Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Side 23
Þá fékk ég alveg nóg Ég óska engum þess Auður Haralds segir iðnaðarfyrirtæki hafa svikið sig. – DVJack Hrafnkell Daníelsson missti son sinn í síðasta mánuði. – DV G uðlaugur Þór Þórðarson, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins, neitar að svara því hvort hann hafi komið gögnum um for­ stjóra Fjármálaeftirlitsins, Gunnar Andersen, í Kastljós Ríkisútvarps­ ins. DV hefur gert árangurslausar tilraunir til að fá Guðlaug Þór til að svara þessari spurningu. Hann hefur ekki viljað það, líkt og neðangreind tölvupóstsamskipti bera með sér. Frá því að Fréttablaðið birti for­ síðufrétt í mars síðastliðnum um að Gunnar segði Guðlaug Þór hafa kom­ ið gögnum um störf sín fyrir aflands­ félög Landsbankans í Kastljósið hef­ ur þingmaðurinn ekki séð tilefni til að neita þessu né játa. Í samtali við Fréttablaðið í mars tók hann ekki af öll tvímæli um að ávirðingar Gunnars væru réttar. Hið eina sem Guðlaugur Þór sagði var: ,,Það er bara ekki svo gott að ég stýri Kastljósi enda myndu menn sjá öðruvísi efnistök ef svo væri. Þetta er örvæntingarfull tilraun manns með slæma samvisku og hann verður að svara sjálfur fyrir sínar gjörðir.“ Í svari Guðlaugs Þór fólst því hvorki neitun né játning. Aðrir fjöl­ miðlar en Fréttablaðið hafa ekki séð tilefni til að taka málið upp eða spyrja spurninga um það. DV hefur hins vegar afar öruggar heimildir fyrir því að Guðlaugur Þór hafi komið gögn­ um um um störf Gunnars Andersen í Kastljósið; svo traustar eru þær að undirritaður leyfir sér að fullyrða að það er ekki að ástæðulausu sem þingmaðurinn neitar að ræða málið. Tekið skal fram að eftirgrennslan um málið snýst ekki að neinu leyti um aðkomu Kastljóssins að því að taka við gögnum frá Guðlaugi Þór, eða öðrum sem kunna að hafa látið fjölmiðilinn eða aðra miðla fá gögn, heldur um það af hverju þingmaður­ inn vildi grafa undan forstjóra Fjár­ málaeftirlitsins. Spurningin sem myndi óhjá­ kvæmilega fylgja í kjölfar svars Guð­ laugs Þórs er af hverju hann hafi gert þetta? Erinda hverra var Guðlaugur Þór að ganga? Af hverju vildi hann koma höggi á forstjóra Fjármála­ eftirlitsins? Hver hefur hagsmuni af því að láta stofnunina sjálfa líta út eins syndasel? Hvaðan fékk þing­ maðurinn þessi gögn um aflands­ félög Landsbankans? Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum voru tengsl Guðlaugs Þór við fjársterka aðila í ís­ lensku viðskiptalífi umtalsverð fyrir hrun. Hann fékk hæstu prófkjörs­ styrki allra þingmanna, hann var milliliður í því fyrir hönd Sjálfstæðis­ flokksins að afla styrkja frá Lands­ bankanum og FL Group upp á tugi milljóna, Baugur beitti sér gegn Birni Bjarnasyni, og þar með með Guð­ laugi Þór í prófkjörsslag í Reykja­ vík, hann seldi Sigurjóni Árnasyni Landsbankastjóra tryggingaumboð sem hann hafði keypt af Búnaðar­ bankanum, hann var einn af helstu gerendunum í REI­málinu svokall­ aða auk þess sem hann mun hafa verið eins og ,,grár köttur“ í Lands­ bankanum í miðbæ Reykjavíkur á árunum fyrir hrun, samkvæmt heim­ ildum DV. Guðlaugur Þór hefur hins vegar ekki gefið færi á því að ræða þessi mál þar sem hann neitar að svara þeirri spurningu hvort hann hafi komið gögnum um Gunnar And­ ersen í Kastljósið. Þar af leiðandi veit íslenskur almenningur – og kjósend­ ur Sjálfstæðisflokksins – ekki hvar hann hefur Guðlaug Þór. Er hægt að treysta slíkum manni? Guðlaugur Þór býður sig fram í annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi prófkjöri hjá flokknum um helgina. Þingmaðurinn ætti að stíga fram og svara spurningum um mál Gunnars Andersen fyrir þann tíma. Málið snýst nefnilega ekki síður um Guðlaug Þór, fortíð hans, samvisku og tengsl við þekkta viðskiptamenn, en Gunnar Andersen sjálfan, sem nú býður dóms fyrir brot í opinberu starfi; dóms þar sem hann verður lík­ lega sakfelldur. Tölvupóstsamskipti blaðamanns og Guðlaugs Þórs fylgja hér að neðan: „Sæll Guðlaugur, Ingi Vilhjálmsson hér á DV. Ég var að reyna að hringja í þig áðan. 5127028. Það er mikill áhugi fyrir því hjá einum helsta stuðnings­ manni þínum, Sveini Andra Sveins­ syni, að þú verðir hreinsaður af þeim áburði að hafa komið gögnum um Gunnar Andersen í Kastljósið. Við Sveinn Andri ræddum þetta mál á Facebook í gær. Þú þarft að svara þessari spurningu. Hringdu í mig sem fyrst. Þú hlýt­ ur líka að vilja hreinsa þig af þessum áburði, ef hann er rangur það er að segja. Bestu, Ingi“ „Það stendur það sem ég sagði við þig í gær. Leiðréttu rangfærslurnar og þá getum við talað saman. Góðar stundir.“ „Skil ég þögn þína sem svo að þú viljir ekki svara spurningunni? Þetta er einföld spurning, já eða nei spurn­ ing, sem þú ættir að getað svarað með einu litlu orði ef samviskan er hrein. Bestu, Ingi“ „Þessi ósk þín ætti ekki að hafa nein áhrif á svar þitt við þessari ein­ földu spurningu. Ég ítreka spurn­ inguna. Ef samviska þín er hrein þá ættir þú að geta svarað henni. Finnst þér ekkert óþægilegt að hafa þetta mál hangandi svona yfir þér? Svaraðu spurningunni. Bestu, Ingi“ „Ingi það skiptir engu máli hvaða spurningu þú kemur með eða hvenær ef þú/þið leiðréttið ekki rangfærslurn- ar þá tala ég ekki við ykkur. Kær kveðja GÞÞ“ Spurningin „Mig minnir að það hafi bara verið Batman-myndin.“ Bjarni Halldór Janusson 17 ára nemi „Það var Skyfall.“ Alfreð Jóhann Eiríksson 19 ára nemi „Ég fór síðast á Batman.“ Íris Ögn Geirdal 32 ára stuðningsfulltrúi „Ég sá Bond-myndina.“ Eva Björk Davíðsdóttir 18 ára nemi „Skyfall.“ Ásdís Guttormsdóttir 19 ára nemi Hvaða mynd sástu síðast í bíó? 1 „Það er algjörlega óhæft að skepnan skuli vera hýdd svona“ Starfsmaður Dýrverndar- sambandsins fordæmir meðferð á hesti. 2 Hjónabandið riðar til falls Hjónaband Kris og Bruce Jenner, for- eldra Kardashian-systranna, stendur á brauðfótum. 3 Hundur pissaði yfir Leu Brúnkumeðferð breyttist í sebrahesta- mynstur. 4 Hélt að gjafabréfið frá séra Sigurði væri persónuleg gjöf Tengdasonur Sigurðar Helga Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eirar, vissi ekki að gjafabréf sem Sigurður afhenti honum væri greitt af Eir. 5 Magnús fær milljónir frá ríkinu Ákæra sérstaks saksóknara sögð óskýr og vanreifuð. 6 Ekki útséð að aukavinnan borgi sig Boðið upp á reiknivél sem sýnir hvað þú hagnast í raun á aukavinnu. 7 Hvernig eldar maður lax í upp-þvottavél? Heilræði um sparnað og hvernig við getum einfaldað lífið. Mest lesið á DV.is Samstaða Talið er að ríflega eitt þúsund manns hafi komið saman á mótmælafundi við bandaríska sendiráðið á Laufásvegi á mánudag til þess að mótmæla árásum Ísraela á Gaza-svæðið í Palestínu. Skorað var á Obama Bandaríkjaforseta að beita sér í málinu. Þegar fundurinn var haldinn höfðu rétt um eitt hundrað manns beðið bana á Gaza, þar af þrjú börn undir tveggja ára aldri. Mynd Sigtryggur ari Myndin Umræða 23Miðvikudagur 21. nóvember 2012 Kjallari Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri DV Þögn Guðlaugur Þór neitar að svara því hvort hann kom gögnum um forstjóra Fjármálaeftirlits- ins í fjölmiðla. Svört samviska Þá líður manni helvíti vel Fréttamaðurinn Gunnar Hrafn fær adrenalínkikk út úr uppistandi. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.