Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 20
n Laug að viðhaldinu í tvö ár að hann væri bílasali frá Gana É g trúði öllu sem hann sagði. Ég er miður mín og afar ringluð yfir þessu öllu saman. Kannski ætlaði hann að gera mig að annarri eiginkonu sinni, ég veit ekki. En nú skil ég fullkomlega allt það undarlega við hegðun hans.“ Þetta hefur breska götublaðið Mirr­ or eftir 22 ára fyrirsætu, Kessel Kasu­ isyo. Hún taldi sig hafa dottið í lukku­ pottinn fyrir um tveimur árum þegar hún kynntist vellauðugum bílasölu­ manni sem kom fram við hana eins og prinsessu og keypti handa henni allt sem hún óskaði sér. Þessi bílasölumaður reyndist hins vegar við nánari athugun vera Kolo Toure, kvæntur varnarmaður og fyrrverandi fyrirliði Manchester City. Breska blaðið Mirror afhjúpaði um helgina tveggja ára lygasögu Toure sem virð­ ist hafa lifað tvöföldu lífi um skeið og svikið báðar konurnar í lífi sínu. Francois frá Gana Kessel segir að Toure hafi sagst heita Francois og vera frá Gana og þannig þekkti hún hann allar götur þar til upp komst um hið forboðna ástar­ samband. Fram að því hafði Kessel verið gjörsamlega grunlaus. Þau höfðu kynnst fyrir utan næturklúbb­ inn Bijou í Manchester í septem­ ber 2010. Þá hófst Toure handa við að spinna sinn lygavef. „Ég sagði að hann væri kunnuglegur en hann hló það af sér. Sagðist vera bílasölumað­ ur í Afríku og sinna góðgerðamálum þess á milli.“ Svo forhertur var Toure í framhjá­ haldinu að hann kvæntist unnustu sinni til níu ára á meðan hann hélt við Kessel. Toure og eiginkona hans eiga saman tvö börn en hann hefur alla tíð leikið hlutverk tryggs fjölskyldu­ manns. Það kom því flatt upp á marga þegar Toure féll á lyfjaprófi í mars 2011. Hlaut hann sex mánaða keppnisbann fyrir vikið. Eiginkona Toure komst reyndar í fréttirnar í tengslum við það mál því Toure lýsti því yfir að hann hefði laumast í fitu­ brennslutöflur eiginkonunnar til að koma sér í form. Þær hefðu reynst innihalda efni á bannlista og því fór sem fór. Google kom upp um lygina Það var ekki fyrr en einn af vinum Kessel bar kennsl á Toure að upp komst um framhjáhaldið og hið tvö­ falda líf varnartröllsins frá Fílabeins­ ströndinni. Sá sagði Kessel að slá raunverulegu nafni kærastans upp í Google og með því fyrsta sem hún sá í leitarniðurstöðunum voru myndir frá brúðkaupi kappans. Bílasölu­ maðurinn Francois reyndist heims­ frægur knattspyrnumaður sem þénar tugmilljónir á mánuði. Kessel fylgdist ekkert með fótbolta og vissi því ekkert hver Kolo Toure er. „Ég er miður mín. Á sumum brúðkaupsmyndunum má sjá hann gráta af gleði en aðeins nokkrum vikum áður var hann í rúminu með mér,“ segir Kessel. „Um það leyti sem hann kvæntist hringdi hann og sagð­ ist vera kominn aftur til Afríku og hefði nýlokið við að selja tvo bíla.“ Ástarsamband Toure og Kessel var að hennar sögn af og á. Eftir að þau kynntust í september 2010 hitt­ ust þau nokkrum sinnum en í des­ ember það ár hætti hún að heyra frá honum. Níu mánuðum síðar hr­ ingdi hann aftur og þá héldu þau áfram að hittast með hléum. Kessel lýsir því að Toure hafi alltaf hringt úr leyninúmeri þannig að hún gat aldrei hringt í hann. „Mér fannst það skrýtið en hann sagði bara að hann vildi ekki að ég væri að eyða pening­ um í að hringja í hann.“ Keypti dýrar gjafir Í fyrrahaust fór hann síðan að kaupa alls konar gjafir fyrir Kessel að hennar sögn. „Hann gaf mér afmælisgjöf. Gullúr og 18 karata demantseyrna­ lokka. Hann gaf mér 500 pund til að senda móður minni í Simbabve. Síðan gaf hann mér 200 pund til að kaupa mat því ísskápurinn minn var tómur. Ég fór að fyllast grunsemdum og spurði hvað hann gerði en þá sagði hann alltaf að hann seldi bíla.“ Í janúar síðastliðnum dró svo til tíðinda þegar hann vildi að þau yrðu kærustupar að sögn Kessel en það fylgdi reyndar sögunni að hann væri að fara í viðskiptaferð til Afríku. Síð­ an heyrði hún ekkert í honum fyrr en í maí. Þá var hann aðeins nokkrum vikum frá því að ganga í hjónaband. Þá hittust þau aftur og hann færði henni demantshring. „Hann kallaði mig prinsessu og mætti með þúsund punda dem­ antshring. Þetta var ekki trúlof­ unarhringur en hann sagði hringinn táknrænan fyrir hvað honum þætti vænt um mig. Hann fór niður á ann­ að hnéð og sagði að honum væri alvara með sambandi okkar.“ Ringluð en ástfangin byrjaði Kessel að segja vinum sínum frá sambandinu. „En alltaf þegar ég bað um að fá að taka mynd af honum þá vildi hann það ekki, sem mér fannst skrýtið.“ Fékk nóg – leið eins og fífli Í júní hafði Toure farið aftur til heimalandsins að kvænast núver­ andi eiginkonu sinni í höfuðborginni Abidjan. Nokkrum vikum eftir brúð­ kaupið var Toure mættur aftur í íbúð Kessel. „Hann sagðist vilja fara til Parísar og vildi hitta mig þar. Ég sagði honum að áður en ég gerði það yrði ég að hitta foreldra hans. Hann sagði að ég yrði að gefa því tíma því ég væri ekki múslimi og foreldrar hans myndu ekki samþykkja mig.“ Í september síðastliðnum fékk hún svo nóg af undarlegri hegðun „Francois“. Þegar hann hringdi þá skellti hún á hann og hefur hún ekki heyrt í hon­ um síðan. Það var svo ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem Kessel upp­ götvaði hið sanna. Hún sýndi vini sínum myndir af „Francois“ sem hún hafði tekið honum að óvörum. Með­ al annars þar sem hann sést koma úr sturtu. Sá sagði henni að leita að Kolo Toure á Google og þá kom allt í ljós. „Mér leið eins og fífli. Nú veit ég af hverju hann faldi andlit sitt þegar hann fór úr bílnum og í íbúðina mína og hvers vegna hann notaði leyni­ númer. Ég vil tryggja að hann geri ekki annarri konu þetta.“ Mirror hefur eftir heimildar­ manni nánum Toure að hann neiti því að hann þekki stúlkuna. n TvöfalT líf Kolo Toure Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Toure í bobba Mirror afhjúpar tveggja ára ástarsamband Kolo Toure við 22 ára fyrirsætu um helgina. Sjálfur neitar hann að þekkja stúlkuna. Miður sín Kessel Kasuisyo þekkti Toure sem Francois, velstæðan bílasala frá Gana. Gripinn glóð- volgur? Kessel náði þessari mynd af Toure í íbúð sinni þar sem hann er að koma úr sturtu. 20 Sport 28. nóvember 2012 Miðvikudagur Wenger stað- festir áhuga á Zaha Arsene Wenger, knattspyrnu­ stjóri Arsenal, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að krækja í ungstirnið Wilfried Zaha hjá Crystal Palace. Þessi tvítugi leik­ maður hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og lék hann sinn fyrsta landsleik fyr­ ir Englendinga á dögunum. Wenger var spurður út í Zaha á dögunum og svaraði Wenger því til að hann væri einn af nokkrum leikmönnum sem félagið hefði áhuga á að ná í. Breskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Man­ chester United sé í fararbroddi í baráttunni um þennan unga og efnilega leikmann. Wenger var einnig spurður hvort eitthvað væri að frétta af samningaviðræð­ um Arsenal við Theo Walcott, en samningur hans rennur út næsta sumar. Svaraði Wenger því að „ekkert nýtt“ væri að frétta. Gylfi hefur spilaði í 811 mínútur á leiktíðinni hjá Tottenham: Tækifærum Gylfa fækkar Tækifæri landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham hafa verið af afar skornum skammti að undan­ förnu. Hann kom inn á í uppbótar tíma hjá liði sínu um helgina þegar liðið bar sigurorð af West Ham United 3–1 í ensku úrvalsdeildinni. Situr lið hans í sjöunda sæti nú þegar þriðjungur er liðinn af tímabilinu. Þó Gylfi hafi um helgina fengið einar sex mínútur í blálokin hafa tækifæri hans á leiktíðinni verið fá. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Gylfi sagðist hafa valið Tottenham fram yfir önnur lið þar sem þjálfari liðsins hefði lofað honum að hann fengi að spila reglulega og sagst hafa mikla trú á íslenska landsliðsmanninum. Þrátt fyrir það hefur Gylfi einungis einu sinni fengið að spila heilan leik með liði sínu í úrvalsdeildinni en oftast er honum þó skipt út af eða inn á eftir atvikum. Sé tölfræðin tek­ in saman sést að Gylfi hefur í heildina spilað 462 mínútur í þeim leikjum sem hann hefur komið við sögu. Það gera samtals 7,7 klukkustundir eða sem svarar til þess að hann hafi leikið heila fimm leiki liðsins af þeim þrett­ án sem Tottenham hefur leikið í deildinni hingað til. Gylfi hefur þó einnig spilað í fjórum Evrópuleikjum og tveimur leikjum í deildarbikarkeppninni og alls komið við sögu í 811 mín­ útur í heildina með Tottenham. Samtals í öllum leikjum hefur Gylfi skorað tvívegis og átt tvisvar stoðsendingar sem leiddu til marks. Hann hefur tekið alls 24 skot en þar af hafa þrettán ekki hitt markrammann. Totten­ ham tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og verður spennandi að sjá hvort Gylfi fær tækifæri í byrjunarliði Tottenham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.