Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Qupperneq 18
6 Bækur 5. desember 2012 Miðvikudagur M ensalder. Nafnið eitt vekur forvitni og leiðir hugann að dulúð og forneskju. Svona heitir víst enginn lengur á Íslandi og enn síður Mensalder Raben Mensalders- son. En það er ekki aðeins nafn sögu- hetjunnar (eða öllu heldur annarrar aðalpersónu sögunnar) sem vekur lesandanum forvitni. Sagan grípur hug hans þegar á fyrstu síðu og held- ur honum föngnum svo hann á erfitt með að leggja bókina frá sér. Samt er þetta ekki spennusaga í nútíma skilningi þess orðs, enginn er drep- inn, a.m.k. ekki með köldu blóði, og engin lögga kemur við sögu. Í bókarlok og á kápu segir að sunnlenski kotbóndinn Mensalder Raben Mensaldersson og lífshlaup hans sé fyrirmynd höfundar að gerð sögunnar. Mensalder lést árið 1980, 91 árs að aldri, og var samkvæmt því fæddur árið 1889. Sagan sem sögð er á þessari bók er ekki ævisaga Mens- alders. Hún er skáldsaga um ævi hans, en jafnframt margt annað og miklu meira. Með miklum rétti má halda því fram að sagan sé ástar- saga í margvíslegum skilningi, og ekki síður saga um íslenskt þjóðlíf og sveitasamfélag um aldir. Höfuð- persónurnar þrjár, feðgarnir Mens- alder Jónsson, Mensalder Raben Mensaldersson og fóstran Manga í Ranakoti, gætu allar hafa verið uppi á nánast hvaða öld sem er, en flest- ir aðrir, sem til sögu eru nefndir, eru dæmigerðari fyrir sögutímann, 19. og 20. öld. Ævi Mensalders yngra var um margt dæmigerð fyrir líf og kjör fá- tæks fólks í sunnlenskum sveitum á sögutímanum. Höfundur hefur vafa- laust stuðst við staðreyndir um ævi hans og kannski þekkt hann (það kemur þó hvergi fram). Lýsingarnar á honum eru lifandi og trúverðugar en stærsti kostur bókarinnar er að mínu mati sá að Bjarna Harðarsyni tekst að bregða upp í svipleiftrum af- bragðsgóðum þjóðlífsmyndum svo sögupersónurnar og umhverfi þeirra standa lesandum ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum. Þar skiptir stíll- inn einnig miklu máli en Bjarni segir söguna á lifandi og skemmtilegu máli, eilítið sérvisku- og forneskju- legu á stundum, en með tungutaki sögupersónanna og samtíma þeirra. Fyrir vikið verða þær trúverðugri og sagan öll læsilegri. Þessi saga bregður áhugaverðu ljósi á löngu liðna tíð, löngu liðna versu, eins og Manga í Ranakoti hefði sagt. Og að minni hyggju er einmitt Manga athyglisverðust og best gerð allra persóna sögunnar, miklu áhugaverðari en Mensalder. Trúmennska hennar, tryggð, ást og góðmennska við lítilmagnann lyfta henni úr eigin vesöld og kröm og þrátt fyrir alla forneskjuna var hún næmari á samtímann og ný gildi en margur annar. Kannski er hún á sinn hátt samnefnari fyrir fátækar konur á Íslandi á öllum öldum. Engum getur dulist að Bjarni Harðarson er vaxandi rithöfundur. Þessi bók er þriðja skáldsaga hans á fjórum árum og að minni hyggju sú besta. Saga lands og þjóðar 2001–2010 Ævintýralegt tímabil Blaðamennirnir Björn Þór Sig- björnsson og Bergsteinn Sigurðs- son hafa sent frá sér bókina Ísland í aldanna rás 2001–2010. Þar er farið yfir fyrsta áratug 21. aldar- innar, þar sem bankakerfið bólgn- aði og hrundi. Sagan er sögð í máli og mynd- um og öllum helstu merkisvið- burðum gerðir ítarleg skil og minni skondnum viðburðum jafn- framt til gamans. Löngu horfin versa Jón. Þ. Þór Bækur Mensalder Höfundur: Bjarni Harðarson Útgefandi: Sæmundur 255 blaðsíður „Engum getur dulist að Bjarni Harðarson er vaxandi rit- höfundur. Þessi bók er þriðja skáldsaga hans á fjórum árum og að minni hyggju sú besta. Skáldsaga um ævi Í Mensalder er lífshlaup sunnlenska bóndans Mensalders Raben fyrirmynd höfundar að gerð sögunnar. Félagsleg tabú Í bókinni Frábær eftir fertugt fjallar Jóna Ósk Pétursdóttir á opinskáan hátt um líkam- lega og andlega heilsu kvenna á breytingaskeiði. Sumar konur fara létt í gegnum þetta tímabil en aðrar finna fyrir töluverðum óþægindum. Umfjöllunarefnin eru eins og við má búast fjölmörg; hormóna- breytingarnar, kynlíf, sambönd og félagsleg tabú, útlit og fatastíll og umhirða húðar. Gísli fyrir ofan metsöluhöfunda Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur er í efsta sæti met- sölulista bókaverslananna vikuna 25. nóvember–1. desember. Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason er í 2. sæti listans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.