Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 28. nóvember 2012 Miðvikudagur Nýtt ókeypis strætóforrit Á þriðjudag kynnti Strætó bs nýja þjónustu fyrir farþega sína, nýtt forrit eða app fyrir Android- og iPhone-síma. Innan skamms er væntanleg útgáfa fyrir Windows Mobile-síma. Forritið er hannað til að auð- velda viðskiptavinum Strætó að komast leiðar sinnar. Þannig er til dæmis hægt að finna bestu og stystu leiðina á áfangastað, sjá staðsetningu vagna í raun- tíma, leita eftir brottför vagna frá ákveðnum biðstöðvum – í raun- tíma – og margt fleira. Farþegar geta enn fremur vistað í forritið þær biðstöðvar sem þeir notar mest og þá birtir appið á skýran hátt hvaða vagnar eiga leið um þær biðstöðvar og hversu langt er í næsta vagn. Í náinni framtíð geta farþegar nýtt forritið til að fá nýjustu fréttir af því sem Strætó þarf að koma á framfæri hverju sinni, eins og breytingum á áætlun, til dæmis vegna vegaframkvæmda eða veðurs. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs sagði við þetta tilefni: „Það er stefna Strætó bs að auðvelda aðgengi farþega að ferðatengdum upplýsingum sem eru mikilvægur liður í reglu- bundinni notkun okkar þjónustu. Nú þegar hefur vefurinn okkar sannað gildi sitt sem slíkur mið- ill og nýja appið okkar er þannig enn ein leiðin til að nálgast þess- ar upplýsingar með því einu að hafa snjallsíma við höndina. Fyrir- hugað er að þróa og efla bæði þessi viðmót enn frekar. Þannig er ráðgert að bjóða upp á kaup á fargjöldum með snjallsímanum á næstu misserum ásamt öðrum nytsamlegum nýjungum.“ Forritið er ókeypis og er hægt að sækja það á heimasíðu Strætó. Ofurölvi með son sinn í bílnum Karlmaður var dæmdur til 250 þúsunda króna sektar í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir að aka ofur ölvi með þriggja ára son sinn í bílnum. Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum til þriggja ára. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi mælst með 3,0 prómill vínanda í blóði en leyfilegt hámark er 0,5 pró- mill. Maðurinn ók syni sínum heim úr leikskóla en starfsmenn leikskólans höfðu þá tilkynnt lögreglu að hann væri augsýni- lega ölvaður. Í vitnisburði þeirra kom meðal annars fram að maðurinn hefði þurft hjálp við að festa son sinn í bílstólinn. Faðirinn neitaði sök og kvaðst hafa verið timbraður þennan dag vegna þess að hann hefði drukkið áfengi kvöldið áður. Ú tgerðarfélag Akureyringa, sem Samherji keypti af Brimi í fyrra fyrir 14,5 milljarða króna, skilaði tæplega millj- arði króna í hagnað á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var til ríkis- skattstjóra þann 12. nóvember síð- astliðinn. Í ársreikningnum kemur fram að eignir félagsins séu metn- ar á nærri 17 milljarða króna. Eign- irnar sem Samherji keypti af Brimi voru fiskvinnsla á Akureyri og Laug- um, tveir ísfisktogarar og veiðiheim- ildir í þorski, ýsu, steinbít og skar- kola, 5.900 þorskígildistonn. Orðrétt segir um þetta í skýrslu stjórnar í ársreikningnum: „Hagn- aður af rekstri félagsins nam 960,5 millj. kr. árinu 2011 samkvæmt rekstrarreikningi. Eignir félagsins námu 16.683,0 millj.kr. og eigið fé nam 4.561,6 millj. kr. í árslok sam- kvæmt efnahagsreikningi að með- töldu hlutafé að fjárhæð 360,0 millj. kr. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 27,3%.“ Nærri tveggja milljarða munur Kaupverðið á eignum Útgerðar- félags Akureyringa nam um 14,5 milljörðum króna og var aðallega greitt með yfirtöku skulda Brims við Landsbankann. Yfirtaka skulda nam nærri 11 milljörðum króna en eigin- fjárframlag Samherja í viðskiptun- um nam 3,6 milljörðum króna. Í árs- reikningnum kemur fram að skuldir Útgerðarfélags Akureyringa sé að langmestu í erlendum myntum, að- allega evrum. Í tilkynningu um við- skiptin sem Samherji sendi frá sér kom fram að eiginfjárframlagið hefði verið fjármagnað með sölu á erlendum eignum. Ekki var tekið fram hvaða eignir það voru sem voru seldar. Rúmlega tveggja millj- arða króna munur er því á kaup- verðinu á þessum eignum Brims og verðmati Samherja á þeim. Þá var haft Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra félags- ins, í tilkynningunni að eiginfjár- framlagið hefði komið til landsins erlendis frá. „Við höfum ávallt haft trú á sjávar útveginum. Þess vegna höfum við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þennan rekstur. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun felur í sér nokkra áhættu en við teljum okkur ráða við hana, ekki síst vegna þess að afkoma af starfsemi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu. Við munum selja erlendar eignir til að leggja fram það eigin fé sem þarf og færa þannig gjaldeyri inn í landið.“ Í eigu samfélags og á Afríkuútgerðina Útgerðarfélag Akureyringa hét áður Katla Iceland og var stofnað af fé- lagi í eigu Samherja á Kýpur. Þetta kemur fram í stofngögnum félags- ins. Félagið heitir Fidelity Bond In- vestments Ltd. Líkt og DV hefur greint frá eiga Fidelity Bond Invest- ments og annað kýpverskt félag í eigu Samherja, Miginato Holdings Ltd., eignir upp á um átta millj- arða króna en um er að ræða útgerð Samherja í Afríku sem blaðið hefur fjallað talsvert um. Í stofngögnum Útgerðarfélags Akureyringa kemur fram að hluta- fé félagsins, rúm milljón króna, hafi allt verið í eigu Fidelity Bond In- vestments. „Fidelity Bond Invest- ment Ltd, skráð á Kýpur, skráir sig fyrir öllu hlutafénu.“ Eignarhaldið á félaginu færðist svo yfir til Sam- herja. Líklegt má telja að fjár- munirnir sem runnu til Útgerðar- félags Akureyringa erlendis frá hafi komið frá Kýpurfélaginu. n Samherji á nærri 17 milljarða í ÚA n Hagnaður Útgerðarfélags Akureyringa nam nærri milljarði í fyrra„Við munum selja erlendar eignir til að leggja fram það eigið fé sem þarf og færa þannig gjaldeyri inn í landið. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Eignirnar metnar á 16 milljarða Eignir Útgerðarfé- lags Akureyringa, sem Samherji keypti af Brimi í fyrra, eru metnar á nærri 17 milljarða króna. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. K ona að nafni Kolbrún Birgis- dóttir sótti um jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni á þriðju- dag og segist hafa gengið fram á konur að sprauta sig þar fyrir utan. „Ég var bara á leiðinni út og þær voru þarna á bekknum, með handlegginn uppi og nálina í,“ segir Kolbrún. „Mér flökraði bara, ég vil ekki sjá svona, það eru börn að leika sér hérna. Þannig að ég spurði hvern andskotann þær væru að gera og þá hentu þær sprautunum á bak við steina með nálinni og umbúðun- um og blóði og öllu og flúðu. Þetta er smitandi, ein stunga, einn blóð- dropi sem fer í sár og þá ertu smit- uð. Sprauturnar eru þarna við stein- inn,“ segir Kolbrún. Sjálf var hún eitt sinn á götunni. „Ég bjó einu sinni á Konukoti og þar voru sprautufíklar. Ég þekki þetta fólk frá gamalli tíð en ég hvæsi á það í dag. Fólk sem gerir svona kann ekki einu sinni að skammast sín. Fjölskylduhjálpin er að hjálpa nauð- stöddum og má ekki við þessu. Við komum hingað til þess að sækja um aðstoð fyrir jólin, konur og börn og fólk á öllum aldri.“ Ásgerður Jóna Flosadóttir s egir að þetta sé viðvarandi vandamál við Fjölskylduhjálpina. „Við erum bún- ar að líða þetta í heilt ár en við höf- um ekki viljað gera mál úr þessu því við vitum að Konukot er þarft úr- ræði. Hins vegar er þetta er bara hérna við innganginn hjá okkur og það er ekki boðlegt. Þetta er algjör viðbjóður.“ n ingibjörg@dv.is „Það eru börn að leika sér hérna“ n Skjólstæðingur Fjölskylduhjálparinnar gekk fram á tvær konur að sprauta sig Viðvarandi vandamál Ásgerður Jóna Flosadóttir segir sprautunálar við Fjölskylduhjálp- ina viðvarandi vandamál og skellir skuldinni á konurnar í Konukoti sem er í næsta nágrenni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.