í lengstu lög að rífast um peningamál.„80 prósent hjóna fela kaup fyrir maka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.