Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 15
Ég er
dópisti
Við syngjum líka
mikið saman
Sveddi tönn er í fangelsi í Brasilíu. – DV Guðmundur Ingi Þorvaldsson samdi jólalag með 18 mánaða syni sínum. – DV
Það skiptir máli
Spurningin
„Nei, ég held ekki.“
Unnur Karen Karlsdóttir
27 ára afgreiðslukona
„Nei, ég held að það sé erfitt að
setja slík lög um internetið.“
Sigurður Örn Konráðsson
23 ára stöðumælavörður
„Ég þarf að kynna mér það
betur.“
Guðmundur Steingrímsson
40 ára þingmaður
„Já, eða nei, er alveg hægt að
framfylgja því?“
Arnar Sveinn Harðarson
18 ára nemi
„Ég hef voða litla skoðun á
þessu.“
Harpa Þrastardóttir
18 ára nemi
Á að banna
fjárhættuspil á
internetinu?
1 „Ég á alveg peninga til að dópa þangað til ég drepst“
Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn,
segist eiga nóg af peningum.
2 Segir þættina vera óþverra Einn aðalleikara Two and a Half Men fer
ófögrum orðum um þættina.
3 Veggjatítluhús jafnað við jörðu Húsið stóð á Njálsgötu og var í
eigu Unnar Guðjónsdóttur.
4 Enn ekkert spurst til Elvu Brár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir
eftir 22 ára konu.
5 Samherji fær 1.300 milljóna afskrift hjá Glitni Afskriftin
kemur til vegna opinna gjaldmiðla-
skiptasamninga sem félagið átti við
bankann.
6 Andrea „slæma stelpa“ er jólabarn Andrea Kristín Unnarsdóttir
eyðir jólunum þetta árið í fangelsi.
7 Sóley: „Nei, ég hef ekki skipulagt flutninga til
Hollands“ Fullyrt var að Sóley Tóm-
asdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna,
hygði á flutninga til Hollands eigi síðar
en að loknu kjörtímabili.
Mest lesið á DV.is
V
ið erum alltaf að velja leiðir,
oft á dag. Við tökum þúsundir
ákvarðana, smáar og stórar,
frá morgni til kvölds. Hverju
á að klæðast? Á að hella upp á kaffi?
Hvernig komum við okkur til vinnu?
Hvernig tölum við saman? Hver gerir
hvað? Svona fetum við okkur í gegn-
um dagana, litlar ákvarðanir safnast
saman eða raðast upp í mynd og við
blasir þátttaka í samfélagi. Hvert lítið
skref snertir samfélagið, heiminn,
náttúru og framtíð. Í þeim skilningi
er lífið pólitík, getur ekki annað ver-
ið, og þar tökum við öll þátt.
Skýrar en oft annars eigum við
hlut að máli þegar við veljum fólk
og flokka sem við viljum sjá á þingi
og í sveitarstjórn. Kosningar eru
vettvangur þar sem ákvörðunin er
stærri en alla jafna, enda kemur þar
þorri þjóðarinnar saman til að taka
ákvörðun. Hvernig á að stjórna?
Greiða úr vandasömum málum og
skipta gæðum? Hvaða áherslur eiga
að ráða? Hvert á að halda? Hvernig
deilum við byrðunum? Eftir hverju
á að sækjast? Hvað ber að varast?
Hvað er sanngjarnt og réttlátt?
Hvernig félagsskapur á samfélagið
okkar að vera?
Stefnan skiptir máli
Þjóðin er lúin eftir álag undanfar-
inna ára en kosningar skipta máli,
nú sem fyrr. Þess vegna vekur það
áhyggjur að kjörsókn í prófkjörum
haustsins þykir dræm. Stór hluti
kjósenda í þingkosningum er líka
óákveðinn ef marka má skoðana-
kannanir og sumir segjast ætla að
sitja heima þegar þar að kemur.
Þetta er auðvitað ekki gott, þetta er
okkur áminning og við hljótum öll
að vilja gera betur.
Samt gefa niðurstöður prófkjar-
anna ótvíræð skilaboð og valkost-
ir í komandi kosningum eru skýrari
en oft áður. Hjá Vinstri-grænum má
til dæmis greina sterkan stuðning
við konur til forystu. Hér í Reykja-
vík var niðurstaðan skýr og umboð-
ið sterkt. Í Kraganum er Rósa Björk
Brynjólfs dóttir komin til skjalanna
og á Suðurlandi er stillt upp tveimur
ungum og öflugum konum, Arndísi
Soffíu Sigurðardóttur og Ingu Sig-
rúnu Atladóttur, myndin er að raðast
upp. Ákvarðanir skipta máli, kosn-
ingar skipta máli.
Það skiptir líka máli hverjir
stjórna landinu og hvernig, það
hefur ríkisstjórnin sem nú situr sýnt
svo um munar. Stjórnarflokkarnir
hafa markað mörg og mikilvæg spor
á öllum sviðum þjóðlífsins. Þar hafa
verið teknar stórar ákvarðanir og litl-
ar ákvarðanir sem allar skipta máli
fyrir félagslegt réttlæti og græna
framtíð, kvenfrelsi og betri daga þó
að enn sé margt að vinna. Árangur-
inn er þarna og fer ekki á milli mála.
Það skiptir máli, þó að þeir sem hæst
láta þykist ekki sjá hann.
Endurvinnsla frá hægri
Á móti ætla hægriöflin að tefla fram
endurteknu efni frá árunum fyrir
hrun. Skattalækkunarkórinn ætlar
allt að æra. Nýjasta útspilið er að
Samtök atvinnulífsins, gamall kunn-
ingi, vilja færar byrðar af þeim sem
léttast geta borið þær. Um 20 millj-
arðar eiga að renna til þeirra 5%
skattgreiðenda sem hæstar hafa
tekjurnar! Núverandi ríkisstjórn færði
skattbyrðar af þeim sem hafa lægstu
tekjurnar yfir á hæstu tekjuhópana
og styrkti tekjustofna ríkisins til að
rétta af hallann sem hægri stjórnir
lögðu á þjóðina, verja sameign okkar
allra og auka jöfnuð til nýrrar sóknar.
Þess var aldeilis þörf, þegar efnahag-
ur landsins lá í rúst.
Nú birtast bólupostular hver á
fætur öðrum og hafa uppgötvað leið
til framtíðar. Það á að auka ójöfnuð.
Þetta er fólkið sem á sínum tíma
sagði að stærsta velferðarmálið væri
traust efnahagsstjórn rétt áður en allt
fór á kaf og skútan steytti á skeri.
Af þeim þúsundum ákvarðana
sem við tökum dag hvern eru bæði
góðar ákvarðanir og slæmar. Vorið
2009 tók þjóðin stóra ákvörðun og
góða, sem hefur stuðlað að betra
samfélagi undir stjórn vinstriflokka
með konur í forystuhlutverkum á
mörgum póstum. Við þurfum áfram
ríkisstjórn félagshyggju og réttlætis.
Græna og góða og kvenfrelsissinn-
aða. Þannig höldum við best áfram.
Afmæliskaffi Hallberg Guðmundsson rakari, lengst til vinstri á mynd, fagnaði 68 ára afmæli sínu á þriðjudag og hitti félaga sína á Café Haïti af því tilefni. Með afmælisbarninu
sitja þeir Haukur Brynjólfsson, Magnús Óskar, Þórarinn J. og Magnús Hjörleifsson. Mynd Sigtryggur AriMyndin
Umræða 15Miðvikudagur 28. nóvember 2012
Ég hef lengi haft áhuga
á þessu málefni
Ögmundur Jónasson leggur fram frumvarp um stofnun Happdrættisstofu. – DV
„Nýjasta útspil-
ið er að Samtök
atvinnulífsins, gam-
all kunningi, vilja fær-
ar byrðar af þeim sem
léttast geta borið þær
Kjallari
Svandís
Svavarsdóttir
umhverfis- og auðlindaráðherra