Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 28. nóvember 2012 Miðvikudagur Væntingavísitala Gallup: Íslendingar enn nokkuð svartsýnir Væntingavísitala Capacent Gallup lækkaði í nóvember, annan mánuðinn í röð. Þó er um að ræða mun minni lækkun en í fyrri mánuði. Þetta kemur fram á vef Greiningar Íslandsbanka sem fjallar um niðurstöðuna. Vísitalan lækk- aði um tvö stig frá fyrri mánuði en í október lækkaði vísitalan um heil tólf stig. Væntingavísitalan mælist nú 75,9 stig og er 13 stigum hærri en á sama tíma í fyrra. „Sé tekið mið af fyrstu ellefu mánuðum ársins hefur gildi væntingavísitölunnar mælst að jafnaði 78 stig samanber 60 stig á sama tímabili í fyrra, og hefur það ekki verið svo hátt á þessu tímabili síðan fyrir hrun. Er því ljóst að landsmenn hafa í ár verið mun bjartsýnni á efnahags- og atvinnu- líf þjóðarinnar en þeir hafa verið frá hruni, sem er í takti við þann efnahagsbata sem hér hefur orðið undanfarið. Eins og kunnugt er mælir vísitalan væntingar neyt- enda til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir,“ segir á vef greiningar Íslandsbanka. Að mati Greiningar þarf þessi lítilsháttar breyting á vísitölunni nú í nóvember ekki að koma á óvart sé horft til aðstæðna í hagkerfinu. Þannig hafa mun minni sveiflur verið á gengi krónunnar í nóvem- ber en verið hafa síðustu mánuði. „Reynslan sýnir að væntingar þjóðarinnar eru mjög viðkvæm- ar fyrir gengisbreytingum. Á sama tíma eru fá teikn á lofti sem bein- línis gefa tilefni til bjartsýni, en undanfarið hefur hægt á vexti kaupmáttar og ýmsar vísbendingar benda nú í þá átt að hægt hafi á vexti einkaneyslu undanfarið. Mat neytenda á núverandi ástandi og á efnahagslífinu litast eflaust af þess- um aðstæðum en þessar undirvísi- tölur væntingavísitölunnar lækka um rétt rúmlega 4 stig frá fyrri mánuði. Mat á atvinnuástandinu hækkar hins vegar um 2 stig frá fyrri mánuði og mælist sú vísitala nú 86 stig. Atvinnuástandið hefur undan- farið batnað talsvert og var skráð atvinnuleysi í októbermánuði 5,2% en á sama tíma í fyrra var það 6,8%. Eina undirvísitalan sem mælist nú yfir 100 stigum, sem bendir til þess að fleiri eru jákvæðir en neikvæð- ir, er vísitalan sem mælir væntingar neytenda til 6 mánaða, en sú vísi- tala lækkar um 0,8 stig frá fyrri mánuði og er nú 104,6 stig. Vísi- talan hefur nú verið yfir 100 stigum samfellt síðan í maí síðastliðnum.“ 200 milljóna afskriftir Afskrifa þurfti tæplega 200 millj- óna króna kröfur á félagið Kam- banes ehf. á síðasta ári. Engar eignir fundust í búinu. Sam- kvæmt fyrirtækjaskrá stundaði félagið umboðsverslun með fisk og fiskafurðir. Samkvæmt síð- asta ársreikningi félagsins fyrir árið 2007 skuldaði félagið tæpar 210 milljónir króna. Eigendur félagsins, samkvæmt ársreikn- ingum fyrir 2007, voru Aron Reynisson ehf., Hjörtur Eiríks- son sf., og Lönd ehf. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí árið 2009 en skiptum á því lauk í ágúst á síðasta ári. Tilkynning um gjaldþrotið var birt í Lög- birtingablaðinu nýverið. B anki Jóns Helga Guðmunds- sonar í Lettlandi, Norvik Banka, á í erfiðleikum með að fjármagna sig og hefur lettneska fjármálaeftirlitið viðurkennt opinberlega að stofnun- in hafi áhyggjur af bankanum. Þetta kom fram í nokkrum erlendum fjöl- miðlum, meðal annars Bloomberg og á vefsíðunni bne.eu, í lok síð- asta mánaðar. Bankinn er sá áttundi stærsti í Lettlandi. Jón Helgi seldi fyrr á árinu ríflega 2/3 hluta bréfa sinna í bankanum og heldur eftir 15 pró- sentum. Þá var haft eftir aðstoðarstjórnar- formanni lettneska fjármálaeftirlits- ins, Janis Brazovskis, á vefsíðunni pietnik.com að Norvik Banka ætti í erfiðleikum með að fjármagna sig og hefði ekki veitt nein lán síðan í júní síðasta sumar. Um 45 milljarða króna lettnesk ríkisábyrgð er á Norvik Banka vegna innistæðna viðskipta- vina bankans og er því um verulega hagsmuni að ræða fyrir land og þjóð að bankinn fari ekki í þrot. Í fréttun- um um erfiðleika bankans kom fram að lettneska fjármálaeftirlitið hefði gert Norvik Banka að auka hluta- fé bankans um 50 milljónir evra á næsta mánuði til að tryggja rekstrar- grundvöll hans. Norvik Banka er tuttugu ára gam- all banki og er með 80 útibú í 17 borgum í Lettlandi. Straumborg með 51 prósents hlut Fjárfestingarfélag Jóns Helga, Straumborg, hefur átt meirihluta í bankanum síðastliðin ár, um 51 pró- sent, á móti lettneskum fjárfestum. Norvik er nafnið á eignarhalds félagi Jóns Helga á Íslandi sem heldur utan um eignarhald hans á Krón- unni, Byko, Nóatúni, Kjarval og fleiri verslunum. Straumborg átti líka stóran hlut í Kaupþingi við fall bank- ans í hruninu 2008. Félag Jóns Helga keypti lettneska bankann árið 2006 en þá hét hann Lateko. Straumborg stendur illa og er eigin fjárstaða félagsins neikvæð um tæplega sex milljarða króna, sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi þess fyrir árið 2010. Skuldirnar námu ríf- lega 30 milljörðum en eignirnar 24 milljörðum. Tap félagsins á því ári nam rúmum 11 milljörðum króna. Samkvæmt þeim ársreikningi átti Straumborg 51,13 prósenta hlut í Norvik Banka í Lettlandi og tæp 83 prósent í Norvik Bank í Rússlandi. Í fréttunum um endurfjármögn- unina kom hins vegar fram að Straumborg væri stærsti eigandi Norvik banka og virðist ekki hafa verið gert opinbert í Lettlandi að fé- lagið hafi selt stærstan hluta bréfa sinna. Í tilkynningu frá lettneska fjár- málaeftirlitinu sem birt er á heima- síðu þess kemur fram að ungverskur fjárfestir, Sandor Demjans, eigandi Granit banka í Ungverjalandi, hafi lagt bankanum til fimm milljónir evra í lok síðasta mánaðar. Í tilkynn- ingu frá bankanum sjálfum kom fram að þessi upphæð næmi 11,6 milljónum evra en fjármálaeftirlitið var með lægri tölu í sinni tilkynn- ingu. Segir bankann ótengdan Norvik Jón Helgi Guðmundsson vildi ekki ræða um endurfjármögnun Norvik Banka í samtali við DV. Hann sagð- ist ekki vera inni í málefnum bank- ans. Þess í stað vísaði hann á fram- kvæmdastjóra Straumborgar. „Ég vísa á Hjalta Baldursson. Ég veit eitt- hvað um þetta en ég er ekki inni í þessu máli svoleiðis.“ Jón Helgi sagði jafnframt að endurfjármögnun Norvik Banka kæmi Norvik-samstæðunni ekkert við. „Norvik hefur ekkert með þetta að gera.“ Straumborg seldi stóran hlut Aðspurður um stöðuna á endur- fjármögnun bankans segir Hjalti Baldursson í svari sínu í tölvupósti að Straumborg hafi selt stærstan hluta af bréfum sínum í bankanum í upphafi þessa árs. Í fréttum lett- neskra miðla af endurfjármögn- un bankans var þessa ekki getið. „Eg vil benda ther a ad Straumborg seldi brodurpartinn af hlut sinum i byrjun ars […] Straumborg a nuna rumlega 15% i bankanum eftir af hafa selt fyrir taepu ari sidan.“ Þá segir Hjalti að Jón Helgi hafi ekki haft aðkomu að bankanum í nokkurn tíma. „Jon Helgi bend- ir ther a mig vegna thess ad hann hefur ekki haft adkomu ad bankan- um i langan tima. Thad eru takmork fyrir thvi sem eg ma tja mig vardandi bankann.“ Hann segir að salan hafi verið hluti af fjárhagslegri endur- skipulagningu Straumborgar og að hann sé bundinn trúnaði um hverjir það voru sem keyptu hluta- bréfin. „Straumborg er buid ad vera ad vinna ad solu eigna i samradi vid sina lanveitendur i nokkur ar. Salan var hluti af thvi. Eg er bund- inn trunadi um hverjir keyptu en get sagt ther ad thad voru local business menn.“ Erlendar fréttaveitur hafa, sam- kvæmt þessu, ekki verið með réttar upplýsingar um eigendur bankans í fréttum sínum um endurfjármögn- un hans. Misvísandi skilaboð Fréttaveitan Bloomberg var með- al þeirra alþjóðlegu miðla sem greindu frá hlutafjáraukningu Norvik Banka í lok síðasta mánað- ar. Þar kom fram að vefsíðan pi- etnik.com hefði haldið því fram að lettneska fjármálaeftirlitið hefði gert forsvarsmönnum Norvik Banka að auka hlutafé hans á næsta mánuðinum. Þá sagði á vefsíðu bne. eu að starfsemi Norvik Banka væri traust, samkvæmt talsmanni bank- ans. „Starfsemi Norvik Banka er með eðlilegum hætti og stendur við sínar skuldbindingar gagnvart við- skiptavinum að öllu leyti. Við höfum ekki orðið vitni að hræðslu meðal viðskiptavina eða auknum úttektum af innistæðureikningum. Hlutafé Norvik Banka er yfir lögbundnum mörkum og eiginfjárhlutfallið er meira en 51 prósent – 21 prósenti hærra en kveðið er á um í lögum.“ Lettneska fjármálaeftirlitið sá hins vegar tilefni til að senda frá sér- staka fréttatilkynningu um stöðu Norvik Banka eftir hlutafjáraukn- inguna frá ungverska fjárfestinum. Miðað við fréttaflutninginn af mál- inu virðist sem fjármálaeftirlitið í Lettlandi fylgist mjög náið með fjár- hagsstöðu Norvik banka þó að það vilji af skiljanlegum ástæðum ekki gefa neitt út opinberlega um að hún valdi stofnuninni áhyggjum. Ef staða bankans er eins slæm og fréttaflutningurinn gefur til kynna geta Straumborg og Jón Helgi prísað sig sæla með að hafa selt ríflega 2/3 hluta bréfanna sem félagið átti í bankanum. n Banki Jóns í erfið- leikum í Lettlandi n Jón Helgi búinn að selja stóran hlut í Norvik Banka í Lettlandi „Straum- borg a nuna rumlega 15% i bankanum eftir af hafa selt fyrir taepu ari sidan Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Á 15 prósent eftir Jón Helgi seldi rúmlega 2/3 hluta í Norvik Banka fyrr á árinu. Bankinn á í erfiðleikum um þessar mundir samkvæmt alþjóðlegum miðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.