Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2012, Page 24
E
f þú vilt stuðla að bættum
kjörum verkafólks í heimin-
um og berjast gegn barna-
þrælkun ættir þú jafnvel að
hugsa þig tvisvar um áður
en þú kaupir vörur frá Adidas,
Nike, H & M og GAP en þetta eru
einungis nokkur af fjölmörgum
stórfyrirtækjum sem eru grunuð
um að láta framleiða vörur sínar
í svokölluðum „sweatshops“ sem
má kalla þrælkunarverksmið
Föt, skór og raftæki
Öðru hvoru berast fréttir af slæm-
um aðbúnaði eða slysum á starfs-
fólki verksmiðja sem framleiða
fatnað, skó, raftæki og aðrar vörur
sem við á Vesturlöndum kaupum
án þess að huga að því við hvernig
aðstæður þær voru búnar til.
Illa launað við slæmar
aðstæður
Stórfyrirtæki á borð við H & M, GAP,
Nike og Adidas hafa verið uppvís að
því að framleiða vörur sínar í verk-
smiðjum þar sem illa er farið með
starfsfólk, það illa launað og písk-
að áfram. Sem dæmi má nefna að
fyrr í haust laumaði fréttaskýringa-
þáttur sænsku stöðvarinnar TV4
myndavél inn í eina vefnaðarvöru-
verksmiðju H & M í Kambódíu.
Þar var sjúkrabíll í viðbragðsstöðu
þegar leið yfir 250 saumakonur á
tveimur dögum vegna vannæringar
og þreytu.
Vítahringur fátæktar og
skulda
Það er í raun ekki til nein alþjóðleg
skilgreining á hugtakinu „sweats-
hop“ en Vinnumálastofnun Banda-
ríkjanna skilgreinir það sem verk-
smiðju sem brýtur tvö eða fleiri
atkvæði vinnulöggjafar, svo sem at-
riði hvað varða laun og hlunnindi,
barnaþrælkun eða vinnutíma. Það
má því skilgreina þetta sem vinnu-
stað þar sem starfsmenn eru beitt-
ir órétti eða eru misnotaðir og þar
sem þeim eru greidd of lág laun og
látnir vinna mikið. Þeir geta ekki
lifað sómasamlegu lífi og eru fastir
í vítahring skulda og fátæktar.
Börn neydd í vinnu
Alþjóðavinnumálastofnunin telur
að 250 milljónir barna á aldrinum
5 til 14 ára vinni í þróunarlöndun-
um, 61 prósent í Asíu, 32 prósent
í Afríku og 7 prósent í Suður-Am-
eríku. Mörg þessara barna eru
neydd til vinnu. Þeim er neitað um
menntun og eðlilega æsku. Sum
þeirra eru beitt ofbeldi, er haldið
föngnum og er ekki leyft að yfir-
gefa vinnustaðinn. Sum þeirra
hafa verið numin á brott frá fjöl-
skyldum sínum.
Þrýst á stórfyrirtækin
Fjölmargar síður á netinu berjast
gegn þessum þrælkunarverk-
smiðjum og hafa það fyrir stefnu
að þrýsta á stórfyrirtækin að búa
til sómasamlegar og mannúðlegar
vinnuaðstæður fyrir verkafólkið.
Þótt stórfyrirtækin reki ekki beint
verksmiðjurnar sjálf ættum við
neytendur að gera þær kröfur að
fyrirtækin kaupi ekki framleiðslu
af verksmiðjum sem koma fram
við verkafólk sitt á ómannúðlegan
hátt. Íslenskir neytendur sem vilja
vera vissir um að vörur sem þeir
kaupa komi ekki úr slíkum verk-
smiðjum geta séð umfjöllun á til
dæmis:
n treehugger.com
n veganpeace.com
n greenamerica.org
n oxfam.org.au
n cleanclothes.org
n anti-sweatshops.livejournal.
com
n sweatfree.org
24 Neytendur 21. nóvember 2012 Miðvikudagur
Algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr.
Algengt verð 251,4 kr. 260,5 kr.
Höfuðborgarsv. 251,3 kr. 260,4 kr.
Algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr.
Algengt verð 253,9 kr. 260,7 kr.
Melabraut 251,4 kr. 260,5 kr.
Eldsneytisverð 20. nóvember
Bensín DísIlolía
Góð þjónusta
n Lofið fær Lyf og heilsa í
Keflavík. „Ég vil fá að lofa Lyf og
heilsu fyrir mjög góða
þjónustu sem ég fékk
þar um daginn. Lyf-
seðill hafði ekki skilað
sér frá lækni og
þau hringdu
í hann fyrir
mig með bros
á vör,“ segir
ánægður við-
skiptavinur.
Fékk ekki
aðstoð
n Lastið fær Valitor en viðskipta-
vinur er óánægður með þá þjón-
ustu sem hann fékk þar. „Ég þurfti
að gera upp í vinnunni en gat það
ekki. Þetta var aðfaranótt sunnu-
dags og ég hringdi í Valitor til að fá
aðstoð. Ég fékk þau svör að vakt-
menn færu heim á miðnætti og
það væri ekkert hægt að gera fyrir
mig fyrr en daginn eftir. Ég sagði
viðkomandi að ég hefði lent í þessu
áður og fengið aðstoð en hún vildi
ekkert fyrir mig gera. Þá hringdi ég
í Borgun og fékk þar fína aðstoð og
var leidd í gegnum þetta.“
DV hafði sam-
band við Jónínu
Ingvadóttur,
deildarstjóra
markaðs- og
þróunarsviðs Val-
itor. „Valitor mun
í framhaldi af þessari
athugasemd skoða þetta
mál nánar og jafnframt
fara yfir þær verklagsregl-
ur sem gilda um neyðar-
þjónustu fyrir posa,“ segir Jónína.
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
n Vörur frá fjölmörgum stórfyrirtækjum eru búnar til í þrælkunarverksmiðjum
Verslaðu með
góðri samVisku
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Hverjir eru að
nota þrælkunar-
verksmiðjur?
Þessi fyrirtæki eru meðal þeirra sem
koma upp þegar leitað er á netinu eftir
upplýsingum um hvaða fyrirtæki eða
vörumerki eru grunuð um eða hafa
verið uppvís að því að nota þrælkunar-
verksmiðjur:
n GAP - framleiðir Old Navy og
Banana Republic
n H & M
n Esprit
n Nike
n Adidas
n Puma
n Asics
n FILA
n Mizuno
n New Balance
n Umbro
n Limited Brands - framleiðir vörur eins
og Victoria‘s Secret og Bath and Body
Works
n Calvin Klein
n Abercrombie & Fitch
n Apple
Framleiðsla við
slæmar aðstæður
Þessar vörur koma oftast úr þrælkunarverksmiðjum eða eru framleiddar við slæmar
aðstæður samkvæmt veganpeace.com:
skór Fjölmargar tegundir skófatnaðar eru búnar til í þrælkunarverksmiðjum en
stærsta vandamálið er í framleiðslu á íþróttaskóm. Flestir íþróttaskór eru búnir til í
verksmiðjum í Asíu og barnaþrælkun er einnig algeng í þessari framleiðslu.
Föt Það er mjög algengt að fatnaður sé búinn til í þessum verksmiðjum og þá er
einnig um barnaþrælkun að ræða. Í Bandaríkjunum er meirihluti þeirra sem vinna
í slíkum verksmiðjum kvenkyns innflytjendur sem vinna 60 til 80 tíma á viku. Í
þróunarlöndunum vinnur fólk þessa vinnu fyrir afar lág laun og við hræðilegar
aðstæður.
Teppi Mikið er um barnaþrælkun við þessa framleiðslu. Tæplega milljón börn vinna
við að handgera teppi um allan heim. Um það bil 75 prósent af teppum frá Pakistan
eru búin til af stúlkum undir 14 ára aldri.
leikföng Töluvert af leikföngum er búið til í þrælkunarverksmiðjum þar sem börn
vinna. Þetta á sérstaklega við um leikföng sem búin eru til í Kína, Malasíu, Taílandi
og Víetnam. Meðallaun verkamanns í leikfangaverksmiðju í Bandaríkjunum eru 11
dollarar á tímann. Í Kína eru launin 30 sent.
súkkulaði 43 prósent af kakóbaunum koma frá Fílabeinsströndinni þar sem kom-
ið hefur verð upp um barnaþrælkun. Auk þess eru verkamenn þar við fátæktarmörk
og svelta.
Bananar Þeir sem vinna við bananatínslu búa líklega við hvað verstu aðstæður
í heiminum. Þeir vinna langa vinnudaga, fá lítið greitt, eru þvingaðir til að vinna
yfirvinnu og eru útsettir fyrir hættulegu skordýraeitri.
Kaffi Margir litlir kaffibaunabændur fá minna greitt fyrir baunirnar sínar en það
kostar að framleiða þær, sem þvingar þá inn í vítahring fátæktar og skulda.
„sweatshop“
Starfsmenn verk-
smiðju í Kína.
Indland 13 ára
drengur við störf í
vefnaðarverksmiðju.
Teheran
Fjögurra ára
stúlka vinnur við
að gera teppi.
Popitas Zero án
transfitusýru
Í tilefni greinar sem birtist fyrir
skömmu í DV um skaðsemi ör-
bylgjupopps vill innflytjandi Pop-
itas Zero-poppkornsins, Slátur félag
Suðurlands, koma eftir farandi á
framfæri. Þeir segja að umbúðir
poppsins standist allar kröfur um
heilnæmi og engin hættuleg efni
séu í þeim. Þá séu engin aukaefni í
poppinu, hvorki bragðefni né við-
bætt fita. Það sé transfitulaust og
eins náttúrulegt og hugsast getur.