Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 16
E f þú ekur barninu þínu í skól- ann dregur þú úr náms- og einbeitingarhæfni þess það sem eftir lifir dags. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem hið danska rannsóknarsetur OPUS framkvæmdi en frá þessu er sagt á vef Politiken. Fæðan skiptir minna máli Upphaflega átti rannsóknin sem náði til 20.000 grunnskólabarna, að snú- ast um hve mikilvægur morgunmatur væri fyrir námsárangur og einbeitingu barna en í ljós kom að morgunmatur- inn skiptir minna máli og það sem er í nestisboxinu hefur lítil áhrif á náms- getu barnanna eftir nestistímann. Niðurstöðurnar þykja áhugaverðar en þær sýna að börn ná betri einbeitingu við námið ef þau hafa gengið, hjólað eða farið á línuskautum eða hjóla- bretti í skólann. Áhugaverðar niðurstöður „Það var athyglisvert að komast að því að sú hreyfing sem börnin fá við það að koma sér sjálf í skólann hefur enn áhrif fjórum tímum síð- ar. Mjög athyglisvert. Þetta kem- ur þó ekkert á óvart ef við hugsum út í það hvernig okkur líður eftir morgunhlaupatúrinn,“ segir dr. Niels Egelund, prófessor við Árósaháskóla, en hann er einn þeirra sem stóðu að rannsókninni. Láttu barnið hreyfa sig Rannsóknin sýnir einnig að börn sem hreyfa sig meira en tvo tíma á viku, utan skólatíma, standa sig betur, hvað einbeitingu áhrærir í skólanum, en þau sem hreyfa sig minna eða ekkert. „Niðurstöðurnar þýða að for- eldrarnir bera mikla ábyrgð. Ég á sjálfur börn í 3. og 9. bekk og ég er ósáttur við að sjá hve margir for- eldrar aka með börnin sín í skól- ann,“ segir Egelund. Hann hvetur foreldra einnig til að láta börnin stunda íþróttir eða aðrar tómstundir og koma þannig í veg fyrir að þau sitji fyrir framan sjónvarp eða tölvu allan daginn. Kyrrseta barna og unglinga hafi aukist og því sé hreyfing eða ein- hver líkamsrækt mikilvæg. Ekki sköpuð fyrir kyrrsetu Sambandið á milli hreyfingar og færni til að læra hefur ekki verið kortlagt ná- kvæmlega ennþá. Egelund bendir þó á að við þekkjum öll þau góðu áhrif sem til dæmis garðvinna hefur á okk- ur samanborið við hve illa fyrirkölluð við erum þegar við erum föst í um- ferðinni. „Ég held að við séum ekki sköpuð til að sitja kyrr. Við þurfum að læra bæði með höfðinu og með því að hreyfa okkur. Það gerist eitthvað í lík- amanum þegar við hreyfum okkur og í kjölfarið erum við í betra standi til að vinna með hið vitsmunalega,“ seg- ir Egelund. Drengir þurfa meiri hreyfingu Það er tvennt sem ekki er hægt að breyta. Annars vegar sú staðreynd að hæfileikinn til að einbeita sér eykst fram til 16–17 ára aldurs. Hins vegar að stúlkur eiga auðveldara með að sitja kyrrar og einbeita sér. „Ég held að stúlkur þurfi minni hreyfingu til að geta notað höfuðið en strákar sem líf- fræðilega séð áttu að verða veiðimenn og stríðsmenn. 40 ára jafnréttisbar- átta getur ekki eytt þessum mun kynj- anna sem þróun síðustu 150.000 ára skapaði,“ segir Egelund. Það er því jafnvel enn mikilvægara fyrir foreldra sem eiga drengi að ýta þeim út úr bílnum og láta þá ganga eða hjóla í skólann. n 16 Neytendur 28. nóvember 2012 Miðvikudagur Algengt verð 249,5 kr. 259,6 kr. Algengt verð 249,3 kr. 259,4 kr. Höfuðborgarsv. 249,2 kr. 259,3 kr. Algengt verð 249,5 kr. 259,6 kr. Algengt verð 251,6 kr. 259,6 kr. Melabraut 249,3 kr. 259,4 kr. Eldsneytisverð 28. nóv. BEnsín DísiLoLía Gott afsláttar kort n Lofið fær Texasborgarar en við- skiptavinur sendi eftirfarandi: „Ég fór og fékk mér hamborgara þar í fyrsta skipti um daginn. Ég fékk mér kalkúnaborgara sem var hinn ágætasti. Það sem mér fannst sér- staklega aðdáunarvert var að þar fékk ég afsláttarkort sem virkar þannig að fjórði hver hamborgari hjá þeim er frír. Það er eitthvað ann- að en afsláttarkort sem önnur fyrirtæki bjóða upp á, til dæmis kaffihús- in sem bjóða tíunda hvern bolla frían.“ Auglýst þjón- usta skert n Skeljungur fær lastið. „Skeljungs- stöðvarnar auglýsa þá bættu þjón- ustu að bensíni sé dælt á bíla og tékkað á rúðuvökva og fleiru án aukagjalds. Kúnninn á að geta ver- ið inni í hitanum. Reyndin er sú að þessi þjónusta er aðeins til klukk- an 19 á kvöldin. Þjónustan er því í raun skert þótt annað sé auglýst,“ segir viðskiptavinur. DV leitaði svara hjá Skeljungi og Jón Páll Leifsson, markaðsstjóri fyrir tækisins, sendi eftirfarandi: „Kæri viðskiptavinur. Það er rétt athugað hjá þér að við auglýsum þjónustu okkar góðu starfsmanna á plani á bensínstöðvum Shell án endurgjalds en tiltökum ekki á hvaða tímum þjónustan býðst í sjónvarps- eða útvarpsauglýs- ingum. Ástæðan er sú að þjón- ustutíminn er örlítið misjafn milli daga (virkir dagar, laugardagar og sunnudagar). Upptalning á þjón- ustutímum hverrar stöðvar og hvers dags henta ekki vel í miðla eins og útvarp og sjónvarp. Nú í fyrsta hluta markaðsátaksins viljum við halda skilaboðunum einföldum og þegar við teljum að við höfum náð í gegn til fjöldans með hvað við bjóðum þá getum við farið í nánari upplýsingar um tímasetningu og fleira. Við merkjum hins vegar allar dælur á öllum okkar Shell-stöðvum með þjónustutíma hverrar stöðvar og upplýsingarnar er líka að finna á heimasíðu Skeljungs. Þjónustan er skert að því leyti að hún býðst ekki allan sól- arhringinn enda væri það ekki hag- kvæmt fyrir Skelj- ung. Þjónustan býðst hins vegar á þeim tíma sem flestir taka elds- neyti þannig að við náum að þjónusta sem flesta.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Rannsóknin og niðurstöður 1 Aldur Skipt-ir máli þegar kemur að hæfileikanum til að einbeita sér. Barn í fyrsta bekk nær um það bil 5 stigum á einbeitingarskalanum 1 til 12. Hæfileikinn eykst fram til 16 ára aldurs og skora unglingarnir þá að meðaltali yfir 9 stig. 2 Kyn Stúlkur standa sig betur en drengir, en að meðaltali eru þær stigi ofar. 3 Hreyfing Hefur jákvæð áhrif. Gangi eða hjóli barnið í skólann skorar það 0,6 stigum meira að meðaltali. Stundi nem- andinn íþróttir að minnsta kosti tvær klukkustundir á viku skorar hann að meðaltali um 0,9 stigum meira á einbeitingarskalanum. 4 Matur Er af hinu góða en hefur þó minni áhrif en hreyfingin. Þótt morgunmat sé sleppt endrum og sinnum hefur það ekki mikil áhrif á útkomuna. Aftur á móti er hádegisverðurinn í skólanum mikilvægur og þau börn sem fá góðan hádegismat fá að meðaltærri 0,2 stigum meira. 5 Einbeitingarrannsóknin Notast var við púsluspil þar sem börnin áttu að raða saman þremur andlitum. Rannsóknin fór fram að hádegisverði barn- anna loknum. Ekki kEyra börnin í skólann Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Hreyfing gerir börnunum gott n Við erum ekki sköpuð fyrir kyrrsetu Einbeiting Drengir eiga erfiðara með að einbeita sér. MynDir Photos hreyfing mikilvæg Börn sem hjóla eða ganga í skólann ná að einbeita sér betur við námið. „Það sem er í nestis- boxinu hefur lítil áhrif á námsgetu barnanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.