Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 12
Hamingjusöm hjón Praveen og Savita voru í skýjunum með þungun- ina enda ætluðu þau sér alltaf að eignast börn. Praveen stendur nú eftir sem ekkill og mörgum spurningum er enn ósvarað. Myndir reuters 12 Erlent 28. nóvember 2012 Miðvikudagur Í rland er kaþólskt land, ekki á meðan fóstrið er enn á lífi.“ Þetta eru skilaboðin sem Praveen Halappanavar og eiginkona hans Savita fengu á Háskólasjúkra- húsinu í Galway á Írlandi fyrir rúm- lega mánuði þegar þau óskuðu eftir fóstureyðingu þegar ljóst var að þau væru að missa fóstur eftir 17 vikna meðgöngu. Viku eftir að hjónin ósk- uðu eftir fóstureyðingunni var ekki bara fóstrið látið, heldur Savita líka. Hún lést úr blóðeitrun eftir að hafa verið neitað um inngrip af hálfu lækna. Mál Halappanavar-hjónanna hefur vakið hörð viðbrögð á Írlandi og öll spjót beinast nú að stjórn- málamönnum og ströngum fóstur- eyðingarlögum landsins sem eiga rætur sínar að rekja til trúarinnar. draumur varð að martröð Praveen er verkfræðingur frá Ind- landi sem settist að á Írlandi fyrir fjórum árum ásamt eiginkonu sinni Savitu sem var tannlæknir. Þau áttu sér stóra drauma um að eignast börn og höfðu komið sér vel fyrir á Írlandi. Þau voru því í skýjunum fyrr á þessu ári þegar ljóst var að Savita gengi með barn. En strax eftir 17 vikna meðgöngu komu upp vandamál. Savita fór að finna fyrir miklum og sársauka- fullum bakverk. Hin áhyggjufullu hjón leituðu á Háskólasjúkrahúsið í Galway þann 21. október þar sem þau fengu skelfilegar fréttir. Læknar sögðu þeim að Savita væri að missa fóstrið og allar líkur væru á að það myndi ekki lifa þetta af. Þau óskuðu því eftir því að fóstr- inu yrði eytt. En læknar brugðust ókvæða við þeirri bón. Sögðu Írland vera kaþólskt land og ekki kæmi til greina að eyða fóstrinu meðan það væri tæknilega séð enn á lífi. „Við vildum bara fara aftur heim, huga að framtíðinni og næstu þungun því þetta var skipulögð ólétta. Við vorum svo hamingjusöm og við vildum eignast börn saman.“ Þremur dögum eftir að Halapp- anavar-hjónin höfðu óskað eftir fóstur eyðingu, var fóstrið látið. Fjór- um dögum eftir það var Savita einnig látin af völdum blóðeitrunar. Hörð viðbrögð á Írlandi Síðan þá hafa stuðningsmenn fóstur- eyðinga ekki aðeins mótmælt á Írlandi, heldur víðs vegar um heim- inn, þar sem skorað er á írska stjórn- málamenn og þess krafist að þeir uppfæri fóstureyðingarlög til að koma í veg fyrir harmleik sem þenn- an í framtíðinni. Írsk stjórnvöld hafa brugðist við með því að fyrirskipa rannsókn á því hvernig brugðist var við í tilfelli Savitu. Nú er þrýst á Enda Kenny, for- sætisráðherra Írlands, að fá Praveen til að aðstoða við rannsókn nefndar á andláti eiginkonu hans. Praveen er ekki vongóður því fyrstu skref stjórn- valda í rannsókninni voru ekki bein- línis traustvekjandi. Það tók í fyrsta lagi nokkrar vikur fyrir stjórnvöld að ákveða að rannsókn skyldi fara fram og þegar það var loks gert kom í ljós að þrír af þeim sjö sérfræðing- um sem skipaðir höfðu verið í rann- sóknarnefndina störfuðu á sjúkra- húsinu þar sem Savita lést. Þeir áttu því í raun að rannsaka sjálfa sig og kollega sína. Mikilvæg gögn sem ekki finnast Við þessum hagsmunaárekstri var reyndar brugðist og þremenningun- um skipt út úr nefndinni en fleiri og alvarlegri mál hafa síðar komið í ljós að sögn Praveen. Hann grunar að átt hafi verið við sjúkragögn og sum þeirra hafi jafnvel verið látin hverfa. „Við lögðum fram formlega beiðni um fóstureyðingu en hún er hvergi skráð hjá sjúkrahúsinu né heldur finnast sjúkragögn,“ segir Praveen í viðtali við CNN um mál- ið. Aðspurður segist hann ekki vita hvað varð um upplýsingarnar. „Þetta er afar skrýtið í ljósi þess að allar aðrar upplýsingar liggja fyrir. Til dæmis er skráð ósk okkar um te, ristað brauð og aukateppi á sjúkra- húsinu. Allt þetta er að finna í sjúkra- skýrslunni.“ Praveen segir að hann muni ekki sætta sig við neitt minna en opinbera rannsókn, þar sem heilbrigðiskerfið í heild sinni, ekki bara dauði eigin- konu hans, verði endurskoðað og rannsakað af óháðum sérfræðingum. „Allir í fjölskyldu minni spyrja mig hvernig svona nokkuð geti gerst í landi eins og Írlandi á 21. öld. Þegar þeir vissu að barnið myndi ekki lifa af, af hverju hugsuðu þeir ekki um „stærra“ lífið sem var móðirin, eig- inkona mín Savita? Það gerðu þeir ekki.“ n „Írland er kaþólskt land“ n Læknar neituðu að eyða fóstri n Hefði bjargað lífi móðurinnar Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Við vorum svo hamingjusöm og við vildum eignast börn saman savitu minnst Á Írland og víðar um heim hefur fóstureyðingarlöggjöf Írlands verið mótmælt. Hér má sjá mynd frá minningar- athöfn og mótmælastöðu í Dublin. Blóðugar hendur „Blóð hennar er á ykkar höndum,“ segir á þessu mótmælaskilti. Dauði Savitu Halappanavar hefur vakið hörð viðbrögð. Tannpína olli glundroða Austurrískur karlmaður lét lög- regluna í heimalandi sínu vinna fyrir kaupinu sínu á dögunum þegar hann fékk skyndilega mikla og sára tannpínu. Lögregla fékk tilkynningu um að bifreið væri ekið á röngum vegarhelmingi eftir A2- hraðbrautinni sem er ein sú fjöl- farnasta í Austur ríki. Skiljanlega olli þetta mikilli hættu. Lögregla beið mannsins og gaf honum merki um að stöðva bifreiðina en án árangurs. „Við settum upp vegatálma og vöruðum aðra ökumenn við. Hann hélt hins vegar bara áfram og virt- ist ekki taka eftir neinu,“ segir Willy Konrath, talsmaður lögreglu. Þótt ótrúlegt megi virðast missti lögregla sjónar á bifreiðinni þegar hún hvarf inn í þoku sem lá yfir hraðbrautinni. Lögregla náði hins vegar númerinu og hafði hendur í hári ökumannsins sem reyndist vera 36 ára karlmaður, Kurt Wagner. Við yfirheyrslu sagðist hann lítið muna eftir ökuferðinni enda hefði hann tekið inn mjög sterkt verkjalyf í bland við alkóhól vegna tannpínu sem hann var með. Sagðist hann hafa ekið rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann hlaut viðeigandi meðferð vegna verkjanna. Ekki liggur fyrir hvort og þá hvernig Wagner verður refsað. Lík Arafats grafið upp Lík Yassers Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna sem lést árið 2004, var grafið upp aðfaranótt þriðjudags til að fá úr því skorið hvort eitt- hvað vafasamt hefði dregið hann til dauða. Líkið var grafið upp að við- stöddum frönskum, rússneskum og svissneskum sérfræðingum. Það var eftirlifandi eiginkona hans sem fór fram á að líkið yrði grafið upp eftir umfjöllun Al Jazeera-sjónvarps- stöðvarinnar í vor um dauða hans. Í ljós kom að Arafat var við góða heilsu áður en hann veiktist skyndi- lega. Í ljós kom að sjaldgæft geisla- virkt efni, póloníum, fannst í höfuð- fati sem hann var með dagana áður en hann lést. Efnið fannst einnig í hári hans og í þvag- og blóðblettum sem fundust í fötum hans. Leikur jafnvel grunur á að eitrað hafi verið fyrir leiðtoganum fyrrverandi og úr því verður væntanlega skorið á næstunni. Póloníum finnst í mjög litlu magni í náttúrunni en ef það mælist í miklu magni eru miklar líkur á að það komi frá kjarnorkuveri. Skammtur sem mannsaugað greinir ekki nægir til þess að draga fullvaxta manneskju til dauða á nokkrum vikum. Árið 2004, þegar vísindamenn rannsökuðu hvort eitrað hefði ver- ið fyrir Arafat, var eitrun af völdum póloníums ekki þekkt og því var ekki skimað eftir því efni í líkams- vessum leiðtogans. Árið 2006 varð efnið hins vegar heimsfrægt sem eiturefni, þegar rússneski njósn- arinn Alexander Litvinenko var myrtur í London eftir að örlitlum skammti af efninu hafði verið laumað í mat hans á veitingahúsi í borginni. Litvinenko missti allt hár- ið í veikindunum sem drógu hann til dauða á nokkrum vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.