Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Page 18
18 Bækur 21. nóvember 2012 Miðvikudagur
D
V fjallaði um það í vikunni
þegar þrír flóttamenn voru
handteknir af íslensku lög
reglunni og sendir úr landi.
Einn mannanna hafði flúið
Írak vegna þess að þar óttaðist
hann um líf sitt. Allt bendir til þess
að þangað verði hann sendur aft
ur. Þetta er langt í frá fyrsta fréttin af
slíkum brottvísunum en þær verða
sífellt algengari hér á landi. Þær
byggja á ákvörðunum Útlendinga
stofnunar sem byggja á lagabókstöf
um. Maður deilir ekki við lagabók
stafinn, er það?
Illska, ný skáldsaga Eiríks Arnar
Norðdahl, á í beinni samræðu við
fréttir sem þessar. Hún er skýrt sam
tal við samtímann. Í henni er snert
á óþægilegum sannleika um okkur
sjálf. Einhverju sem við viljum helst
ekki kannast við. Því sjáiði til, það er
jú allt öðruvísi að senda mann aftur
til Írak þar sem hann gæti átt yfir
höfði sér pyndingar og dauða, held
ur en að senda mann í „helförina.“
Það er ólíku saman að jafna, sjáiði
ekki?
Hvað gátum við gert?
„Við getum ekki tekið á móti fólki
sem er ólíkt okkur vegna þess að það
er hottintottar sem skítur þar sem
það étur.“ (185)
Illska er hápólitískt verk og á því
skilið að fá pólitískan bókadóm.
„Er helförinni nokkurn tímann
„ lokið“?“ (14) spyr Illska lesandann
rétt við upphaf bókar og maður er
hreint ekki viss. Við, þetta upplýsta
og menntaða nútímafólk, getum
nefnilega verið ísköld rétt eins og
„illu nasistarnir“ sem vísuðu í laga
bókstafi þegar þeir sendu gyðinga,
sígauna og fatlaða í „hina einu
sönnu helför.“
„Öðrunin segir minna um hvað
aðrir eru ómerkilegir og meira um
hvað við erum ógeðslega merkileg
með okkur.“ (61) Við sendum flótta
menn ítrekað aftur til síns heima
á grundvelli lagabókstafa. Sumir
þeirra deyja. Við ypptum öxlum.
Hvað gátum við gert? „Við getum
ekki tekið á móti fólki sem er ólíkt
okkur vegna þess að það gerist afæt
ur á samfélagi okkar, skapar glund
roða sem verður þjóð okkar loks að
falli.“ (185)
Sögumaður með stæla
Sögumaðurinn í Illsku er djarfur og
ögrandi og stundum með helbera
stæla eins og Eiríks er von og vísa.
„Hér verður öllu líkt við Hitler, Þriðja
ríkið og Nasista. Ekki til þess að gera
lítið úr umræðunni, ekki til þess að
láta hana hverfa á trúarlegar slóðir,
heldur vegna þess að lögreglan ER
einsog Gestapo …“ (40) Sögumað
urinn er afar fyrirferðarmikill, sem
getur verið kostur sem og löstur, en
hann er líka kaldhæðinn og lifandi
og hann leikur sér.
Eiríkur er algjör stílsnillingur og
það getur verið hrein unun að lesa
sum textabrotin. Bókin er einmitt
sett upp á nýstárlegan hátt, eða í
litlum textabútum sem eru flestir
á stærð við netfréttir. Þannig tekst
þessari 540 síðna sögu að halda
lesendum við efnið allan tímann,
en það er aldrei dauður punktur í
verkinu. „… Útlendingastofnun ER
eins og RSHA, sjónvarpið ER eins og
Göbbels, útvarpið ER einsog Gör
ing, bókmenntirnar eru einsog Knut
Hamsun og Sigur Rós er einsog
Wagner.“ (40)
Þú býrð í Nazistan
Sumir bútarnir, sérstaklega þeir
sem settir eru fram sem eins konar
fróðleiksmolar inn á milli sögunnar
sjálfrar, eiga það til að valda mögn
uðum hugrenningatengslum, sem
gerir það að verkum að bókin stækk
ar sýn manns á heiminn. Opinberar
eitthvað sem hefur verið þarna
beint fyrir framan nefið á manni, en
enginn hefur bent á fyrr en núna.
„Þú býrð í Nazistan alveg sama hvar
þú býrð.“ (40)
Bókin fjallar líka um þá fjarlægð
sem við virðumst stundum hafa
við mannkynssöguna. Eins og við
séum komin lengra en sagan, út
fyrir hana einhvern veginn, og að
voðaverk eins og helförin eigi bara
heima í bókunum og bíómyndun
um, en ekki í heiminum sem við
búum í, ekki veruleikanum. „Helsta
afrek nútímamannsins er nútíminn
og í nútímanum gerast ekki svona
hlutir. Hvorki nú né þá.“ (23) Í Illsku
er mannkynssagan sprelllifandi og
við erum þátttakendur í henni. Hún
er að verða til í dag rétt eins og hún
var í smíðum þegar helförin átti sér
stað, og það er ennþá smá helför í
gangi, eða hvað?
Helförin í dag
Hvað heitir annars það sem er að
gerast á Gaza núna? gæti sögu
maður Illsku hæglega spurt, svo ég
ljái honum rödd í eigin bókardómi.
Þá gæti einhver svarað, þið kannist
við röddina: „Að líkja ástandinu á
Gaza við helför gyðinga er móðgun
við þær milljónir sem létu lífið í út
rýmingarbúðum nasista.“ Og það er
alveg rétt jánkum við skömmustu
lega, þó að íbúarnir á Gaza búi
í gettói og það sé verið að drepa
börnin þeirra með klasasprengjum,
þá er það auðvitað engin „helför“.
Og þannig höldum við áfram inn í
nýjan dag.
„Og svo munum við eftir ...
uuuuh ... til dæmis Írak: kannski
650 þúsund [látist] frá innrás fram til
júní 2006 – ekki það við vitum það.“
(89) Illska er sífellt að taka mann úr
svartri fortíð og inn í samtíð það
an sem hún dregur mann aftur til
baka. Á meðan maður les bókina
finnur maður sterkt fyrir því að sem
áhorfandi er maður þátttakandi. Við
sjáum fórnarlömb árásanna á Face
book, og ólíkt Þjóðverjum sem stigu
fram með skilti í kjölfar helfararinn
ar og sögðu „Við vissum ekki“ (87)
getum við ekki skýlt okkur á bak við
neinn frípassa. Við vitum. Við sjáum.
Flæði illskunnar
Bókin fjallar í afar stuttu máli um
(hina góðu) litháísku Agnes Lukau
skaite sem elskar (hinn auma) og
áttavillta íslenskufræðing Ómar.
Agnes sem er með helfararblæti
fellur síðar fyrir (hinum sterka)
nýnasista Arnóri svo úr verð
ur merkilegur ástarþríhyrning
ur. Bókin fjallar einnig um forfeður
Agnesar, langafa hennar í þorpinu
Jurbarkas í Litháen sumarið 1941,
þar sem annar þeirra, nasistinn,
í hlutverki (hins illa), skaut hinn,
fórnarlambið, (þann góða).
Annars er hið góða og illa alls
enginn óhreyfanlegur fasti í verkinu.
Illskan er miklu frekar allt í kringum
sögupersónurnar einsog á sveimi og
brýst fram í öllum við ákveðnar að
stæður. Það er meginstef bókarinn
ar. Afarnir, nasistinn og gyðingur
inn, voru báðir „venjulegir menn“
sem elskuðu börnin sín, en annar
drap hinn. Þannig hegða menn sér
stundum, þeir drepa aðra menn.
Með vísan í lagabókstaf eða ekki. Þá
og nú. Um þetta fjallar Illska og svo
miklu miklu meira.
Við upphaf verksins er Agnes
(hin góða) upplýsta konan sem hitt
ir (hinn vonda) nýnasista Arnór.
Ómar er hins vegar áttavilltur, og
minnir kannski einna helst á pöp
ullinn í lýðræðissamfélagi sem veit
ekki hvern hann á að kjósa. Þessi
hlutverk hins góða og hins vonda
riðlast síðan jafnóðum eftir því sem
lesandinn kynnist persónunum
betur og manni verður ljóst að illt og
gott er ekki í sitthvoru hólfinu.
Upphaf samræðu
Eiríkur Örn spennir bogann hátt í
Illsku og honum tekst almennt mjög
vel til. Bókin er þó ekki án allra ann
marka. Þannig má til dæmis setja
út á persónusköpunina en ég átti
á stundum erfitt með að finna til
samúðar með aðalsögupersónun
um. Það er aldrei gott ef lesandan
um er sama um örlög sögupersón
anna. Einna helst náði ég tengingu
við Arnór þegar farið var í gegn
um uppeldissögu hans á Ísafirði
en sú saga var einkar vel heppnuð,
allt í senn meinfyndin og tragísk.
Verr finnst mér hafa tekist upp við
persónusköpun forfeðra Agnesar í
Jurbarkas en þar verða nöfnin mörg
og persónurnar aðeins of fjarlægar.
Hins vegar mætti segja að Illska
væri á engan hátt bók sem byggir allt
sitt á söguþræði eða persónusköpun.
Þetta er fyrst og fremst pólitískt verk
og það á í beinskeyttri samræðu við
nútímann um samfélagið sem það
sprettur úr, eins og það er, en ekki
eins og vildum að það væri. Í Illsku
er orðum komið að hlutum sem
við sem samfélag höfum verið allt
of hrædd við að orða hingað til. Og
kannski höfum við hreinlega ekki
haft hæfileikann til þess fyrr en nú?
Þegar Eiríkur Örn Norðdahl hefur
loksins rofið þögnina.
Sem pólitískt verk er Illska hreint
stórvirki. Hún talar inn í kjarnann
á þjóð sem hneigist til að forðast
sannleikann um sjálfa sig. Allir þeir
sem vilja horfast í augu við sann
leikann um Ísland og heiminn sem
er allt í kring verða hreinlega að lesa.
Eftir það getum við byrjað að tala
saman. n
Helförin fyrir framan okkur
Illska
Höfundur: Eiríkur
Örn Norðdahl
Útgefandi: Mál og menning
540 blaðsíður
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Bækur „Eiríkur er algjör
stílsnillingur og
það getur verið hrein
unun að lesa sum texta-
brotin.
Stórvirki Illska, ný skáldsaga
Eiríks Arnar Norðdahl, er gríðarlega
stórt verk sem spannar stóran
hluta tuttugustu aldarinnar og
teygir anga sína um alla Evrópu.