Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 21
Áttu að slÁ í gegn
en gerðu það ekki
Sport 21
5 Freddy Adu Adu, leikmaður sem átti að vera blanda af Pele og
Maradona, fæddist í Gana en ólst upp í
Bandaríkjunum. Hann var orðinn einn um-
talaðasti ungi leikmaður heims þegar hann
var aðeins 14 ára og var spáð bjartri fram-
tíð. Hann var orðaður við fjölda stórliða en
það var ekki fyrr en árið 2007, þegar Adu var
18 ára, að hann tók skrefið og gekk í raðir
Benfica í Portúgal. Það er óhætt að segja að
lætin í kringum Adu hafi verið meiri en efni
stóðu til enda var hann í raun ekkert meira
en miðlungsframherji. Hann var lánaður
til Monaco árið 2008, Belenenses í Portú-
gal árið 2009, Aris í Grikklandi árið 2010 og
Caykur Rizespor í Tyrklandi 2010. Í fyrra
gekk hann svo í raðir Philadelphia Union í
MLS-deildinni. Það er fátt sem bendir til að
þessi 23 ára framherji verði stórstjarna.
6 Denilson Brasilíumaðurinn varð dýrasti knattspyrnumaður heims
þegar Real Betis keypti hann árið 1998.
Þegar þú ert dýrasti knattspyrnumaður
heims eru gerðar kröfur um árangur.
Denilson náði því miður aldrei að standa
undir þeim væntingum sem til hans voru
gerðar. Það voru fáir leiknari en hann með
boltann og ekki margir sem glöddu aug-
að meira. Denilson lék með Betis allt til
ársins 2005, ef undan er skilið eitt tímabil
þegar hann var lánaður til Flamengo. Eftir
dvölina hjá Betis tók við mikið flakk hjá
okkar manni; hann fór til Bordeaux, Al
Nassr, FC Dallas, Palmeiras, Itumbiara
áður en hann hélt til Kína eins og svo
margir aðrir. Hann lagði skóna á hilluna
árið 2010.
7 Javier Saviola Saviola var talinn hafa alla burði til að verða besti leikmaður
heims. Fjölmörg lið börðust um kappann en
svo fór að Barcelona hreppti leikmanninn
árið 2001 þegar hann var 19 ára. Því miður
náði Saviola aldrei að slá í gegn hjá Barca
og standa undir þeim væntingum sem til
hans voru gerðar. Hann skoraði þó 49 mörk
í 123 leikjum fyrir spænska stórveldið sem
þykir dágott. Árið 2004 var hann lánaður til
Monaco og tímabilið þar á eftir til Sevilla.
Þar gekk honum ekki sem skyldi en Real
Madrid fékk hann þó í sínar raðir árið 2007.
Eftir tvö ár hjá erkifjendum Barca, 17 leiki og
fjögur mörk, fór Saviola til Benfica þar sem
hann lék í þrjú ár við ágætan orðstír. Í sum-
ar fór hann aftur til Spánar, til Malaga, þar
sem hann hefur fundið netið fimm sinnum í
fjórtán leikjum.
8 Royston Drenthe Ólíkt flestum öðrum á þessum lista hefur Royston
Drenthe nógan tíma til að komast á réttan
kjöl aftur. Þessi gríðarlega kraftmikli væng-
maður vakti mikla athygli hjá Feyenoord
í Hollandi og fór svo að Real Madrid fékk
hann til sín árið 2007. En Drenthe virð-
ist hafa veðjað á rangan hest þegar hann
fór til Real Madrid enda fékk hann ekki
nógu mörg tækifæri til að þroskast sem
leik maður. Árið 2010 var hann lánaður
til Hercules og þeir sem eitthvað fylgdust
með enska boltanum í fyrra sáu Drenthe
hjá Everton þar sem hann átti fína spretti.
Samningur hans við Real Madrid rann út í
sumar og eftir því sem næst verður komist
er Drenthe án félags og hefur verið frá því í
vor. Það er vonandi að hann finni sér annað
félag þar sem hann fær að spila reglulega.
1 Luke Freeman Freeman er ef til vill ekki þekktasta nafnið á listanum
enda tókst honum aldrei að verða meira
en bara efnilegur. Freeman, sem getur spil-
að á vængnum eða sem fremsti maður, var
keyptur til Arsenal frá Gillingham árið 2008
þegar hann var aðeins 15 ára á 200 þúsund
pund. Skömmu áður hafði hann leikið sinn
fyrsta leik fyrir aðallið Gillingham og var
spáð afar bjartri framtíð. Hann lék með U16
og U17 ára liðum Englands og vakti athygli
stóru liðanna. Svo fór að Arsenal hreppti
hnossið og hafði betur í baráttu við lið á
borð við Manchester United, Newcastle og
West Ham. Freeman lék með unglingalið-
um Arsenal í fjögur ár en náði því miður
aldrei að slá í gegn. Hann var lánaður til
Yeovil Town árið 2010 og svo til Stevenage
í fyrra. Í sumar var Freeman svo seldur til
Stevenage sem er þessa stundina í botn-
baráttu í þriðju efstu deild Englands.
2 David Bellion Sir Alex Ferguson veit yf-irleitt hvað hann syngur en þó ekki alltaf.
David Bellion, sem átti að verða svar United
við Frakkanum Thierry Henry hjá Arsenal, er
dæmi um það. Ferguson fékk framherjann frá
Sunderland þrátt fyrir að þar hefði hann aðeins
skorað eitt mark í 20 leikjum. Það tók ekki mik-
ið betra við hjá United en þó skoraði Bellion
fjögur mörk í 24 leikjum. David Bellion var ein-
faldlega ekki nógur góður í fótbolta til að eiga
möguleika á að slá í gegn. Hann var lánaður
til West Ham árið 2005 og gekk svo í raðir Nice
árið 2006. Svo fór hann til Bordeaux árið 2007
þar sem hann leikur enn.
4 Neil Mellor Mellor stimplaði sig inn í enska boltann af alvöru árið
2004 þegar hann skoraði stórglæsi-
legt sigurmark Liverpool gegn Arsenal
á lokamínútunum. Því miður fyrir hann
reyndist þetta vera hápunkturinn á enda-
sleppum ferli hans. Mellor, sem er fram-
herji, var alinn upp í unglingaakademíu
Liverpool og þótti stórefnilegur. Tímabil-
ið 2001–2002 skoraði hann samtals 46
mörk fyrir U19 ára lið Liverpool og vara-
liðið sem þykir býsna gott. Hann lék 22
leiki í deildinni fyrir aðallið Liverpool á
árunum 2002–2006 og skoraði 6 mörk. Í
millitíðinni var hann þó lánaður til West
Ham og Wigan. Þegar Mellor var 24 ára
var útséð með að hann slægi í gegn í
framlínu Liverpool. Svo fór að hann var
seldur árið 2006 til Preston í næst efstu
deild Englands þar sem hann leikur enn
þann dag í dag.
Miðvikudagur 28. nóvember 2012
n Leikmenn sem lítið varð úr n Hvar eru þeir niðurkomnir?
3 Christopher Wreh Ef þú ert frændi George Weah hlýtur þú að geta eitthvað
í fótbolta. Aðeins fjórtán ára gekk Wreh í raðir
Monaco í Frakklandi en árið 1997 kom stóra
kallið þegar Arsenal keypti hann. Wreh var
talinn geta náð jafn langt og frændi hans sem
á þessum tíma var einn besti knattspyrnu-
maður heims. Arsenal greiddi 300 þúsund
pund fyrir þennan þá 22 ára Líberíumann.
Þó svo að hann hafi ekki skorað mikið fyrir
Arsenal gerði hann mikilvæg mörk. Hann
skoraði í tveimur 1–0 sigrum sem skiluðu
Arsenal Englandsmeistaratitli árið 1998.
En Wreh var einfaldlega ekki jafn góður og
frændi og alls ekki nógu góður fyrir Arsenal og
árið 1999 var hann lánaður til AEK í Aþenu og
svo til Birmingham. Árið 2000 var hann seldur
til Sádi-Arabíu, svo fór hann til Bournemouth
og St. Mirren og lék einnig í Íran um tíma.
Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 eftir að
hafa leikið í Indónesíu.