Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Síða 13
Erlent 13Miðvikudagur 28. nóvember 2012 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað M aria Santos Gorrostieta, fyrrverandi bæjarstjóri Tiquicheo í Mexíkó, öðl- aðist heimsfrægð fyrr á þessu ári fyrir að standa uppi í hárinu á harðsvíruðum glæpa- gengjum borgarinnar. Nú er þessi „hetja 21. aldarinnar“, eins og hún var kölluð af löndum sínum, fallin í valinn eftir að hafa verið numin á brott, pyntuð og myrt af sömu glæpa- gengjum og hún barðist gegn. Króuð af Það var að morgni 12. nóvember að Maria var á leið með unga dóttur sína í skólann í borginni Morelia. Vopn- aðir menn á bifreið króuðu hana af og skipuðu henni að stíga út úr bif- reið sinni. Þegar hún lét undan réð- ust mennirnir að henni, börðu hana í götuna á meðan fjöldi fólks stóð og horfði á. Vitni lýstu því í samtali við mexíkóska dagblaðið El Universal að Maria hefði grátbeðið þá um að veita dóttur hennar miskunn gegn því að hún færi með þeim. Dóttir Mariu grét á meðan hún sá á eftir móður sinni í bifreið misyndismannanna. Næstu daga beið fjölskylda Mariu eftir því í örvæntingu að símtal bærist og að krafist yrði lausnargjalds. En ekkert gerðist og átta dögum síðar fannst illa útleikið lík Mariu í vegkanti í San Juan Tararameo. Hún hafði verið stungin, brennd og bundin á hönd- um og fótum. Maria, sem var 36 ára, skildi eftir sig dóttur, tvo syni og eigin mann. Eiginmaðurinn lést Maria var kjörin bæjarstjóri Tiquicheo, strjálbýlu héraði vest- ur af Mexíkóborg, árið 2008. Nán- ast um leið og hún tók við embætti bárust henni hótanir enda hafði hún gefið það út að dópgengi yrðu ekki tekin neinum vettlingatökum. Fyrsta morðtilraunin var gerð í október 2009 þegar byssumenn hófu skothríð að bifreið hennar og eiginmanns hennar í bænum El Limone. Eiginmaður hennar lést í árásinni en Maria lifði af þótt litlu hefði mátt muna. Hún varð fyrir kúlnahríðinni en lét það ekki á sig fá og snéri aftur til vinnu um leið og hún hafði heilsu til. Aðeins þremur mánuðum síðar var aftur reynt að drepa hana þegar hópur byssumanna króaði hana af og hóf skothríð með vélbyssum á bif- reið hennar. Hún varð fyrir þremur kúlum og í þetta skipti voru meiðsl hennar alvarlegri en í fyrri árásinni. En rétt eins og í fyrra skiptið lét hún árásina ekkert á sig fá og hélt baráttu sinni gegn glæpagengjum ótrauð áfram. Sýndi örin Þegar efasemdarmenn héldu því fram að hún hefði ekki verið skotin steig Maria fram og sýndi örin eft- ir byssukúlurnar. Við sama tækifæri sór hún að gefast aldrei upp. „Ég sýni ykkur þetta því ég skammast mín ekki fyrir það að líkami minn hafi verið eyðilagður,“ sagði hún og bætti við að hún ætlaði að halda baráttu sinni áfram í minningu eiginmanns síns og fyrir fólkið sem hún þjón- aði, íbúa Tiquicheo. „Þrátt fyrir að mínu öryggi sé stefnt í hættu ber ég mikla ábyrgð gagnvart fólkinu mínu, börnunum, konunum, gamla fólk- inu og karlmönnum sem vinna baki brotnu til að sjá börnum sínum far- borða.“ Eftir þessar tvær byssuárás- ir giftist Maria öðru sinni árið 2011 og sóttist eftir endurkjöri í embætti bæjar stjóra, en hafði ekki erindi sem erfiði. n Hetja drepin af dópgengi „Írland er kaþólskt land“ n Hafði verið skotin margsinnis n Missti eiginmanninn í árás Síðan Felipe Calderon, forseti Mexíkó, lýsti yfir stríði á hendur fíkniefnagengjum árið 2006 hafa yfir 50 þúsund manns verið myrt. Maria Santos Gorrostiete er ekki eini bæjarstjórinn sem orðið hefur fyrir barðinu á þessum dópgengjum því á annan tug bæjarstjóra í Mexíkó hefur verið drepinn. Frá janúarbyrjun 2011 og til loka september sama ár voru tæplega þrettán þúsund manns drepnir í árásum sem tengjast fíkniefnagengjum. Inni í þessum tölum eru lögreglumenn og her- menn sem hafa misst lífið í baráttu við glæpagengin, meðlimir þessara gengja og saklausir borgarar sem voru á röngum stað á röngum tíma. Yfirvöld í Mexíkó halda því fram að sigur sé að vinnast í stríðinu við fíkniefnagengin en hvað sem því líður er ekkert lát á hrottalegum morðum. Fleiri bæjarstjórar drepnir n 50 þúsund manns fallið í dópstríðum í Mexíkó frá 2006 Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Ég sýni ykkur þetta því ég skammast mín ekki fyrir það að líkami minn hafi ver- ið eyðilagður Sýndi áverkana Maria steig fram og sýndi áverka eftir byssukúlur. Við sama tækifæri sagðist hún aldrei ætla að gefast upp. Óttaðist ekkert Maria missti eiginmann sinn í skotárás. Hún hélt þó baráttu sinni ótrauð áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.