Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 28. nóvember 2012 Miðvikudagur Framleiða súkkulaði sem bráðnar ekki n Vísindamenn þróa súkkulaði sem hentar heitari löndum M atvælafræðingum hjá Cad­ bury‘s hefur tekist að búa til súkkulaði sem bráðnar ekki í hita líkt og venjulegt súkkulaði. Þeir fullyrða að súkkulaðið haldist stíft eftir að hafa legið í þrjá tíma í um 40 gráðu hita. Þetta kemur fram á vef fréttastofu BBC. Súkkulaðið er framleitt til að bregðast við því hvimleiða vandamáli sem íbúar í heitari löndum glíma við, að geta ekki gætt sér á súkkulaði án þess að það bráðni og klínist út um allt. Til að byrja með verður það ein­ göngu selt á Indlandi og í Brasilíu. Hefur sú ákvörðun Kraft, sem tók yfir Cadbury‘s fyrir tveimur árum, ekki fallið í góðan jarðveg hjá Bretum sem vilja allavega hafa súkkulaðið í sölu þar í landi yfir sumartímann. Venjulegt súkkulaði fer að bráðna við 34 gráðu hita en vísindamenn irnir breyttu framleiðsluferlinu örlítið til að það veitti meira viðnám gegn hita. Helstu innihaldsefnunum; kakó­ smjöri, olíu, mjólk og sykri er bland­ að saman með nýrri aðferð. Málm­ kúlur eru settar út í blönduna og þær hrærðar með, en að sjálfsögðu fjar­ lægðar áður en framleiðsluferlinu lýkur. Með þessari aðferð brotnar sykurinn niður í smærri agnir sem eru ekki jafnmikið húðaðar fitu og í venjulegu blöndunni. Þetta gerir að verkum að súkkulaðið bráðnar síður. Tony Bilsborough, talsmaður Kraft, viðurkennir að umrætt súkkulaði sé ekki alveg jafn bragðgott og gamla góða Cadbury‘s­súkkulað­ ið en það leysi ákveðinn vanda í heit­ ari löndum. Hann telur að það myndi ekki seljast vel í kaldari löndum. n Franskar konur horfa á klám Nærri því 82 prósent franskra kvenna segjast hafa að minnsta kosti einu sinni horft á klámmynd samanborið við 99 prósent franskra karlmanna, samkvæmt nýlegri rannsókn. Fjöldi franskra kvenna hefur aukist. Árið 2006 horfðu 73 prósent kvenna á klám. 62 prósent kvennanna segjast horfa á klám til að krydda kynlífið með makanum og helmingur þeirra horfir einnig á klám í ein­ rúmi. Ekki fylgir sögunni hvers konar klám um er að ræða. En konur sögðust þó aðspurðar vilja horfa á klám þar sem leikarar hafa náttúrulegt útlit. 10 helstu gróðrar- stíurnar Nýleg rannsókn ABC­fréttastof­ unnar leiddi í ljós að sýkla var að finna á óvæntum stöðum veitinga­ húsa. Liðsmenn fréttastofunnar tóku tíu sýni á tíu veitingastöðum í óvæntum heimsóknum og komust að því að mest er af sýklum í sæt­ um veitingahúsa. Eftir frekari greiningu raðaði fréttastofan gróðrarstíum sýkla í sæti. Hér eru tíu mestu gróðrarstíur veitingahúsa. 10. Salattangir á salatbar 9. Tómatsósuflöskur 8. Klósettsetur 7. Hurðarhúnar á salernishurðum 6. Glasabrúnir 5. Borð 4. Salt- og piparstaukar 3. Sítrónusneiðar 2. Matseðlar 1. Sæti Coca Cola með nýja tískulínu Það mætti halda að stórfyrirtækið Coca Cola léti sér nægja að hugsa um eitt verðmætasta vörumerki veraldar. Það kemur því mörgum á óvart að risinn framleiðir einnig tískufatnað og hefur gert nokkrum sinnum áður. Nýjasta línan var kynnt í Rio de Janeiro nýlega við dræmar undir­ tektir. Hönnuður línunnar er Brasilíu­ maðurinn Thais Rossiter og má segja að hún sé einkar litskrúðug og grafísk! Bráðnar ekki Til að byrja með verður súkkulaðið aðeins selt á Indlandi og í Brasilíu. 5 verstu megrunar- kúrarnir árið 2012 S amtök breskra næringar­ fræðinga hafa gefið út að einn versti kúrinn í ár sé próteinkúr sem nefnist Dukan­kúrinn. Jennifer Lopez, Gisele Bünchen og Carol Middleton hafa allar verið á þeim kúr. Hér að neðan er yfirlit yfir verstu megrunarkúra sem fréttist af á árinu. 1 Dukan-kúrinn Efst á listan­um trónir Dukan­kúrinn þar sem allt ofantalið kemur saman í einum heljarkúr. Það er að segja, vítamínsprautur, áfengisneysla, fæða í slöngu og köld böð. Þetta er einn af vinsælustu megrunarkúrum heims sem er ótrúlegt þegar litið er til aðferðanna sem virðast kvala­ fullar. Dukan­kúrinn er þróaður af franska lækninum Pierre Dukan og líkist nokkuð Atkins­kúrnum þar sem mikils er neytt af próteini. Sam­ kvæmt yfirlýsingu samtaka breskra næringarfræðinga er kúrinn villandi, tímafrekur, stífur og erfitt að standast hann. Aukaverkanir af kúrunum eru hægðatregða, andremma og þrótt­ leysi. 2 Ken-kúrinn Ken­kúrinn eða „Ken for 10 Days“, er sá allra strangasti. Þeir sem fara á kúrinn mega hreinlega ekki láta fæðu inn fyrir sínar varir. Í staðinn neyta þeir fljótandi fæðu í gegnum slöngu sem er fest við nefið. Útbúnaðurinn er ansi flókinn og þeir sem eru á kúrn­ um þurfa að ferðast með lítinn kút og slöngur í nefi hvert sem þeir fara. Þeir mega síðan aðeins aftengjast búnaðinum í einn klukkutíma á dag til þess að drekka vatn, kaffi, te eða sykurlaus jurtate. 3 Partíkúrinn – vítamín í æð Fylgjendur þessa kúrs ganga svo langt að fá B­ og C­vítamín og steinefnin magnesíum og kalk í æð. Ekki sérlega líklegt til árangurs. Aukaverkanir geta verið miklar og hamlandi, til að mynda svimi, sýk­ ingar, bólgur og ofnæmislost. 4 Áfengiskúrinn Afar vinsæll megrunarkúr sem byggist á því að neyta sem minnstrar fæðu og lifa á áfenginu einu saman. Það er ekki erfitt að sjá að þetta er afleitur megr­ unarkúr sem getur leitt fólk á refil­ stigu í lífinu. 5 6 vikna OMG-kúrinn Í þess­um megrunarkúr er morgun­ verðinum sleppt og æft af krafti eldsnemma á morgnana eftir aðeins einn bolla af kaffi. Þá er setið í köldu baði til að hvetja til fitubrennslu til klukkan 10! Fæðutegundir eru helst prótein, ávextir og millimálsbitar á bannlista og af því litla af kol­ vetni sem er neytt, er ekki gerður greinarmunur á til dæmis kóki eða spergilkáli. n n Sífellt er gengið lengra í heimskulegum aðferðum til megrunar Ken-kúrinn Þeir sem eru á Ken-kúrnum neyta fæðu eingöngu með slöngu í nef. Ísbað til 10 Í sex vikna OMG-megrunarkúrnum byrjar fólk daginn á kaffibolla og með því að ham- ast í ræktinni. Því næst skellir það sér í ískalt bað til klukkan 10 sem á að hvetja til fitubrennslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.