Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 6
S amkvæmt heimildum DV er Landsbankinn í viðræðum við Daníel Frey Atlason, auglýsingamann og eiganda vefsíðunnar Live Project, um kaup á nærri 5.000 fermetra húsnæði bankans við Laugaveg 77. Er ætlunin að breyta húsnæðinu í hótel sem samkvæmt heimildum DV gengur undir nafn­ inu Niceland. Bankinn auglýsti hús­ næðið til sölu í byrjun apríl á þessu ári. Því má segja að sala á því hafi dregist töluvert. Húsnæðið er í eigu Landsbankans en það hýsir útibú bankans auk starfsemi kortafyrir­ tækisins Valitor. Þegar DV hafði samband við Daníel játaði hann að hafa sýnt eigninni áhuga. „Staðan er þannig núna að ég vil sem allra minnst tjá mig um það,“ sagði Daníel hins vegar. Ekki væri tímabært að segja nánar frá þessu. Talið er að tilboð Daníels í fast­ eignina hljóði upp á 900 milljónir króna. Framkvæmdakostnaður við að breyta húsnæðinu í hótel verði varla undir 500 milljónum króna. Því er um að ræða fjárfestingu upp á um 1.500 milljónir króna. Þeir sem DV ræddi við telja ólíklegt að Dan­ íel hafi sjálfur fjárhagslega burði til að standa í þessari fjárfestingu. Einungis til þess að kaupa fasteign­ ina sjálfa þurfi líklega að koma með um 250 milljónir króna í eigin fé. Gerði tilboð í eignina í vor Samkvæmt heimildum DV gerði Daníel tilboð í eignina í vor þegar hún var auglýst. Hann hafi hins vegar ekki getað sýnt fram á nægjan­ lega mikið eigið fé þegar á reyndi. Frá þeim tíma hefur hann reynt að finna fjárfesta til þess að taka þátt í þessu verkefni með sér. Ætlun Dan­ íels sé að breyta húsnæðinu í lúxus­ hótel undir nafninu Niceland, sem verði mjög dýrt í framkvæmd. Sum­ um fjárfestum hafi fundist hug­ myndir hans óraunhæfar. Viðmælandi úr fjármálageir­ anum sem DV ræddi við seg­ ir marga ósátta við það hvernig Landsbankinn hefur staðið að sölunni á Laugavegi 77. Þeir sem hafi lýst áhuga á því að kaupa eign­ ina hafi fengið á tilfinninguna að bankinn hafi viljað halda sig við þá hugmynd að breyta húsnæðinu í hótel. Einn starfsmaður fjármála­ fyrirtækis sem DV ræddi við segir að nú nýlega hafi fjárfestir vilja kaupa húsnæðið en halda því í óbreyttri mynd. Landsbankinn hafi ekki sýnt þeirri hugmynd mikinn áhuga. Eitt af því sem einnig hefur verið nefnt er byggingaréttur fyrir aftan húsnæðið en eins og kunnugt er er þar í dag risastórt bílastæði í dag. Sagði einn heimildarmaður DV að þar væri hægt að bæta við allt að sjö þúsund fermetra húsnæði. Þá fullyrðir einn heimildarmaður DV að Daníel hafi átt að standa skil á greiðslu vegna kaupanna fyrir um þremur mánuðum. Hann hafi síðan fengið framlengingu til næstu mánaðamóta. Margir fjárfestar hafi áhuga á því að kaupa fasteignina og þá sérstaklega á því verði sem nú er fullyrt að Daníel hafi boðið. DV sendi Landsbankanum fyrir­ spurn vegna málsins. Í svari frá Kristjáni Kristjánssyni, upplýsinga­ fulltrúa Landsbankans, segir að ekki sé enn búið að ganga frá sölu eignarinnar. „Við erum í viðræðum við einn aðila sem stendur,“ segir hann. Hins vegar vildi bankinn ekki upplýsa hver sá aðili er. Þekktur auglýsingamaður Daníel er einna þekktastur fyrir störf sín í auglýsingabransanum. Hann starfaði hjá auglýsingafyr­ irtækinu Jónsson & Le´macks en sagði upp störfum þar um síðustu áramót. Þá ákváðu hann og Hörður Kristbjörnsson, samstarfsmaður hans hjá Jónsson & Le´macks að einbeita sér alfarið að vefsíðunni Live Project sem er rauntíma­ og myndbrotasíða. Fyrirtæki Daníels leigir í dag hús­ næði að Hverfisgötu 18a en sú fast­ eign er í eigu Hverfiseigna ehf. en eigandi þess er Ingibjörg S. Pálma­ dóttir. Heimildarmaður DV fullyrðir að Daníel hafi reynt að fá Ingibjörgu til þess að taka þátt í því með sér að breyta Laugavegi 77 í hótel. Þetta hefur hins vegar hvorki fengist stað­ fest frá Daníel né Ingibjörgu sjálfri. DV hefur áður sagt frá því að Ingi­ björg hafi skoðað Laugaveg 77 með það í huga að breyta húsnæðinu í hótel. Ingibjörg þekkir hótelbransann vel enda hefur hún verið eigandi 101 hótels á Hverfisgötu í mörg ár. Þess skal getið að Daníel er sjálfur ekki alls ókunnugur hótelbrans­ anum. Á heimasíðu Hótel Egilsen í Stykkishólmi, sem er í eigu Grétu Sigurðardóttur, móður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi for­ stjóra Kaupþings, kemur fram að Daníel hafi komið að hönnun hót­ elsins. Fróðlegt verður að sjá hver örlög Laugavegs 77 verða en líkt og áður kom fram hafa margir sýnt þessari eign áhuga. n Hrafn hætti ekki fyrr en í júlí n Starfaði í marga mánuði eftir að hafa hætt sem framkvæmdastjóri H rafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssam­ taka lífeyrissjóða, lét ekki af störfum hjá samtökunum fyrr en í lok júlí. Hann hætti sem fram­ kvæmdastjóri samtakanna í byrjun ágúst á síðasta ári eftir 36 ára starf. Samið var sérstaklega við Hrafn um að starfa áfram á vegum samtakanna eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í svari samtakanna við fyrirspurn DV um starfslok og starfslokagreiðslur til Hrafns. Í febrúar árið 2011 tilkynnti sjóð­ urinn að Hrafn hygðist láta af störf­ um sem framkvæmdastjóri í kjöl­ far aðalfundar samtakanna sem átti að fara fram í maí sama ár. Í tilkynn­ ingunni þá kom fram að Hrafn hygðist hætta fyrr en að hann hefði orðið við ósk stjórnar landssamtakanna um að fresta því vegna hruns fjármálakerfis­ ins í október 2008. „Eftir þetta langan starfsferil þótti afar mikilvægt að fá að njóta starfs­ krafta hans áfram að ákveðnu marki. Því var samið við hann um að verða nýjum framkvæmdastjóra innan handar næstu mánuði auk þess sem honum voru falin ákveðin sérverk­ efni,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, nú­ verandi framkvæmdastjóri Landssam­ taka lífeyrissjóða í svarinu. Hún segir að verkefnin hafi meðal annars snúið að gerð umsagna og ritunar sögu sam­ takanna. Þórey segir að Hrafn hafi verið í fullu starfi hjá samtökunum til og með 31. mars síðastliðinn en frá þeim tíma í hálfu starfi til 31. júlí. „Á framan­ greindu tímabili tók Hrafn jafnframt áunnið orlof,“ segir hún og bætir við að Hrafn hafi ekki fengið neinar auka­ greiðslur umfram vinnuframlag hans í þágu samtakanna. n adalsteinn@dv.is n Sagður hafa gert 900 milljóna króna tilboð í Laugaveg 77 NICELAND HÓTEL AÐ LAUGAVEGI 77 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is 6 Fréttir 28. nóvember 2012 Miðvikudagur Niceland Daníel Freyr Atlason er sagður hafa gert 900 milljóna króna tilboð í Laugaveg 77 MyNd: 365 Ingibjörg sögð áhugasöm Hermt er að Ingibjörg S. Pálmadóttir athafnakona hafi sýnt áhuga á að taka þátt í að breyta Laugavegi 77 í hótel. Starfaði lengi Tilkynnt var um fyrirhuguð starfslok Hrafns í febrúar árið 2011 en hann hætti ekki hjá sjóðnum fyrr en ári síðar. Ekki á leið til Hollands „Nei, ég hef ekki skipulagt flutn­ inga til Hollands,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri­grænna, í samtali við DV.is á þriðjudag en Eyjan greindi frá því í Orðinu á götunni að Sóley væri á leið með fjölskylduna til Hollands að loknu kjörtímabilinu. Eyjan sagði búferlaflutningana samkomulag milli Sóleyjar og eigin manns hennar. Sóley þver­ tekur fyrir þetta og bendir á að margsinnis hafi komið fram, með­ al annars á Beinni línu DV.is fyrr á árinu, að hún ætli sér að hætta afskiptum af borgarpólitíkinni eft­ ir kjörtímabilið. Sóley kveðst ósátt við getgátur um fjölskyldulíf sitt. „Mér finnst með hreinum ólík­ indum að blaðamenn hafi ekkert betra að gera en geta sér til um mína fjölskylduhagi og fyrirætl­ anir.“ Hættur hjá Landsbjörg Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, er endanlega hættur hjá samtök­ unum. Guðmundur fór í leyfi frá störfum eftir að umfjöllun DV um viðskipti hans komst í hámæli. Hörður Már Harðarson, for­ maður Slysavarnafélagsins, segir að ekkert athugavert hafi verið við störf Guðmundar hjá Landsbjörg, en að leiðir hafi þurft að skilja. Guðmundur sagði sjálfur upp stuttu eftir að málið kom upp, og verður horft til þess að ráða ein­ hvern í stöðuna innan Lands­ bjargar. „Við auglýsum ekki held­ ur horfum inn á við í okkar raðir, það er nokkuð ljóst,“ var haft eftir Herði Má í Fréttablaðinu á þriðjudag. Mannleg mistök Það voru að öllum líkindum mann­ leg mistök sem urðu þess valdandi að fiskibáturinn Jónína Brynja, frá Bolungarvík, strandaði við Straum­ nes á mánudagskvöld. Tveir skip­ verjar voru um borð og komust heilir á húfi úr ógöngunum. Bátur­ inn, sem var glænýr, er hins vegar gjörónýtur. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni. Björgunarskip og ­bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum fóru á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Björgunarsveitir komu að skip­ verjunum heilum á húfi í fjörunni þar sem þeir voru í flotgöllum. Þeir voru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar rétt fyrir níu á mánudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.