Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 3
stór dagur í lífi Borghildar og hún var mætt með systur sinni einum og hálf- um tíma áður en réttarhaldið hófst. Hún segir að lögmaðurinn hafi hins vegar mætt tíu mínútum of seint. Hún greinir frá þessu í bókinni: „Okkur var hætt að standa á sama þegar Dögg Pálsdóttir og dómar- inn voru mætt og búin að koma sér vel fyrir inni í dómsalnum, en enn bólaði ekkert á Önundi. Við Ella sát- um eins og bjánar frammi á gangi, þegar dómarinn spurði mig hvort lögfræðingurinn minn ætlaði ekkert að fara að koma. Þetta byrjaði greini- lega ekki vel. Ella spurði mig hvort Önundur væri búinn að fara vel yfir spurn- ingarnar með mér sem gætu komið og ég sagði að svo væri ekki. Önund- ur hlaut að vita hvað hann væri að gera. Ég hreinlega varð að trúa því og treysta að maðurinn vissi allavega betur en ég. Hann hefði örugglega æft mig ef þörf hefði verið á því. Önundur kom loksins þegar klukkan var tíu mínútur yfir tilsett- an tíma, klæddi sig í hempuna sína og fór með okkur inn. Ekki skánaði ástandið þegar Dögg sagði að mað- urinn léti loks sjái sig, eftir ítrekaðar tilraunir til þess að taka þetta mál upp fyrir rétti. „Ha?“ hugsaði ég. Var búið að gefa okkur tíma fyrir rétti áður? Af hverju hefur Önundur ekki mætt, hvað þá látið mig vita?“ „Já, sæll“ Þá segir hún að framganga hans í dómsalnum hafi komið sér á óvart. „Hann virtist mjög óskipulagður, fletti og fletti pappírum fram og til baka á milli þess sem hann spurði mig hinna ýmsu spurninga sem virtust ekki vera í neinni sérstakri röð atvika. Önund- ur skilaði auðvitað inn greinargerð ásamt því að tala fyrir dómara. Ég hélt að greinargerðin hefði verið ágæt ein og sér en ég treysti auðvitað á það að Önundur myndi bakka hana verulega upp í munnlegum málflutn- ingi sínum. Ég tók strax eftir því að hann var nánast óundirbúinn og ég man vel þegar Ella rak upp stór augu vegna talsmáta Önundar. Eitt skiptið horfði hann á dómarann og sagði: „Og hvar er pabbinn, dómari? Já, sæll, hann er bara ekki hér.“ Enda sagði Ella eftir réttarhöldin: „Bogga, hver segir „Já, sæll“ við héraðs dómara?“ Ég átti ekki til eitt aukatekið orð. Mér fannst allt ger- ast mjög hratt í dómsalnum og mér fannst ég varla ná að fylgjast með. Þetta var auðvitað allt nýtt fyrir mér og ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég mátti búast. Ég var ekki vön að tala lögmannamál og ég vissi ekki hvað var normið hjá þeim. Ég vissi hvað mér fannst en ég gat vart trúað því að ég væri að sjá og heyra rétt. Ég hlaut að vera að misskilja eitthvað. Ég hélt fast í þá trú að ég væri hreinlega ekki nógu klár til að átta mig strax á því hvern- ig þetta hefði gengið. Eftir allt saman væri Önundur stjörnulögfræðingur- inn mikli.“ „Hún rúllaði þessu bara upp“ Að réttarhöldunum loknum segir hún að Sveinn Andri hafi fengið hana til þess að koma afsíðis til þess að tala við sig. Þar hafi hann reynt að fá hana til þess að senda barnsföður sínum tölvupóst til þess að athuga hvort lögmaður hans, Dögg Páls- dóttir, hefði látið hann vita að rétt- arhöldin væru þennan dag: „Eftir að hann lét nokkur miður falleg orð falla um hana Dögg, áttuðum við Ella okkur á því að hann var ekkert að biðja um þetta fyrir málið mitt, enda var því lokið fyrir héraðsdómi, heldur var hann að reyna að finna höggstað á Dögg. Við Ella fórum út í bíl og sátum þar báðar agndofa. Hvað gerðist þarna inni? Var þetta bara ég eða var maðurinn svona hrikalega illa undirbúinn? Kannski ætti ég ekki að lesa of mikið í hlutina en þetta var ótrúlegt. Það kom líka heldur betur í ljós nokkrum dögum síðar hversu mikið klúður þetta hafði verið í raun og veru.“ Borghildur var eitthvað að stúss- ast í Reykjavík þegar hún tók eftir því að Sveinn Andri hafði hringt í farsímann hennar. Hún hringdi strax til baka, enda erfitt að bíða eftir niðurstöðunni. „Ég vissi að eitt- hvað hlyti það nú að vera því hann hringdi yfirleitt ekki í mig að fyrra bragði. Ég var ólm að vita hvað hann hefði að segja. Þegar ég náði sambandi sagði hann: „Heyrðu, hún rúllaði þessu bara upp.“ „Ha? Hvað meinarðu? Tapaði ég?“ spurði ég. „Já, hún rúllaði þessu bara upp,“ sagði hann þá.“ Hringsnerist allt Borghildur segist hafa verið stödd á fjölmennu bílastæði þar sem hún grét, skalf og gat vart náð andan- um. Hún ákvað þó að harka af sér svo hún gæti keyrt heim en grét alla leiðina þangað. Í kjölfarið reyndi hún að ná í Svein Andra. Það hafð- ist nokkrum dögum síðar. Þá bauð hann henni á sinn fund þar sem hann spurði hvers vegna hann væri skammaður í dómsorði fyrir illa unna vörn. Hún segir að hann hafi þá haldið því fram „… að þetta væri bara misskilningur hjá dómaran- um og hann hafi víst minnst á árs- frestinn og fleira. Eftir þennan fund lofaði Önundur því að vinna vel og vandlega í áfrýjuninni. Ég man að ég grét. Ég sagði við hann að hann yrði að gera miklu bet- ur þar sem ég væri að stóla á hann til að halda börnunum mínum örugg- um. Ég sagði honum að hann væri með líf mitt í höndunum og ég væri skelfingu lostin.“ Hún lýsir andlegu ástandi sínu: „Ég hélt að ég væri endanlega búin að missa vitið um daginn, eftir að við töpuðum í héraðsdómi. Ef ég sat ein í fimm mínútur þá hringsnerist allt í kollinum á mér og ég fann hnútinn stækka í maganum og kokið lokast. Hugurinn snerist á hvolf. Ég náði engri rökhugsun, varð köld og talaði ekki. Ég bara hringsnerist í einmana- leikanum og fannst ég vera að missa allt. Allt sem mér var heilagt. Fari hlutir, veraldlegir hlutir, til fjandans. Börnin mín eru það sem fær mig til að draga andann og án þeirra er ég ekkert. Ég hugsa mikið út í lífið og dauðann þessa dagana.“ Ógleymanleg skilaboð Það var svo þann 7. ágúst árið 2009, klukkan 9.41, sem hún fékk skilaboð frá Sveini Andra. Í þeim stóð: „Hæsti- réttur er búinn að staðfesta niður- stöðuna, sorrí.“ „Ég stóð inni í eldhúsi og hélt á símanum. Hjartað í mér tók á rás. Það hamaðist svo svakalega að ég gat varla gengið inn í herbergi til að sýna Hauki sms-ið. Ég rétti Hauki sím- ann. Ég kom ekki upp orði. Ég man ekki hvað hann sagði. Það varð allt svart á augabragði. Ég sendi Önundi sms til baka og spurði hvað ég hefði langan tíma. Hann svaraði mér klukkan 12.41 og skrifaði: „Sex vikur.“ „Frá hvaða degi byrja þessar sex vikur að telja?“ spurði ég. „Deginum í dag,“ svaraði hann.“ Hefði misst börnin Hún segir að þar hafi hún fengið rangar upplýsingar. Það hafi komið í ljós þegar hún náði á samstarfs- mann hans og fékk það síðar staðfest í dómsmálaráðuneytinu. „Ég reyndi að hringja í Önund en hann svaraði ekki. Ég mundi þá eftir þessum sam- starfsmanni, sem átti að fara fyrir héraðsdóm daginn áður með kröf- una um úttektina á aðlöguninni. Ég hringdi í hann. Hann var ósköp indæll í sím- ann og sagði mér að þegar hann hafi ætlað að fara fyrir héraðsdóm daginn áður eða þann 6. þá hefði Hæstiréttur verið búinn að kveða upp sinn dóm daginn fyrir það, sem sagt 5. ágúst. Ég spurði hvenær þessar sex vikur byrjuðu að telja og hann vildi meina að það væri frá og með héraðsdóms- uppkvaðningunni. Hann var miður sín fyrir mína hönd og virtist ekki skilja upp né niður í neinu frekar en ég. Hann sagðist ætla að reyna að ná tali af Önundi og athuga málið. Hann sendi mér svo hæstaréttar- dóminn á tölvupósti.“ Hún hafði því tíu daga til þess að koma börnunum til Bandaríkjanna, annars yrðu það tekin með valdi og send ein til Nýju-Mexíkó. „Þar með væri ég búin að missa þau. Það var eins gott að ég hlustaði ekki á orð Ön- undar um að ég hefði sex vikur frá úr- skurði Hæstaréttar því það hefði kost- að mig börnin mín.“ n Fréttir 3Miðvikudagur 28. nóvember 2012 Sakar Svein andra um að hafa Sofnað Á fundi „Hann sat þarna og, að mér sýndist, dottaði. Munnurinn á honum opnaðist aðeins, eins og hann væri í al- gjörri slökun og augun voru lokuð. n Hann segir það vera lygi n Barðist um forræðið við bandarískan barnsföður n Kærði lögmanninn til siðanefndar Reynslusaga Borghildur segir frá reynslu sinni í bókinni Ég gefst aldrei upp, en þar bendir hún á ýmis atriði sem betur mættu fara fyrir foreldra í þessari stöðu. Drakk óvart ammoníak Kona var færð á spítala um helgina eftir að hún drakk fyrir slysni ammoníak á kraftlyftinga- móti sem haldið var á vegum Kraftlyftingasambandsins í Reykjavík. Konan, sem er á fertugsaldri, var sjálf keppandi á mótinu. Hún hafði verið á upphitunar- svæði svokölluðu að bíða eftir að röðin kæmi að henni þegar hún fékk sér sopa úr brúsa sem hún hélt að innihéldi íþrótta- drykk. Í ljós kom að brúsinn innihélt ammoníak. Farið var með konuna á sjúkrahús og lög- regla kölluð til. Vísir greinir frá. Ökumenn í vímu teknir Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið þrjá ökumenn á síð- ustu dögum þar sem þeir voru grunaðir um fíkniefnaakstur. Karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður aðfaranótt þriðjudags og færður á lögreglustöð. Hann viðurkenndi kannabisneyslu. Annar ökumaður, heldur yngri, reyndist vera með kannabis og stera í fórum sínum þegar lög- regla fór í húsleit á dvalarstað hans. Hann viðurkenndi einnig neyslu fíkniefna. Þriðji ökumað- urinn, karlmaður um tvítugt, viðurkenndi á lögreglustöð að hafa neytt fíkniefna skömmu áður en lögregla stöðvaði akstur hans að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Sundlaugar verði opnar á nóttunni Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt til- lögu Besta flokksins og Sam- fylkingar um að skoðuð verði næturopnun sundlauga Reykja- víkur um og yfir dagana í kring- um Jónsmessunótt sumarið 2013. „Íbúar Reykjavíkur geti því sann- anlega velt sér upp úr dögginni,“ eins og segir í tillögunni. Tillagan var samþykkt sam- hljóða og hefur ráðið óskað eftir tillögu frá framkvæmdastjóra að útfærslu, einkum hvað varðar starfsmannahald og aðgangseyri meðan á nætursundi stendur. Stefnt er að því að aðgangseyrir standi undir kostnaði við opnun. Mbl.is greinir frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.