Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 23
Fólk 23Miðvikudagur 28. nóvember 2012 „Hengir ekki upp þvott með gerviaugnhár“ n Sigrún Ósk er hálfnuð með meðgönguna O furkonan Sigrún Ósk Krist- jánsdóttir, einn stjórnenda þáttarins Ísland í dag, hef- ur í nógu að snúast þessa dagana. Ekki er nóg með að hún stjórni einnig þáttunum Neyðar- línunni, sem sýndir eru á Stöð 2, og hafi verið að senda frá sér bókina Gleðigjafa, því hún ber einnig barn undir belti. Hún er nú hálfnuð með meðgönguna og birti af því tilefni bumbumynd af sér á Facebook. Segist hún hafa gengið 20 vikur á mettíma. „Ekki bara söguleg mynd fyrir það held- ur er þetta fyrsta iphone sjálfs- myndin. Mhm. Ég lofa að fara ekki að stunda þetta. Jón var bara ekki heima og ég sminkuð og greidd. Hvað átti ég annað að gera? Mað- ur hengir ekki upp þvott með gerviaugnhár,“ skrifaði Sigrún. „Fræg í Kína!“ F yrrverandi varaþing- maður Sam- fylkingar- innar og formaður Ungra jafnaðar- manna, Anna Pála Sverrisdóttir, starfar nú sem sérfræðingur í auðlinda- og um- hverfismálum hjá utanríkisráðu- neytinu. Hún sótti á dögun- um ráðstefnu um loftslagsmál í Doha, höfuð- borg Katar, á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Kínverski frétta- miðilinn xinhuanet.com gerði opnunardegi ráðstefnunnar skil og náði að ná ansi skemmtilegri mynd af Önnu Pálu þar sem hún fylgdist með af athygli. Á vef- síðu Xinhuanet er tekið fram að þarna sjáist í fulltrúa Íslands á ráðstefunni. Anna Pála birti hlekk á umfjöll- un fréttamiðilsins á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Fræg í Kína!“ n Kínverskur fréttamiðill náði mynd af fulltrúa Íslands á loftslagsráðstefnu Þ að vita það fáir að apann í Hveragerði sem gladdi margar barnssálirnar keypti ein dáðasta söngkona þjóðar- innar, Elly Vilhjálms, í skemmtiferð til Spánar árið 1958 og smyglaði til landsins. Elly hafði farið út til að hitta eigin mann sinn, Eyþór Þorláksson, en hjónabandið var á enda og söng- konan í sárum. Sér til gamans ákvað hún að kaupa sér lítinn, sætan apa. Í nýrri ævisögu Margrétar Blöndal um Elly er þessu ljóstrað upp. Í kafla bókarinnar segir frá smyglinu ævin- týralega: „Apinn sem fékk nafnið Bongó fylgdi Elly vandræðalaust milli landa og var vandlega falin í kassa á daginn. Starfsmenn hótelsins grun- aði ekkert og á kvöldin fékk hann að leika lausum hala. Bongó nýtti frelsið til fulls, sveiflaði sér í glugga- tjöldunum og var hinn kátasti. Hann reyndist hins vegar ekki sérlega þrifinn og hunsaði gjörsamlega sal- ernisaðstöðu hótelsins. Elly kom apanum framhjá tollvörðum í Keflavík og leiddi hún víst ekki hugann að því að um marg- þætt lögbrot var að ræða.“ Í bókinni eru svo örlög apans rakin. Apinn hændist mjög að Elly en varð sífellt óstyrkari í skapi. Hún kom honum því fyrir hjá Sigríði Ragnars- dóttur, frænku sinni, og eiginmanni hennar, Paul Michelsen garðyrkju- meistara, sem ráku saman Blóma- skála Michelsen. n kristjana@dv.is T ónlistarmaðurinn Magnús Jónsson sparar ekki stóru orðin. Lag hans All My Love kemur út hjá litlu útgáfufyrirtæki í Berlín eftir áramót og hann splæsti í Face- book-stöðufærslu af því tilefni og segist búinn að „meika“ það: „All my love“ er að koma út í Þýskalandi eftir áramót!!! Hafðu það Sigur Rós! Éttu það sem úti frýs Björk! Farðu ekki að grenja Jón Jónsson!!!“ „Farðu ekki að grenja Jón“ n Magnús Jónsson gefur út lag í Berlín Smyglaði apanum Bongó til Íslands n Apann landsþekkta í Hveragerði keypti Elly á Spáni Elly og apinn Elly og Bongo á heimili sínu í Vesturbænum. Hún hafði ekki tíma til að sinna apanum og kom honum fyrir hjá frændfólki sínu. É g reið ekki feitum hesti frá þessum kosningum en ég legg ekkert árar í bát. Enda, miðað við aldur, þarf ég að fara í svona tíu prófkjör í viðbót til að komast þarna að,“ segir Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem bauð sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosn- ingar. Beggi segir úrslitin vonbrigði en að hann sé hvergi hættur afskiptum af pólitík. „Það er ekki eins og ég sé í sjálfsvígshugleiðingum út af þessu eða að pæla í að fara í annað fram- boð, svona er þetta bara. Ég hef alltof gaman af þessu til að hætta. Pólitíkin er mitt líf. Maður er svo mikill félags- málamaður, er í nefndum á vegum flokksins, í stúdentaráði og öðru starfi,“ segir Beggi sem er þessa dag- ana að byrja í prófum en hann er á öðru ári í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. Beggi er með tvær útskýringar á slæmu gengi sínu í flokksvalinu. „Í fyrsta lagi bý ég í Reykjavík og þrátt fyrir sterk tengsl í kjördæminu voru menn ekki til í að fá boðflennur úr borginni. Hin skýringin og sú dapr- ari að mínu mati, er sú staðreynd að ungt fólk fær ekki tækifæri í þessum prófkjörum, það fær ekki einu sinni varaþingsætin. Ég hef áhyggjur af því hvernig Samfylkingin ætlar að laða til sín ungt fólk í næstkomandi alþingiskosningum ef ekkert ungt fólk er á framboðslistum. Þessi þró- un er mjög slæm því flokkurinn mun deyja út ef unga fólkið fær engan séns.“ Beggi hefur um annað og meira að hugsa en úrslit flokksvalsins því hann var að láta gamlan draum ræt- ast. „Ég var að kaupa hús á Súðavík og skrifaði undir kaupsamninginn á afmælisdegi konunnar minnar. Það má því segja að húsið hafi verið afmælisgjöfin hennar. Við kon- an fórum í brúðkaupsferð vestur á firði vorið 2011 og þaðan kom hug- myndin að því kaupa sumarhús á Vestfjörðum. Þótt það hafi alltaf verið gamall draumur að eiga hús á landsbyggðinni þá var þessi ferð vestur hvatning til að láta draum- inn verða að veruleika. Við fengum húsið á góðu verði en það er statt á snjóflóðasvæði og þess vegna má aðeins dvelja þar hálft árið. Það er yndislegt að sitja úti á palli og heyra ekki neitt. Nema kannski í fuglun- um,“ segir Beggi en hann og eigin- konan eiga einn son, Odd Bjarna, sem er að verða fjögurra ára. „Hann er fyrir löngu búinn að fatta að pabbi hans er blindur. Það er ekkert mál að stelast í kexskúffuna þegar pabbi sér ekki til.“ Vegna snjóflóðahættu má aðeins dvelja í húsinu frá fyrsta maí til fyrsta nóvember. Beggi segist vel geta beðið vorsins til að fara í nýja húsið. „Við fengum afhent fyrsta september og því er ég búinn að fara þangað tvisvar. Ég dvaldi þar til að mynda eina nótt þegar ég var í Bolungarvík að skemmta,“ segir hann og bætir við að þótt það geti verið kósí að dvelja yfir hávetur í bústað sé hann alsáttur. „Ég veit líka ekki hversu margir myndu nenna að keyra þessa sex tíma í snjó, slabbi og stórhríð. Við bíðum bara spennt eftir vorinu.“ n indiana@dv.is Beggi blindi lét drauminn rætast n Komst ekki á þing en gefst ekki upp „Það er ekki eins og ég sé í sjálfs- vígshugleiðing- um út af þessu Feðgar Beggi segir soninn fyrir löngu búinn að fatta að pabbi sinn sé blindur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.