Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2012, Blaðsíða 14
Ö ssuri Skarphéðinssyni utanríkis ráðherra líst „ekki illa á það“ að kínversk stórfyrir tæki byggi hafnir á Íslandi vegna siglinga um norðurskautið. Ráðherrann ræddi þetta mál í frétt- um Stöðvar 2 í síðustu viku. Orðrétt sagði Össur: „Á meðal þeirra sem að hafa sýnt þennan áhuga eru Kínverjar. Það er ekkert launungarmál. Í kjöl- far þess að Snjódrekinn kom hérna, ísbrjóturinn sem var hér í sumar, að þá hafa verið hér á ferðinni fulltrúar mjög stórra skipafélaga, raunar þeirra stærstu í heimi, sem að hafa átt viðræð- ur við okkur hér heima.“ Á næstu árum og áratugum er lík- legt að í gang fari kapphlaup á milli stórvelda heimsins eins og Bandaríkj- anna, Kína og Rússlands til að tryggja sér hlut í þeim miklu náttúruauð- lindum sem talið er að sé að finna á norður hveli jarðar. Meðal annars mikl- ar olíulindir og jarðgas. Með hlýnun jarðar og bráðnun íshellunnar á norð- urskautinu opnast fyrir siglingaleið- ir um norðurhvel jarðar auk þess sem auðveldara verður að nálgast og vinna þær náttúruauðlindir sem talið er að sé að finna þar í jörðu. Þá felast einnig mikil verðmæti í góðum höfnum sem skipin sem sigla um norðurhvel jarðar geta notað sem viðkomustað á þessum siglingum. Um þetta sagði Össur: „Ég held að stærstu viðskiptatækifæri sem að Ísland getur nýtt sér á þessari öld, þau munu tengjast heimskautasvæð- unum og það er fyrst og fremst olía og gas, það er í öðru lagi siglingarnar.“ Við getum sagt að þetta kapphlaup um auðlindir og siglingaleiðir norður- skautsins á 21. öldinni sé að sumu leyti sambærilegt við það kapphlaup um nýlendur í Afríku sem fram fór meðal Evrópuþjóða á seinni hluta nítjándu aldar: Hagsmunirnir eru gríðarlega miklir. Umræður um mál Huangs Nubo og Grímsstaði á Fjöllum hafa leitt í ljós að það er langt í frá einhugur með- al landsmanna um að heimila kín- verska athafnamanninum að fjár- festa eða leigja jörðina. Áður en af því verður að kínversk stórfyrirtæki fá að byggja hafnarmannvirki hér þarf vit- anlega að fara fram mikil og ítarleg umræða um rökin sem eru með því og á móti, líkt og í máli Huangs Nubo. Ís- lendingar eru ekki beiningamenn, þrátt fyrir efnahagshrun og kreppuna sem á eftir fylgdi, og eru ekki í þeirri stöðu að þurfa að taka því að sem að hönd- um ber frá hverjum sem er: Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ein af ástæðunum fyrir því er meðal annars sú að Kína er alræðisríki sem stýrt er af kommúnistaflokki sem er alltumlykjandi og allsráðandi. Grund- vallarmannréttindi í vestrænum lýð- ræðissamfélögum, eins og funda-, hugsana- og skoðanafrelsi, eru ekki virt í Kína. Flokkurinn stundar eftirlit með þegnunum og ritskoðar prent- miðla – frægt dæmi er nýlegt hefti The Economist , listasýningar og netmiðlar þar sem fjallað er með gagnrýnum hætti um Kína – netverjar í Kína gátu til dæmis ekki lesið nýlega frétt New York Times um stórfellda spillingu Wen Jiabao forsætisráðherra þar sem lokað var á heimasíðu blaðsins innan Kína. Fangelsun kínverskra yfirvalda á rithöf- undinum Liu Xiaobo, handhafa friðar- verðlauna Nóbels árið 2010, er eitt af dæmunum sem gjarnan er tekið um það hvernig gagnrýni á ríkisvaldið er barin niður í Kína með harðri hendi. Ég reyndi einu sinni að hringja í kínverska blaðakonu vegna pólitískra ummæla sem Björk Guðmundsdóttir lét fjalla um frelsisbaráttu Tíbet á tónleikum í Kína. Blaðakonan varð hrædd, þorði ekki að tala við mig af ótta við að yfir- völd kæmust að því og skellti á mig. Gagnrýni Kínverja á eigin stjórnvöld og stjórnskipan fer því fram í kyrr- þey en ekki opinberlega. Auk þess ber að hafa í huga að einungis lítill hluti af því ofbeldi og þeirri skoðanakúgun sem ríkisvaldið í Kína ástundar berst Vestur landabúum til eyrna í gegnum fjölmiðla eða eftir öðrum leiðum. Í slíku alræðisríki geta skilin á milli stórra kínverskra einkafyrirtækja og Kommúnistaflokksins í mörgum til- fellum verið óljós þar sem einkaaðil- ar og ríkisvaldið geta unnið saman að gagnkvæmum hagsmunum sínum. Ef fyrirtæki í eigu einkaaðila hafa á annað borð náð að verða öflug án stuðnings og velþóknunar ríkisvaldsins í Kína er talið ljóst að þessi fyrirtæki geta ekki haldið áfram að stækka og eflast án aðkomu ríkisvaldsins. Á einhverjum tímapunkti þurfa kínversk stórfyrirtæki að taka tillit til hagsmuna ríkisins með einhverjum hætti: Þannig virkar ríkis- kapítalisminn kínverski. Í síðasta mánuði ákváðu bandarísk yfirvöld að kínversku símafyrirtækjun- um Huawei og ZTE yrði ekki heimilað að skrá bréf sín á bandaríska hluta- bréfamarkaðinn vegna þess að tengsl fyrirtækjanna við kínverska Kommún- istaflokkinn væru of mikil og að slíkt „gæti ógnað öryggi“ Bandaríkjanna. Tengslin á milli fyrirtækjanna og ríkis- valdsins voru rannsökuð sérstaklega áður en komist var að þessari niður- stöðu. Ein af niðurstöðum rannsóknar- innar var að þessi fyrirtæki væru í reynd ekki einkaaðilar: „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu, því miður, að þetta eru ekki einkafyrirtæki.“ Í flest- um vestrænum lýðræðissamfélögum er þetta yfirleitt ekki raunin þar sem skil- in á milli einkafyrirtækja og ríkisvalds- ins eru ljósari. Ástæðan fyrir þessu er vitanlega ólík stjórnarform í Kína og í flestum lýðræðisríkjum. Þannig væri einnig hægt að líta á útrás kínverskra einkafyrirtækja til Íslands, Evrópulanda og annarra landa sem útrás kínverska Kommúnistaflokksins, þess alræðis- valds. En þá er það spurning hvort sú staðreynd að tengslin á milli kínverska Kommúnistaflokksins og stórra einka- fyrirtækja, og þeir gagnkvæmu hags- munir sem ríkisvaldið og einkaaðilar þar í landi hafa af stórum fjárfestingum í löndum eins og Íslandi sem eru mikil væg efnahagslega í strategískum skilningi vegna nálægðar við norður- skautið, eigi að hafa áhrif á það hvort Íslendingar heimili slíkum fyrirtækjum að fjárfesta í hafnarmannvirkjum og öðru á Íslandi? Vilja Íslendingar eiga í viðskiptum við einkafyrirtæki í alræðis- ríkjum, sem kunna að hafa tengsl við ríkisvaldið í viðkomandi löndum, og þar með styrkja stöðu ríkisvaldsins sem treður á mannréttindum þegna sinna? Persónulega finnst mér þetta vera lykilspurning þegar Íslendingar velta því fyrir sér hvort, og þá að hversu miklu leyti eigi að heimila, kínverskum aðilum að fjárfesta hér á landi. Ef við lítum til baka og veltum því fyrir okkur hvernig okkur fyndist það ef við hefð- um leyft erlendum fyrirtækjum með tengsl við alræðisríki Alexanders Lúka- sjenkó, Jósefs Stalín, Fidels Castro eða Nicholas Ceaucescu að byggja hafnir á Íslandi í strategískum, efnahagslegum tilgangi, og þar með geópólitískum, er ég ekki viss um að við yrðum ánægð með þær ákvarðanir okkar. Sem mótrök við slíkum áhyggjum má benda á það að Íslendingar, og flestöll Vesturlönd, eiga í miklum við- skiptum við Kína og hafa átt um árabil. Stór hluti þeirra fjöldaframleiddu hluta sem Íslendingar og aðrir Vesturlanda- búar kaupa dag frá degi er framleiddur í Kína. Þannig að segja má að við dæl- um peningum til landsins með kaup- um okkar á ýmiss konar neysluvöru. Efnahagslegur uppgangur Kína er því að miklu leyti tilkominn vegna við- skipta við Vesturlönd. Af hverju ættu Vesturlandabúar því ekki einnig að heimila kínverskum að- ilum að fjárfesta í sínum þjóðríkjum? Ef Íslendingar sjá ekkert siðlaust við það að kaupa vörur af fyrirtækjum í alræðisríkjum sem eru tengd ríkis- valdinu þá ætti heldur ekki að vera neitt athugavert við að selja þessum sömu fyrirtækjum vörur eða aðstöðu? Siðferðisklemmuna sem andstæðingur viðskipta við Kína kemst í með þess- um hætti má kenna við tvöfalt siðgæði. Hann vill bara fá það frá Kínverjum sem honum hentar, annað ekki, af því þau viðskipti eru honum hagstæð. Enginn vill því lenda í þessu öngstræti. Spurningin um viðskipti Íslendinga og Kínverja er því nokkuð flókin og þarfnast talsverðrar yfirlegu og upp- lýsinga. Ég treysti mér ekki til að svara henni að svo komnu máli og ég tel ljóst að Össur Skarphéðinsson hefur ekki forsendur til að svara henni held- ur með eins einföldum hætti og hann hefur gert. Sandkorn Þingmaður fellur n Það vakti athygli hversu vel Björn Valur Gíslason tók pólitískum örlögum sínum í Reykjavík. Þingmaðurinn hefur verið áberandi undan- farin misseri og sýnt snerpu og djörfung. Almennt var hann talinn sá þingmaður sem næstur stóð formann- inum, Steingrími J. Sigfússyni. En úrslit prófkjörsins fólu í sér pólitíska aftöku Björns Vals sem glotti út í annað. Víst er að hann getur farið aftur á sjóinn, enda annál- aður aflamaður. Þá liggur tónlistin vel fyrir honum. Vígamenn gegn Illuga Gunnarssyni n Þingmaðurinn Illugi Gunnarsson, sem var efsti maður í Reykjavík, tók þeim örlögum sínum að lenda undir Hönnu Birnu Kristjáns­ dóttur af karl- mennsku. Glaðbeittur lýsti hann því að listarnir í Reykjavík yrðu sterkir. Ill- ugi þurfti að mæta harðri baráttusveit Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem fór með löndum. Þar voru fremstir í flokki vígamennirnir Andrés Magnússon, blaðamaður á Eyjunni, og Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, sem að sögn stýrðu herferðinni. Ingimar Karl fórnarlamb n Hart er deilt um kynja- reglu VG sem virkar aðeins til að lyfta konum en ekki körlum. Þannig er reikn- að með að Rósa Brynjólfs­ dóttir upplýsingafulltrúi fari upp fyrir Ólaf Þór Gunnarson í Kraganum og verði næst á eftir Ögmundi Jónas- syni. Aftur á móti verður mikill kvennafans á list- um í Reykjavík og Ingimar Karl Helgason, blaðamaður Smugunnar, situr sem fast- ast í sæti sem ólíklegt er að fleyti honum á þing. Leiðrétting n Í kjallaragrein Þráins Ber­ telssonar, alþingismanns VG, var því haldið fram að einungis 30 atkvæði hafi skilið á milli Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra og Ólafs Þórs Gunnarssonar öldrunar- læknis í prófkjöri Samfylk- ingar í Kraganum. Hið rétta er að 60 atkvæði skildu á milli frambjóðendanna og sigraði Ögmundur með þeim mun og stóð af sér at- lögu sem rakin er til Stein- grímsarms VG. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn Andrea Kristín Unnarsdóttir eyðir jólunum í fangelsi. – Fréttablaðið Viðskipti við þjóðníðinga„Enginn vill því lenda í þessu öngstræti Þ að er oft þannig að þegar nýtt fólk kemur inn í gömul kerfi að ný sýn og hugsun verður að hefð. Ég veit ekki hvernig það þróaðist þannig að þegar maður verður þingmaður þá verður maður nánast holdsveikur gagnvart hinum almenna vinnumarkaði og einhvern veginn gert ráð fyrir að fyrrverandi þingmönnum verði úthlutað störf- um innan ríkisins. Ég held að þeirri þróun að skapa atvinnustjórnmála- menn megi um kenna. Ef við búum í fulltrúalýðræði þá hlýtur maður að spyrja sig í hvers umboði eru allir þessir atvinnustjórnmálamenn. Ég hélt að fulltrúalýðræði gengi út á það að fulltrúar sem flestra samfélags- hópa tækju að sér þessa samfélags- þjónustu. Persónulega er ég því fylgj- andi að enginn sitji lengur á þingi en í tvö kjörtímabil (8 ár). Ég held að það sé eitt af grundvallar atriðum breyttrar stjórnsýslu og stjórnmála- hefðar. Þá hygg ég að þegar við fáum það í gegn að ráðherrar sitji ekki á Alþingi að margt muni breytast og þingmenn muni hætta að ganga um salina óléttir af draumum um ráð- herratign. Þegar ég fór í atvinnuviðtal við þjóðina í aðdraganda síðustu kosn- inga til að bjóða fram krafta mína í almannaþágu, þá var það hvorki draumur minn né markmið að þegar ég hætti í þessari vinnu að fá svokall- aðan bitling innan stjórnsýslunnar. Ég hef engan áhuga á að verða sendi- herra, eða þiggja vinnu án þess að hafa unnið mér rétt til hennar með starfsreynslu eða þekkingu. Að vera alþingismaður er einmitt vinna sem almennir borgarar ættu að sækjast eftir að fá að sinna stutta stund. Ég hef lært mjög mikið um það hvernig samfélagið mitt virkar. Ég hef meira að segja fengið að upplifa þau for- réttindi að hafa áhrif á málefni sem varða framtíð landsins. Ég hef haft beinan aðgang að upplýsingum í gegnum embættismenn í málefna- flokkum sem eru mér mikilvægir sem og þeim sem væntanlega kusu mig til að sinna þessu starfi. Til að þessi vinna sé valkostur fyrir almenna borgara frá mismun- andi samfélagshópum þá þurfum við að breyta hefðunum og hvernig við tölum um þetta starf. Þetta er ekki ömurleg vinna þó að hún sé ekkert sérstaklega góð fyrir fjölskyldufólk vegna þess hve vinnutíminn verður oft langur og ófyrirséður. En því má breyta. Mér finnst að það eiga ekki að vera hefð fyrir því að þeir sem fari í þetta þjónustuhlutverk gagnvart kjósendum sínum, missi gjaldgengi sitt á almennum vinnumarkaði og þurfi að stóla á að kerfið verði þeirra eilífðaratvinnurekandi. Mér finnst það frekar fráhrindandi þó svo að sumir fulltrúar séu án efa góðir emb- ættismenn. Umræðan um að allir þingmenn séu eins og að þeir séu allir spilltir og ömurlegir er mjög fráhrindandi fyrir fólk að sækja um þessa vinnu. Því óska ég þess af fullri einlægni að bæði vinnufélagar mínir sem og fjöl- miðlar sem flytja fréttir af vinnunni okkar sýni allar hliðar vinnu þeirrar sem þingmenn inna af hendi sem um margt er mjög gefandi og upplýsandi. Það fylgir því mikil ábyrgð að hafa áhrif á löggjöf sem og að leggja fram frumvörp og fyrirspurnir. Allt sem við gerum getur haft áhrif á líf svo margra. Gott væri að athyglin myndi beinast að því, en ekki bara hinum svokallaða hálftíma vanþroskaðrar umræðu þar sem átök og hanaslagur er einatt það sem fréttnæmast þykir. Ég vil ekki verða sendiherra! Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 28. nóvember 2012 Miðvikudagur Brjálæðislega snortin og þakklát Hildur Lilliendahl fékk viðurkenningu Stígamóta fyrir baráttu gegn ofbeldi. – DV „Að vera alþingis- maður er einmitt vinna sem almennir borgarar ættu að sækj- ast eftir að fá að sinna stutta stund. Kjallari Birgitta Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.