Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 28. nóvember 2012 S amkvæmt ársreikningi Íbúða- lánasjóðs fyrir árið 2011 mun- aði um 250 milljörðum króna á bókfærðu virði og gangvirði íbúðabréfa, sem sjóðurinn gefur út til að fjármagna sig, sem að mestu samanstanda af svokölluðum HFF-bréfum. Bókfærir sjóðurinn um- rædda skuld sína á 850 milljarða króna á meðan gangvirðið nemur rúmlega 1.100 milljörðum króna. Í töflu með frétt má sjá hvernig bilið á milli bók- færðs verðs íbúðabréfa sjóðsins og gangvirðis hefur aukist gríðarlega frá bankahruninu. Sjóðurinn bókfærir hins vegar líka hluta af útlánum sín- um lægra en nemur gangvirði þeirra. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins 2011 nam munurinn á gangvirði eigna og skulda þá um 200 milljörðum króna. Þessi mismunur á bókfærðu virði og gagnvirði skulda er stærsti rekstrar- vandi Íbúðalánasjóðs í dag. Þann vanda má að stærstum hluta rekja til breytinga á lögum um húsnæðis- mál sem samþykkt voru á Alþingi í maí árið 2004. Árni Magnússon, þá- verandi félagsmálaráðherra, lagði þá fram frumvarp sem meðal annars fólst í því endurskipuleggja verðbréfa- útgáfu Íbúðalánasjóðs. Var horfið frá svokölluðum húsbréfum sem tekin voru upp árið 1989 og kennd eru við Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félagsmálaráðherra. Í stað húsbréfa voru tekin upp íbúðabréf eða svokölluð HFF-bréf. Með þeirri breytingu varð viðskipta- vinum Íbúðalánasjóðs heimilt að greiða upp lán sín hjá sjóðnum. Á hinn bóginn er Íbúðalánasjóði óheimilt að greiða upp útgefin HFF- bréf sín. Í skýrslu IFS greiningar sem kynnt var í gær kemur fram að vaxta- og uppgreiðsluáhætta sé stærsti vandi Íbúðalánasjóðs í dag. Ráðherra hundsaði tillögur ráðgjafa Þegar frumvarp Árna Magnússonar var kynnt fyrir Alþingi í mars árið 2004 lýsti Jóhanna Sigurðardóttir, sem þá var í stjórnarandstöðu, yfir miklum efasemdum um þá breytingu sem ráðherra Framsóknarflokksins vildi gera á verðbréfaútgáfu Íbúðalána- sjóðs. Eitt af því sem Jóhanna mót- mælti var að ekki hefði verið nægilega vel metið hvaða áhættu þessi breyting hefði á Íbúðalánasjóð, meðal annars ef mikil uppgreiðsla yrði á lánum. Þess skal getið að í frumvarpi Árna Magnússonar var ekki farið að fullu eftir ráðleggingum nefndar um endurskipulagningu á verðbréfa- útgáfu Íbúðalánasjóðs. Sú nefnd skil- aði úttekt sinni í október 2003 en í henni sátu fulltrúar frá fjármálaráðu- neytinu, Íbúðalánasjóði, Seðlabank- anum og Lánasýslu ríkisins. Eitt af því sem sú nefnd lagði til var að skuldurum Íbúðalánasjóðs sem nýttu sér uppgreiðsluheim- ild yrði gert að greiða að fullu þann vaxtamun sem hlytist af uppgreiðslu láns fyrir lokagjalddaga. Í frumvarpi Árna Magnússonar kemur fram að slíkt myndi hafa í för með sér ýmis vandkvæði og gæti veikt samkeppn- isstöðu banka í útlánum til húsnæð- iskaupa. Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum sem flest komu frá þingmönnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 19 greiddu ekki atkvæði en þeir voru flestir þing- menn Samfylkingarinnar og Vinstri- grænna. Tíu voru fjarverandi. Bankarnir í samkeppni við sjóðinn Þann 1. júlí 2004 hóf Íbúðalána- sjóður að skipta út húsbréfum og í stað þeirra hófst útgáfa íbúðabréfa. Afar óheppilegt var fyrir Íbúðalána- sjóð að í ágústmánuði 2004 fóru við- skiptabankarnir í beina samkeppni við sjóðinn á íbúðamarkaði. Þess skal getið að bankarnir voru hlynntir því að Íbúðalánasjóður breytti verðbréfa- útgáfu sinni. Eftir að Kaupþing, Landsbankinn og Íslandsbanki hófu að bjóða hag- stæð íbúðalán sín árið 2004 ákváðu margir viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs að greiða upp lán sín hjá sjóðnum og tóku í staðinn lán hjá bönkunum þremur á hagstæðari kjörum. Á ár- unum 2004 til 2006 námu uppgreiðsl- ur hjá sjóðnum um 236 milljörðum króna. Í skýrslu IFS, sem kynnt var í gær, kemur fram að uppgreiðslur námu 83 milljörðum króna 2004, 128 milljörðum króna 2005 og 35 millj- örðum króna 2006. Í skýrslu IFS segir að uppgreiðslu- ákvæði Íbúðalánasjóðs veiti lántak- endum rétt til að hagnast á því ef út- lánsvextir annars staðar lækki. Á því græði Íbúðalánasjóður hins vegar ekki og ber því alla áhættuna sjálfur. Líkt og áður kom fram hundsaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmála- ráðherra, tillögur ráðgjafanefndar sem vildi að lántakendur tækju hluta af þessari áhættu. Fóru í samkeppni við bankanna Í stað þess að minnka efnahagsreikn- ing sinn frá árinu 2004 hóf sjóðurinn að veita bönkum og sparisjóðum lán. Þá lækkaði sjóðurinn vexti á útlánum sínum úr 5,1 prósenti í 4,15 prósent til þess að vera samkeppnishæfur við bankana. Auk þess hélt sjóðurinn áfram að gefa út íbúðabréf þrátt fyrir að lausafé sjóðsins væri gríðarlega gott en árið 2004 greiddu viðskipta- vinir upp lán fyrir 83 milljarða króna eins og áður kom fram. Fyrir þetta hlaut sjóðurinn gagnrýni frá mörg- um. Vilhjálmur Bjarnason fjallaði um málefni Íbúðalánasjóðs í grein sem bar nafnið Íbúðalánasjóður og áhættustýring sem kom út árið 2010. „Ekki verður betur séð en Íbúðalána- sjóður hafi að hluta til fjármagnað uppgreiðslur á eigin lánum með þess- um „lánveitingum“ og að nokkru skap- að eigin vanda. Allar innlánsstofnanir voru aðilar að slíkum lánasamningum að Kaupþingi Banka hf. undanskild- um,“ segir í grein Vilhjálms. Jóhannes Sigurðsson lögmaður vann árið 2005 álit fyrir Samtök at- vinnulífsins og Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja. Í því komst hann að þeirri niðurstöðu að umræddir lána- samningar Íbúðalánasjóðs við banka og sparisjóði væru ólögmætir og stæðust ekki reglur Evrópska efna- hagssvæðisins. Þá taldi hann sjóðn- um heldur ekki heimilt að fara í útgáfu íbúðabréfa nema þegar hann skorti fé til að fjármagna húsnæðislán til við- skiptavina sinna. Í árslok 2008 námu kröfur Íbúða- lánasjóðs til lánastofnana rúmlega 100 milljörðum króna. Þar sem sjóð- urinn þurfti að taka yfir hluta af um- ræddum kröfum vegna hruns banka- kerfisins voru um 70 milljarðar króna af því yfirfærðar sem verðbréfaútgáfa í ársreikningi sjóðsins. Þannig jókst verðbréfaútgáfa sjóðsins úr 580 millj- örðum króna árið 2007 í 710 millj- arða króna í árslok 2008. Frá upphafi ársins 2005 til ársloka 2008 jókst verð- bréfaútgáfa sjóðsins um 50 prósent. Úr 460 milljörðum króna í 710 millj- arða króna. Engin lausn í sjónmáli Eins og fram kemur í töflu með frétt munaði um 200 milljörðum króna á bókfærðu virði og gangvirði eigna Íbúðalánasjóðs í árslok 2011. Ef samið yrði um að eigendur íbúðabréfa fengju þau endurgreidd á nafnvirði myndi það þýða um 150 milljarða króna niðurfærslu á eignum íslenskra lífeyrissjóða. Í síðustu viku voru viðskipti með íbúðabréf Íbúðalánasjóðs stöðvuð vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að Íbúðalánasjóður ynni að því að breyta skilmálum útgefinna skulda- bréfa sjóðsins. Í athugasemd Íbúða- lánasjóðs vegna fréttarinnar kemur fram að það sé ekki framkvæmanlegt og verði aldrei gert án samstarfs við eigendur bréfanna. Það sé rangt að Íbúðalánasjóður vinni að slíkum breytingum. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni í gær kom heldur ekkert fram um að til stæði að breyta skilmálum útgef- inna íbúðabréfa sjóðsins sem námu um 1.100 milljörðum króna um síð- ustu áramót. Því virðist engin lausn í sjónmáli á því hvernig Íbúðalánasjóð- ur hyggst fjármagna um 200 milljarða króna bil á milli eigna og skulda sjóðs- ins. Ef þessi 200 milljarða króna kostn- aður félli á skattgreiðendur myndi það þýða kostnað upp á um 625 þús- und krónur á hvern Íslending. Kostn- aður vegna klúðurs sem rekja má til ákvörðunar Árna Magnússonar árið 2004. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sá sér ekki fært að svara fyrirspurn DV um málefni sjóðs- ins í gær en svars frá honum er að vænta í dag. n 200 MILLJARÐA GAT ÍBÚÐALÁNASJÓÐS n Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, breytti fjármögnun sjóðsins 2004 Ársreikningur 2011 Skuldir Bókfært virði Gangvirði Verðbréfaútgáfa 850 milljarðar 1.100 milljarðar Hverjum skulda þeir 1.105 milljarða? Bankar og sparisjóðir 20 milljarðar Einstaklingar 30 milljarður Erlendir aðilar (5%) 60 milljarðar Önnur fyrirtæki 40 milljarðar Lánafyrirtæki 60 milljarðar Lífeyrissjóðir (60%) 680 milljarðar Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir 170 milljarðar Aðrir 40 milljarðar Alls 1.100 milljarðar Verðbréfaútgáfa 2004–2011 Ár Bókfært virði Gangvirði Mismunur 2004 463 milljarðar Ekki gefið upp 2005 471 milljarður Ekki gefið upp 2006 515 milljarðar Ekki gefið upp 2007 578 milljarðar Ekki gefið upp 2008 708 milljarðar 701 milljarður 7 milljarðar 2009 775 milljarðar 829 milljarðar -54 milljarðar 2010 820 milljarðar 969 milljarðar -149 milljarðar 2011 849 miljarðar 1.100 milljarðar -256 milljarðar Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is 200 milljarða gat Samkvæmt ársreikn- ingi Íbúðalánasjóðs munaði 200 milljörðum króna á gangvirði eigna og skulda sjóðsins í árslok 2011. Engin lausn virðist í sjónmáli um hvernig eigi að leysa þennan vanda. Hundsaði ráðleggingar ráðgjafa Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, fór ekki eftir tillögum ráðgjafanefndar um að lán- takendur Íbúðalánasjóðs bæru kostnað vegna uppgreiðslu lána hjá sjóðnum. Mynd AltHinGi.iS Var á móti breytingum Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar í stjórnarandstöðu, var á móti breytingum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins á verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs árið 2004 þegar sjóðurinn hætti að gefa út húsbréf og tók þess í stað upp íbúðabréf. Mynd EyþóR ÁRnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.